Pressan - 23.05.1991, Page 4

Pressan - 23.05.1991, Page 4
Náttúrlegur kvik- myndastjörnustíll Andlitið á að vera náttúr- legt, segja snyrtifræðingarnir um tískuna í andlitsförðun í ár. Kvenfólk ætti þó ekki að láta sig dreyma um að þar með sé hægt að spara kaup á snyrtivörum og ganga út bæði kvölds og morgna með andlitið nakið. Enda væri þá hætt við atvinnuleysi í áður- nefndri stétt, ekki satt. Nei, náttúrleg andlitsförðun þýðir ekki annað en að snyrtivör- urnar, hvort sem það er farð- inn, augnskuginn eða varalit- urinn, eiga að vera í jarðlit- um. Helst í brúnum tón og sem Ijósustum, en alls ekki hvítum. Ofan á allt annað er þetta svo kallað kvikmynda- stjörnustíllinn. Þeim sem ekki kæra sig um slíka Iá- deyðu er þó alveg óhætt að vera með náhvítan farða, setja á sig gerviaugnahár, mála varirnar eldrauðar og vera samt inni. Það er af sem áður var, þegar aðeins eitt var í tísku í einu. ishrdingub og ævintýri hans í Reykjavík Þessi saga er orðin svo spennandi að ég á bágt með að halda henni áfram, satt best að segja. En látum okk- ur samt hafa það. Við skildum við Reimar síðast þar sem ísfirðingurinn hugprúði sat yst á þriggja metra langri sextommu fjöl með systurdóttur sína í fang- inu. Þetta hefði svo sem ver- ið allt í þessu fína hefði fjölin ekki skagað eins og stökk- bretti út af stillansinum efst á Sundhöllinni. í spýtunni kvað nú við rokna traustabrestur. — Lóló fara heim a lúlla, sagði litla barnið og labbaði sísvona eftir fjölinni og upp í fangið á mér. Reimar greip andann á lofti en fjölin hélt. Stuna í stórkostlegum lífsháska heyrðist frá þeim sem stóðu á götunni. Fólk í húsum við Bergþórugötu var komið út í glugga að kíkja. — Jæja Reimar, sagði ég. Reyndu að koma. Reimar svaraði ekki, heldur hallaði höfði og horfði á skakk upp í himininn. — Hvað er hann að gera? kallaði einhver. — Já Reimar, hvað ertu að gera maður? spurði ég. — Er hann að tala heim til ísafjarðar? var spurt. — Stökktu Reimar, kallaði Tinna brjálaða, vinkona Kötlu. Hún var blindfull. Við Reimar vorum að halda partí og passa Lóló þegar krakkinn hvarf og kom svo í ljós úti á fjöl. Reimar var frosinn. Hann var pinnstífur. Allt í einu vaknaði hann og byrjaði að kjafta á fullu eins og allt væri í þessu fína og við værum heima í herbergi. — Veistu það Nasi, sagði hann. Ég er að hugsa um að fara í verk- námið. Mig hefur alltaf dreymt um að verða bifvéla- virki. Sérðu ekki fyrir þér skiltið á verkstæðinu. Reim- ar Eiríksson. Alhliða aðgerð- ir. Vélastillingar. Það yrði flott. Svo mátt þú heimsækja mig á verkstæðið og hanga þar tímunum saman og drekka kaffi. — Ætlarðu þá að gera við taxinn minn fyrir ekki neitt? spurði ég. Þú veist að ég ætla að verða leigubílstjóri. — Ég veit það nú ekki, sagði Reimar. Hvað með kerti og platínur og svoleið- is. Ætlarðu ekki einu sinni að borga það sjálfur? — Bra, brast, sagði spýtan. Reimar leit niður fyrir sig og ég kíkti líka þó ég væri loft- hræddur. Nokkuð hafði bæst í hópinn á götunni. — Jeima dændi pompa nú, sagði barnið. Ég þrýsti henni fast