Pressan - 25.10.1990, Síða 19
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER
FIMMTUDAGUR
25. OKTÓBER
19
Hvað er það sem fær konur tíl að ríf a uta
af sér fötm eða 'Yá í Imén" eins og þær vilja heldur kalla það
Flottir gæjar í World Class, — ein konan sagði að þar mætti sjá þá
alflottustu um sexleytið á hverjum degi.
Helgi Björnsson, leikari og
söngvari.
þó með eitt á hreinu; full-
ir menn eru ekki kynæs-
andi.
Til að fá úr þessu skorið
leitaði PRESSAN til valins
hóps kvenna og spurði þær
hvað væri kynæsandi við
karlmenn.
Eins og sjá má af svörum
þeirra hér senda karlmenn
frá sér kynæsandi skilaboð
með ýmsum pörtum
skrokksins og fleiru til. Nán-
ast allir líkamspartar voru
nefndir; augu, læri, rass og
upphandleggsvöðvar. En
kynþokki karlmanna kemur
einnig fram í kímnigáfunni,
fötunum og fasinu, eða eins
og ein þeirra orðaði það:
Stærsta kynfærið er það
sem er á milli eyrnanna.
En lítum á draumamann
allra kvenna:
JAKKAFÖT, HVÍT
SKYRTA
OG BINDI
Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra sem svöruðu sagðist
vilja hafa herrann í sígildum
fatnaði og margar tiltóku
sérstaklega að hann ætti að
vera í jakkafötum, hvítri
skyrtu og með bindi.
„Ekkert gervifrjálslyndi í
klæðaburði, takk fyrir,“
sagði ein nútímakonan.
Jóhann Sigurðarson leikari.
Nokkrar báðu þó um
gallabuxur, rúllukragabol og
rúskinnsjakka og þrítug
kona tiltók þröngar galla-
buxur, „svo hægt sé að sjá
fyrirfram hvað verið er að
bjóða upp á og maður sé
ekki að ómaka sig að
óþörfu“, eins og hún orðaði
það.
STINNUR RASS
Svo að segja hver einasta
aðspurðra setti stinnan rass
ofarlega á lista yfir kyn-
þokkafullt útlit.
Að öðru leyti virðist allt
útlit „gjaldgengt" og nokkr-
ar tóku sérstaklega fram að
maðurinn yrði að hafa
meira til að bera en „tippi
og góðar rasskinnar". Læri
voru næstefst á lista og kálf-
ar Alfreðs Gíslasonar hand-
boltakappa fengu sérstaka
tilnefningu.
Upphandleggsvöðvar virð-
ast hafa sérstakt aðdráttar-
afl, sömuleiðis fallega lagað-
ar hendur og hæfilega lang-
ir og fallegir fingur.
„Kannski er það af því að
ómeðvitað ætlar maður að
gefa þessum höndum tæki-
færi á að gæla við sig,"
sagði ein úr hópnum.
DAÐRANDI AUGU
Mörgum kvennanna
fannst kynþokki fyrst og
fremst streyma úr augnaráði
mannsins og þær alprúð-
Valdimar Öm Flygenring leik-
ari.
ganga í augun á fagra kyn-
inu.
RÍK KÍMNIGÁFA
Enn voru allar sammála, í
þetta sinn um að rík kímni-
gáfa væri allra eiginleika
nauðsynlegust.
„Ég vil sjá þessa djúpu
glettni í augum hans sem
gefur fólki kraft til að takast
á við erfiðar aðstæður,"
sagði meðvituð kona og
bætti við: „Maður sem hef-
ur örugga framkomu og
þessa glettnu hlýju getur
komið mjög elskulega að
manni og losað þannig um
þá spennu sem oft myndast
hjá fólki við fyrstu kynni."
„Hann á að vera sáttur
við sjálfan sig,“ sagði ein og
önnur að hann ætti að hafa
kjark og vera „nógu fjári
girnilegur".
Alfreð Gíslason handbolta-
maður.
MJÚKUR OG HARÐUR
f SENN
„Mjúkur og harður í senn,
ævintýramaður og útivist-
artýpa," sagði ein ákveðin.
„Ég vil að hann hafi yfir-
vegaða framkomu og ekki
skemmir ef hann er í stjórn-
unarstöðu, því ég vil finna
yfirburði hans,“ sagði önnur.
