Pressan


Pressan - 23.05.1991, Qupperneq 18

Pressan - 23.05.1991, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAÍ 19 Guðmundur ræddi A og Sigurður talaði ™ og Valþór tók til máls Fundargerdir bœjar- og sveitarstjórna eru stundum kostulegar og segja í sumum tilfellum minna en ekki neitt. I Kópavogi hefur t.d. löngum tídkast ad segja hvada bœjar- fulltrúar hafi tekið til máls og um hyaða liði, en helst má ekkert koma fram um hvað fulltrúarnir sögðu. Skoðum úrdrátt úr fundar- gerð bæjarstjórnar fyrir nokkrum vikum: „Vaiþór Hlöðversson tók til máls varðandi lið 4 a, þá Sigurður Geirdal, síðan Guðni Stefáns- son um sama lið. Elsa Þor- kelsdóttir tók til máls um lið 3 b, síðan Birna Friðriksdóttir um sama lið, þá Valþór Hlöð- versson um lið 3 b og lið 7 e. Þá tók til máls Sigurður Geir- dal um lið 3 b, þá Elsa Þor- kelsdóttir um sama lið.. Þá tók til máls Sigríður Ein- arsdóttir um lið 3 b og tillög- una, síðan Birna Friðriksdótt- ir, þá Helga Jónsdóttir, síðan Guðmundur Oddsson, öll um sama lið. . . Þá tók til máls Kristinn Kristinsson um lið 1 g vegna liðar 91.040 í fundar* gerð skipulagsnefndar 16. apríl.“ t Hvað skyldi fólkið hafa sagt? Og hvaða liðir eru þetta eiginlegal? HÍeiTrfíoi omoutredn Efter allh'ngsvalet tycks klslands homosexuella Vöknai med en gaypoli- vandpunkt: tnisaHan* av en islandsk homo- Rxutredning vantas nma redan under hö- n ji^ch dctta tycks faktiikt kunna «ka troUattkvinnopurtiatslesbi- •ka alltingakandidat fr&n norra IslandinUkom in i alltingetefUr k datialindska valet. Ndgot Islands bomoftexuella naturligtvis flrleds- TF över, men som inte borde \ mnska mðjlighetema till en po- liv utveckling alltfúr mycket, Onar man. *• Vi rtknar nog med att en ftmmitU *om undersðkerbðgars Jh lesbiskas situation kulturellt lh politiskttiUiUl^u.berdttar ÍV »{ fepj V lers rattighe^ Frin HFSL| Sthcn Nilss Ken Olssons ir var dct inte tvl personer si ImotioncnU ftr pcUofiler j RFSLs bcskydJ ningoch stðdtir| ler*. att utbyt andra pcdofl inomThe Intc le and Child á ciationdlhTE)! homoscxuella | information o doíili och att *r angrcpp pá horJ De pcdofila / Norden har al J nationellagay/1 na, senast i 9 Arbetsgruppenl anvlnda sig a I en inlervju . borg* avdelning tv« de Jnn Magnuss mcr a v ReporUr (aí aitt indirckta s ska hSrblrgera J nrganisatioru Frágan om i •plittríneoc Kela j - SAMKYNHNEIGÐIR BJARTSYNIR ÞRÁTT FYRIR AÐ LESBÍSKIFRAM- BJOÐANDINN NÆÐIEKKIKJÖRI Þrátt fyrir að lesbíski full- trúi Kvennalistans á Norður- landi nœði ekki kjöri í síðustu Alþingiskosningum eru sam- kynhneigðir bjartsýnir á að málefni þeirra fái mikla at- hygli og jákvœða úrlausn á nœstunni, segir Þorvaldur Kristinsson talsmaður Sam- takanna 78 í samtali við mál- gagn samkynhneigðra karla á Norðurlöndum. Þorvaldur segir ennfremur að samkynhneigðir búist við því að mikil umræða um mál-i efni samkynhneigðra fari fram í haust þegar Alþingi komi saman og hugsanlega verði lögð fram mörg djörf frumvörp um málefni sam- kynhneigðra. Og hann held- ur áfram og segir að í kosn- ingabaráttunni hafi málefni þessa hóps komið fram á já- kvæðari hátt en áður. Þor- valdur nefnir að t.d. hafi orð- ið lesbía komið fram í út- varpsauglýsingum en orðið var á bannlista til skamms tíma þar sem það þótti ekki nógu rammíslenskt. \TENGSL Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þing- völlum er Seyðfirðingur eins og Magnús Ver Magnússon kraftiyftingamaður sem hampað hefur Evrópumeist- aratitli eins og Hreinn Halldórsson