Pressan - 23.05.1991, Page 20

Pressan - 23.05.1991, Page 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAl' 1991 Bestu launin að tvlaiasl með dpntminnunum Wfyav íðíenéítnf JjjóððöQiir Sagan segir frá renglu- legum homma sem kom í Bjórhöllina í Breiðholti. Hann fór beina leið að bar- borðinu og bað þjóninn um tvölfaldan gin í kók. „Þú skalt ekki láta þig dreyma um það," svaraði þjónninn. „Þetta er enginn staður fyrir hommatitti." Þjónninn leit síðan á hommann og sagði: „Ég skal láta þig hafa ávaxtasafa neðan í glas, ef þú ferð með hann beinustu leið út í horn, steinheldur kjafti og lætur ekkert á þér bera." Homminn lét þar viö sitja og hunskaðist með sinn ávaxtasafa út í horn. Um leið birtist heilmikill búri á' barnum og bað um tvöfald- an viskí og það strax. Þjónninn afgreiddi hann eins og skot og búrinn lét viskíið detta ofan í sig og bað um annan tvölfaldan. „Ég er svo svakalega þyrstur að ég gæti sogið heila kú," rumdi í honum um leið og hann svolgraði viskíið í sig. Þá heyrðist úr horninu: „Muuuuuu.. (Úr fylliríssögum) Langskólagenginn Breið- dælingur fékk oftast víð- áttubrjálæði þegar hann kom á mölina á haustin eft- ir að hafa verið í sumar- vinnu fyrir austan. Eitt sinn er hann var að koma út af balli í Glæsibæ ásamt félögum sínum úr dreifbýlinu tók hann upp á því að hoppa og skoppa á bílastæðinu eins og belja á vori. Að endingu hoppaði hann upp á húdd á bil og dældaði það, með þeim af- teiðingum að bílstjórinn og farþegi hans komu út og tóku hann hálstaki. „Hvern andskotann ertu að gera maður? Þú ert bú- inn að valda tjóni upp á tugi þúsunda króna." Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Breiðdælingurinn hafði komist í hann krapp- an og var hann farinn að kunna sitt fag: „Mamma, mamma, elsku mammal," öskraði hann og kreisti fram sann- færandi tár úr augnkrókun- um. Við svo búið slepptu mennirnir takinu og bíl- stjórinn sagði með aumk- unarverðum tón: „Þetta hefur ekkert upp á sig, hann er vangefinn maðurinn." (Úr óbirtri Breiddælu) Hanri heitir Sverrir Frid- þjófsson og er þekktasti pylsusalinn í bœnum eftir ad Asgeir Hannes fyrrverandi þingmadur hœtti í bransan- um. Hann er gamall kennari meö langa framhaldsmennt- un í íþróttafrœöum frá Nor- egi. Núna stendur hann bros- andi í pylsuvagninum í Aust- urstrœti, selur pylsur og gjarnan fylgja með athyglis- verö spakmœli í kaupœti. Sverrir hœtti aö kenna þegar hann haföi fullnumið sig í frœöunum, gerðist forstöðu- maöur í félagsmiðstööinni í Fellahelliþar sem hann starf- aði í meira en tíu á og gafst þá upp á aö vinna hjá hinu opin- bera. Sverrir segist hafa verið orðinn leiður á að vinna hjá hinu opinbera vegna þess að hann væri svo góður starfs- kraftur að hann vildi fá að njóta þess sjálfur. Er eitthvað líkt með þessu og unglingastarfinu, ert þú kannski í félagsráðgjöf allan daginn? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Aftur á móti hefur það hjálpað mér í þessu starfi að hafa unnið með unglingum. Það er nefnilega mikil kúnst að umgangast drukkið fólk, vinnan fer að mestu fram á nóttunni og sumir eiga það til að vera nokkuð kenndir." Það er ekki mikið um skemmtilegar sögur af drukknu fólki segir Sverrir. „Drukkið fólk er æði oft held- ur þreytandi og leiðinlegt þó sumir geti að sjálfsögðu verið skemmtilegir stundum og stundum." Færðu oft tilboð um að fara heim með konunum sem versla hjá þér? „Nei því miður ekkert tilboð fengið ennþá. Þær vilja bara pylsurnar þess- ar elskur." Hann er ekki allskostar sáttur við samskipti sín og lögreglunnar. „Lögreglan hefur lengi haft þá trú að þessir pylsusalar haldi fólki lengur í bænum en ástæða er til. Þeir virðast halda að það ýti undir ofbeldi að fólk geti keypt sé eitthvað að borða þegar það kemur út af skemmtistöðunum. Lög- reglan hefur t.d. tvívegis tek- ið mig fastán fyrir að vera að selja pylsur." Hvers vegna hafa þeir tekið þig til