Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 Loksins hefur vaknaö von um aö hægt verði aö horfa á stjórnmálamenn sér til ánægju. Þaö hefur nefnilega veriö farið fram á þaö við LINDU PÉTURSDÓTTUR að hún taki sæti á lista fyrir næstu alþingiskosning- ar. Þaö eru framsóknar- menn sem eru svona smekklegir enda gefiö sig út fyrir að hafa næmt auga fyrir kvenlegri feg- urö. Linda hefur ekki ákveðiö sig ennþá en vonandi sjá framsóknar- menn sóma sinn í aö veita henni öruggt sæti. Eins og allir vita er PÉT- UR W KRISTJÁNSSON byrjaður aö starfa sjálf- stætt aö útgáfumálum og heitir nýja fyrirtækið p.s: músík. Hann er ný- komin til landsins úr sin- um fyrsta sölutúr en hann brá sér til Caen i Frakkiandi. Pétur ætlar sér aö selja islenskar lagasmíðar á erlendri grundu. Hann segist ekki vera búinn að selja nein lög ennþá en við- brögðin eru jákvæö. Meðal þeirra lagasmiöa sem Pétur ætlar sér aö selja á erlendum mörk- uðum eru þeir GUNNAR ÞORÐARSON tonskald og EYJÓLFUR KRISTJÁNS- SON söngvari og keilu- spilari. Guömundur, ertu á upp- leið í flokknum? „Auðvitad vil ég trúa því. Efflokknum gengur vel þá er ég á uppleið.“ Guðmundur H. Garðarsson færðist úr 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins i það 11., þrátt fyrir að uppstiH- ingarnefnd mælti með Guðmundi Magnússyni i sætið. Sfriédi, faoé&a, tié yée&i „Viö spilum aöallega polka og ræla," sagöi Kormákur Geir- harösson um nýja hljómsveit sem farin er aö troða upp viö ólíklegustu tækifæri. Hún heitir polkahljómsveitin Hringir og er svona eins og lítil aukageta flestra sem í henni leika. Meö Kormáki eru Jón Skuggi, sem er með Kormáki i Langa-Sela, Höröur Bragason og Eiríkur Stephensen klarí- nettuleikari en þeir eru báöir í hljómsveitinni Júpíters. Þá státar hljómsveitin af klassísk- um gítarleikara Kristni Árna- syni sem er með BA gráöu í gít- arleik. Allir þessir hljómlistar- menn eru því í raun aö halda framhjá enda er þaö orðið í tísku í hljómsveitabransanum. „Þetta er bara víkkun á spila- mennskunni. Þegar maöur var í einni hljómsveit var maöur far- inn aö taka þetta svo alvarlega aö gleðin var kannski horfin aö einhverju marki. Svo byrjar maöur aöeins aö mellast í öðr- um hljómsveitum og fer aö finna hvað þetta er gaman og þaö smitast yfir i gömlu hljóm- sveitina. Þetta er pínulítil með- ferö aö láta menn spila ööru vísi tónlist en þeir eru vanir" sagöi Kormákur. Antík, skran skrantík „Fólk leitar mikiö til for- tíðarinnar, er haldið for- tíðarfýlu, eins og Bubbi Morthens mundi kannski segja.'Þetta á við um laga- val, fatnað, húsgögn og reyndar allt milli himins og jarðar. Enda gengur þetta vonum framar hjá okkur og aldrei að vita nema við förum út í eitt- hvað stærra.“ Þetta sagöi Halldóra Stein- gríms, en hún á fornmuna- verslunina Kreppuna viö Austurstræti ásamt eigin- manni sínum Hulldóri Andru Hulldórssyni og bróður hans Þoruuldi Slurlit Hulldórssyni. í versluninni er mikið úrval forvitnilegra muna og prís- arnir ekki í lægri kantinum. „Bræðurnir hafa þetta í blóðinu, pabbi þeirra var mikill áhugamaður um antík og var búinn að safna heilum bílskúr af munum. Viö ákváð- um að láta gamlan draum rætast og fyrir ári stofnuðum við búð við Grettisgötu. En hér við Austurstræti er traff- íkin miklu meiri og salan um leið. Fólk viröist tilbúið að greiða næstum hvað sem er ef það finnur eitthvað sem það hefur leitað að. Við leyfum aö prútta um stærri munina, en gamla fólkið kvartar helst undan verðlag- inu. Yngra fólkinu finnst þetta hins vegar spennandi og vill gera híbýli sín skemmtileg." Halldóra segir að ekkert sé vinsælla öðru fremur, en hugsunarháttur Islendinga gagnvart antík og fornmun- um sé öðru visi en tíðkast er- lendis. ,,Við erum t.d. með hundrað ára gamlan spegil sem erlendis færi á nokkur hundruð þúsund krónur, en við setjum 40 þúsund á hann. Þá vorum við með Artego sófasett sem í Englandi gæti farið á milljón krónur, en við seldum það á áttatíu þúsund. Islendingar mundu aldrei borga milljón fyrir sófasett, sama hversu merkilegt það er." i Dóra Einars var gestkomandi i Kreppunni þegar Pressuna bar að garði. Hér prófar Dóra hárþurrku. Ivar Kristján Sigrún Eva og Jó- hannes Þá er dýrðin byrjuð enn á ný. Júróvisjón er komin af stað og lögin aldrei betri — eða þannig. Um síðustu helgi fengum við að sjá fyrri skammtinn og um næstu helgi verða seinni fimm lög- in. Það vekur athygli að þessu