kúlu- varpari sem er búsettur á Egilsstöðum eins og Vilhjálmur Einarsson skólameistari sem er lið- tækur gítaristi eins og Ingólfur Margeirsson rit- stjóri sem kvæntur er lækni eins og Kristinn G. Harðarson myndiistarmaður sem einu sjnni var útlitsteiknari eins og OIi Gaukur tónlistarmað- ur sem rekið hefur skóla í eigin nafni eins og Hermann Ragnar Stefáns- son danskennari sem stjórnað hefur vinsælum út- varpsþætti eins og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sem samið hefur sjónvarpsleikrit eins og Vilborg Einarsdóttir blaðamaður sem er stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri eins og Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sem var dúx í skóla eins og séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þing- völium. ROLLUR SKOTNAR Á FÆRI? Ungur athafnamaður, Karl Sigurgeirsson á Hvamms- tanga, hefur sett fram athygl- isverðar hugmyndir um markaðssetningu sem m.a. gœtu leyst að hluta rollu- vandamálið á íslandi. Karl vill að landsmenn lokki út- lendinga til landsins og leyfi þeim að taka þátt í göngum og réttum þar sem vœntan- lega yrði boðið upp á íslenskt brennivín, slátur og hrúts- punga svo eitthvað sé nefnt. Þá vill Karl að reynt verði að selja mönnum veiðileyfi á ýmsa fugla sem hingað til hefur verið bannað að skjóta. Athyglisverðasta hugmyndin er sennilega sú að bændur geldi lambhrúta, ali þá upp í sauði, sleppi þeim lausum og selji síðan á þá veiðileyfi. Karl segist sannfærður um að er- lendir skotveiðimenn hafi ekkert síður áhuga á að eltast við hrútana en t.d. villisvín. Þótt Karl nefni það ekki í til- lögum sínum mætti hugsa sér að útfæra þessar hugmyndir þannig að fleiri dýrategundir en hér eru nefndar komi til greina sýni erlendir skot- veiðimenn þessum hug- myndum áhuga. KYNLÍF Milli himins og jarðar Sem kjökurfrænka kyn- lífsins hef ég verið spurð fjölda spurninga um allt milli himins og jarðar. Mér datt í hug að leyfa ykkur að skyggnast bak við þennan spurningaheim. Þá sjáið þið hvernig fordómar, ótti og vanþekking beinlínis skín í gegnum sumar spurningar. Eg hef það að reglu að svara öllum spurn- ingum sama hversu fárán- legar sem þær eru en stundum hef ég hreinlega orðið agndofa þegar ég hef fengið spurningar frá fólki sem virðist næstum því vera búið að tapa því sem kalla mætti heilbrigða skynsemi. Til dæmis hringdi í mig um daginn maður sem var bæði frekur og ýtinn og hætti ekki að hringja fyrr en ég hafði gef- ið honum svar, en hann var að ónáða mig heima að kveldi til og ég vildi að hann hringdi frekar á skrif- stofutíma. Spurningin sem honum lá svo á að fá svar við, vegna þess að hann var að halda utan morguninn eftir var svohljóðandi: „Ég JONA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR er búinn að raka hárin hjá kynfærunum. Vaxa þau aft- ur?“ Þessu var fljótsvarað eða hvað heldur þú kæri Pressulesandi? Mér hefur stundum dott- ið í hug að fólk sem hringir hringi aðeins ef áhyggjurn- ar eru orðnar verulegar en ég hef einnig efast um þá kenningu mína. Einu sinni hringdi í mig kona sem hélt að hún væri kannski eitt- hvað óeðlileg. Hún vildi fá að vita hvað yrði um sæði eftir samfarir. Hún sagði að eftir samfarir læki sæðið alltaf út úr leggöngunum. og svo bætti hún við: „En þetta hefur maður aldrei séð í bíómyndum. Er eitt- hvað að mér?" Var svo ein- hver að tala um að kvik- myndir gætu haft áhrif á fólk? Bíósexið orðið raun- verulegra en lífið sjálft! Stundum er pinlegt að svara spurningum sem manni dettur ekki í hug að nokkrum detti í hug að spyrja að! En við skulum bara horfast í augu við þá staðreynd að það er til fullt af fólki sem hefur ekki hina minnstu þekkingu á kyn- eðli mannsins heldur nóg af vanþekkingu. Eins og kom fram í þessari spurn- ingu: „Nú er hægt að gera aðgerð á karlmönnum og breyta í kvenmann, er ekki eins hægt að gera aðgerð á samkynhneigðu fólki?