Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 Hííijnf íðtcn^Urtf JjjoÖéogiu* Hafnfirsk eiginkona var eitt sinn meö börn sín á gangi í miöbæ Hafnarfjarð- ar. Skyndilega geröi mikla rigningu. Auk þess haföi konan tafist mikiö og allt stefndi i aö hún yröi ekki til- búin meö matinn þegar húsbóndinn kæmi heim. Þegar áhyggjurnar voru aö fara meö konuna sér hún sér til mikils léttis aö eiginmaöur hennar kemur akandi. Hún veifar til hans. Hann veifaði á móti og hélt ferö sinni áfram. Þegar hún og börnin komu heim renn- andi blaut, sagöi húsbónd- inn: „Hvar varstu eiginlega?" (Ur einfeldningssogum) Ungur islendingur haföi lengi haft á oröi aö hann skildi ekkert i því hversu gott fólki þætti aö liggja i baði. Hann var eitt sinn aö ræöa þetta viö góöan vin sinn. Honum sagðist svo frá: „Ég skil ekkert i því hvaö fólk sér þægilegt viö þetta. Vera meö tappann i rassin- um og blöndunartækin i bakinu. Þetta er ekki fyrir minn smekk," sagöi hann ákveðinn. Þetta haföi hann sagt viö marga og alltaf gengið burt hristandi höf- uðiö og vildi alls ekki ræöa þetta málefni frekar. Nokkrum árum siöar, þegar hann og hans góöi vinur voru aö ræöa saman, sagöist manninum svo frá: „Ég þarf aö segja þér nokkuð merkilegt. Þegar ég var í New York um daginn fór ég í baö. Á hótelher- berginu, sem var glæsilegt í alla staöi, var engin sturta heldur aöeins baðker svo ég átti engra kosta völ. Þetta var stórt og mikið baðker, þaö vantaöi ekki. Meöal annars var sérstakt statif fyrir glas og eins var innbyggöur öskubakki. Ég lét tilneyddur renna í baöiö, blandaöi mér viskí í glas og ætlaði aö gera enn eina til- raun til aö slappa af í baði. Þegar ég settist í heitt baö- iö meö viskiglasið í hend- inni og tappinn var farinn aö angra mig í rassinum og blöndunartækin gengin hálfa leiö inn í bakið á mér sá ég enn einn ókostinn viö baökör. Hönnunin á þessu stóra og mikla baökeri virt- ist ekki aðeins misheppnuö heldur einnig fáránleg. Til aö geta lagt glasið á statífiö varö ég nánast aö standa upp. Ég þóttist finna ráö viö þessu. Ég hreinlega snéri mér öfugt í baðkerinu. Þá þurfi ég ekki einu sinni aö teygja mig í glasiö hvaö þá aö standa upp. Óneitanlega sniöug lausn hjá mér. Þegar ég var kominn í öfugan enda á baðkerinu kviknaöi Ijós. Þetta var mjög þægi- legt og um leið sá ég aö ég haföi í meíra en þrjátiu ár setið öfugt i baði." (Ur einfeldningssogum) Byssumaður í ,,Eg kynntist skotkeppnum fyrst þegur ég vur oiö verkfrœdinám í Bandaríkjunum ú fimmta áratugn- um. Eg keppti þá meö skólalidi mínu og vid stódum okkur bara vel og urdum í 4. sœti medal skólalida þar — unnum meira ad segja her- skólalidid í West Ptíint, " sagöi Carl J. Kiríksson skotmaöur, en hunn liefur urn nokkurt skeid átt í stríði vid nú- verandi stjórn Skotsambands ís- larids og þá menn sem þar sitja. Carl segir að átökin megi rekja til óíþróttamannslegs anda meðal nokkurra byssumanna. Hann segir að þegar hann hafi hafið keppni hér á landi árið 1970 hafi hann unnið öll íþróttamót í skotfimi nær undan- tekningalaust um nokkurra ára skeið enda æft íþróttina áður. Það hafi ýmsir aðrir keppendur ekki get- að sætt sig við. Eftir það fækkaði mótum og íslandsmót lögðust til daemis alveg af frá 1973 til 1979. í kringum 1985 sauð upp úr og síðan hefur verið hálfgert stríð á milli Carls og Skotsambandsins. Carl