Pressan


Pressan - 31.01.1991, Qupperneq 25

Pressan - 31.01.1991, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 25 væru ekki sýnd áberandi á tjaldinu þætti ekki fært að láta íslensk lög stöðva slíkar sýningar. Skildist mér að kæra mín hefði strandað á sýn- ingarskorti slíkra færa. Nú leyfa for- ráðamenn þessa sama kvikmynda- húss sér að sýna aðra og langtum svæsnari klámmynd, Táknmál ást- arinnar. Skortir þar sannarlega ekki aö þessi „færi" karls og konu séu sýnd rækilega og útskýrð — og lif- andi maður og kona keypt til þess að sýna, á dýrslegan hátt, hvernig þessi færi eigi að nota og séu notuð í ýmsum afbrigðum. Ef þetta er ekki svæsið klám, hvað er þá klám?“ Freymóður, sem sumir gárung- anna tóku að kalla Meyfróð, kærði fleiri myndir og lét ekki þar við sitja. 1971 kærði hann útgáfu bókarinnar Bósa sögu, krafðist þess að útgáfan yrði stöðvuð og upplagið gert upp- tækt. „Ég tel teiknimyndirnar í kverinu ásamt lesmáli heyra tvímælalaust undir hugtakið klám," sagði hann í ákærubréfi sínu til lögreglustjóra. Freymóði varð að vísu ekki mikið ágengt í baráttu sinni, en óneitanlega gerði þessi ötuli bindindismaður sitt besta. Lögin hans heyrast ennþá í útvarpi, einkum „Draumur fangans" og „Blikandi haf'. onna Þegar diskóœdið reis huad hœsl uoru plötusnúðar meö vinsœlustu og nauðsynlegustu mönnum í skemmtanalífinu. Hollywood var aðalskemmtistaðurinn í Reykjavík og H-100 á Akureyri. Það var nokk- ur metingur á milli þessara staða og sá metingur gat ekki endað nema með þuí að annar skoraði hinn á Haukur Haraldsson: „Pan-kóngur- inn". boltamaður en dansari. Hann lék 96 landsleiki fyrir ísland. Lengst af var hann í Víkingi. A árunum 1986 til 1990 lék Steinar í Noregi. Fyrsta árið með KIF og síðustu þrjú árin með Runar. Nú leikur Steinar með Hauk- um í 1. deild. Áður en Steinar fór til Noregs var hann lögregluþjónn en nú er hann sölumaður hjá Tölvuvör- um. „Þetta er örugglega síðasta keppnistímabilið mitt í handboltan- um. Það er svo margt annað sem mig langar að gera. Eg er að leika mér í golfi og á skíðum. Það er ákveðið að ég hætti í handboltanum í vor,“ sagði Steinar. Stærsti atburður í hnefaleikum hér á landi var þegar veðmálin voru yfirgengileg, mér liggur við að segja eins og í Bandarikjunum. Á Islands- mótinu 1945 var mest spennandi þegar Hrafn Jónsson, en hann var nemandi minn, og Thor R. Thors kepptu. Það var mikil spenna um þennan leik. Hrafn sló Thor þrisvar sinnum niður í fyrstu lotu. Thor var prýðisdrengur og ágætur hnefaleik- ari en Hrafn var betri." Guðmundur Arason er járnsmíða- meistari. Hann rekur fyrirtækið Guðmundur Arason, GA-stál. „Þetta er gott fyrirtæki og sennilega það stærsta í þessari grein á landinu." Guðmundur var forseti Skáksam- bandsins á árunum 1966 til 1969. Hann hefur auk þess sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir skákhreyfing- una. Meðal annars vann hann mikið í kaupunum á félagsheimilinu við Grensásveg og eins við kaupin á heimili skákiþróttarinnar við Faxa- fen. Lengi hefur Guðmundur verið í fjáröflunarnefnd Skáksambandsins. Þá hefur hann verið í áratugi í stjórn síns gamla félags, Ármanns. Hann var formaður bygginganefndarinn- ar. „Ég er með íþróttasal í fyrirtæk- inu minu. Þar eru þrír boxpokar, tvö þrekhjól, tveir