Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 8
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir árlega um 500 milljónir í beina styrki þó það sé kallað lán. Þessi lán verða aldrei endurgreidd. Fólk með miðlungstekjur getur stórlega aukið ráðstöf- unarfé sitt með því að hætta að vinna, setjast á skólabekk og taka námslán. Sumir sérfræðingar segja að lánasjóðurinn verði gjald- þrota eftir 10 ár. Aðrir segja að hann sé það þegar — það eigi bara eftir að reikna það út. Hjón með miðlungstekjur og tvö böm geta því aukið ráðstöfunarfé sitt um rúm 30 þúsund á mánuði með því að hætta að vinna og setjast á skólabekk. Það jafngilti tekjuauka upp á 360 þúsund á ári. Sá íslendingur sem hefur fengið mest að láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna skuldar nú sjóðnum um 12,2 milljónir króna. Litlar sem engar líkur eru á að hann muni nokkurn tímann greiða þetta lán til baka. Miðað við meðallaun háskóla- menntaðra manna mun hann ekki greiða nema um 2 milljónir til baka. Afgangurinn af láninu, 10,2 milljón- ir króna, eru því ekki lán heldur styrkur. Þó þessi einstaklingur hafi fengið hæsta styrkinn frá lánasjóðnum fer því fjarri að hann sé sá eini sem hef- ur fengið styrk úr sjóðnum. Alls má gera ráð fyrir að um 3.500 manns af þeim tæplega 23.000 sem skulda sjóðnum í dag muni ekki greiða að fullu lán sín til baka. Samanlagður styrkur þessara einstaklinga er lík- lega um 3,4 milljarðar króna. Þar af hafa um 430 fengið hver um sig 2 milljónir eða meira. ÞARF TÆPAR 700 ÞÚSUND Á MÁNUÐI TIL AÐ BORGA LÁNIÐ TIL BAKA Þessar styrkveitingar í lánsformi verða til vegna endurgreiðslureglna sjóðsins. Samkvæmt þeim greiða háskólamenn aldrei meira en 3,75 prósent af tekjum sínum til baka til sjóðsins. Einstaklingur sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði að námi loknu greiðir því ekki nema 3.750 á mánuði eða 45 þúsund krón- ur á ári af lánum sínum. Þetta gerir hann í 40 ár og á endanum hefur hann greitt alls 1,8 milljón til baka. Það sem hann hefur fengið umfram 1,8 milljón króna í námslán fellur því niður. Stærstur hluti náms- manna þiggur ekki hærri lán hjá sjóðnum. Þeir sem fara utan í dýra skóla og eru lengi við nám fá hins vegar langt umfram 1,8 milljón króna að láni. í dæminu hér að ofan, þar sem heildarstyrkir lánasjóðsins voru metnir, var reiknað með hærri mán- aðarlaunum eða um 110 þúsund krónum á mánuði. Það er sjálfsagt ekki ýkja fjarri meðallaunum há- skólamenntaðra manna. En þó laun sumra þeirra kunni að vera hærri munu sjálfsagt fáir þeirra ná svo háum launum að þeir geti greitt aftur lán skuldakóngs lána- sjóðsins. Til þess þurfa þeir að hafa um 680 þúsund krónur í skattskyld- ar tekjur á mánuði. HÁLFUR MILUARÐUR Á ÁRI í STYRKVEITINGAR Þó starfsmönnum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna sé fullljóst að þeir sem hafa fengið 2 miiljónir eða meira að láni frá sjóðnum muni lík- lega aldrei greiða það sem umfram er til baka eru lántakendur látnir út- fylla skuldabréf og fá uppáskrift ábyrgðarmanna að þeim. Það er í takt við einhvers konar þegjandi samkomulag hjá hinu opinbera um að meðhöndla lánasjóðinn eins og hreina lánastofnun. I reikningum sjóðsins kemur hins vegar fram að um 10 til 15 prósent af öllum lánum hans eru afskrifuð strax. Samkvæmt því lánaði sjóður- inn tæpa 3 milljarða í fyrra en veitti um 520 milljónir í hreina styrki. Þessi upphæð kemur nokkuð heim og saman við það sem sagt var hér að ofan; að samanlagður styrk- ur skuldara sjóðsins væri nú hátt í 3,5 milljarðar króna. Á undanförnum árum hafa lán til skuldakónganna farið hækkandi. Þeir sem höfðu fengið mest að láni fyrir nokkrum árum komast ekki lengur í toppsætin. FJÖLMENN DOKTORS- FJÖLSKYLDA MEÐ 46 MILLJÓN KRÓNUR Á BAKINU í raun er hægt að búa til óendan- lega fáránlegt dæmi út frá úthlutun- arreglum sjóðsins, þar sem þær miðast fyrst og fremst við rétt manna til náms en ekki möguleika á endurgreiðslu. Ef við ímyndum okkur hjón sem fara utan til náms í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum strax eftir stúd- entspróf og klára þar doktorsgráðu eftir tólf ára nám þá getur skuld þeirra við sjóðinn orðið um 38 millj- ónir að námi loknu. Ef þau hrúga niður börnum meðan á námi stend- ur getur skuldin orðið enn hærri eða allt að 46 milljónir króna. Hjón- in þyrftu að fá sitt hvor 1.300 þús- undin á mánuði að námi loknu ef þau ættu að geta greitt lánið til baka. Og allan tímann yrði lánasjóður- inn að líta á