segist reyndar ekki vera vina- laus í hreyfingunni. Þar eigi hann nokkra góða vini sem geri þetta fyr- irhafnarinnar virði. Carl segir að allt hafi verið gert til að útiloka hann: Honum hafi verið meinað að stunda æfingar og keppni, gerð hafi verið tilraun til að reka hann úr samtökum skotmanna og kærum liafi rignt yfir hann. Þá hafa mót verið felld niður og jafnvel haldin án undangenginna auglýs- inga — allt til að útiloka Cari frá keppni. próf — þetta var til að baktryggja mig fyrir hugsanlegum aðdróttun- um síðar vegna þess að ég hafði sett nýtt Islandsmet skömmu áður'' Þess má geta að Carl stóðst lyfjaprófið með glans. Carl hefur stundað þessa íþrótt lengi og segir að honum þyki hún alltaf jafn skemmtileg. Hann er nú orðinn 61 árs og er enn í góðu formi. Hann telur sig hafa verið í jafngóðu formi síðastliðin 20 ár, það sýni til dæmis árangur hans á Islandsmót- inu fyrir 20 árum. Hann á þó eftir að uppfylla draum sinn sem íþrótta- maður — nefnilega að komast á Olympíuleikana. „Eg ætla að reyna að komast til Barcelóna árið 1992. Ég geri ráð fyrir að ef það tækist þá yrði ég elsti þátttakandinn," segir Carl en hann yrði þá á 63. aldursári og óneitanlega skemmtileg viðbót við íslenska ólympíuliðið. Til þess að það megi takast verður Carl að ná tilskildum árangri á heimsbikar- móti en það er ætlun hans að taka þátt í einu slíku í sumar. af baráttusögu Carls J. Eiríkssonar SIÚKDÓMAR OG FÓLK Skalli OTTAR GUDMUNDSSON Bjarni skólabróðir minn fór snemma að ganga með höfuðfat. Hann var með lit- skrúðugar prjónahúfur, dökkleitar alpahúfur eða hatta af öllum stærðum og gerðum. Um tíma var hann með Stetson-kúrekahatt en hætti því vegna stríðni og kerskni umhverfisins. Hvar erTrigger? spurðu ungling- ar og hneggjuðu hátt og háöslega þegar Bjarni birtist með hattinn. Bjarni gerðist áhugamaður um höfuðbún- að þegar hann fór að missa hárið liölega tvítugur. Það gerðist á versta tíma á árun- um eftir 1968 þegar síða hár- tískan hóf innreið sina. Skólabræður og félagar Bjarna létu þá háriö vaxa og höfðu það slegiö niöur á herðar eða greiddu i tagl meðan hann leitaöi uppi ný- stárlegar húfur eða hatta til að hylja vaxandi hárleysi. Einum áratug síðar hafði Bjarni misst mestallt hárið en var búinn að gefast upp á höttum og húfurn og gekk með skallann beran. Eg er stoltur af því að vera sköll- óttur, sagöi Bjarni þá. Það sýnir aö ég er fullur af horm- ónum, karlmennsku og lífs- orku. Um tíma ók hann um með amerískan miöa á stuð- aranum á bílnum sínum sem á stóö: Sum höfuð gerði guö fullkomin, önnur huldi hann hári. Um daginn hitti ég Bjarna í Austurstræti miðju. Hann var kominn með fal- lega tinnusvarta hárkollu. Hárið flaksaðist fagurlega niður á heröarnar eins og fax á verðlaunahrossi. Hann líktist helst miðaldra hljóm- listarmanni úr þungarokk- sveit. Þetta er flott, sagði ég. Já, finnst þér það ekki, sagöi Bjarni glottandi. Maöur veröur að geta breytt til. ARFGENGT OG EÐLILEGT FYRIRBÆRI Skalli er í flestum tilfellum náttúrlegt fyrirbæri. Hárlín- an byrjar að hörfa upp frá enninu hjá flestöllum karl- mönnum með aldrinum og síðan þynnist hárið í hvirflin- um. Hjá sumum körlum mætast þessi svæði og hár- missirinn getur náð til hár- svarðarins alls. Hármissirinn er tengdur hormónum og eina örugga ráðið sem vitað er til að stööva skallamyndun í eitt skipti fyrir öll er gelding. Heilbrigður einstaklingur er með 100—150.000 hár á höfðinu. Flestir tapa eða missa 30—60 hár á dag og stundum mun meira, en þaö er vegna eðlilegs viöhalds hársins. Hárið vex útfrá svo- kölluðum hárpoka eða rót. í 2—6 ár vex háriö frá pok- anum u.