Pressan - 31.01.1991, Side 16

Pressan - 31.01.1991, Side 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 PAUL RICHARDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FERÐAÞJÓNUSTU BÆNDA BONDI, HASKOLABORGARI OG ÁHUGAMAÐUR UM FERÐAMÁL Þegar ég kem inn á skrifstofu Pauls Richardssonar framkvœmdastjóra hjá Ferdaþjónustu bænda rek ég upp stór augu er þar situr fyrir prúöbúinn skrifstofumaöur hálfur upp ár skjalabunka og alls ólíkur þeim bónda sem ég var kynnt fyrir síöasta sumar austur í Mýrdal. ,,Þetta er „part of the image“,‘‘ segir Paul og brosir. En hver er hann þessi skoski œvintýramaöur sem rneö viödvöl í Englandi og á Sudur-Spáni kom hingad upp á skeriö til ad vera? Síöast en ekki síst hvada hug ber hann til íslend- inga eftir margvísleg en náin kynni? UPPVAXTARÁR í SKOTLANDI OG ENGLANDI ,,Ég ólst upp í Grangemouth í Skotlandi til lj ára aldurs. Grang- emouth var þá ört vaxandi borg og viö bjuggum í úthverfi sem teygði arma sína upp í sveit. Þessi tengsl við sveitina voru mikils viröi fyrir krakkana enda var borgin sjálf iðn- aöarborg og lítiö gróin sem slík. Pabbi var starfsmannastjóri hjá ICI sem er einn helsti efnaframleiöandi á Bretlandi og vegna atvinnu lians fluttum við til Manchester þegar ég var 14 ára. Ég stefndi á langskóla- nám strax sem unglingur enda gekk ég í akademískan skóla og námiö var ekki praktískt í þeim skilningi." BÓKAORMUR OG FÉLAGSMÁLASPRAUTA ,,Ég las mikiö af skáldsögum sem unglingur og þá helst enskum. Ég las einnig í tengslum viö námiö franskar bókmenntir, bæði þýddar og á frummálinu. Á þessum tíma fékk ég mikinn áhuga á tungumál- um og málvöndun almennt. Ég hafði mikinn áhuga á félagsmálum sem hefur komið mér til góða síðar á ævinni. Aö loknu stúdentsprófi vann ég á sveitabæ í hálft ár en fór þaðan í St. Mary’s College sem er kennaraháskóli í London. Þar lagöi ég aðallega stund á ensku og mynd- list. Eftir lokapróf þaðan flutti ég til Spánar og vann þar jöfnum höndum við auglýsingagerð og kennslu. Til- gangurinn hjá mér var að læra spænsku en þegar ég bjó á Spáni eignaöist ég íslenska vinkonu og fór í mína fyrstu ferð til íslands til að heimsækja hana. Lífið á' Suö- ur-Spáni var ágætt í stuttan tíma en mig langaöi ekki að búa í mörg ár á túristastaö." ÍSLENSKUNÁM í REYKJAVÍK En það er langur vegur frá vin- áttuheimsókn til íslands og skóla- náms hérna og áralangrar búsetu? ,,Mér fannst um leið og ég kom til íslands aö það væri áhugavert og mjög að mínu skapi þrátt fyrir veðr- áttuna. Mig langaði að læra málið og það varð úr að ég settist á skóla- bekk hér í háskólanum í íslensku fyrir útlendinga. Mér gekk mjög illa til að byrja meö enda var minn grunnur fyrst og fremst í latneskum málum. Það var af þeirri ástæðu sem mér gekk mjög vel að læra spænskuna en íslenskan var. nú eitt- hvað annað. Ég gafst upp fyrst í stað og reyndi ekki aftur fyrr en ég var búinn að gera mér fulla grein fyrir því að það verður að læra mjög mik- ið utanbókar til að læra íslenskuna svo einhver mynd sé á því. Islend- ingar eru mjög kröfuharðir á málið sitt og hlusta mjög grannt eftir öll- um málvillum og framburði oft og tíöum á kostnað innihaldsins. Þetta stafar að hluta til af því að á Islandi eru engar mállýskur í neinum mæli eins og til dæmis í Englandi þar sem málfar er mjög stéttbundið og bund- iö við búsetu svo dæmi sé tekið." MIKIL ANDSTAÐA VIÐ KENNARA í ÞJÓÐFÉLAGINU Eftir þetta snýr Paul til baka til London, þá giftur íslenskri konu Völvu Gísladóttur en henni haföi hann kynnst á íslandi: ,,Ég kenndi á þessum tíma þrjú ár í London. Fyrrverandi konan mín, en við slitum samvistum 1989, lagöi stund á flautunám við Guildhall School of Music. Þegar hún lauk sínu námi fluttum við alkomin hing- að til íslands 1976 og hér hef ég ver- ið síðan. Þá settist ég aftur á skóla- bekk pg lauk íslenskunámi frá Há- skóla íslands. Ég kenndi síðan jöfn- um höndum viö Háskóla Islands og Menntaskólann við Hamrahlíö. Þetta var að mörgu leyti mjög góður tími en svona upp úr 1980 fann ég mikla andstööu við kennara í þjóð- félaginu. Sú