að mér. Ég var dauðfeginn að vera með krakkann i fanginu. Þá fékk Reimar ekki heiðurinn af því að hafa bjargað henni. Reimar var kominn með óstöðvandi málæði. Hann byrjaði að segja sögu af föð- ur sínum Eika Strandamanni. Ég hafði heyrt hana áður. Þetta var sagan af því þegar Eiki bjargaði vini sínum en var svo nærri búinn að drepa hann aftur. Það hafði gerst á vertíð að þessi kunn- ingi Eika hafði fallið útbyrð- is, Strandamaðurinn hafði komið til hans spotta, híft hann upp úr Dormbankan- um en slöngvað honum svo óvart yfir bátinn og útbyrðis hinum megin. — Heyrðu, DRAUMA DINNER fimmtudagúr’ prísSan 23, MAÍ1991 sagði Reimar, ég er búinn að kjafta mig út úr þessari klípu. — Braaaaaaaaaa, sagði spýtan. — Kaðallinn, hvíslaði Reimar. Losaði kaðalinn sem bindur stillansinn við Ijósastaurinn. Búðu til lykkju og snaraðu á kúpul- inn á staurnum og skutlaðu svo lausa endanum til mín. — En staurinn er langt fyr- ir neðan okkur maður, sagði ég og kíkti fram af. Reimar svaraði því engu heldur sat náfölur á spýtunni og hélt í hana grimmur með báðum höndum. Ég lét Lóló frá mér, fékk hana til að lofa að sitja kyrr og skrapp niður á næstu hæð á vinnupöllun- um og sótti kaðalinn. Það var hörkupúl því rignt hafði um kvöldið. Loks tókst mér að losa hnútinn. Ég bjó til lykkju og reyndi að snara Ijósastaurinn með miklum töktum. — Vertu ekki að spila neinn Roy, sagði Reimar. — Stökktu Reimar, deyj- um ung og verum falleg lík, skrækti Tinna brjálaða. Með lagni kom ég lykkj- unni loks í staurinn. Ég fleygði spottanum til Reim- ars. Lóló kallaði. — Jeima dændi minn, og hljóp aftur PRESSAN bað EINAR ÖRN BENEDIKTSSON söngvara Sykurmolanna um að vera gestgjafi átta gesta; látinna, lifandi, ímyndaðra, skáldsagna- persóna eða einfaldlega vina sinna, í drauma- kvöldverðarboði sínu og segja af hverju viðkom- andi væri boðið. Eftirfar- andi gestir urðu fyrir val- inu hjá Einari Erni: Gary Larson: gerir skemmtiiegar teikni- myndir og hefur ótrúlegan húmor. Freddie Kruger: bryddar alltaf upp á ein- hverju nýju. Gérard Depardieu: af því hann hefur vit á vinum. Rowan Hadkinson: þvi hann er svo fallegur. Bugs Uunny: hefur svo einfaldan matarsmekk. Línan: gæti örugglega kvartað allan tímann. Madonna Tarcy Lords: til að ræða við um leiklist. úrinsinum Sigurdur Sueinsson er 24 ára gamall Reykvíkingur, sem á sér það áhugamál að dást að poppstirninu Prince. Sigurður gekk í alþjóðlegan aðdáendaklúbb goðsins fyrir nokkrum árum og í fyrravor tók hann að sér að reka starf- semi fyrir klúbbinn hér á landi. Hann aðstoðar með- limi klúbbsins hér á landi, sem eiga, auk þess að fá i hendurnar tímarit, kost á að komast yfir óútgefið efni frá Prince og samstarfsmönnum hans. Sigurður segir að auð- veldara sé að komast yfir -jióAa rniða á tónleika í gegn- um klúbbinn, sem heitir reyndar Controversy og nýtur stuðnings sjálfs Prinsins. í fyrrasumar fór Sigurður á þrenna tónleika með Prince í London, og var þá tekið sér- stakiega á móti honum, sem og öðrum í klúbbnum, hann fékk bestu sæti á Wembley og var þar