Pressan - 31.01.1991, Síða 19

Pressan - 31.01.1991, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 19 Sú umdeildasta. Þrátt fyrir framfarir heldur hún sínum sessi sem ein af þeim verst klæddu. Bryndís Schram „sem utanríkisráöherrafrú". Dæmigerð fyrir sjónvarpiö, hryllilegar samsetningar. Stöönuö fyrir mörgum árum. Gamaldags. Einróma álit dómnefndar. Þreytt. Þyrfti að leita ráögjafar. Efst í hópi sex kvennalista kvenna sem fengu atkvæöi. 1. Björk Guömunds- dóttir, söngkona. „Djörf — Stundum með skemmtilegan stíl, en allt- af ljótan." Heiðari Jóns- syni finnst þetta algjör synd: „Hún gæti gert þetta miklu betur, því hún nálgast það að vera fögur.“ 2. Guörún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings. „Otrúlega smekklaus. Gamaldags." Þetta er þó ekki alslæmt hjá Guðrúnu, því á samskonar lista í Helgarpóstinum fyrir nokkrum árum skipaði hún fyrsta sætið. Heiðar Jónsson segir hana vanta aðeins herslumuninn til að komast á hinn listann. Engu að síður voru tveir dómnefndarmenn sem settu Guðrúnu í efsta sæt- ið nú. Virðist klæða sig blindandi. 3. Bryndís Schram, utanríkisráöherrafrú. „Kann alls ekki að klæða sig samkvæmt sinni stöðu,“ var niðurstaða þriggja dómnefndar- manna, þótt einn þeirra teldi að hún ætti líka heima á listanum yfir best klæddu konurnar, „sem hún sjálf“, eins og hann orðaði það. 4. Katrín Pálsdóttir, fréttamaður. „Fylgist ekkert með. Hryllilegar samsetningar. Reyndar mætti sjónvarpið ráða sér stílista því þar eru margir sem virðast ekki kunna að klæða sig svo vel fari á skjánum." 5. Jóhanna Sigurðar- dóttir, ráðherra. „Minnir oft á útlit Margrétar Thatcher þegar hún var fyrst forsætisráð- herra í Marks og Spencer drögtunum sínum. Þarf að gefa sér tíma og virðist hafa smekk.“ Þrátt fyrir þetta vill Heiðar taka fram, að hann gæfi henni atkvæði sitt, ef hægt væri að greiða atkvæði út fyrir flokka. 6. Valgerður Matthías- dóttir, sjónvarpskona. „Alltof drusluleg. Gam- aldags.“ Valgerður var ör- ugg með sjötta sætið. 7. Dóra Einarsdóttir, fatahönnuður. „Ekki hægt aö lýsa henni með orðum. Þreytt útlit.“ Dóra heldur sínum sessi sem ein af verst klæddu konum landsins. 8. Sigurveig Jóns- dóttir, fréttastjóri Stöðvar 2. „Púkaleg og ósmekk- leg. Er í þannig stöðu að hún ætti að leita ráðgjaf- ar.“ 9. Málfríður Sigurðar- dóttir, þingkona. „Ósnyrtileg og hörmu- leg ímynd fyrir þingheim." Alls fengu 6 kvennalista- konur atkvæði dómnefnd- ar, en Málfríður varð stiga- hæst. 10. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kvenna- listakona. „Málefnin kafna í gráum hversdagsleika. Ein af þeim sem virðist klæða sig blindandi." i nólægð þeirra verst klæddu Alls fengu 32 konur at- kvæði í valinu á verst klæddu konunum. Þær sem skipuðu 10 efstu sætin skáru sig nokkuð úr, en þessar voru næst því að komast inn: Sigrún Hjálmtýs- dóttir söngkona (heldur að hún sé ennþá feita- bollan sem sagði „Jesús minn'), Kristín Hall- dórsdóttir þingkona (misþyrmir eigin glæsi- leika), Agnes Braga- dóttir blaðamaður (vonlaus í samsetning- um), Þórhildur Þor- leifsdóttir þingkona (sýnir þó viðleitni), Anna Ólafsdóttir Björnsson kvennalista- kona (ótrúlega smekk- laus), Þorgerdur Ing- ólfsdóttir tónlistarmað- ur (leiðiniegt að sjá full- orðna konu í smástelpu- fötum), Danfríður Skarphédinsdóttir þingkona (þyrfti að fara á framhaldsnámskeið í saumaskap, fyrst hún er að rembast við að sauma á sig sjálf), Katrín Fjeld- sted læknir og borgar- fulltrúi (enginn stíll), Ástrídur Thoraren- sen borgarstjórafrú (engin Perla borgarinn- ar) og Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri (alltaf ótilhöfð). KYNLÍF Kyn-líf og kynlíf JÚNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Þegar minnst er á kynlíf dettur flestum aðeins eitt í hug — samfarir. Við þessi hugsanatengsl gerist yfir- leitt tvennt — annað hvort veröur viðkomandi ögn vandræðalegur eða laumar fram kímnislegri brosvipru. Kða lætur bara eins og ekk- ert sé þó hjartað hafi tekið eins og eitt létt aukaslag. Sama er uppi á teningnum þegar einn þáttur kynferð- islegrar reynslu