Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 7 Eddu Línu Helgason, stofnanda nýja veröbréfafyrir- tœkisins Handsals hf., var sem einum af forsvarsmönn- um fyrirtœkisins Sleipner UK Ltd. í London hafnað sem umsœkjanda um leyfi til fjármálastarfsemi í Bretlandi, samkvœmt heimildum PRESSUNNAR. Edda segir hins vegar að málefni Sleipners hafi verid sér óviðkomandi þegar umsóknin var tekin fyrir, hán hafi hœtt störfum hjá fyrirtœkinu íágást 1988. Ennfremur segir hán að um- sóknin hafi ekki komid til endanlegrar afgreidslu. Nýir eigendur Sleipners hafa átt í deilum viö Eddu og adal- samstarfsmann hennar, Norömanninn Erik Falck, vegna viöskilnaöar þeirra hjá Sleipner. Edda segir málin á við- kvœmu stigi en vœnta megi niöurstööu á nœstunni. Ásamt fjórum öðrum forsvars- mönnum Sleipner UK Ltd. lagði Edda inn umsókn um aðild fyrirtæk- isins að FiMBRA (Financial lnter- mediaries Managers and Brokers Regulatory Association) í febrúar árið 1988 í kjölfar nýrra laga um fjármálastarfsemi í Bretlandi. Jafn- framt lagði Edda fram umsókn í eig- in nafni. FIMBRA er eitt fimm sam- taka aðila á fjármálamarkaðnum og hafði það umsókn Sleipners til um- fjöllunar í tvö ár. í fyrstu hafði fyrir- tækið bráðabirgðaleyfi, þar sem tíma tók að vinna úr þúsundum um- sókna sem bárust í kjölfar lagabreyt- inga. Endanleg afgreiðsla lá fyrir í byrjun apríl á síðasta ári og vár um- sókninni formlega hafnað þann 27. april. Bráðabirgðaleyfið féll síðan úr gildi þann 25. maí. TIL SKOÐUNAR HJÁ STJÓRNVÖLDUM Sleipner nýtti sér ekki ákvæði reglugerða um að áfrýja niðurstöðu til hlutlauss úrskurðaraðila, þannig að heimildir til reksturs féllu strax úr gildi. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR eru mál Sleipners enn til skoðunar hjá The Securities and In- vestment Board, sem hefur með eft- irlit með slíkum fyrirtækjum að gera fyrir hönd stjórnvalda. Sam- kvæmt upplýsingum hjá FIMBRA var Sleipner ÚK Ltd. synjað um leyfi þar sem fyrirtækið greiddi ekki gjöld til FIMBRA, auk þess sem við nánari athugun kom í Ijós að fyrir- tækið hafði ekkert bókhald. Ströng ákvæði eru við því ef fyrir- tæki starfa í Bretlandi án leyfis, sekt- ir og allt að tveggja ára fangelsi. Ekki þýðir heldur fyrir einstaklinga sem eru í forsvari fyrir fyrirtækjun- um að ætla sér að stofna fyrirtæki undir öðrum nöfnum, því allar um- sóknir eru grandskoðaðar og fara í gegnum The Securities and Invest- ment Board. FJÁRMÁLAÆVINTÝRI Á SPÁNI Heimildarmenn PRESSUNNAR í Bretlandi segja að Sleipner UK Ltd. hafi átt viðskipti við nokkur vafa- söm fyrirtæki á markaðnum. Það sé ein af ástæðum þess að fyrirtækinu var synjað um aðild að FIMBRA. Þá segja heimildarmenn blaðsins að Edda hafi verið einn af stjórnendum fyrirtækisins Aquaparks Interna- tional Plc, sem hafi haft með fyrir- tæki að gera á Spáni. Málefni þess fyrirtækis enduðu fyrir dómstólum, en Edda segist enga vitneskju hafa um það, enda hafi hún sagt sig úr stjórn fyrirtækisins eftir að hún hætti hjá Sleipner. Samkvæmt heimildum blaðsins hjá FIMBRA benti Edda Lína á Val Valsson núverandi bankastjóra ís- landsbanka sem meðmælanda sem FIMBRA gæti haft samband við varðandi umsókn hennar. Að sögn heimildarmanns blaðsins var Valur titlaður sendiherra í umsókninni. ,,Ég kannast ekki við að hafa verið sendiherra," sagði Valur þegar PRESSAN bar þetta undir hann. „Það var aldrei haft samband við mig vegna þessa, en það kemur mér ekki á óvart þótt Edda Helgason hafi gefið upp mitt nafn. Það hlýtur að vera einhver misskilningur með titilinn." Val sagðist ekki reka minni til þess að haft hafi verið samband við hann vegna umsóknarinnar. Edda segir að hér hljóti að vera um misskilning að ræða ytra. Edda var einn af stofnendum Sleipners árið 1985, en i samtali við PRESSUNA segist hún hafa hætt störfum í ágúst árið 1988. Hjá FIM- BRA er engar upplýsingar að finna þess efnis. Ennfremur segir heimild- armaður blaðsins hjá FIMBRA, að það breyti ekki þeirri staðreynd að fyrirtækið hafi ekki verið með neitt bókhald. Edda