Pressan


Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 25

Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER 25 INGI ÞORSTEINSSON/RÆÐISMAÐUR í KENÝA Þurffti pening upp i skuldir eg lagði Affriku undir sig! ara. 1975 ákváðu Ingi og fjölskylda að halda í heimsreisu með endastöð á íslandi. Þau urðu hins vegar strandaglópar á eyjunni Mauritius á Indlandshafi. Efnahagsráðherra Mauritius bauð Inga að gera stofn- áætlun fyrir nýja kvenkjólaverk- smiðju, sjá um innkaup á vélum og uppsetningu verksmiðjunnar og faðir Inga, Þorsteinn heitinn Þórar- insson vélfræðingur, var ráðinn verksmiðjustjóri. Þarna starfaði fjöl- skyldan til 1979. Þá var Ingi beðinn að setja upp sams konar verksmiðju í Nairobi í Kenýa. Eftir það sneri hann sér að sjálfstæðri rekstrar- og markaðs- setningarráðgjöf og hefur starfað að því síðan. „Ég er alltaf á leiðinni heim til ís- lands og fjölskyldan reyndar flutt þangað. Það tekur sinn tíma að vinda upp á reksturinn hér og í úti- búum okkar í nærliggjandi löndum. Síðan er ég þessa dagana að koma á fundi forstjóra Flugleiða og Kenya Airways á íslandi í byrjun desember til að ræða hagstæða safari og sólar- pakka fyrir íslendinga," sagði Ingi. GUÐGEIR LEIFSSON/HVARF SKYNDILEGA Enginn veit hvar hann er — sagður búa með barónessu! Friðrik Þór Guðmundsson Joe Grimsson er frægastur þeirra íslendinga sem flúið hafa land vegna mála- ferla. Hann er nú meðeigandi stórfyrirtækis á írlandi, þar sem þessi mynd Gunnars Gunnarssonar er tekin. Ingi Þorsteinsson er ekki „flóttamaður“ sem stakk af frá skuldum til útlanda. Á miðjum sjöunda áratugnum var hann hins vegar meðeigandi og fram- kvæmdastjóri sokkaverksmiðj- unnar Evu á Akranesi, auk þess sem hann var með rekstur á ýmsum öðrum sviðum. Sokka- verksmiðjuævintýrið varð hins vegar að engu á árunum 1964—1966 vegna tæknilegra mistaka erlendra ráðgjafa — auk þess sem tískan beindist í aðrar áttir. „í þeirri stöðu sem upp kom þurfti ég auknar tekjur, því ég og faðir minn höfðum gengið í persónulegar ábyrgðir, sem hluthafar í fyrirtæk- unu, sem við töldum að væri mjög arðvænlegt. Til að standa skil á þessu þurftum við meiri tekjur en gekk og gerðist. Það varð því upp- hafið að útreisunni að 1969 bauðst mér að taka upp störf hjá einu stærsta fyrirtæki vefnaðarfram- leiðsluvéla í heimi, dótturfyrirtæki ICI á Englandi. Tveimur eða þremur árum eftir það vorum við búnir að endurkaupa allar eignir okkar og segja upp dýrum Iánum,“ sagði Ingi í samtali við PRESSUNA. Ingi var á Englandi í eitt og hálft ár, en þá var hann ráðinn úr hópi 715 umsækjenda til sérstakra starfa hjá Framkvæmdastofnun Tansaníu. Haustið 1985 gerðist Guðgeir Leifsson, fv. knattspyrnumaður, landflótta. Hann var eigandi Myndbanda hf. og rneðeigandi í Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna. Hann fór fyrirvara- laust úr landi og var ástæðan talin sú að hann skuldaði 50—60 milljónir að núvirði. Áður en hann fór hafði hann selt samstarfsmanni sínum Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna ásamt nafninu, en meðeigendur Guðgeirs voru að vonum óhressir og fengu nafnið aftur. Sá maður sem lenti einna verst í því peningalega vegna hvarfs Guð- geirs segist í dag helst vilja gleyma málinu. „Ég var svo vitlaus að vera ábyrgðarmaður og eflaust hafa fleiri lent í því greiða upp skuldir Guð- geirs. Það einkennilegasta í þessu máli er að honum voru aldrei birtir dómar og mái hans eru fyrnd, þann- ig að út af fyrir sig gæti hann komið til landsins með hreinan skjöld. Hann var aldrei skrifaður fyrir nokkru, ekkert lögtak lenti á hon- um og áfram mætti telja. Þú finnur hann ekki á vanskilaskrá, en þar er ég með fjöldamarga liði, hvert mál- ið á fætur öðru. Sjálfur er ég ekki nærri því búinn að greiða þetta allt upp, það tekur eflaust nokkur ár í viðbót." Guðgeir hafði reyndar áður kom- ið við sögu vafasamra fjármála. 