er tekinn út úr heildarmyndinni og ræddur; til dæmis kyn- hneigð. Þegar kynhneigö er til umfjöllunar dettur flestum aðeins eitt í hug — samfarir — en án hefð- bundinnar pörunar gagn- stæðra kynfæra! Og fólk klórar sér í hausnum og segir tvennt — að sér finn- ist þetta allt í lagi svo fram- arlega sem þetta kynóða, samkynhneigða fólk láti það í friði eða aö þetta hljóti að vera óeðlilegt. Þegar sagt er að fólk lifi kynlífi allan sólarhringinn dæsir Flosi Ólafs þungt og segir að það sé nú löngu lið- in tíð með henni kellu sinni. Snýst kynlíf bara um sex- ið? Sumir vilja svara því ját- andi en ég vil svara því neit- andi. Samlíf, eða náin lík- amleg samskipti hvort sem um er að ræða gagnkvæma fróun.'nudd, samkynja eða gagnkynja ástarleiki, eru bara einn þáttur þess að vera kynvera. Einhver sagði aö kyn-líf væri nútíma uppfinning. Aður hefði kynlíf bara snú- ist um kynmök. Allt þetta tal um aö kynlíf stæði fyrir afla þá mannlegu eigin- leika sém snerta okkar kyn sem stelpa, strákur, karl eða kona, væri tiltölulega nýtt af nálinni í okkar sam- félagi. Það getur vel verið að þetta sé rétt og þá er það bara ágætis þróun. Kynlíf snýst nefnilega miklu frek- ar um okkar persónulegu samskipti en starfsemi kyn- færanna. í stuttu máli snýst kynlíf um allt það að vera kona eða karl, stelpa eða strákur. Greinar út frá þeim meiði eru okkar kynhlut- verk sem eru tvenns konar. Líffræðilega kynhlut- verk karla er að framleiða sæði sem sitt framlag til æxlunar, líffræðilega kyn- hlutverk kvenna er að framleiða egg til frjóvgun- ar, hafa tíðir, ganga með börnin, fæða þau og hafa á brjósti. Þessu líffræðilega kynhlutverki breytum við ekki þó ferillinn að því sama breytist eitthvað sam- anber tæknifrjóvganir og leigumæður. Hitt kynhlut- verkið — það félagslega, segir til um hvernig æskilegast sé að stelpur og konur hugsi, tali, hagi sér og starfi af því þær eru kvenkyns. Félagslega kynhlutverk karla segir einnig til um hvað sé viöun- andi hegðun, tal, hugsun og starf stráka og karla. Fé- lagslegu kynhlutverkin eru að mestu leyti áunnin sem lýsir sér einna best í því að þeim er hægt að breyta. Kvenréttindabaráttan síð- ustu áratugina hefur til dæmis snúist um það að konur sættu sig ekki við sitt félagslega kynhlutverk og ákváðu að skora forskrift- irnar á hólm. Eitt skemmti- legasta eða áhrifaríkasta dæmið sem ég hef kynnst og sem hefur sannfært mig um það að félagslega kyn- hlutverk karla er að ýmsu leyti farið að morkna eru karlkyns klæðskiptingar. .. . þeir hafa mikið fyrir því aö reyta af sér bringuhárin, klæða sig í smart kjóla, sækja lit- greiningar- og hárkollunámskeid og gud má vita hvad . . . Ein af aðalástæðunum fyrir því að þeir hafa mikið fyrir því að reyta af sér bringu- hárin, klæða sig í smart kjóla, sækja litgreiningar- og hárkoilunámskeið og guð má vita hvað — er að þeim finnst þaö svo Ijóm- andi gott aö HVÍLA sig á karlhlutverkinu sem er þá lifandi að drepa. Konur höfðu kjark til að gagnrýna félagslega kynhlutverk karla án þess að líma á sig yfirvararskegg svo það er áhugavert hvaða aðferðum karlkyns klæðskiptingar beita. Hvaða kjarkur er fólginn í því að pakka kven- kyns græjunum inn í skáp og fara aftur til vinnu sem verkfræðingar og tölvu- fræðingar í stórfyr- irtækjum, þegar þeir eru búnir að „hvíla" sig? Karl- menn sem eru enn ,,í skápnum" hvað varöar „kvenlega eiginleika?!". Hverju hafa þeir í rauninni breytt? Þó að dæmið um klæðskiptingana hafi ég er- lendis frá þá þætti mér for- vitnilegt að spá í hvað það er sem íslenskir karlmenn gera til að hvíla sig á oki síns félagslega kynhlut- verks? Ég er alveg handviss um að þeir líði fyrir þær forskriftir sem þeir hafa af því að vera karlmaður en ég er ekki eins viss um hvaða leiðir þeir fara til að draga úr þeirri vanlíðan. Eins og mig grunaði verð ég að halda áfram í næstu viku að reifa kyn-lífshug- takið. Mér finnst ekki van- þörf á svo að við komumst einhvern tíma út úr þessum kynfæramiðaða hugsunar- hætti þegar kynlíf ber á góma.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.