Pressan - 23.05.1991, Síða 2

Pressan - 23.05.1991, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAÍ 1991 íslenskar fyrirsætur eru alltaf á ferðinni til og frá landinu, að koma eða fara í vinnuna. MARIA RÚN HAFLIÐADÓTTIR er ein þeirra. Hún fór af landinu um síðustu helgi, áleiðis til Múnch- en, þar sem hún ætlar að starfa sem módel fyrir ELITE í sumar, líkt og hún gerði í fyrrasumar. Það eru fleiri á ieið til útlanda i sumar. SYKUR- ' MOLARNIR fara af landi brott um mánaðamótin, til Bandaríkjanna. Þar ætla þeir að dvelja í stúdíói, skammt fyrir ut- an New York, þar til upp- tökum á nýrri plötu þeirra er lokið. Ný tískuvöruvershin bætist við verslanaflór- una í miðbænum í byrj- un næsta mánaöar. Eig- andinn er ungur maður, AGNAR AGNARSSON, sem er að stíga sín fyrstu spor í viðskiptalif- inu. Ekki verður annað sagt en hann byrji með stæl. Graffítílistamaður- inn Goldie var fenginn til að innrétta staðinn og á boðstólum verða meðal annars bolir með mynd- um eftir hann, fatnaður frá Soul II Soul og Michiko Koshino, sem væntanleg er hingað til lands í næstu viku. Stefnir, getur þú ekki bara beitt fénu á um- ferðareyjarnar? „Þá fengi ég bara lögregl- una á mig.“ Reykjavíkurborg vill leggja götu fyr- ir neöan bæinn Reykjaborg i Laug- ardal, þar sem Stefnir Ólafsson bóndi er með búskap. NUDDARI SÖLUMAÐUR GYLLTAR Skemmtistaðurinn Yfir strikið gengst þessa dagana undir andlitslyftingu, sem verið er að leggja síðustu hönd á og gerð verður opin- ber um helgina. Það er breski graffítí listamaðurinn Clifford Price, betur þekktur sem Goldie, sem á heiðurinn af verkinu. Hann kom hingað til lands sérstaklega til að vinna þetta verk, en mun fást við ýmislegt fleira í leiðinni. Hef- ur hann þegar lokið við að skreyta veggi nýrrar tísku- verslunar í miðbænum og mun væntanlega halda nám- skeið í graffítí fyrir reykvíska unglinga. Goldie er af hip-hop kyn- slóðinni í Bretlandi. Hann ólst upp með þeirri tónlist, að því er hann sjálfur segir, og með veggjakrotinu, sem upp- haflega er sprottið af þörf fyr- ir að lífga upp á gráa stein- steypuveggi gettósins. í dag ferðast hann um heiminn, málar á veggi, meðal annars í bandarískum, breskum og íslenskum næturklúbbum, og er einn helsti talsmaður þeirrar menningar sem sprottin er af götunni. Þar festist Goldie nafnið við hann, en það er ekki tengt gylltum framtönnum hans (hann smíðar líka skartgripi og sérhæfir sig í að gera gull- krónur á tennur), heldur hár- inu á honum. Það þótti Ijóst, hvort sem þið trúið því eða ekki. SYNINGARSTULKA dóttur hlýtur að koma mörg- um kunnuglega fyrir sjónir, eins lengi og hún er búin að starfa í fyrirsætubransanum. Sólveig hefur reyndar minnk- að módelstörfin, án þess þó að segja skilið við þau, því hún setur oft upp sýningar fyrir Módel 79. Segir reyndar að það sé skemmtilegra en að sýna. „Mér finnst gaman að fá að skapa eitthvað og reyni gjarnan að brjóta upp sýning- arnar, þannig að þær séu ekki með hefðbundnu sniði. Læt kannski módelin vera með hatt og skó við nærföt eða kem fyrir rúmi á sviðinu. Skemmtilegast er þó að leyfa hverju módeli að sín og ég er ánægðust þegar það tekst vel,' segir Sólveig. Sýn- ingarstörfin eru þó annað en aukastarf og áhugamál. Hún afgreiðir í versluninni Gullfossi, „til að breyta til,” en hún er sjúkranuddari mennt og hefur i þrjú ár ið á og rekið eigin í húsnæði Sólar og sælu í bæjarmarkaðnum. „Maður verður svolítið innilokaður í " Manníeg sámskiþti verða þar mjög náin. Þetta er eins og míní-sálfræði. Fólk trúir mér fyrir ótrúlegustu hlutum,” segir Sólveig, sem þykir fátt meira gaman en að hitta og kynnast nýju