Pressan - 25.10.1990, Side 13

Pressan - 25.10.1990, Side 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER Starfsmadur fór ad fyrirmœlum byggingarfulltrúa wm Ecifii VERDLAUSl MED EINUl PENNASTRIKI Með vafasamri þinglýsingu borgarfógeta á yfirlýsintju starfsmanns Byggingarfulltrúans í Reykjavík breyttist séreign í sameign og íbúð varð að óseljanlesjum, aðtjreindum herberijjum. Þegar starfsmaður byggingarfulltrúans í Reykjavík gekk í júlí 1989 inn á skrifstofur borgarfógetans og þinglýsti þar yfirlýsingu um að hann hefði skipt um skoðun gerði hann um leið hjón með tvö börn svo til eignalaus. Með sakleysislegri yfirlýsingu breytti hann 2,5 milljóna króna kjallaraíbúð í verðlítil herbergi á stangli. Starfsmaðurinn gaf hjónunum síðar skriflega yfir- lýsingu um að þetta hefði hann gert að beiðni sjálfs byggingarfulltrúa, en hjá embœttinu er þessu neitað, því borið við að viðkomandi starfsmaður hafi gefið út yfirlýsingu sína á eigin vegum. Til að ná rétti sínum þurfa hjónin að likindum að leggja út í dómsmál. Hjónin Árni Ó. Þórisson og Þjóðbjörg H. Jónsdóttir keyptu í desember 1987 ósamþykkta tveggja herbergja kjallaraíbúð á Snorrabraut. Kaupverðið var um 2,5 milljónir króna að núvirði. Þegar þau keyptu íbúðina var ágreiningslaust, að veggur sem skipti gangi í tvennt væri mörk sameignar og séreignar þeirra (sjá teikningu). Aðeins frá séreignar- hluta gangsins er hægt að komast inn í önnur herbergi íbúðarinnar. NÁGRANNI MÓTMÆLIR FIMMTÁN ÁRA GÖMLUM VEGG Þessu lá til grundvallar þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá 1975, sem gerð var eftir útreikningi sama starfsmanns byggingarfull- trúa. Áðurnefndur veggur hafði verið reistur fyrr það árið. Eftir að Árni og Þjóðbjörg keyptu íbúðina vildu þau fá hana samþykkta og hugðu á fram- kvæmdir í því skyni. Til að taka af öll tvímæli fengu fyrri eigendur, sem rituðu undir yfirlýsinguna 1975, áðurnefndan starfsmann byggingarfulltrúa til að staðfesta með undirskrift að þá hefði verið gengið út frá því að rýmið innan veggjarins væri séreign kjallara- íbúðarinnar. Þessari staðfestingu var þinglýst í ágúst 1988. Þegar framkvæmdir voru hafn- ar gerðist það hins vegar að eigin- maður eiganda fyrstu hæðarinnar mótmælti framkvæmdunum og sagði nauðsynlegt að rafmagns- tafla, sem var í séreignarhluta hjónanna, yrði í sameign. Hjónin buðust til að flytja töfluna á sinn kostnað, en maðurinn krafðist þess hins vegar að veggurinn yrði fjarlægður og séreignarhlutinn yrði sameign. Orðalag kaupsamn- ings tekur af öll tvímæli um að tafl- an telst staðsett í séreign þeirra hjóna — að öðrum kosti væri ekki um íbúð að ræða, heldur aðgreind herbergi án sameiginlegs inn- gangs. STARFSMAÐUR BYGGINGARFULLTRÚA SKIPTIR UM SKOÐUN í júlí 1989 tók málið síðan óvænta stefnu. Svo virðist sem maðurinn á fyrstu hæðinni hafi gert sér ferð til embættis bygging- arfulltrúans í Reykjavík og krafist þess að starfsmaðurinn drægi yfir- lýsingu sína til baka og umræddur veggur yrði fjarlægður. 5. júlí þinglýsir starfsmaðurinn yfirlýs- ingu þess efnis að fyrri yfirlýsing hafi verið röng og henni beri að af- lýsa, á þeim grundvelli að „veggur er átti að skipta ganginum var þá ekki til“. Þetta gerði starfsmaðurinn án samráðs við eigendur kjallara- íbúðarinnar. Lagalega hafði hann ritað undir og þinglýst yfirlýsingu ura að veggurinn ætti ekki lengur rétt á sér þar sem hann stendur. Fimmtán ára tilvist veggjarins hef- ur fyrrverandi eigandi kjallara- íbúðarinnar staðfest með sérstakri yfirlýsingu, þar sem viðkomandi segir um leið fullyrðingu starfs- manns byggingarfulltrúa um vegginn ranga. 1 málinu liggur fyrir sú umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings frá febrúar síðastliðnum að deiluaðilar verði að leita til dóm- stóla til að fá málið útkljáð, ef sætt- ir takast ekki. Skrifstofustjórinn undirstrikar að yfirlýsingarnar hafi starfsmaðurinn áðurnefndi „ekki gefið út sem starfsmaður byggingarfulltrúaembættisins, heldur á eigin vegum". Skrifstofu- stjórinn bendir hjónunum með öðrum orðum á að leggja út í dómsmál, sem gæti tekið jafnvel 2—3 ár að afgreiða. BYGGINGARFULLTRÚI NEITAR ÁBENDINGU STARFSMANNS SÍNS Árni og Þjóðbjörg hafa hins veg- ar í höndunum skriflega staðfest- ingu frá starfsmanni þessum, und- irritaða í nóvember