fanga? „Annað skiptið var á gaml- árskvöld, það hafði alltaf ver- ið opið hér á nýársnótt langt fram á morgun í a.m.k. í tíu ár. Ég ætlaði bara að gera það sama. Þeir komu svo hér um tvö leytið, ég var nýbúinn að opna, og neitaði að loka. Þá var mér bara tilkynnt að ég yrði handtekinn ef ég lokaði ekki. Ég vildi fá úr því skorið hvað ég hafði gert af mér og var bara stungið inn. Síðan var það í fyrra að ég var eitthvað að rífast við þá þegar þeir ætluðu að loka á mig daginn fyrir sumardag- inn fyrsta. Það var verið að selja brennivín til klukkan þrjú en ég mátti ekki hafa op- ið lengur en til klukkan tvö. Ég var síðan bara hirtur og settur inn. Ég hef þó fengið dálitla sárabót því það var kastað til mín tveim skemmti- legum vísum út af þessum löggumálum. Önnur er svona: Á nýársnóttu lítið sef- ur, í nýja pylsuranninum, eru á ferli úlfur og refur, á eftir litla manninum. Hin er svona: Fagnar sumri fjöldi manns, með frið í sinni, en litla manninn löggufans, vill loka inni." Sverrir segist ekki mikið verða var við þetta margum- talaða ofbeldi sem eigi að vera í miðbænum. Það komi þó alltaf fyrir af og til að fórn- arlömbin leiti til hans og þá þurfi stundum að þurrka blóð úr nefi og hughreysta menn dálítið. Hann segist vera bú- inn að koma sér upp ágætum sjúkrabúnaði en vilji síður fást við stærri aðgerðir, og hlær. En er hann ekkert orðinn þreyttur á þessari endalausu næturvinnu? „Ekki ennþá, það er oft erf- itt að koma sér af stað, en ég myndi örugglega vera latur ef ég væri að vinna hjá öðr- um.“ Sáttur við launin og útkom- una? „Nei, þetta mætti nú vera betra. Það hefur dregið svo mikið úr fólksfjöldanum hérna í miðbænum, sérstak- lega á daginn. En það er sæmileg traffík á nóttunni. En málið er bara það að á þeim tíma sem fólk vill helst fá eitthvað að borða þá verð ég að loka. Ég vil fá að selja pylsur þegar fólk langar í pylsur en þá er það bannað. Það er eins og bannað væri að selja jólatré í desember. Það er bannað að selja pylsur í þrjá tíma á sólarhring ein- mitt á þeim tíma sem fólk helst vill kaupa." Bjartsýnn á sumarið? „Já ef það styttir upp.“ Er ekki gaman að fylgjast með lífinu og stelpunum þeg- ar þær koma á stuttu pilsun- um? „Jú það er stór hluti af þessu að fylgjast með bless- uðum drottningunum þegar þær fara á stjá bæði á nótt- unni og á daginn." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Forsetahjón meö skjaldkirtilssjúkdóm Það gerðist úti í Ameríku fyrir nokkru að Georg Bush forseti var að skokka sér til hressingar. Allt í einu fann hann fyrir andþyngslum og brjóstverk og varð að hætta. Læknar voru kallaðir til og uppgötvuðu þá að hjarta for- setans sló ekki lengur eins og það átti að gera. Sláttur- inn var óreglulegur og ójafn og þessu fylgdu mikil óþæg- indi. Bandaríska þjóðin var felmtri slegin vegna þessa þar sem enginn virtist treysta varaforsetanum Quale til að taka við emb- ættinu ef eitthvað kæmi fyr- ir aðal-höfðingjann. Quale þessi er ekki talinn reiða vit- ið í þverpokum svo að þessi óróleiki út af heilsufari Bush er vel skiljanlegur. Sjálfum finnst mér varaforsetinn við- kunnanlegasti maður að sjá enda minnir hann á vel upp- alinn ryksugusölumann sem farið hefur á ótal námskeið í mannlegum samskiptum. Konan hans er með ótrúlega áberandi tennur eins og úlf- urinn í Rauðhettu. Eftir mikl- ar rannsóknir komust menn að raun um að forsetinn þjáðist af Graves sjúkdómi og það sem meira var, kona hans Barbara hafði veikst af sama sjúkdómi. Þetta þótti læknum skrítið og afar einkennileg tilviljun. Graves sjúkdómur ein- OTTAR GUDMUNDSSON kennist af ofstarfsemi í skjaldkirtli. Sá kirtill fram- leiðir svokölluð skjaldkirtils- hormón sem nauðsynleg eru fyrir margvíslega lík- amsstarfsemi og allan bruna í líkamanum. Sjúkdómurinn er talinn stafa af því að lík- aminn myndar mótefni gagnvart kirtlinum sem líkj- ast mjög stýriefnum frá heiladingli