Pressan - 31.01.1991, Side 14

Pressan - 31.01.1991, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 Ulijdamli Hlaó hf. Kramkvæiiulasljóri: Háknn Hákonarson Kilstjórar: (iunnar Smári K^ilsson Kristján l’orvaldsson Blaúamenn: Friórik Þór (juónumdsson Hrafn Jökulsson Sii»uröur Már Jónsson Sii»urjón Mai»nús Ki»ilsson Þóra Kristín Asi»eirsdóttir Ljósmyndari Sigurþór Hallbjörnsson Úllilsleiknari Jón Oskar Hafsteinsson Frófarkalesari Nanna bórarinsdóttir .\ui>lýsini»astjóri Hinrik (iunnar Hilmarsson l)reifini»arstjóri Sij»uröur Jtínsson Setnini» og umbrot Leturval l’rentun Oddi lif. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simi: 62 13 13 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 62 13 91, dreifing 62 13 95, tæknideild' 62 00 56 Fax: 62 70 19 Askriftargjald 550 kr. á mánuói. Verð i lausasolu: 170 kr. eintakið. Velferdin íþyngir almenningi í PRESSUNNI í dag er fjallað um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Þar kemur fram að lánasjóðurinn hefur nokkur af helstu einkennum íslenska velferðarkerfisins. í fyrsta lagi er hann gjaldþrota eins og byggingasjóðirnir, líf- eyrissjóðirnir og flestir ríkissjóðanna. í öðru lagi eru úthlutunarreglur miðaðar við að rétta að- stöðumun einstæðra foreldra og barnafjölskyldna. Þessi jöfn- un bætist ofan á samskonar aðgerðir hjá Tryggingastofnun, dagvistunarstofnunum og skattkerfinu. Þeir sem fara í gegnum þetta allt hafa því meira en jafnað aðstöðumun sinn gagnvart öðrum hópum. Þeir hafa það orðið miklu betra. Ástæðan fyrir þessu liggur sjálfsagt í því að íslenska velferð- arkerfið hefur ekki verið byggt upp af neinu viti. Því hefur ver- ið hróflað saman af stjórnmálamönnum sem hafa verið að veiða atkvæði. Þar sem það er líklegt til vinsælda að „bæta hag hinna verst settu" þá er gripið til aðgerða sem líta þannig út. Það er aukaatriði að meta hverjir hafa það bágt og hverjir ekki. í þriðja lagi er lánasjóðurinn annað en hann átti upphaflega að vera. í samfélaginu er þokkaleg sátt um að styðja fólk til náms. Það er hins vegar langt frá því sátt um að námsmenn hafi það betra en launþegar og enn síður er sátt um að ríkis- sjóður greiði námskostnað þeirra sem kjósa að fara í dýra skóla. Ráðamenn sjóðsins, stjórnmálamennirnir, hafa því breytt eðli sjóðsins eftir þrýstingi frá námsmönnum án þess að breyta lögunum um hann. Þeir vita sem er, að með því fá þeir atkvæði námsmanna en tapa ekki atkvæðum annarra, sem þeir myndu gera ef þeir breyttu sjóðnum fyrir opnum tjöldum. í fjórða lagi er auðséð að lánasjóðnum er stjórnað eingöngu út frá hagsmunum þeirra sem nota hann en ekki þeirra sem eiga hann. Þannig er það um margt á íslandi. Landbúnaðar- ráðuneytið rekur hagsmuni bænda, sjávarútvegsráðuneytið sendist fyrir útgerð og fiskvinnslu og svo framveigis. Almenningur, sem borgar iðulega brúsann, á sér engan mál- svara. Almenningur er ekki þrýstihópur. ' ■ i 7 - : Glámskyggni HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Þótt Jón Baldvin Hanni- balsson sé utanrikisráðherra liafa hinir tveir leiðtogar rík- isstjórnarinnar, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, mjög látið sig utanríkismál skipta. Hafa þeir talið til vin- áttu við nokkra þekkta er- lenda menn og bundið við þá miklar vonir, að því er virðist. Eitt sinn var kveðið svo að orði: „Segðu mér, hverjir vin- ir þinir eru, og þá skal ég segja þér, hver þú ert." Það kann því að vera ómaksins vert að huga að vinahópi þeirra Steingríms og Ólafs. Steingrímur Hermannsson sagði í sjónvarpsviðtali nokkru eftir fund þeirra Gor- batsjovs og Reagans í Reykja- vík, að sér hefði litist betur á Gorbatsjov. Hann kom líka sérstakjega fram á blaða- mannafundi, sem Iðunn efndi til, þegar bók Gorbatsjovs um „perestroiku" kom út á ís- lensku. Nú beitir Gorbatsjov hervaldi af fullkomnu mis- kunnarleysi í Eystrasaltsríkj- unum og rænir rússneska al- þýðu peningum sínum. Grím- an er fallin: Gorbatsjov geng- ur annað til en manngæska, og eina ástæðan til þess, að hann sleppti Austur-Evrópu- löndunum var sú, að Rauði herinn hafði ekki lengur afl til að halda þeim. Annar vinur Steingrims er Yasser Arafat, sem sat meö skammbyssu undir belti á fundi sinum með Steingrími og taldi honum trú um, að eldgamlir peningar væru ný- slegnir í ísrael. Arafat styður nú Saddam Hussein í Persa- flóadeilunni. Þótt