Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER 41 dœmdur eða ákœrður íslendingur er um þessar mundir bœði erlendis og utan við fullnustulögsögu landsins. Lítið sem ekkert er gert til að hafa uppi á þess- um mönnum. Auk þeirra er erlendis fjöldinn allur af Is- lendingum, sem flúið hafa landfrá skuldum og látið öðr- um eftir uppgjörið. Hið opinbera aðhefst ekkert íslíkum tilvikum; það er ekki refsivert að skulda og því fórnar- lambanna að fá tjón sitt bœtt. Sögur hafa heyrst afófáum íslendingum sem lent hafa í viðskiptalegum ógöngum, refsiverðu vafstri eða gjald- þroti, flúið land og haslaö sér völl erlendis með góðum árangri. Flesta „skuldakóngana“ er þó vafalaust að finna meðal alþýðufólks, sem hreinlega hefur gefist upp á baslinu hér heima. Pað flytur og skilur oft eftir vanskil upp á tugi eða hundruð þúsunda. Á boðunarlista Fangelsismála- stofnunar ríkisins eru 24 „dómþol- ar“ erlendis. Af þessum 24 eru 15 á Norðurlöndunum. Vegna norrænna laga um sameiginlega fullnustulög- sögu er ekkert því til fyrirstöðu að til þeirra náist og þeir því ólíklegir til að losna þar undan afplánun. YFIR FJÖRUTÍU DÆMDIR OG KÆRÐIR í SIGTINU Hins vegar eru átta dæmdir ís- lendingar nú utan fullnustulögsögu landsins. Hér er yfirleitt ekki um neina stórafbrotamenn að ræða. Fjórir dómar eru vegna umferðar- lagabrota, einn vegna tollalaga- brots, einn vegna fíkniefnabrots, einn vegna fjársvika, einn vegna lík- amsárásar og einn vegna nauðgun- ar. Þyngsti dómurinn er 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi vegna nauðgunarinnar. Sá dómur fyrnist 1998 náist ekki í manninn. Léttasti dómurinn er 15 daga varðhald vegna umferðarlagabrots. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins fengust þær upplýsingar að á skrá væru 33 kærðir íslendingar sem ekki er hægt að yfirheyra vegna þess að þeir dveljast erlendis. Helgi Daníelsson vildi hins vegar hvorki greina frá nöfnum þessara einstakl- inga né meintum afbrotum þeirra. „Þessir menn eru víða erlendis. Vit- að er um dvalarstað margra, en um nokkra þeirra er ekkert vitað.“ Sé ekki hægt að birta viðkomandi ákæru er heldur ekki hægt að dæma í málinu. Af samtölum PRESSUNNAR við ýmsa aðila í dómskerfinu virðist einsýnt, að mjög lítið sé í raun gert til að hafa uppi á mönnum. Heim- ildamaður blaðsins innan RLR sagði reyndar furðu sæta hversu lítill áhugi virtist á því að fylgja slíkum málum eftir. SKULDAKÓNGARNIR ÞURFA EKKI AÐ ÓTTAST YFIRVÖLD Samkvæmt heimildum blaðsins hafa íslensk dómsyfirvöld t.d. í mjög litlum mæli leitað til Interpol, al- þjóðalögreglunnar í Frakklandi. Séu mál þessara manna því ekki stór- vægileg geta þeir dvalið erlendis nokkuð áhyggjulausir og komið til landsins á ný eftir 5—10 ár, þegar mál þeirra fyrnast. Þriðji hópur landflóttafólks er „skuldakóngarnir" svokölluðu, fólk sem flúið hefur af landi brott frá ófrágengnum skuldum, stórum sem smáum. Oft er um að ræða einstakl- inga, sem hafa lent í verulegum við- skiptalegum hremmingum, t.d. gjaldþroti eða að staða fyrirtækja þeirra hefur verið orðin vonlaus. Sumir þessara einstaklinga hafa pakkað saman og tekið með sér drjúga fjármuni, en skilið jafnvel vini og vandamenn eftir í skulda- súpu, sem tekur mörg ár að gera upp. Islensk dómsyfirvöld elta alls ekki uppi menn sem stinga af frá per- sónulegum viðskiptaskuldum. Brot þeirra falla undir einkamálalöggjöf- ina og það er því fórnarlambanna að leita eftir því að fá tjón sitt bætt — eða taka skellinn á sig. Að skulda er nefnilega ekki