Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAÍ 1991 Mikil ólga er nú innan Handknattleikssambands ís- lands og beinist óánægjan ekki síst að störfum formanns- ins Jóns Hjaltalíns Magnússonar. Jón hefur verið formað- ur frá árinu 1984 og þykir mörgum sem hann sé orðinn heldur einráður innan sambandsins. Þá hafa menn gagn- rýnt að það gerist oft að hann taki afdrifaríkar og út- gjaldasamar ákvarðanir án samráðs við aðra stjórnar- meðlimi. Þá hefur formaðurinn verið gagnrýndur fyrir að dvelj- ast langtímum erlendis á kostnað sambandsins þar sem hann sé jafnframt að sinna einkaerindum. Jón hefur ekki verið í formlegu starfi hjá sambandinu en þáði á síðasta ári um 1700 þúsund í greiðslur samkvæmt áreiðanlegum heimildum PRESSUNNAR. Þessar greiðslur munu vera fyrir ýmiss konar verkefni sem hann tók að sér fyrir sam- bandið. Þetta mun vera nokkru lægri upphæð en Jón hafði í greiðslur frá sambandinu árið á undan. Þá ofbýður mönnum orðið skuldahali sambandsins sem nú nemur um 45 milljónum króna. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir PRESSUNNAR til að fá til athugunar ársreikninga þessa árs tókst það ekki. Samkvæmt lögum félagsins ber að leggja ársreikningana fram minnst viku fyrir ársþingið en að sögn gjaldkerans Helgu H. Magnús- dóttur munu þeir ekki liggja fyrir fyrr en á föstudag. RÁÐRÍKI FORMANNSINS, SKYNDIÁKVARÐANIR OG ÍMYNDIN ÚT Á VIÐ Lengi hefur kraumað undir yfir- borðinu megn óánægja með stjórn- unarhætti Jóns. Samstarfsmenn hans segja að oftsinnis hafi það komið fyrir að hann hafi tekið ákvarðanir sem síðan hafi verið kynntar samstarfsaðilum og þá hafi ekki verið um annað að ræða en samþykkja þær til að forða málum frá klúðri. í þessu sambandi nefndu menn heimsóknir erlendra gesta sem Jón hafi tekið ákvörðun um án nokkurs samráðs við aðra. Mörgum forystumönnum í hand- boltahreyfingunni sem PRESSAN hafði samband við bar saman um að ímynd handboltahreyfingarinnar væri orðin þannig út á við að fyrir- tæki væru orðin tortryggin í garð sambandsins og hefðu dregið úr auglýsingum og fjárstuðningi af þessum sökum. ATKVÆÐASNAP í AFRÍKU OG FERÐIR TIL ÚTLANDA Á undanförnum árum hefur mörgum þótt tíð ferðalög formanns- ins til útlanda í hæsta máta óeðlileg. Hvergi var að fá nákvæmar upplýs- ingar um ferðir formannsins til út- landa en heimildarmenn innan handboltahreyfingarinnar sögðu ekki ofreiknað þó um væri að ræða 10—12 ferðir á ári að meðaltali. Og að í sumum þessara ferða hefði Jón fyrst gert grein fyrir erindunum að ferð lokinni. Pá benda menn á að oftar en ekki sé erfitt að greina á milli þess hvort ‘Jón var í ferðalagi vegna einkaer- inda eða erinda á vegum handbolta- hreyfingarinnar. Mönnum var tíð- rætt um ferðir formannsins til Afr- íku og þróunaraðstoðina sem Hand- knattleikssambandið hefur staðið fyrir þar. Eru þær ferðir sagðar farn- ar í þeim tilgangi að tryggja íslend- ingum stuðning við að halda heims- meistarakeppnina hér á landi. Á árunum 1989—1990 var t.d. tæpum 1200 þúsundum eytt í þá að- stoð þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu sambandsins. PRÓSENTUR AF AUGLÝSINGUM OG YFIRGANGUR FORMANNSINS Margir hafa gagnrýnt og talið óeðlilegt að formaðurinn skuli hafa fengið prósentur af auglýsinga- samningum sem hann hefur gert við ýmis fyrirtæki. Á síðasta ári er talið að þessar greiðslur hafi numið allt að 500 þúsund krónum. Það mun ekki hafa tíðkast hjá öðrum sem fengist hafa við auglýsingasöfn- un að þiggja laun fyrir störf sín. í samtölum við ýmsa forystu- menn í handboltaheiminum kom fram að margir eru orðnir lang- þreyttir á samskiptum við Jón. Hann þykir mjög ráðríkur og valtar hiklaust yfir menn eins og gamall forystumaður í handboltahreyfing- unni orðaði það. FRAMBOÐ, EKKI FRAMBOÐ, UPPSTILLINGARNEFND SKILAR UMBOÐI SÍNU Fyrir skömmu lét Jón Hjaltalín hafa það eftir sér að hann væri tilbú- inn að víkja úr formannssætinu næði uppstillingarnefnd samstöðu um eftirmann sem nyti trausts. Upp- stillingarnefnd mun hafa fengið Árna Gunnarsson fyrrverandi al- þingismann til að gefa því jáyrði að hann væri tilbúinn til að gefa kost á sér yrði Jón ekki í framboði. Þá mun og hafa komið til tals að fá Þorgils Óttar Mathiesen til að vera í framboði til varaformanns, hann mun hafa sett það skilyrði að hann fengi launað starf innan sambands- ins en að því vildu menn ekki ganga. A fundi sem haldinn var á þriðju- dag skilaði uppstillingarnefnd sam- bandsins umboði sínu. í nefndinni sátu Kristján S. Sigmundsson Vík- ingi, Örn Magnússon FH og Guðjón Friðriksson Stjörnunni. Þeir munu hafa verið mjög óánægðir með að Jón skyldi ekki vilja standa við fyrri yfirlýsingu sína um að segja af sér fyndist frambærilegt formannsefni sem sátt væri um. í nýju nefndinni sitja þeir séra Pálmi Matthíasson sem settur var inn sem einskonar sáttamaður, Gunnar Þór Jónsson formaður landsliðsnefndar og Sigurður Tóm- asson fyrrverandi formaður Fram. Enginn þeirra sem rætt var við dró í efa að Jón hefði unnið hand- boltahreyfingunni hér á landi mikið gagn, en takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að líða mönnum að spila upp á eigin spýtur. Því væri þessi óánægja sem lengi hefur kraumað undir að koma upp á yfir- borðið að menn gætu ekki lengur varið það að einn maður tæki nán- ast allar ákvarðanir sem sneru að starfsemi þessa stóra íþróttasam- bands. Björn E Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.