Pressan - 25.10.1990, Page 26

Pressan - 25.10.1990, Page 26
LÉT SAUMA SAMANÁ SÉR MUNNVIKIN — og léttist um 45 kíló Enn verða mistök við pöntun á dýrum til ræktunar ÞAU ERU GÆF OG ELSKULEG — segir Þorsteinn Þóroddsson bóndi sem situr nú uppi með lamadýr í stað loðdýra Steingrimur Hermannsson: BOBIÐ AB KOMA FRAM í ÐALLAS- ÞÁTTUNIIM — á að leika nýjan elskhuga miss Elly 4. TÖLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER STOFNAÐ 1990 Óvœntur fundur í veggjum Valhallar: GULLSKIHB FUNDIÐ! — deilt um hvort gullid tilheyri Sjálfstœdisflokknum Reykjavík, 25. olctóber „Fyrst héldum við að þetta væru steypu- skemmdir en þegar við könnuðum málið betur kom í Ijós að í steypunni voru bæði leifar af eikar- borðum og eins ýmsir góð- málmar,“ sagði Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, en gullskipið, sem leitað hefur verið á Skeiðarársandi til margra ára, hefur nú fundist í veggjum Valhallar, húsi Sjálfstæðisflokksins. „Svo virðist sem sandurinn í steypuna sem notuð var í Valhöll hafi verið tekinn úr Skeiðarársandi. Þó einkenni- legt kunni að virðast hafa menn ekki tekið eftir því á sínum tíma að gullskipið fór í kvarninar sem notaðar voru til að fínkurla sandinn. Það var því ekki fyrr en fyrir skömmu að menn uppgötv- uðu skipið hér í veggjunum í Valhöll," sagði Kjartan. Verkfræðingar sem kann- að hafa borsýni úr veggjum Valhallar telja að þar sé að finna gull, kopar og ýmsa eð- almálma. í kjölfar þessarar niður- stöðu hefur risið upp deila milli Sjálfstæðisflokksins og Svavars Gestssonar mennta- málaráðherra um hver eigi gullið í veggjum Valhallar. Svavar vill meina að gullið sé eign íslenska ríkisins og krefst þess að sjálfstæðis- menn skili því, jafnvel þó rífa verði Valhöll. Sjálfstæðis- menn segja á móti að velunn- arar flokksins hafi gefið sér steypuna á sínum tíma og þeir eigi hana nú lögform- lega. Þeir hafa hins vegar ekki getað upplýst hver það var sem gaf steypuna til húss- ins, þar sem sá fór fram á að nafni hans yrði haldið leyndu. „Auðvitað varð ég hissa þegar ég heyrði þetta,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og einn þeirra sem leituðu gullskipsins á Skeiðarársandi til margra ára. „Við munum hins vegar ekki gefast upp. Það er ómögulegt að segja hvort allur sandurinn sem tekinn var á Skeiðarársandi hafi endað í Valhöll. Við hyggjumst því leita afgangs- ins af skipinu í öðrum húsum frá svipuðum tíma.“ Þessi mynd var tekin af Gísla og konunurr. á meðan allt lék í lyndi. Fjórtán aldraöar konur: RÆNDU STRÆTÓ OG KREFJAST ALMENNILEGRAR UPPÁHELLINGAR Reykjavík, 25. október Fjórtán aldraðar kon- ur af elliheimilinu Grund rændu strætisvagni í morgun og halda bíl- stjóranum og sjö farþeg- um í gíslingu. Konurnar krefjast þess að i fram- tíðinni verði áfram boðið upp á venjulegt kaffi á elliheimilinu, en til hef- ur staðið að hafa þar ein- ungis koffínlaust kaffi. Alþingi: Guðrún rekin út með kanínurnar Reykjovík, 24. október Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþing- is, sendi Guðrúnu Helga- dóttur, forseta samein- aðs þings, bréf i gær þar sem hann krafðist þess fyrir hönd þingsins að hún léti fjarlæga kanín- ur sínar úr Alþingishús- inu. í bréfi skrifstofustjórans segir að um tíma hafi þing- heimur litið í gegnum fing- ur sér varðandi kanínu- ræktun forsetans. Hins veg- ar hafi kanínunum fjölgað svo mjög að undanförnu að vart sé vinnufriður í húsinu fyrir þeim. Þær haldi sig ekki lengur í risinu heldur sjáist nú um allt hús. „Ég veit ekki hvað þetta bréf á að þýða,“ sagði Guð- rún í samtali við GULU PRESSUNA. „Þetta her- bergi á loftinu hafði ekki verið notað um áratuga- skeið. Ég get því ekki séð að það komi þingheimi við þó ég hafi skotið þar inn nokkrum kanínum. Ekki veitir manni af að drýgja þingfararkaupið, sem er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir." „Þetta sull er verra en nokkurt englapiss," hróp- aði Jakobína Þórðardóttir, ein kvennanna, út um gluggann á strætisvagnin- um, þegar blaðamaður GULU PRESSUNNAR reyndi að ná tali af þeim í morgun. Gísli Sigurbjörnsson, eig- andi Grundar, vildi sem minnst tjá sig um málið í morgun en sagði þó að líta ætti á þetta atvik sem merki um visst agaleysi í syðri álmu elliheimilisins. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þessar konur væru til vandræða. Til dæmis hefðu þær beitt kaupmann í ná- grenni elliheimilisins fjár- kúgunum og hótað að segja konu kaupmannsins frá daðri hans við afgreiðslu- stúlkurnar. „Þessu lýgur hann Gísli," svaraði ein kvennanna þessum ásökunum Gísla, þegar GULA PRESSAN bar þær undir hana. Garðar Corles hótar að stofna þnnga- rokkssveit Reykjovfk 24. október____ Á fundi fjárveitinga- nefndar í gær hótaði Garðar Cortes, for- svarsmaður íslensku óperunnar, að stofna þungarokkssveit ásamt helstu söngvur- um og hljóðfæraleikur- um óperunnar. Hótun- in kemur í kjölfar þess að fjárveitinganefnd hefur ekki viljað hækka framlög til óperunnar. „Auðvitað erum við felmtri slegnir," sagði Sig- hvatur Björgvinsson, for- maður fjárveitinganefnd- ar. „Þó við viljum að sjálf- sögðu ekki láta hóta okk- ur með þessum hætti eig- um við bágt með annað en láta undan í þessu til- viki.“ MUNíÐ PROFKJÖRíÐ

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.