1974 var hann afgreiðslumaður í flugfrakt Flugleiða og afgreiddi alls 32 vörusendingar til kaupsýslu- manna, án þess að þeir greiddu vör- una. Kaupsýslumennirnir voru m.a. Jósafat Arngrímsson, Ásgeir H. Magnússon og Jóhann Stefánsson. 'Guðgeir var kærður, en Fiugleiðir Iféllu frá frekari kröfum eftir að hann ihafði innt af hendi drjúga upphæð sem innborgun upp í tjón fyrirtækis- lins. Guðgeir Leifsson Síðar gerðist Guðgeir atvinnu- maður í knattspyrnu í Belgíu, en heim kominn var hann með umboð fyrir Superia-reiðhjól upp á vasann og á einu ári varð hann meðal þeirra umfangsmestu í sölu reið- hjóla. Af þessu tilefni var hann sum- arið 1981 meðal nokkurra valinn í umfjöllun Helgarpóstsins um „spútnikka íslensks viðskiptalífs", þar sem fjallað var um menn sem á skömmum tíma hefðu sprottið upp úr litlu sem engu í það að vera með- al þeirra stærri og öflugri á íslensk- um fyrirtækjamarkaði. Guðgeir hefur verið erlendis allt frá 1985, en þó er talið að hann hafi komið til landsins að minnsta kosti einu sinni í fáeina daga. Þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan tókst PRESSUNNI ekki að fá staðfest hvar í heiminum Guðgeir er nú niður- kominn. Hann er meðal annars sagður hafa búið með þýskri bar- ónessu og þá helst í nágrenni Ham- borgar. Aðrar heimildir telja að hann sé ekki lengur að finna í Evr- ópu, heldur vestan Atlantsála. 1987, sem ekki hafa fengist greidd- ar. Höfuðstóll skuldarinnar er 8.184 sænskar krónur eða um 80 þúsund krónur. FISKSÖLUMAÐURINN SELDI OG HVARF Ulrich Klindworth í Þýskalandi stefndi P.J. vegna viðskiptaskuldar. P.J. tók út stóla hjá þýska aðilanum í mars 1988, sem engin greiðsla hef- ur borist fyrir. Höfuðstóll skuldar- innar er 6.075 þýsk mörk eða um 220 þúsund krónur. P.J. er skráður með óþekkt heimilisfang í Svíþjóð. Þá var birtur dómur í máli A.M. gegn Pyramid-heildversluninni og eiganda hennar, V.N.G. Sá var dæmdur til að greiða A.M. liðlega 700 þúsund krónur ásamt vöxtum og kostnaði. „Dómþoli býr nú er- lendis." H.A. á Dalvík stefndi F.G. vegna viðskipta á árinu 1986. Þá tók F.G. að sér að selja fisk fyrir H.A. í Bandaríkjunum og var kaupandinn Sands African Import í New Jers- ey. Salan hljóðaði upp á liðlega 19 þúsund dollara, en F.G. gerði, sam- kvæmt stefnunni, aldrei skil á um 4.500 dollurum eða um 250 þúsund- um króna auka vaxta. F.G. var skráð- ur með óþekkt heimilisfang erlend- is. __ Á árinu var kveðinn upp dómur í máli Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins gegn I.J. Hann var dæmd- ur til að greiða höfuðstól skuldar i upp á 190 þúsund krónur, vexti og málskostnað, en vanskilin voru allar götur frá 1985. „Dómþoli býr nú í Svíþjóð með óþekkt heimilisfang." Þessi upptalning sýnir að það eru ekki bara umsvifamiklir braskarar sem hverfa af landi brott frá skulda- súpu. Ingi Þorsteinsson Hann varð þar aðalforstjóri Nation- al textile industries (NATEX) 1971—1974, en tók þá við fram- kvæmdastjórn móðurfyrirtækis NATEX til 1975. Ársvelta samsteyp- unnar nam þá 300 milljónum doll-

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.