“ Eða: „Er ekki hægt að gefa unglingum sprautu á kyn- þroskaaldri svo þeir verði ekki samkynhneigðir?" Sumir hreinlega mis- skilja alveg hvað hlutirnir snúast um eins og til dæmis þessi sem spurði: „Hvers vegna þurfa karlar að nauðga konum og af hverju taka þeir ekki tillit til henn- ar?“ (mínar undirstrikanir). Nauðgun hefur ekkert með neinar grundvallarþarfir mannsins að gera og hvað þá tillitssemi. Það er ekk- ert náttúrulögmál að karlar . .. flissandi stelpuhjörd hringdi í mig og spurði mig hvort þetta væri á Kuntuhóli. „Nei, þið hafið hringt í skakkt númer,“ sagði ég. „Þetta er í Reiðhöllinni.“ þurfi að nauðga konum enda er nauðgun ein teg- und ofbeldis og hefur ekk- ert með kynhvatir að gera. Eða strákurinn sem spurði hvort samfarir í endaþarm við fjórtán ára strák flokk- uðust nokkuð undir kynlíf eða kynferðislegt ofbeldi „því endaþarmurinn er ekki kynfæri". Reyndar er þetta ekki svo vitlaus spurning því sá sem spyr er örugglega ekki sá eini sem telur eina kynlífið vera það sem hefur með kynfærin að gera. Svo virðist sem fólk sé endalaust að pæla í því hvort til sé ást án kynlífs og kynlíf án ástar. Ást og kyn- líf (eða kynmök til að orða þetta nákvæmar) eru tveir ólíkir hlutir en hvor um sig getur innihaldið hinn. í ást getur verið fólgið samlíf og í samlífi getur verið fólgin ást. Ást getur verið ást þó samlíf komi ekki til og sex- ið getur verið án ástar. í þessu eins og svo mörgu öðru finnast margir val- kostir — ekki bara annað hvort eða. Sem endranær virðist karlpeningurinn upptekinn af limalögun — oftast er það spurningin um stærð — hvort er lítill betri en stór — ein einu sinni fékk ég þessa spurningu á blaði: „Hvaða áhrif hefur lögun limsins á ertingu upp að fullnæging- arstigi? Hefur breiður betri áhrif en langur, hrjúfur eða sléttur, boginn eða beinn?“ Nákvæmni hefur aldrei skaðað! Þegar spurt er svona er uppáhaldssetning mín líkt og annarra þegar verður fátt um svör eftirfar- andi: „Ætli það sé ekki bara einstaklingsbund- ið.“ Stundum á ég erfitt með mig þó ég hafi ásett mér að svara, sama hversu fífla- legar spurningar eru. Ég er reyndar farin að þekkja fíflaspurningarnar úr og þá kveð ég bara þann sem er hinum megin á línunni á nærfærnislegan hátt eins og kynfræðinga er siður. Líkt og þegar flissandi stelpuhjörð hringdi og spurði mig hvort þetta væri á Kuntuhóli. „Nei, þið hafið hringt í skakkt númer," sagði ég. „Þetta er í Reið- höllinni." Síðan legg ég hljóðlega á. Svo var það þessi sem hafði unun af því að hringja í mig og spyrja án nokkurra vífilengja hvort ég vildi ríða. Sama hvað ég afþakkaði boðið pent, hann hringdi alltaf aftur. En síðan ég iét rekja símtölin hefur hann ekki látið í sér heyra. Megi sá vel lifa ef hann les þessar línur. Annars á maður ekki að spauga með þann sem er fíkill á dónósímtöl því þeir eru oftast kynlífsfífklar með annars stigs kynlífs- fíkn samkvæmt fræðunum. Spyrjió Jónu um kynlffið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PfíESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 fíeykjavík

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.