Pressan - 31.01.1991, Page 24

Pressan - 31.01.1991, Page 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 Sigtryggur Sigurösson á þeim tíma þegar hann vann alla. Hvar er Malaga-fanginn í dag? Þessi madur sem öll þjódin grét yfir fyrir adeins fáeinum árum? Eda Jón B. Gunnlaugsson, sem gerdi sodn- inguna ad listgrein í þáttum sínum Eftir hádegiö? Já, eda madurinn sem tjaldaði uppi á Laugardalshöll, Eskfirðingurinn sem löggan hand- leggsbraut, kallinn sem féll ísprung- una á Vatnajökli eða Bjarni í Sjálfs- fróun? Og Hannes Jónsson sendi- herra? Hvar er hann nú? Það er alveg makalaust hvað þetta fólk getur horfið jafn skyndi- lega og það kom inn í líf okkar. I smátíma hristi það upp í lífi okkar, fyllti okkur meðaumkun eða hatri, en hvarf svo aftur. Sumir hurfu ósáttir við að frœgð- arsólin léki ekki lengur um þá. Aðrir drógu sig hógvœrlega í hlé, saddir af yfirþyrmandi áhuga þjóðarinnar. Lítum á sögu nokkurra sem voru frœgir um tíma. Siguygsur vaíiu Setningin ,,Sigtryggur vanrí' er enn minnisstœð mörgum Islending- um og hefur nánast hlotið sjálf- stœða merkingu sem tákn um yfir- burði og allt að því fyrirfram gefin árslit í keppni. Þegar íslenska sjónvarpið hóf út- sendingar 1966 léku um sali stofn- unarinnar þjóðlegir vindar og ís- lensku glímunni var gert hátt undir höfði. Það var einmitt á þessum ár- um, 1965 til 1971, sem Sigtryggur Sigurðsson í KR var á hátindi ferils síns og áhorfendur sáu hann hvað eftir annað sigra andstæðinga sína í sjónvarpssal. Sigtryggur varð nokkrum sinnum glímukóngur íslands og skjaldarhafi Armanns á þessum árum, en í dag neitar hann því að hafa verið ósigr- andi. ,,Minn helsti andstæðingur á þess- um árum var Sveinn Guðmundsson, fósturpabbi Jóns Páls Sigmarsson- ar,“ segir Sigtryggur. mínútur „Skódinn er tilvalinn í þetta þar sem það er ómögulegt að sjá hvort hann er að koma eða fara. Það varð að breyta ljósabúnaðinum og lítið annað var gert fyrir bílinn. Þetta er hlutur sem má bara gera einu sinni og það er ekki sniðugt að endurtaka þetta." Hversu hratt fórst þú? ,,Ég var á fimmtán til átján kíló- metra hraða að meðaltali. Síðustu dagana var ég orðinn helvíti klár og var farinn að bakka á 20 til 25. Ég bakkaði eftir spegli nema þegar ég fór í gegnum þéttbýli. Farþegasætið var tekið úr og þegar ég notaði ekki spegilinn sat ég þversum í bílnum." Þegar þá bakkar í dag, til dœmis inn í stœði, notar þá spegilinn? „Já, já. Ef það er mjög þröngt þá nota ég ekki spegiiinn. Lengi á eftir var ég hræddur um að lenda í árekstri. Það hefði verið skemmti- legt fyrir húmoristana. Ég tala ekki um ef ég hefði bakkað á einhvern," sagði Hallgrímur Marinósson. Þegar Hallgrímur bakkaði hring- veginn var hann trésmiður. Hann Hallgrimur Marinós- son bakkaði hring- veginn og varð framhaldssaga í blöðunum í ellefu daga. Hallgrímur á í dag heildverslun og flytur inn byssur. Asmundsson, höfðu stofnað. Þetta var póstverslunin Pan, sem seldi „hjálpartœki ástarlífsins" fyrir þá sem vildu kynda undir kynltfinu. Viðbrögð landsmanna voru mikil; félagarnir höfðu yart undan að sinna pöntunum. í fyrstu var yfir- bragð verslunarinnar þó eins og um litla heildverslun vœri að rœða. Fljótlega tók þó leikurinn að æs- ast. Guðmundur hélt sig að vísu áfram við litlu verslunina, en Hauk- ur stefndi hærra. Hann réði til sín ungt og myndarlegt fólk og sýndi unga fólkið kynæsandi nærfatnað þar sem lítið var eftir fyrir ímyndun- araflið. Er á leið tók við meira en sýning: var ekkert því til fyrirstöðu, annað en að þær voru uppteknar! Það var síðan níunda ágúst árið eftir að Haukur „frelsaðist" eins og það er kallað; snéri sér frá syndinni og gerðist trúaður. Hann fór á sam- komu að áeggjan bróður síns. „Þeg- ar allir voru búnir að fara upp sneri sér að mér gömul, yndisleg kona, sem ég