sem stjórna fram- leiðslunni. Þessi mótefni valda því að starfsemi kirtils- ins örvast og offramleiðsla verður á þeim hormónum sem hann framleiðir. Graves sjúkdómur virðist stundum fylgja í kjölfar mikillar spennu og andlegs álags hjá fólki. Það er talið stafa af þeim miklu áhrifum sem spenna hefur á ónæmiskerfi líkamans og viðbrögð þess. Margir veltu því fyrir sér hvort æsingurinn í kringum Persaflóastríðið með löng- um vökum og erfiðum ákvörðunum hafi haft þessi áhrif á aumingja Georg Bush. Saddam Hussein hefur þá enn fleira á sinni svörtu samvisku og hafði hann þó nægar ávirðingar fyrir, kallgreyið. Sjúkdómur sem þessi er ættgengur en á engan hátt smitandi og því ráku menn upp stór augu þegar í ljós kom að þau hjónakornin Georg og Bar- bara Bush höfðu bæði feng- ið hann. Hann er mun al- gengari í konum en körlum. Einkenni eru ákaflega margvísleg en þau algeng- ustu eru útstandandi augu, stækkun á kirtlinum og bjúgur á sköflungunum. Önnur einkenni má rekja tili ofuráhrifa skjaldkirtils- hormónanna. Þar má nefna hjartsláttaróreglu eins og Bush fann fyrir en hún er kölluð atrial fibrillation. Auk þess má nefna megrun og ýmis geðræn einkenni sem lýsa sér í óróleika og pirringi og geðsveiflum. Margir kvarta undan skjálfta í útlimum, slappleika í vöðvum, hitakófum, niður- gangi, uppköstum og nátt- úruleysi. Matarlystin eykst en þrátt fyrir það léttast menn vegna þess að brun- inn verður mikið hraðari og meiri. Þegar grunur leikur á að einhver sé með sjúkdóm í skjaldkirtli eru mæld skjald- kirtilshormónin T3 og T4 í blóðinu auk stýrihormóns- ins TSH. Venjulega kemur þá í ljós að stýrihormónin hafa minnkað verulega en T3 og T4 mælast verulega hækkuð eða aukin. Þá þarf venjulegast ekki frekari vitnanna við. Þá er rannsak- að af hverju skjaldkirtillinn er farinn að haga sér á þennan veg. Æxli í kirtlinum getur orðið þessa valdandi og því er gert svokallað skann til að sjá hvernig hann lítur út og hvernig stækkunin er. Auk þessa eru gerðar fjölmargar aðrar rannsóknir á ónæmiskerfi, stýrikerfum kirtilsins og öðru. Nokkrar leiðir eru færar i meöferö þessa ástands. Lyf eins og Carbimazole og Propylthiouracil geta minnkað starfsemi kirtilsins með því að koma í veg fyrir framleiðslu á hormónunum. Aukaverkanir þeirra eru út- brot, ógleði og uppköst. Stundum verður að gefa svo- kallaða betahemjara eins og Propranolol (Inderal) eða Atenolol (Tensol) til að draga úr hjartsláttartíðninni. Yfirleitt er yngra fólk með- höndlað með lyfjum. Hjá fólki á miðjum aldri eru lyf gefin í skamman tíma en síð- an er gripið til þess ráðs að kirtillinn er fjarlægður með aðgerð af handlögnum skurðlækni. Þegar sjúkling- urinn er kominn yfir fertugt er gefið geislavirkt joð. Læknar þeir sem höfðu með Bush að gera ákváðu að fara þá leið. Þetta geislavirka efni safnast fyrir í kirtlinum og eyðileggur hann og þá hætt- ir þessi offramleiðsla. Flestir verða að taka skjaldkirtils- hormónið í töfluformi eftir slíka meðferð. Batahorfur eru ágætar en þó getur stundum verið erfitt að ráða niðurlögum sumra þeirra einkenna sem sjúkdómur- inn hefur í för með sér. Það verður síðan verkefni fyrir læknisfræðilega sagnfræð- inga framtíðarinnar að skera úr um hver áhrif Graves- sjúkdómurinn hafði á fram- vindu heimsmálanna með- an Bush var haldinn honum. Var styrjaldarrekstur Banda- manna á hendur írökum svo heiftúðlegur sem raun bar vitni vegna þess að Bush forseti var fullur af skjald- kirtilshormónum sem spenntu hann upp og rugl- uðu bæði dómgreind og skynsemi? Setti Saddam sjúkdóminn í Bush og gróf þannig óafvitandi sína eigin gröf? Hvernig ætli ástir sam- lyndra hjóna séu í hjóna- bandi sem er fullt af skjald- kirtilshormónum? Gæti Quale verið með vanstarf- semi á kirtlinum? Þetta veit enginn en eflaust verða margir til að velta þessu fyrir sér á komandi árum.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.