þ.b. 1,5 sm á mánuöi en losnar síöan frá rótinni og dettur af. Eftir nokkurn tíma fer nýtt hár að vaxa frá hár- pokanum. Með aldrinum og fyrir hormónaáhrif hætta ný hár að vaxa í stað þeirra sem hverfa og þá fara að mynd- ast hárlaus eða hárlítil svæði. Þegar skalli veröur áberandi hefur einstakling- urinn misst um 40% af hár- inu á þennan hátt. Það er ættgengt hversu lengi menn halda hárinu og erfist þaö jafnt úr móður- og föðurætt. Talið er að 12% karla yngri en 25 ára séu verulega farnir aö missa hár, 37% af 35 ára gömlum mönnum og 65% þeirra karla sem orðnir eru 65 ára. Ymislegt getur ýtt undir hárlos eins og perm- anent og liiti á hársvörðinn, stíf hárgreiðsla og fleira. MEÐFERÐ VIÐ SKALLA Ótal ráð og lyf eru ávallt á markaðnum til að koma í veg fyrir eða laga hárlos en árangurinn er næsta klénn. Margir hafa þó orðið ríkir á alls konar skallameðulum sem seld hafa verið frá ómunatíð. Karlmenn hafa lengi viljað kosta miklu til að fá háriö sitt aftur. Eina lyfið sem vitað er til að hafi ein- liver áhrif á hárvöxt er blóð- þrýstilyfið Minoxidíl eða Regaine. Menn veittu því eftirtekt að þetta efni virtist auka hárvöxt hjá þeim sjúkl- ingum sem gefiö var lyfið vegna hás blóöþrýstings. Var þá reynt aö framleiöa lyfið sem áburð. Þetta efni er borið í hársvörðinn 2svar á dag um tíma og árangurs að vænta eftir nokkra mánuði. Talið er að einhver árangur náist hjá um þriðjungi þeirra sem lyfið nota en aukaverk- anir geta þó fylgt notkun þess. Ymis önnur ráð eru fyr- ir hendi. Hárkolla er ágætt úrræði en hefur ýmsa galla. Mörgum hitnar undir koll- unni, hún á það til að aflag- ast og verður oft Ijót með tímanum. Stundum er reynt að flytja höfuðhár á þá staði þar sem hárið er að falla brott. Þá er náð í hár- poka sem ennþá framleiða hár með einfaldri aðgerö t.d. frá hnakka eða gagnaugum og skipt á þeim og öðrum sem hættir eru að framleiða hár á hvirfli eða annars stað- ar þar sem skalli er áber- andi. Venjulega þarf að gera nokkrar slíkar aðgerðir og eru margir ánægðir með árangurinn. VIÐBRÖGÐ OG ÁHRIF Viðbrögð fólks við skalla eru mismunandi. Sumir taka þessu með kristilegu jafnað- argeði og sætta sig við ástandið eins og hvert annað hundsbit. Þeir hugga sig við að bæði Yul Brynner og Kojac eru nauðasköllóttir og hárleysið sé hluti þeirrar karlmennsku sem stafar af þeim báðum. Aðrir verða aldrei í rónni og reyna alls kyns áburði og lyf og borga stórar upphæðir fyrir hár- kollur eða húðflutning. Bjarni vinur minn haföi reynt allar þesar aðferðir, höfuðföt, afneitun, viður- kenningu og nú síðast hár- kollu. Skafl beygattu skalli, þó að skúr á þig falli (láttu ekki hugfallast. skalli, þó að þú verðir fyrir áföllum) kvað Þórir jökull forðum af öðru tilefni. Við Bjarni kvöddumst í Banka- stræti og hann gekk áfram upp Laugaveginn. Dökkt hárið í kollunni fauk til í and- varanum. Hvað gerir hann næst, hugsaði ég og minntist síðan látinna ættfeðra minna með hlýhug, en flest- ir þeirra héldu hárinu fram á elliár.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.