þekkti og vissi að hafði beð- ið mikið fyrir mér. Og hún sagði við mig; „Haukur minn, losaðu þig við þetta drasl, sem þú ert í." Þá byrjaði ég samstundis að grenja og ég hef aldrei séð mann grenja svona mikið. Ég fann bara fyrir svo mikilli synda- neyð, fann hvílíkur syndari ég var og þurfti að losna undan þessu. Ég fór þarna fram og predikarinn, Ulf Ekman, bað fyrir mér og lagði yfir mig hendur. Við það þeyttist ég svo- ieiðis aftur eftir öllum salnum að ég hef aldrei séð annað eins fyrr eða síðar. Þá vissi ég ekkert um anda- vald, en ég veit núna að ég var hald- inn illum öndum." Pan-verslunin er ekki lengur starf- Þegar diskóœðið stóð sem hœst voru maraþon-danskeppnir nánast daglegt brauð. íslands- og heimsmet sem sett voru í dag féllu um nœstu helgi. íþessum harða heimi gat eng- inn orðið hetja nema í stutta stund. „Þetta var ekki merkilegt. Ég dansaði í 12 tíma," sagði Steinar Birgisson en hann tók þátt í fyrstu maraþon-diskódanskeppninni sem haldin var hér á landi. Þetta var 1980. „Ég og dansfélagi héldum út í 12 tíma. Það gerði einnig annað par og þeim var dæmdur sigur. Ég hef ekki síðar tekið þátt í danskeppnum," sagði Steinar Birgisson. Steinar er þekktari sem hand- Davíð Geir Gunnarsson er hættur í diskótekarabúrinu og kominn í matvöru- bransann. rækt og skemmtistaðir landsins löngu hættir svæsnum sýningum. Haukur starfaði um skeið hjá kristi- legu útvarpsstöðinni Alfa. I dag er hann búsettur í Svíþjóð þar sem hann stundar nám við Biblíuskóla Livets Ord í Uppsölum og starfar með sem verktaki við húsamálun. PRESSUNNI tókst ekki að ná sam- bandi við hann. E ndalaus maraþon h eimsmet „(Haukur) eggjaði jafnt stúlkur sínar og áhorfendur, stúlkurnar til að fækka fötum, en áhorfendur til að borga utan af þeim fötin — í orðs- ins fyllstu merkingu. Fyrir ákveðnar upphæðir týndu þær af sér spjarirn- ar á „lostafullan" hátt... Þegar hitna fór í hamsi enduðu tvær stúlk- ur í faðmlögum á miðju gólfi... létu þær vel að hvor annarri," sagði í tímaritinu Samúel. Markaðurinn varð að bregðast við og um allt land var boðið upp á leðjuslag, blautbolakeppni, blaut- buxnakeppni, fatafellusamkeppni og svo framvegis. Sú saga gekk fjöllunum hærra að hluti Pan-hópsins stundaði vændi meðfram þessu. í júní hringdi stúlka fyrir Helgarpóstinn í Hauk og lést vera í hópi þurfandi viðskiptavina. Meðal spurninga var: Getur maður fengið drátt? „Já, það er hugsan- legt," var svarið. Daginn eftir vann karlkynsfulltrúi Helgarpóstsins að því að fá kvenmenn hjá Hauki og Árið 1981 tók Hallgrtmur Marin- ósson trésmiður upp á því að bakka hringveginn á Skoda-bifreið og varð við það framhaldssaga í blöðunum í eina ellefu daga. Tilefniö var söfn- un til handa Þroskahjálp og upp- skar Hallgrímur 160 þásund ný- krónur, eins og íslenska krónan var kölluö árið 1981. íjanáar fyrir fimm árum beindust augu manna að sérstœðri póstversl- un, sem tveir menn um fertugt, Haukur Haraldsson og Guðmundur Sigtryggur er málarameistari og eftir að keppnisferlinum lauk tók andleg íþrótt við af þeirri líkamlegu. Sigtryggur er nefnilega einn af inn- an við tuttugu stórmeisturum ís- lands í brids, hefur nokkrum sinn- um orðið íslandsmeistari og Reykja- víkurmeistari. „A bridsmótum slá félagarnir stundum á léttu nóturnar og segja „Sigtryggur vann". Ég tek því létt, en annars skiptir þetta mig litlu ináli. Ég er orðinn vanur þessu.“ hætti því árið 1983 og hóf störf hjá heildverslun. Hann fór síðan á nám- skeið í byssusmíði enda lengi gert við byssur. Byssur hafa verið áhuga- mál hans frá barnæsku. Eftir það rak hann verslunina Veiðihúsið og seldi hana á síðasta ári. Nú rekur Hallgrímur heildverslun og að sjálf- sögðu verslar hann með byssur. Fra svæsnum klamsyníngi i bibbusftófa

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.