framlagið til fjölskyld- unnar sem lán en ekki styrk. SJÓÐURINN FENGI HELMINGI MEIRA TIL BAKA EF LÁNIN BÆRU VEXTI Þegar rætt hefur veriö um styrk hér að ofan hefur ekki verið tekið mið af því að námslán eru vaxtalaus þó þau séu verðtryggð. Sjóðurinn sjálfur greiðir hins vegar vexti af þeim lánum sem hann tekur til þess að geta endurlánað námsmönnun- um. Það er ekki auðvelt að meta hvað endurgreiðslur námsmannanna myndu hækka ef þeir þyrftu að borga þessa vexti í stað skattborg- ara. Guðmundur Ólafsson, hagfræð- ingur hjá hagfræðistofnun Háskól- ans, telur að vaxtaleysið geri það að verkum að endurgreiðslurnar séu um helmingi lægri en ef lánin bæru venjulega markaðsvexti. Samkvæmt því er árlegur styrkur lánasjóðsins til námsmanna miklu hærri en að ofan greinir. Af 3,5 millj- örðum, sem sjóðurinn lánaði í fyrra, má því afskrifa 520 milljónir strax vegna endurgreiðslureglna sjóðsins. Því til viðbótar bætast 3,5 milljarðar í vaxtakostnað sem skattborgarar munu bera fyrir lántakendurna. Samanlagður styrkur ríkisins til námsmanna er því rétt rúmir 4 millj- arðar. Þá er einungis átt við fram- færslu og skólagjöld erlendis, ekki annan kostnað við skóla hér heima. Það kostar til dæmis um eina millj- ón á ári að mennta hvern leikara. LAUNAMISMUNUR TIL AÐ VINNA UPP FORSKOT í LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPINU Ef vextir yrðu settir á námslán myndi stærsti hluti lántakenda, það er þeir sem taka lán undir 2 milljón- um, greiða meira til baka. Hinir, það er skuldakóngarnir, myndu ekki borga meira þar sem reglan um há- marksendurgreiðslu sem 3,75 pró- sent af tekjum eftir nám kæmi í veg fyrir það. Ef sjóðurinn ætti að fá eitt- hvað að styrknum til þess fólks til baka þyrfti því jafnframt að breyta þessari reglu. Sjálfsagt er hægt að færa rök fyrir því að launamismunur háskóla- menntaðra manna og annarra laun- þega sé meira en 3,75 prósent. Ef þetta hlutfall yrði hækkað ættu há- skólamenn því eftir sem áður að geta haft það betra en almennir launþegar. Rökin gegn hækkun þessa hlut- falls felast hins vegar í því að náms- menn sem eytt hafa stórum hluta þrítugsaldursins á skólabekk hafi misst jafnaldra sína fram úr sér í lífs- gæðakapphlaupinu á meðan. Á meðan jafnaldrarnir unnu fyrir kaupi á vinnumarkaðinum þurftu námsmenn að lifa af námslánunum. Hærri laun til háskólamanna að námi loknu séu því ekki eingöngu til þess að brúa greiðslu á námslánum heldur til þess að vinna upp tekju- tapið af því að hafa farið í skóla. Þessi rök fela í sér að fólk á náms- lánum hafi minna milli handanna en launafólk. Athugum hvað hæft er í því. HJÓN AUKA TEKJUR SÍNAR UM 360 ÞÚSUND MEÐ ÞVÍ AÐ FARA í SKÓLA Einstaklingur sem stundar nám við Háskóla Islands og er fluttur að heiman fær um 54 þúsund krónur í námslán á mánuði. Meðallaun í dag eru hins vegar rúmlega 90 þúsund krónur á mánuði. Það er því ljóst að einstaklingurinn í Háskólanum hef- ur mun minna á milli handanna en sá sem er í launavinnu. En dæmið breytist umtalsvert ef miðað er við fjölskyldur. Ef tekið er dæmi af hjónum sem bæði eru í námi og eiga tvö börn þá fá þau um 162 þúsund á mánuði í námslán. Hjón úti á vinnumarkað- inum þyrftu að afla um 192 þúsunda til að fá jafn mikið ráðstöfunarfé eft- ir skatta. Það er örlítið yfir meðal- launum í dag. En þetta segir ekki alla söguna. Þar sem námslánin falla ekki undir útsvarsstofn fá hjónin í Háskólanum barnabótaauka til viðbótar barna- bótunum frá skattinum. Við það eykst ráðstöfunarfé þeirra um tæp 11 þúsund. Hjónin úti á vinnumarkað- inum þurfa því að afla um 210 þús- unda til að fá sambærilegt ráðstöf- unarfé og námsfólkið. En þetta segir heldur ekki alla söguna. Námsmenn eru nefnilega í forgagnshópi hjá Dagvistun barna í Reykjavík og greiða því mun lægri daggæslukostnað en almennir laun- þegar. Það munar töluvert um þenn- an lið því dagmæður taka um 21 þúsund á mánuði á meðan það kost- ar ekki nema um 8 þúsund að hafa barn á dagheimili. Hjónin á vinnumarkaðinum þurfa að afla um 22 þúsund króna í tekjur fyrir skatta til að brúa þennan mis- mun. Heildartekjur þeirra þurfa því að vera 232 þúsund krónur á mán- uði ef þau eiga að hafa jafnmikið fé til ráðstöfunar og námsfólkið eftir skatta og dagvistun. Hjón með miðlungstekjur og tvö börn geta því hækkað ráðstöfunarfé sitt um rúm 30 þúsund á mánuði með því að hætta að vinna og setjast á skólabekk. Það jafngilti tekjuauka upp á 360 þúsund á ári.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.