Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991 Frægðarsól íslenskra fyrirsæta erlendis er síð- ur en svo að hníga til við- ar. IMú er enn ein að leggja í víking en það er BIRNA RÚN GÍSLADÓTTIR hjá íslenskum fyrirsæt- um sem leggur fljótlega af stað til Hamborgar í Þýskalandi. Þar mun hún starfa hjá umboðsskrif- stofu í sumar. Þetta er fyrsta verkefni hennar erlendis. Þessir tveir náungar eru leiknir af tveim af okkar efnilegustu leikurum — þeim VALDIMAR ERNI FLYGENRING og ÞRESTI LEÓ GUNNARSSYNI. Veröur án efa forvitni- legt að sjá útkomuna úr þessari mynd sem á aö frumsýna í haust. Einn þeirra sem fengu |i úthlutað úr kvikmynda- sjóði var SIGURBJÓRN II AÐALSTEINSSON, ungur og hugmyndarikur leik- stjóri sem meðal annars gerði stuttmyndina Hundur hundur. Hann er : nú kominn á fullt í undir- búningi fyrir um það bil II hálfrar klukkustundar || langa mynd sem hann || ætlar að gera fyrir haust- ið. Myndin fjallar um tvo náunga sem finna tund- urdufl. Eruð þið hvort sem er ekki vön því að sletta úr koppunum á túnin, Siv? ,,Þó Nesið sé bœdi lítið og lágt látum við ekki hvað sem er yfir okkur ganga.“ Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, hefur látið gera bók- un í bæjarstjórn Seltjarnarness þar sem kemur fram ótti við að Seltirn- ingar fái skolpið úr skolpræsum Reykvikinga yfir sig. LÍTILRÆÐI af viðskiptakjarabatanum Bretar tala um veðrið, dan- ir um mat, svíar um sósíal- próblem, spánverjar fót- bolta, en fransmenn um ból- farir. Þegar íslendingar afturá- móti hittast á förnum vegi hefjast samræður jafnan á vangaveltum um saltið i grautinn, afkomuna, fjár- haginn og aukavinnuna. — Og er eitthvað uppúr þessu að hafa, ég meina . . . geturðu lifað á þessu? — Þetta reddast ef konan heldur skúringunum. — Hefur þú ennþá nóga aukavinnu? — Maður reynir svona aö ná endum saman, en það er nú svona einsog gengur konan hefur ekkert unnið í meira en ár. Er bara heima yfir krökkunum og heldur áfram að fjölga þeim. — Meira klúðrið maður. — Þetta reddast þegar hún getur farið að vinna aftur. En nú eru tímamót, hag- sveifla uppávið og ástæðu- laust að ræða þaö framar hvort menn eigi til hnífs og skeiðar. Brauöstrit verður ekki framar til umræðu. Eftir mánaðamótin mun fá- tækt heyra sögunni til. Um þessi mánaðamót fá semsagt íslenskir launþegar hlutdeild í sjálfum ,,við- skiptakjarabatanum". Hvorki meira né minna en 6.300 krónur hver laun- þegi til eignar og ráðstöfun- ar eftir að búið er að draga frá upphæðinni orlof, skatta og launatengd gjöld. Svo mikil er ofrausn vinnuveitenda og hins opin- bera að meira að segja lífeyr- isþegar eiga að fá umtals- verðar fjárhæðir til eignar og ráðstöfunar, þó það verði nú að vísu engar 6.300 krón- ur og síst eftir að gamlingj- arnir eru búnir að fara í or- lofsferðir til sólarlanda fyrir upphæðina og borga af henni skatta og skyldur. Já allir, allt frá þeim hæstu niðurí hina lægstu munu fá þessa veglegu úrlausn sem mun að verulegu leyti losa launþega í landinu undan skuldaviðjum og basli. Meira að segja iðnnemar eiga að fá 4.400 krónur með orlofi og að frádregnum sköttum. Og hvernig stendur á þess- ari ofrausn? Það útskýrir Þórarinn Þór- arinsson fulltrúi vinnuveit- enda með kristaltærum rök- um i Morgunblaðinu i hinni vikunni: — Við ' teljum okkur vera að styrkja félagsleg- ar forsendur framleng- ingar samninganna án þess að veikja veruiega efnahagslegar forsendur. Hörður Harðarson er verslunar- stjóri í tískubúðinni Tangó í Kringl- unni. Vinnan er líka áhugamál hans, svo og konan og bíllinn. Hvað gerir þú á sunnudögum? Sef út og spila fótbolta. Með hvaða framhaldsþætti fylgist þú í sjónvarpinu? Ég horfi á Simpson fjöl- skylduna og annað slagið á Dallas með konunni. Hvað borðar þú í morgunmat? Eg fæ mér kaffi og væna brauðsneið. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Þegar systir mín var fermd í mars. Finnst þér gott að láta klóra þér á bak- inu? Finnst mér gott? Já! Ertu í Ijósum? Annað slagið. Gætirðu hugsaö þér að reykja hass? Nei, ég held ekki. Á hvaða skemmtistað ferðu? Aðallega Casablanca. Hvernig snyrtivörur notarðu? Rak- spíra, raksápu og þess háttar frá Karli Lagerfeld. Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? Já og nei. Það fer eftir því hvaða dagur er. Hefuröu átt heima úti á landi? Já, í Hafnarfirði. Ferðu oft í megrun? Aldrei hingað til. í hvaða íþróttum varstu þegai þú varst lítill? Handbolta, fótbolta og hestaíþróttum. Finnast þér íslendingasögurnar skemmtilegar? Gísli súri er seigur. Það er gaman að honum. Synguröu í baði? Já, hástöfum. Við hvað ertu hræddastur? Að lenda í árekstri. Ætlaröu að gifta þig? Já, ég held það hljóti að koma að því. En eignast börn? Já, þrjú. Tvær stelpur og einn strák. Ferðu einn í bíó? Mér hefur oft dottið það í hug, en aldrei gert það Notarðu strætó? Ég fór einu sinni í strætó í vetur þegar bíllinn bilaði. Kanntu að elda? Ég kann að sjóða kartöflur og búa til kjötbúðing. Finnst þér soðin ýsa góð? Já, með mikilli pítusósu og kakómalti. Hvert er þitt mottó í lífinu? Reyna að standa mig. MICHIKO KOSHINO ER KOMIN Michiko Koshino, japanski fatahönnuðurinn, er komin til landsins. Tilefnið er stórbrotin sýning á hönnun hennar á skemmtistaðnum Yfir strikið á föstudags- og laugardagskvöld. Michiko Koshino hóf að hanna föt til að eiga til hnifs og skeiðar. Það hefur sann- arlega skilað sér, þvfnú eru föt úr hennar smiðju til sölu í250 verslunum um heim allan og hefur hún nú 500 starfsmenn á sinum snærum. Þetta verður meiriháttar sjó á Yfir strikinu, þar sem fram koma 26 glæsileg mód- el og sýna læf það sem öll glanstimarit i heiminum hafa verið að reyna að koma til skila á undanförnum mánuðum. Og vert er að taka fram að í hópi módelanna er Svava Haraldsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning íslands. Raddaða rabbbandið ,,Það kom einhverntíma upp sá misskilningur að við hélum Rabbbandið," segja félagarnir fjórir í söngkvartettinum Raddbandinu, og það kemur blaða- manni ekki á óvart. Þeir tala hver upp í annan og upplýsingar lenda allar í einum hrœrigraut í blokkinni. Engu að síður þá er Raddbandið kvartett sem gert hefur mikla lukku í einkasamkvœmum í bœnum síðustu misserin, svo það líð- ur varla sú vika að hann sé ekki einhverstaðar að syngja. Og frumraun þeirra á opinberum veitingastað í síðustu viku féll í góðan jarðveg. Vin- sœldirnar geta þeir áreiðanlega að hluta þakkað sér- stöðu sinni. En þeir syngja gamla slagara án alls undirleiks, í útsetningu fœrustu manna, svo sem Jóns Ólafssonar og Óla Gauks. Upphafið að þessu öllu nær fjögur ár aftur í tímann. Til áranna í Versló, en þá tróðu þrír þeirra upp í skólanum undir nafninu Bananabandið. Það voru Páll Asgeir Davíðs- son, Hafsteinn Hafsteinsson og Árni Jón Eggertsson, en fljótlega keyptu þeir Sigurð G. Sigurðsson inn í hópinn og úr varð Raddbandið. Á þeim tíma sem liðinn er hefur metnaðurinn tekið völdin í hópnum. Ekki aðeins hvað varðar góðan söng, heldur leggja þeir mikið upp úr léttri og skemmtilegri sviðsfram- komu. ,,Við reynum að hafa ákveðinn karakter í hverju lagi. Notum litlar hreyfingar og svipbrigði sem þó segja mikið og verða áberandi þeg- ar við gerum þær allir," segja þeir. Það virkar, því þeir segj- ast ekki þurfa að vera með nema eitt prógram í gangi fyrir alla aldurshópa. Yngstu áheyrendurnir voru 10 ára börn í Vatnaskógi i fyrrasum- ar. Þeir elstu eru á elliheimil- unum. Söngskólanum hefur tekist að laða tvo þeirra til sín, þá Pál Ásgeir og Árna. Sá fyrr- nefndi er reyndar líka í djass- ballett og samkvæmisdöns- um auk þess að afgreiða áfengi. Sá síðarnefndi fær borgað fyrir að vera með áróður fyrir ákveðna bjórteg- und. Á meðan beitir Sigurður sér fyrir annarskonar lífsvið- horfum í æskulýðsstarfi með kirkjunni. Hafsteinn lætur sér nægja að vera á námslán- um. Saman eiga þeir eitt áhugamál: Raddbandið (það er félagsskapurinn sem held- ur því saman). Eða var það Rabbbandið? (Með þremur bé-um eins og Fræbbblarnir). En í Litlubervíkum „aðila vinnumarkaðarins" virðist skilningurinn orðinn ofar hverri kröfu og ofrausn hins opinbera og annarra vinnu- veitenda fær á sig þessa skáldlegu mynd: — Þar sem hagspekin Flosi Ólafsson Þegar svo skáldlega er tekið til orða og þjóðin fær hlutdeild í viðskiptakjara- batanum i leiðinni, kemur manni í hugann skáldið Ólafur Kárason Ljósvíking- ur: — Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum. Og í hlaðvarpanum í Litlu- bervík virðir skáldið fyrir sér þennan merkilega fund lands og lofts þar sem him- inn og jörð hafa loks skilið hvort annað til fulls. rís hæst hættir skynsem- in að vera jarðnesk og fólkið fær hlutdeild í við- skiptakjarabatanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.