hann hefði lýst því yfir árið 1988, að hann væri hættur hryðju- verkum, hafa tæpar tvö hundruð árásir hryðjuverka- manna síðustu ár verið raktar til samtaka hans. Bandaríkja- stjórn snerist gegn Arafat eft- ir misheppnaða tilraun liös hans 30. maí 1990 til þess að drepa fjölda ísraela á strönd Tel Aviv. Vinahópur Ólafs R. Gríms- sonar á alþjóðavettvangi er ekki frýnilegri. Fyrst skal frægan telja Rajiv Gandhi á Indlandi, sem hrökklaðist frá völdum vegna spillingar. Annar í hópnum var Pap- andreú í Grikklandi, sem líka missti völd vegna spillingar og situr nú undir ákærum. Hinn þriðji var Alfonsín í Arg- entínu, sem skildi við land sitt í óðaverðbólgu og öngþveiti. Enn einn vinurinn var García í Perú, en á eftir honum lá langur slóði svikinna loforða, óleystra verkefna og óða- verðbólgu. „Segðu mér, hverjir vinir þínir eru, og þá skal ég segja þér, hver þú ert.“ Gerum nú ráð fyrir því, að þeir Stein- grímur og Ólafur hafi aðeins staðið í góöri trú. Þeir hafi ekki gert sér fulla grein fyrir, hvers eðlis málvinir þeirra voru. En þá eru þeir sekir um mikla, jafnvel ófyrirgefan- lega, glámskyggni. Sé það rétt, þá ættum við ekki að hika við að leiða glögg- skyggnari menn til öndvegis. Höfundur er lektor i stjórn- málafrædi i Félagsvisindadeild Háskóla Islands. ALLTAF ÞARF DENNIAÐ GANGA OF LANGT ÞEGAR VIÐ ERUM AÐ REYNA AÐ KOMA VEL ÚT FYRIR KOSNINGAR ... TEIKNING: ÓMAR STEFÁNSSON Lygin tekur völdin Þær eru undarlegar. frétt- irnar sem berast austan úr Sovétríkjunum um þessar mundir. Nú á ég ekki við ruddaskap Kremlverja í garö Eystrasaltsþjóöanna sem auðvitað er meira en nógur heldur þá ákvörðun Moskvu- stjórnarinnar að fella úr gildi alla 50 og 100 rúblu seðla í landinu í einu vetfangi. Fjórð- ungur til þriðjungur allra peninga í Sovétrikjunum varð þannig skyndilega verð- laus. Yfirlýst markmið stjórn- valda í Moskvu með þessari aðgerð var aö koma höggi á braskara og annan óþjóðalýð sem á aö hafa hagnast ein- liver ósköp á svartamarkaðs- braski og annarri glæpastarf- semi á undanförnum árum. Þetta er lygi. Það er alltof mikið til af peningum í Sovétríkjunum af þeirri einföldu ástæðu að seðlaprentun hefur veriö helsta aðferð stjórnvalda til að láta enda ná saman á und- anförnum árum. Þar sem litla vöru hefur verið að fá hafa þessir peningar aö stórum hluta safnast fyrir undir dýn- um og inni í koddum. Menn hafa mjög óttast að þetta mikla peningamagn myndi hleypa af stað óðaverðbólgu í Sovétríkjunum um leið og stigið væri skref í átt til mark- aðsbúskapar með því að slaka á opinberri verðstýr- ingu. Eru Gorbatsjov og hans menn þá að undirbúa jarð- veginn fyrir markaðsbúskap? Nú getur verið aö þeir haldi það. Ef svo er þá hafa þeir rangt fyrir sér. Þetta er ör- þrifaráð manna sem geta ekki horfst í augu við eitt af frumskily.ðum markaösbú- skapar, nefnilega einkaeigna- rétt á stærstum hluta allra eigna hvort sem er fyrirtækja eða fasteigna. Leiðtogar Sov- étrikjanna hefðu getað minnkað peningamagn í landinu með því einfaldlega aö selja almenningi hluta af eignum ríkisins. Með því að velja þá leið að fella úr gildi stærstu peningaseðlana eru þeir í raun einnig að hafna markaðsbúskap og er þetta enn ein sönnun þess að um- bætur hafa verið lagðar á hill- una í Sovétríkjunum í bili að minnsta kosti og að lygin hef- ur á ný tekið völdin. Auðvitað eru það ekki braskarar sem orðið hafa fyr- ir barðinu á sovéskum stjórn- völdum að þessu sinni heldur fyrst og fremst venjulegt ráð- deildarsamt fólk sem verið hefur að safna peningum ým- ist fyrir einhverri vöru sem það þurfti að bíða eftir í mörg ár eða til elliáranna. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ræna fólk aleig- unni með einu saman penna- striki og er ástæða til að bera mikinn kvíðboga fyrir innan- landsástandi i Sovétríkjunum á næstu misserum. íslending- ar ættu auðveldlega að geta fundið til samúðar með sov- éskum almenningi nú því þeir hafa ósjaldan orðið fyrir því að verðgildi peninga hafi brunniö upp í höndunum á þeim. Sá er þó munur á að ís- lenskur almenningur hefur á síðari árum getaö varið sig fyrir slíkum þjófnaði með því að fjárfesta í verðtryggðum sparnaði. Það hefur þó veriö þyrnir í augum óprúttinna stjórnmálamanna sem vilja geta látið greiðar sópa um eigur almennings.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.