að auki boðið í partý á eftir, þar sem sjálft goðið mætti. Ékki lélegt það. Sigurður segist hafa áhuga á margskonar tónlist annarri en þeirri sem Prinsinn frem- ur, en tekur hann fram yfir flesta aðra. „Prince er mjög hæfileikaríkur. Hann er fær um að gera allt sjálfur, hvort sem það er að semja, syngja, leika á hljóðfæri, útsetja eða hljóðblanda. Það er líka gam- an að pæla í persónunni. Hann er dularfullur og það gerir hann meira spennandi,” segir Sigurður Sveinsson, sem fáér yiuSSr Uppiy;iP:g?T um stjörnuna, er ekki liggja á lausu, í gegnum aðdáenda- klúbbinn Controversy. Áhugasamir aðdáendur geta fengið frekari upplýsingar með því að rita Sigurði bréf á Njarðargötu 29 í Reykjavík. út á spýtuna sem brotnaði. Reimar stakkst niður í hyl- dýpið með krakkaskömm- ina í fanginu sem skríkti og hló. Á reipið kom þessi rosa slinkur en Reimar hélt tak- inu. Hann kom löppunum utan um Ijósastaurinn. Lóló hélt sér dauðahaldi í haus- inn á honum. Svo náði Reimar taki á staurnum og lét sig renna niður eins og brunaliðsmað- ur við húrrahróp stelpnanna helvítið á honum. Framhald. Olafur Gunnarsson Ingibjörg Stefánsdóttir er búin í prófunum eins og flestir framhaldsskólanemar, en hún var að Ijúka þriðja ári við Menntaskólann við Sund. Hún er ekki ennþá búin að fá vinnu í sumar, að minnsta kosti ekki fyrri hluta sumars, og býst við að ganga atvinnu- laus fram yfir verslunarmannahelgi. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Ég man það ekki. Ætli það hafi þó ekki verið þegar bróðir minn var skírður, fyrir þremur árum. Hvernig klæðnaður undirstrikar kynþokka karla? Frjálslegur klæðnaður. Ég er ekkert fyrir jakkaföt og bindi. - Hvað ferðu oft í klippingu? Ég læt særa á 3ja vikna fresti. Hefur þú lesið biblíuna? Ég byrjaði einusinni, en kláraði hana aldrei. Gætir þú hugsað þér að reykja hass? Nei, ég er nógu rugluð fyrir. Klæðiröu þig eftir veðri? Stundum. Sefurðu í náttfötum? Nei. En mig langar til að sofa í afanáttfötum. Á hvaða skemmtistaði ferðu? Lídó og stundum í Casablanca. Ertu hrifin af þungarokki? Stundum. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Já, ég býst við því. En líf eftir dauðann? Ég er búin að hugsa mikið um það undanfarið. Já, ég held það sé eitthvað. Ertu daðrari? Þegar ég er í daðurstuði, en almennt er ég það ekki. Hvers konar strákar eru mest kynæs- andi? Strákar sem eru öruggir með sig og ekki með leikaraskap og stæla. Finnst þér gott að láta klóra þér á bak- inu? Nei, en mér finnst gott að láta kitla mig. Við hvað ertu hræddust? Ég veit það ekki. Hvaða hæfileika vildirðu helst hafa? Ég get dansað, sungið, spilað á píanó... Ætli ég sé ekki ánægð með þá hæfileika sem ég hef. Finnast þér góðar fiskibollur? Já. Gætirðu hugsað þér að búa úti á landi? Já, á Hallormsstað. Segir þú oft brandara? Nei, ég er alltaf hrædd um að þeir séu ekki tyricínir ogstepprfcví.-:- — Kanntu að elda? Ég kann að sjóða pulsur óg gera pítsur. Trúir þú á líf á öðrum hnöttum? Ekki mannlíf eins og er hér.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.