Margar minntust á að þær
vildu að maðurinn væri að
minnsta kosti jafnoki sinn,
því þeim þætti lítið kyn-
þokkafullt við veikgeðja
karlmenn. Nokkrar báðu
um rómantík og kváðust
leiðar á grófum tilburðum
og karlmennskustælum. „Af
með grímurnar," er herópið;
„konan þorir ekki að vera
kona lengur og karlmenn
þora ekki að vera karl-
menn! Losum okkur undan
þessum fáránlegu kröfum
og rugli og verum góð við
okkur sjálf og hvert annað.“
SVOLITLIR HÖGNAR
„Mér finnst æsandi að sjá
hálfnakinn mann gera
„stælí" líkamsræktaræfingar
fyrir framan spegil," segir
ung kona.
Þorgrímur Þráinsson, knatt-
spyrnukappi og fyrirsæta.
Önnur vill hafa þá ein-
læga og allt að því barna-
lega.
„Hreyfingar skipta mestu
máli, því þær segja svo mik-
ið um hverju maður á von
á,“ segir ein. Önnur tekur
skýrt fram að maðurinn eigi
að vera óhræddur við alla
Egill Ólafsson þykir kyn-
þokkafyllstur allra íslenskra
karlmanna.
íslenskar konur vilja
hafa sína menn með
stinnan rass og í jakka-
fötum með bindi.
Það er að minnsta kosti
niðurstaða óformlegrar
könnunar PRESSUNNAR
á því hvað það er við
karlmenn sem fær konur
til að „fá I hnén“, eins og
þær orða það svo kurteis-
lega. Og ekki skemmir
fyrir að þeir séu með
daðrandi augu og hafi
ríka kímnigáfu.
Þeir karlmenn sem
uppfylla ekki þessi skil-
yrði þurfa ekki að ör-
vænta. Konur hafa nefni-
iega ekki ýkja staðlaðar
hugmyndir um kynæs-
andi karla. En þó margt
geti gengið eru konurnar
Jón Sigurðsson iðnaöarráö
herra.
stutta, kubbslega fingur og
heldur ekki slepjurass," var
eitt svarið og tvær tiltóku
að menn í hvítum mokkas-
íum ættu engan „séns“.
„Sjálfumgleði er óaðlað-
andi,“ sagði ein og önnur
sagði að maðurinn mætti
hvorki vera subbulegur né
reykja.
„íslenskir karlmenn eru
svo vanþroskaðir," sagði
merk kona og bætti við að
henni þætti sem þá skorti
meðvitund um sjálfa sig
sem kynverur.
ustu neituðu að fikra sig
neitt niður fyrir augun þeg-
ar þær voru beðnar að tjá
sig um í hverju kynþokki
karlmanna fælist.
Minnst var á að karlmað-
ur ætti að geta daðrað með
augunum og ein konan
sagðist sakna þess hve lítið
væri um daður hér á landi
eða að menn létu konur
vita að þeim fyndist þær
girnilegar, með einhverjum
öðrum aðferðum en að
kasta sér yfir þær í full-
kominni villimennsku á átt-
unda glasi á einhverjum
skemmtistaðnum.
ALLT LEYFILEGT NEMA
AUKAKÍLÓIN
Þeir sem eru herðabreiðir
með fallegan brjóstkassa
ættu að eiga upp á pall-
borðið hjá flestum konum
ef marka má þessa könnun,
sömuleiðis þessi frægi há-
vaxni og dökkhærði maður
sem allar spákonur sjá í
bollum og spilum.
Annars voru allar stúlk-
urnar sammála um að ekk-
ert eitt útlit væri það eina
sem til greina kæmi heldur
þvert á móti að ólíklegustu
manngerðir gætu orkað
kynæsandi og það þá í
krafti persónuleika síns en
ekki vegna rétta háralitsins
eða skyrtustærðar. Menn
ættu þó líklega að gæta sín
á aukakílóunum ef þeir vilja
Magnús Scheving, þjálfari,
smiöur og módel.
líkamsvessa og til í að elsk-
ast á ólíklegustu stöðum.
„Þeir eiga að vera svolitlir
högnar," segir þroskuð kona
sem vill upplifa sig í örugg-
um höndum með manni sín-
um.
„Hann á að vera kurteis
og umfram allt hress," segir
ung kona. „Líkaminn og út-
litið eru alls ekki allt, því
kynþokki kemur innanfrá
og stærsta kynfærið er það
sem er á milli eyrnanna."