boxboltar, þrekæf- ingatæki, gufubað og hvað eina." Steinar Birgisson er þekktastur sem handknattleiksmaö- ur. En hann varö þekktur um stund á yngri árum sem maraþon-diskó- dansari. Hnefaleikar voru bannaðir á Is- landi árið 1956. Þar með hurfu af sjónarsviðinu miklar hetjur, boxar- arnir. „Ég varð íslandsmeistari 1944. Ég þjálfaði mikið og samtals áttum við 60 til 70 íslandsmeistara. Hin félög- in áttu samtals 12 meistara," sagði Guðmundur Arason, fyrrverandi hnefaleikakappi, en hann var einn sá allra fremsti í íþróttinni hér á landi. Auk þess að keppa sjálfur var hann lengi leiðbeinandi hjá félagi sinu, Ármanni. „Hnefaleikarnir voru bannaðir 1956. Fyrst voru þeir æfðir hér á landi um 1920 og þá hjá KR. 1926 kom Pétur Wigelund hingað og kenndi Ármenningum til 1930. Þá fluttist hann til Keflavíkur. Eftir það lá þetta meira og minna niðri til 1934. 1936 var fyrsta íslandsmótið haldið og það var háð á Melavellin- um. Ég tók við þjálfun hjá Ármanni 1943. Það ár var haldið íslandsmót og eftir það var mótið árlegur við- burður þar til íþróttin var bönnuð 1956. Aðstaðan var fyrst verulega góð þegar við fengum inni í Háloga- landi. Þar voru fullkomin Ijós í lofti, fóðraður pallur og upphækkaður og allt var löglegt. Við seldum allt að 1700 manns aðgang. Það þurftu hundruðir manna að hverfa frá þar sem allt var uppselt. Miðarnir seld- ust upp á tveimur til þremur tímum. Það lá við að við yrðum að flýja hreinlega úr bænum slík voru lætin. 1938 keppti ég gegn Chile-manni, en hann hafði verið í landsliði, og ég vann hann. Leikurinn var mjög jafn. Málið var það að það voru tveir ís- lenskir dómarar og sá þriðji var skipsfélagi hans. Eins keppti ég við Norðmanninn Otto Van Torak í Austurbæjarbíói. Sigurjón M. Egilsson og Friðrik Þór Guðmundsson ásamt Gunnari Smára Egilssyni Listmálarinn og tónskáldið Frey- móður Jóhannsson, öðru nafni Tólfti september, dó fyrir átján ár- um, en minning hans lifirenn í huga eldri kynslóðarinnar. A árunum 1969 til 1972 var Freymóður hins vegar á allra vörum fyrir annað en listsína. Á þessum árum barðist Freymóð- ur hatrammlega gegn bylgju af klámmyndum sem þá reið yfir og ritaði hann ófáar greinar í blöðin um þessar svæsnu kvikmyndir. 1969 tók hann til dæmis fyrir myndina „Vixen" og kærði sýningu hennar í Hafnarbíói og árið eftir kærði hann „í nafni siðmenningar- innar og íslenskra laga" sýningu á myndinni „Táknmál ástarinnar" í sama húsi. Um myndirnar sagði hann meðal annars: „Þegar ég kærði Hafnarbíó síðastliðinn vetur vegna hinnar ill- ræmdu sýningar á Vixen- kvikmyndinni, fékk ég þær upplýsingar að á meðan kynfæri karls og konu minni myndinni er Guömundur á há tindi ferilsins. Logi Dýrfjörð, en hann var annar tveggja plötusnúða í H-100, skoraði á aðalplötusnúð Hollywood, Hall- dór Árnason, í einvígi. Einvígið átti að vera með þeim hætti að Logi hjólaði frá Akureyri til Reykjavíkur og Halldór frá Reykjavík til Akur- eyrar. Á síðustu stundu gerðu Akur- eyringarnir breytingu á sínu liði. Logi hjólaði ekki en í hans stað kom Davíð Geir Gunnarsson. „Það var mjög gaman að þessu. Þegar það fréttist að ég ætti að hjóla var talað um svik. Við lögðum af stað á sunnudegi. Þegar við vorum búnir að hjóla í fjóra daga var ég kominn í Borgarnes. Okkur þótti yf- irferðin á Hálldóri vera með ólíkind- um. Það