síðastliðnum, um hið gagnstæða. Þar segir hann meðal annars: „... samkvæmt tilmælum byggingarfulltrúa skrifaði ég bréf 5/7 '89 þar sem ég lýsti því yfir að þetta bæri að fella úr gildi. Ég skrifa þessar línur vegna þess að byggingarfulltrúi taldi ómögulegt að eigendur hæðarinnar hefðu ekki óhindraðan aðgang að raf- magnstöflu, sem er inni í kjallara- íbúðinni." Gunnar Sigurðsson bygging- arfulltrúi sagði hins vegar að starfsmaðurinn hefði örugglega verið á eigin vegum í þessu máli. „Ég skipti mér ekki af hans prívat- málum í þessu sambandi. Hins vegar kom þessi maður til mín og það sem ég vil að starfsmenn mín- ir tryggi, þegar þeir eru að reikna eignaskiptasamninga, er að sam- komulag sé milli eigenda um hvernig eignaskiptin eru í húsum. Ég lagði engan dóm á það hvernig þetta ætti að vera og gaf engin fyr- irmæli. Og ég vil undirstrika að eignaskiptaútreikningur er ekkert bindandi, hann gengur út frá ein- hverjum forsendum, og fyrst og fremst þurfa þær forsendur að vera réttar.“ BORGARFÓGETI: ÞINGLÝSING ER EKKI DÓMUR Þessu mótmæla hjónin og benda á að umræddur maður hafi ekki verið aðili að upprunalegu og síðar staðfestu samkomulagi, hafi ekki verið þinglýstur eigandi sjálf- ur og því hafi alls ekki átt að taka tillit til einhliða sjónarmiða hans. Hjá embætti borgarfógeta fékk PRÉSSAN þær upplýsingar að ekkert stæði í vegi fyrir því að starfsmaðurinn þinglýsti á þennan hátt yfirlýsingu um breyttan skiln- ing sinn, en annað mál væri hvaða gildi slík yfirlýsing hefði. „Það þótti rétt að maðurinn fengi að koma nýjum skilningi sínum að. Fyrri yfirlýsingu hefur hins vegar ekki verið aflýst, en það er ekki embættisins að skera úr um rétt- indi og skyldur fólks í slíkum mál- um. Þinglýsing er langt frá því að vera endanlegur dómur. Mér sýn- ist að það sé dómstólanna að dæma í máli þessu, nái fólk ekki sáttum," segir Sigurður Sveins- son borgarfógeti, sem undirritaði þinglýsta breytingu starfsmanns- ins á fyrri skilningi. Lögfræðingur hjónanna segir hins vegar að ákvörðun embættis- ins hafi verið varhugaverð, vegna þess að þar sem yfirlýsingarnar stönguðust á hafi ekki mátt þing- lýsa síðari yfirlýsingunni, sem hafði þær afdrifaríku afleiðingar að íbúð varð að verðlitlum, að- greindum herbergjum. ÁRANGURSLAUS HRINGFERÐ UM KERFIÐ „Það er furðulegt að einn mað- ur, sem er í raun málinu óviðkom- andi, vegna þess að hann var ekki sjálfur þinglýstur eigandi, geti fengið þessar stofnanir til að gefa út og þinglýsa slíkri yfirlýsingu," segja þau Árni og Þjóðbjörg. „Það virðast engar hömlur á því hvað embættismönnum kerfisins leyfist að gera á kostnað saklauss fólks. Þeir virðast hafa farið að vilja þessa tiltekna íbúa, án þess að taka okkur með í reikninginn." Þau segja að með einu penna- striki hafi fasteignin verið gerð verðlaus og íbúðin orðið herbergi á stangli. Þau segjast hafa leitað til eða málið komið til kasta félags- málaráðherra, borgarstjóra, borg- arráðs, formanns byggingarnefnd- ar, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings og loks til Umboðs- manns Alþingis, en hann kvaðst ekki geta tekið á málinu, þótt starfssvið hans taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Það skal tekið fram að eigendur fyrstu hæðarinnar, sem mótmæltu veggnum, eru nú fluttir úr húsinu. Nýir eigendur hæðarinnar eru deilunni óviðkomandi og lausn um leið í sjónmáii. Það breytir ekki viðhorfi hjónanna til „kerfis- ins“. „Manni sárnar það mest að eng-1 inn skuli geta virðurkennt mistök, heldur benda menn hver á annan. Það virðist ríkjandi algert sinnu- leysi hjá þessum embættismönn- um. Þetta hefur haft hrikaleg áhrif á fjölskyldulíf okkar. Við ætluðum að fá íbúðina samþykkta og selja hana, því fjögurra manna fjöl- skyldu dugir ekki 50 fermetra íbúð. Málið hefur haft mikil sálræn áhrif á okkur, ekki síst á börnin. Auk þess hefur þetta haft mikil út- gjöld í för með sér og geysilegt vinnutap — enda full vinna að eiga við hið þunga kerfi.“ Friörik Þór Guðmundsson inngangur geymsla geymsla eldhús 11 1 ■ Þv« ttahús wc stofa svefnherbergi Ekki lenaur íbúð heldur nokkur herberai á stanali íbúðin er neðst á myndinni. Strikaöa svæðið er gangurinn sem deilt er um. Skyggða svæðið er sameign og geymsla íbúa á efri hæðinni V i

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.