sinni aö mikið af söngvurun- um eru allsendis óþekktir. Þeir hjá sjónvarpinu segja að þetta sé tilviljun en það eru höfundar laganna sem sjálfir velja flytjendur. — En hvaða fólk er þetta? Fyrst sáum við ívar Hall- dórsson birtast á skjánum en hann lék á píanó af mikilli list um leið og hann söng I ein- lægni. ívar átti lag í Landslagi Stöðvar 2 í fyrra. Af öðrum nýjum söngvurum má nefna þær Sigriði Guðnadóttur og Aslaugu Fjólu Magnúsdóttur en þær urðu frægar í þáttun- um hjá Hemma Gunn. Sigríð- ur hefur eitthvað sungið með hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar en Áslaug Fjóla hef- ur sungið með André Bach- mann (konungi kokkteiltón- listarinnar) í Þórskaffi. Kristján Gíslason hefur sungið með hljómsveit Harð- ar G. Ólafssonar á Sauðár- króki. Hörður vann sem kunnugt er keppnina í fyrra og samdi hiö sigursæla lag Eitt lag enn. Lagahöfundur- inn sem samdi lagið, sem Kristján syngur nú, semur undir dulnefninu Rómeó og geti nú hver sem betur getur. Sigrún Eva Ármannsdóttir hefur sungið í danshljóm- sveitinni Upplyftingu og var kosin efnilegasti söngvarinn í keppninni um Landslagið í fyrra. — Og enn einn kepp- 1 andi kemur úr Landslags- I keppninni því Jóhannes F.iðs- V son.semsyngurmeðSigrúnu ' Evu lagið Lengi lifi lífið, söng einnig í þeirri keppni. LÍTILRÆDI af fitumúrum Ég hef lengi verið haldinn þeirri þráhyggju að ég ætti að vera öðruvísi í laginu helduren ég er. Semsagt hár og grannur. Það er skoplítill baggi fyrir stuttan og feitan mann að eiga þá ósk heitasta að vera langur og mjór. Árum saman hef ég reynt að láta drauminn rætast með því að drekka tvo lítra að dæetkók á dag og nota sakkarín í te og kaffi. Haft er fyrir satt að sakka- rín geti að verulegu leyti stuðlað að því að maður verði hár og grannur og þar- aðauki fylgir sakkaríni sú náttúra að ef maður notar það í kaffi gefst kostur á að steypa sér hömlulaust í bakkelsi, tertur smákökur, vöfflur, pönnukökur og ann- að meðlæti án þess að verða sakbitinn úr hófi. Eini gallinn við þessa að- ferð er sá að hún gefur ekki kost á að halda í horfinu hvað holdafar snertir, heldur bætir maður á sig og þyngist í stað þess að mjókka og hækka. Eiginlega sama hvað mik- ið maður étur af sakkaríni. Svo var það um daginn þegar konan mín var að reima fyrir mig skóna mína að hún tók svo til orða: — Geturðu ekki gert eitt- hvað í þessu maður? Með þessu var hún auðvit- að að gefa í skyn að ég væri búinn að sprengja fitumúr- inn. Ég hef alla tíð verið þeirr- ar skoðunar að það sé í hennar verkahring að halda mér háum og grönnum, því einsog konur vita er það þeirra hlutverk í lífinu að annast matseld og auðvitað getur það ekki endað nema með offituböli þegar konan er matreiðslumeistari með Ijúfmeti á borðum í hvert mál. — Geturðu ekki rætt þetta við einhvern sem á við sama vanda að stríða og þú, hélt hún áfram. Það er alltaf til bóta þegr fólk með sömu vandamál hittist. Málið er að samhæfa reynslu, styrk og vonir. Varla hafði hún sleppt orð- inu þegar frænka hennar, búsett í Þýskalandi, valt inn- úr dyrunum svo holdug að mér finnst eiginlega furðu gegna að hausinn og útlim- irnir skulu ekki vera sokknir í sjálfan búkinn. Ég hef orðið þess var að bestu ráðin við offitubölinu fær maður jafnan frá þeim sem holdugastir eru, enda stóð ekki á fyrirlestrinum hjá frænku: Hvítvínskúrinn hefur hjálpað mér langmest, sagði hún. Maður drekkur hálfa flösku af hvítvíni um leið og maður vaknar á morgnana og með henni eina skífu af þurru hrökkbrauði, síðan tvö til fjögur staup af hvítvíni á hálftíma fresti og með því harðsoðin egg og ost að vild. Egg eru nefnilega svo tormelt að þau mynda bruna sem jafngildir því að gengnir hafi verið fimmhundruð metrar og hratt. Þannig að tíu egg jafngilda fimm kílómetra göngu. í hádeginu er svo hægt að leggja sig en halda síðan áfram hvítvínskúrnum fram- eftir deginum, en samt eftir læknisráði og gæta þess að fara ekki í sterkara fyrr en eftir kvöldmat. Svo er dýrðlegt að fara í svæðishorun, bera horkrem á keppina, fara svo í líkams- rækt og svitna undir krem- inu. Eða láta stytta í sér garn- irnar fyrir norðan. Þessi ræða varð til þess að ég ákvað að hætta að éta, fasta. Og þó ég hafi hvorki farið í hvítvínskúrinn, horkremið né garnastyttingu segir spegillinn mér að draumur minn sé að rætast. Ég er að verða hár og grannur. Flosi Ólafsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.