varð til þess að farið var á bíl frá Akureyri til að fylgjast með Halldóri. Hann fannst ekki fyrr en menn komu að honum þar sem hann var að taka hjólið út úr Bronco-jeppa. Eftir það hringdi hann til mín á hótelið í Borgarnesi og játaði sig sigraðan. Ég var að hugsa um að hætta en hélt eigi að síður áfram sannfærður um að ég myndi aldrei gera þetta aftur. Ég kom til Reykjavíkur á fimmtudegi," sagði Davíð Geir Gunnarsson sem sigraði í þessu einstaka einvígi. Fljótlega eftir þetta hætti Davíð Geir að snúa plötum. Hann fluttist til Raufarhafnar og gerðist lögga. Fljótlega varð hann varðstjóri í lög- reglunni á Raufarhöfn og eins hjá lögreglunni á Húsavík. Eins gerði hann út fiskibátinn Söru ÞH. Davíð Geir býr nú í Reykjavík og rekur verslunina Dalver. I nnan skamms hefst á Aðalstöð- inni nýr dagskrárliður í umsjá Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Þar mun Edda koma fram undir nafninu Örnþrúður Mogen- sen. Þáttunum verð- ur skotið inn í dag- skrána af og til. Örn- þrúður verður með „holl" húsráð. Auk þessa verður Edda með þriggja tíma þátt á hverjum sunnudegi. Önnur innskot eru einnig í bígerð á Aðal- stöðinni. Þar mun Vilhelm G. Kristinsson vera með innslög um íslenska samtíð, en Vilhelm skrifaði á síðasta ári bókina íslensk samtíð. Troels Bendtsen, sem var í Sa- vanna tríói og Þremur á palli, byrjar fljótlega með þjóðlagaþætti á Áðal- stöðinni. Það er fleira í bígerð á Að- alstöðinni. Á laugardögum verða sérstakir bílaþættir og Helgi Pét- ursson útvarpsstjóri og hans fólk er byrjað að undirbúa fréttir en þær hafa ekki áður verið á dagskrá Aðal- stöðvarinnar . . . að kom engum á óvart innan knattspyrnuhreyfingarinnar að Marteinn Geirsson, knattspyrnu- þjálfari og slökkviliðsmaður, skyldi ákveða að segja af sér sem þjálfari U-21 árs landsliðsins. Árangur þess var slakur á síðasta keppnistímabili eftir frábæran árangur árið þar áð- ur. Sérstaklega mun 7—0 tapið fyrir Tékkóslóvakiu hafa farið illa í menn en eftir þann leik kom sterklega til greina að Marteinn hætti. Hann ákvað hins vegar að geyma ákvörð- unina þar til nú. Hólmbert Friðjóns- son tekur við af Marteini... að er ekki oft sem ný útgáfu- fyrirtæki eru stofnuð hér á landi gagngert til að koma íslenskum tón- smíðum á framfæri erlendis. Pétur W. Kristjánsson stofn- aði eitt slíkt fyrir skömmu og ber það nafnið p.s: músík. Það hefur reyndar vakið athygli margra að fyrirtækið er nátengt Steinum hf. og er reyndar skrifstofa Péturs fyrst um sinn til húsa á skrif- stofu Steinars hf. Mun Steinar Berg ísleifsson vera nokkuð stór hlut- hafi í hinu nýja kompaníi.. . að fór eins og flestir gerðu ráð fyrir að Friðjón Þórðarson alþing- ismaður var skipaður sýslumaður í Dalasýslu. Þrátt fyrir að Friðjón sé tiltölulega vinsæll meðal Dala- manna þá eru þeir ekkert allt of hrifnir af þessari ráðningu. Friðjón fer á eftirlaun eftir tæplega þrjú ár og þá er óvíst hvenær hann kemur til starfa. Friðjón mun ætla að sitja á Alþingi til vors og jafnvel ekki koma til starfa fyrr en í haust. Þangað til er ætlunin að sýslumannsembættinu verði þjónað vikulega frá Borgar- nesi. Spyrja menn sig að því hvort þetta verði ekki upphafið að enda- lokunum — semsagt að embættið verði lagt niður .. .

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.