fólki. að nuddinu. En það er fínt starf. OG GRAFFÍTÍ Svört regnskýli í Reykjavík Rigningavor. Það hefur víst ekki farið framhjá neinum sem býr á suðvesturhorninu. Blautar götur, blautir skór, blautt hár. Hvernig væri að fá sér regnhlíf? Væri ekki mið- bærinn líflegri á að líta í rign- ingunni ef allir væru með regnhlífar í öllum regnbog- ans litum? Skrýtið þess vegna að svartar regnhlífar skuli vera vinsælastar í Reykjavík. LÍTILRAÐI af graðhestunum Asa og Ása Ég hef varla verið mönn- um sinnandi alla síðustu viku. Þetta er útaf lítilli en skrít- inni prentvillu sem slæddist inní síðasta pistilinn minn í Pressunni. Það „Lítilræði" var helgað graðhestinum ASA 1122 sem nú kvað ekki lengur vera undan föður sínum Hrafni frá Holtsmúla, sem raunar er af ýmsum ekki talinn undan föður sínum Snæfaxa, held- ur Blakki frá Sauðadalsá Blesasonar, Nökkvasonar frá Hólmi og af Hindisvíkur- stofni í móðurætt. Ég vil vara kynbætendur við því að leggja grein mína um Asa 1122 til grundvallar í þeim viðkvæmu faðernis- málum sem nú eru upp kom- in eftir að farið var að taka blóðprufur af feðrum af- kvæma sem seld eru til Svía- ríkis. Asi 1122 var nefnilega í grein minni, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kallaður „Ási“ sem væri náttúrlega í lagi ef Asi héti Ási einsog góðviljaður próf- arkalesari virðist hafa hald- ið, en til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka það skýrt fram hér, í eitt skipti fyrir öll, að Asi heitir Asi en ekki Ási. Þessi litla prentvilla er enn ein sönnunin fyrir því hve lít- ið þarf til að umturna fað- erni heilla ættboga manna og dýra. Sem minnir óþyrmilega á að faðerninu hefur alla tíð verið vart að treysta bæði meðal manna og dýra. Ein góð vinkona rnín á til dæmis tvíbura með sitthvor- um manninum og með hlið- sjón af gangmálum þeirrar konu þykir fullvíst að hvor- ugur feðranna séu hinir raunverulegu barnsfeður. Tíkin mín eignaðist sex hvolpa um daginn með þrem herramönnum og talið er fullvíst að einir sex fress- kettir hafi verið feður kettl- inganna sem á þessum bæ komu í heiminn á dögunum og enginn veit fyrir víst hverjir feðurnir voru. Karlleggnum er nefnilega vart að treysta en kvenlegg- urinn er hinsvegar alltaf á hreinu. Og þá er maður kominn að því sem er mergurinn málsins. Menn hafa löngum haft það í hendi sér hvernig feðra á það sem kemur í heiminn. Ömmusystir mín ein sem raunar var afasystir mín af því að pabbi var kjörbarn afa míns og ömmu sem ekki var amma mín heldur systir afa míns en gift þeim afa mínum sem var kjörfaðir pabba og frá Holtakotum í Biskupstungum og þess- vegna óskyldur mér og verður ekki farið nánar útí það hér. Já, þessi ömmusystir mín fékk einusinni ættfræðing til að skrá niðjatalið sitt. Fræðimaðurinn gerði það samviskusamlega og komst að þeirri niðurstöðu að for- feður hennar hefðu mestan- part verið ölkærir gleði- menn, hagyrðingar, lands- hornaflakkar, kvennabósar á vergangi, tómthúsmenn og sjóarar en lítið um presta og biskupa. Ættfræðingurinn missti djobbið auðvitað á stundinni og annar var fenginn til starfans og sá var fljótur að rekja beint til Óðins og Þórs ætt ömmusystur minnar sem var í raun og veru afa- systir mín einsog áður segir. í nýju ættartöluna var sáldrað óskabörnum ís- lensku þjóðarinnar, prestum og biskupum eftir þörfum, enda vel borgað. Það er þetta sem er svo töfrandi við ættartölur manna og hesta. Menn hafa það í hendi sér hvernig karlleggurinn á að vera. Þessvegna má víst einu gilda hvort Asi heitir Asi eða Ási. Þartil kemur að folatoll- inum. Flosi Olafsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.