Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 11

Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER II Þjóðin upplýst úr fjármála- ráðuneytinu og skammdegið kvatt Mitt í annríkinu hjá þeim í fjár- málaráðuneytinu hefur upplýsinga- fulltrúinn þar á bænum fundið sér tíma til að drepa niður penna og skrifa stefnumarkandi tímamóta- grein um ríkisfjármál. Greinin heitir hvorki meira né minna en „Hvað mundirðu gera við 1.427.000.000 krónur?" Upplýsingafuljtrúi fjármálaráð- herra, Mörður Árnason, skrifar síð- an af list, undir þessari fyrirsögn, um marga og mismunandi mögu- leika til að koma svona upphæð í Hér er brotið blað. Ný stefna mörkuð. Það er tilhlökkunarefni að bíða fleiri slíkra tilboða þeirra úr fjármálaráðuneytinu. Ég sé fyrir mér næstu fyrirsagnir upplýsinga- fulltrúans, svo sem: „Hundrað og ein aðferð til að eyða eitt hundrað áttatíu og einni milljón og níutíu þúsundum" — eða — „Viltu eiga þrjátíu og sjö miiljónir, tvö hundruð og tuttugu þúsund?“ Og sláttur yrði á mínum manni þegar hann byði lesendum upp á að láta hugann reika um lendur heil- brigðisgeirans, t.d. undir fyrirsögn- inni: „Vill einhver eyða fjörutíu og tveimur milljörðum, fjögurhundruð og átta milljónum, níu hundruð og tuttugu þúsund krónum?" Undirritaður gefur sér því miður nú orðið næsta sjaldan tíma til að blanda sér í blaðaskrif og forðast reyndar allt karp á þeim vettvangi um eigin verk. Hitt vil ég fyrir eng- an mun láta hjá líða að færa upplýs- ingafulltrúanum og öllu öðru heim- ilisfólki í fjármálaráðuneytinu alúð- arþakkir. Nú þarf engum að leiðast lengur. Fjárlögin eru sú bók sem hver maður mun bera hið næsta sér i héðan í frá og sæki að mönnum skammdegisdrungi eða önnur þyngsli af einhverjum toga slá menn einfaldlega upp í bókinni, finna sér snotra tölu og láta sig svo dreyma um nokkrar skemmtilegar aðferðir til að eyða smáræðinu. Héðan í frá þurfa naumt haldnir launamenn, hvort sem þeir nú hafa háskólanám að baki, baxa við að stjórna flugumferð eða innheimta skatta, ekki lengur að takmarka í dagdraumum sínum æfingarnar við að eyða smánarlegum laununum einum. Nei, þökk sé ómetanlegri hug- kvæmni þeirra í fjármálaráðuneyt- inu, sem upplýsingafulltrúanum hefur komið á framfæri, hafa menn nú öll íslensku fjárlögin að galopnu leiksviði. Djúpvitur maður á að hafa sagt fyrir alllöngu að verður væri verka- maðurinn launa sinna. Þeir hafa sýnt það, fjármálaráðuneytismenn, að þeir skilja þessi sannindi. Því vil ég að lokum leyfa mér að leggja til að upplýsingafulltrúinn verði nú maklega launað framtakið og hon- um veitt kauphækkun við hæfi og væri hið minnsta fjórir og hálfur hundruðustu ofan á núverandi laun. Steingrímur J. Sigfússon Athugasemd frá Bústaðasókn Sóknarnefnd Bústaðasóknar hef- ur sent PRESSUNNI athugasemdir vegna skrifa í blaðinu í síðustu viku um einn lið í ársreikningum sóknar- innar. Þessi liður var alls 632.299,80 kr. og ber heitið Biskupskjör og kveðjumessa. í athugasemdunum, sem Orn Jónsson, formaður sóknar- nefndar, ritar undir fyrir hönd sókn- arnefndar, eru gefnar nánari skýr- ingar á upphæðinni: „Þegar niðurstaða biskupskosn- inga var kunn komu vinir og vel- unnarar sr. Ólafs Skúlasonar saman í safnaðarheimili kirkjunnar. Sókn- arnefndin bauð þá gestum upp á veitingar. Síðar við kveðjumessu sr. Ólafs var öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi eftir messu og var mjög fjölmennt við þá messu. Einnig er inni í þessari upphæð kostnaður vegna tónleika, sem haldnir voru til heiðurs biskups- hjónunum að lokinni innsetningu hans í embætti. Þá bauð sóknarnefnd mökum, biskupshjónum og föstu starfsfólki kirkjunnar til kvöldverðar og er kostnaður við það inni í fyrrgreindri upphæð. Það má ljóst vera að prestur, sem hefur þjónað prestakalli sínu frá upphafi með slíkum sóma og herra Ólafur Skúlason gerði, verður ekki kvaddur án þess að boðið sé til fagn- aðar. Gestrisni hefur ávalit verið til staðar í Bústaðasókn og mun verða það áfram, jafnvel þótt illar tungur vilji gera sér mat úr kostnaði við hana.“ Myndavíxl. Þau mistök urðu við vinnslu PRESSUNNAR í síðustu viku að mynd af Óttari Guðmunds- syni dálkahöfundi birtist með grein eftir Jón Óttar Ragnarsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. BREYTINGAR Á BYLGJUNNI Eiríkur Jónsson er með morgun- útvarp frá kl. 7:00 - 9:00 alla virka daga. Jón Ársæll Þórðarson hefur umsjón með síðdegisþætti, ísland í dag, frá kl. 17-18:30 alla virka daga. Fréttastofur Bylgjunnar og Stöðvar 2 hafa verið sameinaðar og við flytjum góðar fréttir frá morgni til kvölds. Allir landsmenn, sem geta náð útsendingu Stöðvar 2, hafa nú tök á, þegar ekki er sent út á Stöð 2, að hlusta á útsendingu Bylgjunnar í sjónvarpstækinu. Fréttaþáttur Stöðvar 2, 19:19, er nú sendur út samtímis á Bylgjunni. Með þessar breytingar í huga er engin spurning ffyrir auglýsendur að það borgar sig að auglýsa ó Bylgjunni. BYL GJAN -engin spuming! 989 A/YIR B/LAR A HAGSTÆÐU VERÐ/ HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN BÍLALEIGAN » GEYSIR sími: 688888 Sudurlandsbraut 16, Reykjavík, gengið inn frá Vegmúla. • Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- oiia, Nissan Sunny, Lada 1500 Station • FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Toyota Landcruiser, Ford Econoline • 5—12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5—7), Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.