refsivert athæfi og skuldafangelsi óþekkt fyrirbæri hér á iandi. Heyrst hafa nánast goðsagna- kenndar sögur af tilteknum íslend- ingum, sem hafa horfið af landi brott frá viðskiptalegu hruni, en síð- an gert það gott í útlandinu. GEIRI STÆLL UMSVIFAMIKILL BISSNESSMAÐUR í ÁSTRALÍU Frægasti bissnessflóttamaður ís- lands er án efa Jósafat Arngrims- son, öðru nafni Joe Grimsson, sem fluttist alfarinn af landinu fyrir fjórtán árum (sjá rammagrein). Fyrir tólf árum yfirgaf landið Ásgeir H. Magnússon heildsali, sem bland- aðist talsvert inn í mál Jósafats á þeim árum, þar sem auk Jósafats og „Geira stæis“ komu við sögu m.a. Jóhannes Stefánsson, „Jói svarti“, og Guðbjartur Pálsson, „Batti rauði“. Á tímabili blandaðist inn í viðskipti sumra þessara manna Guðgeir Leifsson, sem hvarf af landi brott árið 1985 (sjá ramma- grein). Ásgeir „Geiri stæll“ Magnússon fór af landi brott 1978 eftir mikið málavafstur vegna heildsölu sinnar, Á.H. Magnússonar og co. Hafði hann 1974 komið mikið við sögu, ásamt Jósafat Arngrímssyni og fleir- um, í svokölluðu „flugfraktmáli" og „Pennington-máli“. Ásgeir býr nú í Sydney í Ástralíu, þar sem hann rek- ur umsvifamikið inn- og útflutnings- fyrirtæki, Austek International Company. í samtali við PRESSUNA sagði hann að ekkert hefði verið viðkvæmt við flutning sinn af landi brott, en hins vegar væri illt umtal um nágrannann alitaf fyrir hendi. „Best er að vera kominn burt frá slíkum kjaftagangi," sagði hann, en þegar á reyndi neitaði hann að tjá sig frekar um sín mál. LEIGJANDI SELDI ÍBÚÐ OG STAKK AF Ástpór Magnússon rak Mynd- iðju Astþórs. Hann lenti í miklum erfiðleikum, skipti nokkrum sinn- um um nafn á fyrirtæki sínu og varð JÖSAFAT ARNGRÍMSSON/JOE GRIMSSON Útsjónarsamur kaupsýslumaður eða alþjóðlegur svikahrappur? Jósafat Arngrímsson, öðru nafni Joe Grimsson, er án efa frægasti viðskipta„flóttamað- ur“ landsins. Sögur af umdeild- um viðskiptum hans á íslandi ná allt aftur til upphafs sjöunda ára- tugarins. Upp úr 1960 byggði Jósafat upp mikið fyrirtækjaveldi á Suðurnesj- um, um leið og hann var starfsmað- ur og verktaki hjá Navy Exchange á Keflavíkurflugvelli. í fjölmiðlum á þessum tíma var frá því greint að Jósafat hefði nöfn sextán fyrirtækja á nafnspjaldi sínu! Hann var um leið talinn upprennandi stjórnmálamað- ur og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisf lokkinn. í janúar 1964 var Jósafat hins veg- ar hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um skjalafals við verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Um leið komu fram ásakanir um að hann stæði fyrir umfangsmikilli ávísanakeðju í gegnum pósthúsið á vellinum til að fjármagna fyrirtæki sín. Vegna þessara mála var Jósafat dæmdur 1966 í tveggja ára fangelsi og þann dóm staðfesti Hæstiréttur árið eftir. Dóminn hefur hann hins vegar aldrei afplánað, þar sem fyrir því lágu tvö vottorð frá geðlæknum að hann væri ekki fær um að sitja í fangelsi. Sjálfur hefur hann borið því við að yfirvöld hafi eftir dóminn sannfærst um sakleysi hans og þá hafi Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra ákveðið að vottorð fengist. Þessu hefur dómsmálaráðuneytið neitað. 