Pressan - 25.10.1990, Síða 28

Pressan - 25.10.1990, Síða 28
Wr ar sem Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra ætiar fram á Reykja- nesi verður þriðja sætið á lista Al- þýðuflokksins í Reykjavík nokkuð girnilegt fyrir þá sem hafa þingmann- inn í maganum. Jón Baldvin Hanni- balsson hefur að undanförnu leitað til nokkurra velþekktra manna til að skreyta listann með og jafnvel að taka þetta baráttusæti. Meðal jþeirra sem leitað hefur verið til eru Ossur Skarphéðinsson, aðalnúmerið í Birtingu, og Ellert B. Schram, rit- stjóri og fyrrverandi þingmaður sjálfstæðismanna, en hann hélt há- tíðarræðuna á flokksþingi krata í Hafnarfirði... að vakti athygli á dögunum þegar makaskipti fóru fram á veit- ingastaðnum Hollywood og Snekkjunni á Fáskrúðsfirði. En nýi eigandinn, Ingi Helgason, var ekki lengi í Hollywood. Eftir mála- myndaopnun var skemmtistaðnum lokað fyrir öðrum rekstri en skóla- böllum og hann settur á sölu á nýjan leik. Ingi Helgason tjáði PRESS- UNNI að hann hefði fulla trú á Hollywood sem skemmtistað en að baki ákvörðun um sölu lægju per- sónulegar ástæður. Fyrir þá sem áhuga hafa á skemmtistaðarekstri skal upplýst að Hollywood má fá fyrir litlar 40 milljónir ... Leikningar Neytendasamtak- anna, sem lagðir voru fram á iands- þingi samtakanna um síðustu helgi, eru um margt kostu- legir. Þar kemur fram að eigið fé Neytendasamtak- ana og Neytendafé- lags höfuðborgar- svæðisins er nei- kvætt um rúmlega 4 milljónir króna. Samanlagt tap þeirra í fyrra var 3,4 milljónir. Tapið varð, þrátt fyrir aukningu tekna, hátt í 80 prósent. Hins vegar jókst rekstrarkostnaður enn frekar og þá sérstaklega launakostnaður. Hann var 115 prósentum hærri í fyrra en árið þar áður. Þótt nokkur umræða hafi orðið um bágan fjárhag og lé- legan rekstur var stjórn samtak- anna endurkjörin og Jóhannes Gunnarsson einnig sem formað- ur ... v . W axandi óánægju gætir meðal starfsmanna Stöðvar 2 með hvernig haldið er á málum í fyrirtækinu. Nú munu tveir lykilmenn úr hópi starfs- manna hafa sagt upp störfum, þeir Ólafur E. Friðriksson, fréttamað- ur og varafréttastjóri, og Jón Hauk- ur Edwald, útsendingarstjóri frétta. Uppsagnir þeirra miðast við ára- mót... lEin af skáldsögunum á jóla- markaðnum er Rauðir dagar eftir Einar Má Guðmundsson, en Al- —— menna bókafélagið gefur bókina út eins WT zijÍÍ °8 fyri skáldsögur Einars. Sagan fjallar r -V um stúlku sem kem- ur að norðan og •<»4 ; JÍfi flækist inn í róttækl- —ingalíf í Reykjavík á blómatímabilinu. Heyrst hefur að persónur í sögu Einars þyki um margt líkar Ragnari Stefánssyni, Birnu Þórðardóttur og öðru fólki sem var framarlega í Fylkingunni á sínum tíma... M_ 4 ^ þátttakanda í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er talinn verða um ein milljón króna, en algengt er að prófkjörsþátttakan kosti um 1.500 þúsund. Baráttan er talin verða hvað dýrust fyrir Björn Bjarnason og stuðningsmenn hans, en líklega ódýrust fyrir Krist- ján Guðmundsson, formann mál- fundafélagsins Óðins. Stærsti út- gjaldaliðurinn er vegna auglýsinga- birtinga í Morgunblaðinu, en blaðið veitir prófkjörskandídötum um 30% afslátt af venjulegu auglýsingaverði. í nokkrum tilvikum eru auglýsingar teknar út á kvóta fyrirtækja, sem styðja sína menn. .. I ræðu sinni á kjördæmisþingi allaballa fyrir austan lýsti Hjörleif- ur Guttormsson yfir framboði sínu. Það vakti hins vegar engan fögnuð og stóð hver maðurinn upp á fætur öðrum og sagði slíkt ekki tímabært, meðal annarra Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað. Allaballar í Aust- fjarðakjördæmi vilja halda mögu- leika á forvali opnum. Þeir sem tald- ir eru líklegir til að gefa sig í slaginn gegn Hjörleifi eru, auk Smára, þeir Einar Már Sigurðsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austur- landi, og Björn Grétar Sveinsson, verkalýðsforkólfur á Höfn ... r American Power Conversion Nóvembertilboð á 600 LS varaaflgjafanum á aðeins 49.800 kr. án vsk. 600 LS varaafigjafinn getur hatdið í gangi 3 x IBM PS/2-30 með 20 MB hörðum disk og VQA lítaskjá í 10 mínutur eftir að rafmagnið er farið. Evym með varaattðjafa tyrir littar tötvur ttt ttörra tötvukerfe, Komum og metum varaaflþörf fyrirtækja. ÁRMÚLA 38 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-678070 • FAX 91-678701

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.