FULLUR OG MEÐ
SLEPJULEGAN RASS
Aðspurðar hvað væri
mest fráhrindandi svöruðu
allar því til að það væri illa
drukkinn karlmaður.
„Fyrir mér er drukkinn
maður ekki kynvera," sagði
ein. „Drukkinn, ruddaleg-
ur og sjúskaður maður er
það mest óaðlaðandi sem
ég get ímyndað mér,“ sagði’
önnur.
„Fullur maður með feitt
hár og óhreinar hendur er
glataður," sagði sú þriðja.
„Hann má ekki hafa
Valdimar Helgason módel.
Sigurður Gröndal, hljóm-
borðsleikari í Rikshaw, og
Valdimar Helgason mód-
el.
Aðeins einn stjórnmála-
maður var nefndur á nafn;
álsleggjan Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra.
Af erlendum súper-
steggjum vildu margar
komast í nánari kynni við
leikarann Mickey Rourke
og þá er það spurningin
hvort háttalag hans í
myndinni „Níu og hálf
vika" hefur orkað svona
sterkt á viðkomandi kon-
ur?
Margir erlendir starfs-
bræður Mickeys eru til-
nefndir, en þeir sem hæst
ber þessa dagana eru Mel
Gibson, Kevin Costner og
Tom Cruise. Aðrir sem
komust á blað voru Arm-
and Assante, Sam Elliott,
Cary Grant sem hinn sí-
gildi myndarmaður, Elvis
Presley og Charlton Hest-
on.
Mick Jagger, forsöngv-
ari Rolling Stones, fékk til-
nefningu, „þó hann sé
frekar lítill og væskilslegur,
því það er mikið undir
honum og mikið í hann
variA"
Páll Þorsteinsson útvarps
maöur.
„Ég held að íslenskum
karlmönnum hafi alla tíð
iiðist alit of mikið í sam-
skiptum sínum við okkur og
þess vegna fer sem fer,“
sagði önnur. Það skyldi þó
ekki vera?
„Hann má ekki hafa stutta,
kubbslega fingur og heldur ekki
slepjurass"
„Stærsta kynfærið er það sem er
á milli eyrnanna"
„Ómeðvitað ætlar maður að gefa
þessum höndum tækifæri á að
gæla við sig"
„Nágu fjári girnilegur"
Fremstur meðal jafn-
ingja af íslenskum sam-
tímakyntáknum fer Egill
Ólafsson.
„Hann hefur dulda
töfra," segir einn aðdáand.
Egjls í úrtakinu.
Önnur segir: „Egill hefur
svo margt, rödd, vöxt og
áþreifanlegan sjarma, að
honum fyrirgefst jafnvel
hárleysið; það hættir að
skipta máli þegar hann á í
hlut."
Margar báðust undan
því að tilnefna kynæsandi
íslenska menn og ein að-
spurðra taldi að þeir
„hefðu ekki gott af því".
Nokkrir leikarar voru þó
nefndir auk Egils Ólafsson-
ar; Helgi Björnsson, Jó-
hann Sigurðarson, Valdi-
mar Flygenring og Þröst-
ur Leó Gunnarsson.
Þrír íþróttamenn voru
nefndir; Alfreð Gíslason,
landsliðsmaður í hand-
bolta, Þorgrímur Þráins-
son, knattspyrnumaður í
Val og módel, og Guðjón
Þórðarson líkamsþjálfari.
Aðrir sem nefndir voru
voru kyntröllin Magnús
Scheving, leikfimikennari,
smiður, módel og fyrirles-
ari, Páll Þorsteinsson, út-
varDS- oa Lottónr.-*-
Þórdís Bachmann
Meðal þeirra sem þátt tóku í þess-
ari óhátíðlegu skoðanakönnun
PRESSUNNAR voru: Arna Krist-
jánsdóttir, Ásdis Magnúsdóttir,
Edda Andrésdóttir, Elma Lísa
Gunnarsdóttir, Guðmunda Jó-
hannesdóttir, Guðrún Möller, Guð-
rún Þorvarðardóttir, Helga Thor-
berg, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
Jóna Lárusdóttir, Katý Hafsteins,
Margrét Hrafnsdóttir, Ragnheiður
Fossdal, Rósa Ingólfsdóttir, Silja
Aðalsteinsdóttir, Sólveig Grétars-
dóttir, Svanhildur Þórsteinsdóttir
og Valdís Gunnarsdóttir.
Flottustu gæjar
landsins og
heimsbyggðaninnar