1974 lenti Jósafat aftur í ávísana- máli, sem tengdist ýmsum öðrum Jósafat Amgrimsson Mynd: Gunnar Gunnarsson kaupsýslumönnum, meðal annarra Jóhanni „Jóa svarta" Stefánssyni, Ásgeiri „Geira stæl“ Magnússyni, Guðbjarti „Batta rauða" Pálssyni og Guðgeiri Leifssyni. Þessir menn og fleiri töldust meðal annars hafa svik- ið umtalsvert magn af vörum úr tolli án þess að greiða toll eða leggja andvirði varanna í banka og svo braskað með ávísanir, víxla og skuldabréf. í þessu máli var ekki dæmt í Hæstarétti fyrr en 1982 og hlaut Jósafat þá skilorðsbundinn sex mánaða dóm. Jósafat fór hins vegar af landi brott árið 1976, til Englands, þar sem hann hóf þegar viðskipti. Frá þeim tíma hefur hann nokkrum sinnum lent í málaferlum, meðal annars sat hann í sex mánuði í fang- elsi 1987 vegna tilraunar til að svíkja út fé. A síðasta ári var hann enn í sviðsljósinu, ákærður um að hafa reynt að svíkja 17 milljónir dollara út úr National Westminst- er-bankanum í London. Því máli var um síðir vísað frá. Sjálfur hefur hann haldið fram sakleysi sínu í öll- um þessum málum. Jósafat Arngrímsson býr nú með fjölskyldu sinni í Dublin, þar sem hann er meðeigandi í fyrirtækinu Serviceworld. Hann berst ekki mik- ið á, en er talinn sterkefnaður og með viðskiptasambönd um heim allan. jafnoft gjaldþrota. Hann hvarf af landi brott fyrir fáeinum árum. Óstaðfestar fregnir greina frá því að hann starfi nú fyrir alþjóðlegt tölvu- fyrirtæki, „vaði í peningum“ og eigi stóra snekkju. „Þetta er eldklár maður og hugmyndaríkur, en lenti sennilega í óráðsíu með því að vas- ast í of mörgu í einu,“ sagði einn heimildamanna blaðsins. Þá er vert að nefna Konráð S„ sem var með skipasölu og bókhalds- fyrirtæki. Fyrir nokkrum árum komst hann í klandur vegna rekstr- arins, seldi allar eigur sínar hér heima og flúði til Spánar. Hann var meðal þeirra sem upp komst um að ættu innstæður í Finansbanken á sínum tíma. Samkvæmt heimildum blaðsins eru enn þann dag í dag mál i gangi út af skuldum hans. Snemma á áttunda áratugnum kom stórt mál upp í einu dagblað- anna. Fólk hafði leitað til lögmanns nokkurs og sagt að á fasteignasölu landsfrægs manns hefði sér verið boðið upp á íbúð til kaups á hálfvirði gegn staðgreiðslu. Þau hefðu sam- þykkt og fengið afsal, en hjá fógeta kom í ljós að allt annar maður ætti íbúðina; sá sem seldi var aðeins leigjandi. Sá var stunginn af til út- landa með andvirðið. Hinir stærstu í þessu sambandi hafa horfið frá jafnvel tugmilljóna króna skuldum. Ófáir eru þeir ís- lendingar hins vegar sem kvatt hafa landið og skilið eftir sig vanskil upp á nokkra tugi eða nokkur hundruð þúsunda króna. „SKRÁÐUR MEÐ ÓÞEKKT HEIMILISFANG ERLENDIS" Á hverju ári er birtur mikill fjöldi stefna í Lögbirtingablaðinu, þar sem einstaklingum er stefnt til greiðslu skulda, en ekki næst til þeirra vejgna þess að heimilisfang er óþekkt. I mörgum tilvikum kemur í ljós að fólk hefur flutt af landi. Lítum á nokkur dæmi um stefnur og dóms- birtingar af þessu tagi frá því í ár. í febrúar sl. gaf J.H. út tveggja ára skuldabréf á Seljaútibú Búnaðar- bankans upp á 440 þúsund krónur. Ein afborgun var greidd, en síðan ekkert. J.H. reyndist gjaldþrota og stefndi þá bankinn H.J. og K.S. Þau reyndust hins vegar „búsett í Sví- Þjóð“. 11. maí 1989 var 150 þúsunda króna tékki innleystur t afgreiðslu Búnaðarbankans í Umferðarmið- stöðinni. Reikningurinn var í ís- landsbanka og skráður á Textaút- gáfuna í Kópavogi. íslandsbanki stefndi eigandanum B.S. og svo H.H. Þau eru skráð með óþekkt heimilisfang í Svíþjóð. Fyrr á þessu ári stefndi Kuwait petroleum svenska íslendingnum E.E., hvers heimilisfang er óþekkt. Hann var með greiðslukort hjá K.P.S. vegna úttektar á bensíni, olíu og bílavörum með afslætti. Hann stofnaði með greiðslukortinu til skulda í nóvember til desember

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.