andstaða hefur fariö stigvaxandi síðan. Meðan ég kenndi í Bretlandi var ég mjög virkur í stéttabaráttu kennara og mig lang- aði ekki út í þá baráttu aftur. Ég hef persónulega þá skoðun að séu kennarar óánægðir með sín kjör eigi þeir að fá sér aðra vinnu. Þetta er mín skoðun og ég breytti sam- kvæmt henni. Þau verkföll eru mannskemmandi sem voru viöloð- andi kennarastéttina á þeim tíma og eru reyndar ennþá, Ég hætti kennslu 1981 og fluttist út á land . ásamt. „eiginkonu og,, barni. Ég kenndi nú reyndar eitthvað smáveg- is á þessum tíma á Selfossi og í Vík í Mýrdal en ekki svo orö sé á ger- andi. Ég vann mikið við þýðingar enda er ég löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Ári eftir að ég flutti var ég líka farinn að sýsla við búskap." GJÁ MILLI ÞÉTTBÝLIS OG DREIFBÝLIS Nú hefur þú á þessu tímabili sem löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlk- ur kynnst þjóðarsálinni frá alveg nýrri hlið? ,,Þó að þau mál sem fóru um mín- ar hendur þegar ég fékkst sem mest við þýðingar séu að sjálfsögðu trún- aöarmál er víst óhætt að segja að maður kemst ekki hjá því að fá inn- sýn í ýmis mál. Ég fékk inn á borð til mín ræður og samninga, kynningar og auglýsingamál og þó að þetta væri misjafnt að gæðum og inni- haldi hefur það hjálpað mér mikið í þvi starfi sem ég fæst við núna. Hvað varðar íslendinga þá eru þeir mjög mismunandi en þaö sem helst stingur í augun er sú gjá sem hefur myndast milli dreifbýlisins og þétt- býlisins. Ég verð var við mikla for- dóma gagnvart bændum þegar ég fer á ýmiss konar fundi er varða ferðaþjónustuna og koma búskap ekkert við. Þá koma upp athuga- semdir varðandi -niðurgreiðslur og offramleiöslu á lambakjöti sem eru málunum algerlega óviðkomandi. Fólk á einfaldlega að vera faglegra en svo að það sé að þvæla um svona mál af ólíklegasta tilefni. Það sem skiptir máli þegar samningar eru gerðir á svona fundum er einfald- lega verðið og sú vara sem á að selj- ast." BÖRN í VESTURBÆNUM EKKI GREINDARl EN BÖRN Á LANDSBYGGÐINNI Nú ert þú tveggja barna faðir og varst kennari úti á landi þó það væri ekki lengi. Þegar þú talar um gjá milli þéttbýlisins og dreifbýlisins hvar koma fræðslumálin þar inn í? ,,Það fer ekki á milli mála að möguleikar barna ráðast mikið af því hvar þau eru í skóla. Ég hef ekki trú á því að börn i vesturbænum séu greindari en börn á landsbyggðinni þó að það sé augljós munur á eink- unnum þeim fyrrnefndu í vil. Þessar einkunnir eru enginn mælikvarði á greind, hæfni eða þroska einstakl- inga en þær segja þó nokkuð um skólahald uppi í sveit. Þessi próf mæla fyrst og fremst leikni og þekk- ingu á mjög takmörkuðu sviði en ekki til dæmis þau vinnubrögð sem eru notuð á sveitabæjunum." EKKI BARA ASNALEG HELDUR MÓÐGUN Nú ert þú framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda og mikill áhugamaður lim ferðamál. Nú ligg- ur fyrir alþingi nýtt frumvarp um ferðamál. Hver er skoðun þín á þessu frumvarpi og hvaða áhrif gæti framkvæmd þess haft fyrir ferða- þjónustuna? ,,Það sem frumvarpið hljóðar upp á í stuttu máli er einfaldlega meiri miðstýririg en verið hefur og hún er mjög hættuleg. Án þess að draga úr þeirri grósku sem er í ferðamálum í Reykjavík þá er einnig mikill vaxtar- broddur úti á landi. Þeir aðilar sem sitja að ferðamálum hér í Reykjavík hafa oft enga þekkingu á því sem er að gerast úti á landi en eru samt í að- stöðu til að stjórna. Annað dæmi um þetta sama eru drög að reglu- gerð um skipulagðar hópferðir í at- vinnuskyni. Þau drög eru ekki bara asnaleg heldur hrein og klár móög- un og skólabókardæmi um algera vanþekkingu á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig til sveita. Rekstrarað- ilar í ferðaþjónustu úti á landi hafa ekki haft nægilega mikil ítök i stefnumótun og framkvæmd ferða- mála og það leiðir til sífelldra mis- taka í ákvarðanatöku sem kostar vinnu að leiðrétta." Þóra Kristin Ásgeirsdóttir „Þau verkföll eru mann- skemmandi sem voru vidloðandi kennarastéttina og eru reyndar ennþá/#

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.