geti ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð sem einn af stjórnendum frá árinu 1985. MÁLAFERLI VEGNA SLEIPNERS Edda veitti Sleipner forstöðu ásamt Norðmanninum Erik Falck, en þau störfuðu bæði áður hjá Citie Bank í London. Sleipner var að mestu í eigu norska fjármálafyrir- tækisins Nevi, dótturfyrirtækis norska tryggingafélagsins Vesta. Edda beitti sér síðar fyrir stofnun ’ „Þessar upplýsingar um höfnun koma mér algjörlega á óuarl. Eg hef upplýsingar frá The Securities and Inveslment Board um ad umsóknin hafi aldrei komid endanlega til af- greidslu," sagði Edda Helgason þeg- ar bornar voru undir hana fullyrð- ingar heimildarmanna PRESSUNN- AR. Ennfremur sagðist Edda engar upplýsingar hafa fengið um þetta fyrr en blaðamaður hafði samband við hana. „Hvað snertir bókhald, þá voru reikningsskil í lagi þegar ég hætti eignaleigufyrirtækisins Glitnis hér á landi ásamt Nevi og Iðnaðarbank- anum. Nokkrum árum síðar lenti Vesta í rekstrarerfiðleikum, sem enduðu með því að Bergen Bank yf- irtók Nevi og fylgdi Sieipner með í kaupunum, en Glitnir er nú alfarið í eigu íslandsbanka. Fyrir skömmu var fjallað um Sleipner í norska blaðinu Dagens Næringsliv og kemur þar fram að Sleipner hafi reynst erfiður biti að kyngja fyrir nýja eigandann Bergen Bank. Sleipner hafi á hálfu öðru ári tapað helmingi þess fjár sem lánað var út, um 300 milljónum norskra króna sem svarar til um þriggja milljarða íslenskra króna. Sam- kvæmt frétt norska blaðsins var þeim Eddu og Erik Falck vísað úr starfi og gerð krafa á hendur þeim upp á 150 milljónir íslenskra króna. í greininni vísar Eric Falck þessum upplýsingum algjörlega á bug. Sama gerði Edda í viðtali við Morg- unblaðið og einnig í samtali við PRESSUNA, en niðurstaða í málinu er ekki ennþá komin. UMSÓKN LIGGUR FYRIR í VIÐSKIPTARÁÐUNEYTINU Edda er einn af þremur fram- kvæmdastjórum Handsals, en auk hennar eru það þeir Stefán Jó- hjá fyrirtækinu í ágúst 1988," sagði Edda. „Ársreikningar lágu fyrir, voru skráðir og undirritaðir af lög- giltum endurskoðendum öll árin sem ég var þar í stjórn. Þessar full- yrðingar um bókhald og reikninga eru því alrangar. En ég get því miður ekki sagt hvað gerðist eftir að ég hætti." Hvað varðar gjöld til FIMBRA sagði Edda að umsóknargjaldið hefði verið greitt á sínum tíma. „En ég get ekki tekið ábyrgð á hvort þessi gjöld voru greidd eftir minn hannsson og Pálmi Sigmarsson, sem störfuðu áður hjá Fjárfestingarfé- lagi íslands. Edda situr jafnframt í aðalstjórn félagsins. Fyrirtækið hef- ur þegar fengið tiiskilin leyfi við- skiptaráðuneytisins og Edda Lína hefur að auki sótt um leyfi sem verð- bréfamiðlari. Umsókn Eddu er til eðlilegrar skoðunar, að sögn Tryggva Axelssonar í ráðuneytinu, en ráðuneytið þarf m.a. að leita um- sagnar prófnefndar verðbréfamiðl- ara áður en leyfi til hennar verður veitt. Stefán Jóhannsson hefur leyfi ráðuneytisins til verðbréfamiðlunar, frá því hann var starfsmaður Fjár- festingarfélagsins, þannig að Hand- sal hefur nú öll tilskilin réttindi til að hefja rekstur. Starfsemi Handsals hefur verið kynnt og hefur fyrirtækið opnað skrifstofu á Engjateigi 9 í Reykjavík. Fyrirhugað er að hlutafé nemi 100 milljónum króna. Stærstu einstöku eigendur eru foreldrar Eddu, þau Unnur og Sig- urður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, skráð fyrir alls 11 milljón- um króna, en auk þess er Edda skráð fyrir tveimur milljónum. Kristján Þorvaldsson starfsferil." Edda segist ekkert vita um Aqua- parks International Plc. eftir að hún hætti störfum hjá Sleipner, en fyrir- tækið átti dótturfyrirtæki á Spáni og enduðu mál þess fyrir dómstólum, samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR. Aðspurð hvort hún hefði upplýst samstarfsaðila í Handsali um mál sín hjá Sleipner sagðist Edda hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, enda lægju málin ljós fyrir af hennar hálfu. Edda Lína Helgason Umsóknin kom aldrei til endanlegrar afgreiðslu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.