Pressan - 30.05.1991, Qupperneq 4
I
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991
rEIMAd
>SF|R0INGUR
Kani frá Kansas
og œvintýri hans
í Reykjavík
Árum saman hefur fólk
farið þess á leit að ég láti
skrásetja ævisögu mína.
Hvers vegna auglýsirðu ekki
í blöðunum, hefur fólk sagt.
Bókaútgefendur. Verð til
viðræðu á heimili mínu á
morgun frá kl. 3—5 um rétt-
inn á ævisögu minni. En ég
hef svarað: Hvernig ætti ég
að fara að því að undirrita
slíka auglýsingu? Hlýddu á
sorgarsögu mína lesandi
góður. Sannleikann um
uppruna minn.
Nei, saga mín er ekki saga
hins dæmigerða íslendings.
Ég er ekki kominn af Ulfi
Oarga sem nam land í
Raumsdal í Noregi og hvers
eftirkomandi Skallagrímur
Kveldúlfsson fluttist til ís-
lands og var öllum til ama á
Borg á Mýrum. Nei, vinir
mínir. Faðerni mitt var ann-
að en ég hafði haldið. Hann
Öni fornsali var ekki pabbi
minn.
Stelpurnar voru að dást að
Reimari og skiptast á um að
fá að halda á Lóló. Þá gekk
Eiki Strandamaður allt í einu
inn í hópinn. Skelfilegt var
að sjá hann. Hann var ber-
fættur og lappirnar bláar af
kulda. — Reimar, sagði hann
rámur. — Geturðu lánað
mér sí svona tvö til þrjú-
hundruð krónur? Ég skal
reka þetta framan í þig strax
eftir helgi. Hann tók yfir um
axlirnar á Reimari og sagði
við stelpurnar. — Þessi
drengur er sonur minn.
— Já, það hefur alltaf ver-
ið gott milli mín og karlsins,
sagði Reimar stoltur.
— En áttu pening kæri
sonur, spurði hinn berlapp-
aði.
— Betra en það elsku
pabbi minn, sagði Reimar.
Við Nasi erum að djúsa. Og
nóg er nú vændið. Hann
benti á Kötlu og Tinnu. Þær
voru báðar stórkostlegar að
sjá. Katla þeldökk og ítölsk í
yfirbragði. Tinna Ijóshærð,
þvengmjó og föl.
— Til að sinna þess háttar
vændi þarf karlmennsku,
sagði Katla kuldalega.
— Eða með öðrum orð-
um, sagði Reimar.Viö Nasi
eigum hálfpott af sjenna.
Kondu inn hjá Svölu að ylja
þér elsku pabbi minn. Hún
er ekki heima breddan sem
betur fer svo þú þarft ekkert
aö óttast. Svala fór til Eyja
með tíunda kærastanum á
árinu að kíkja á bát. Hún trú-
lofast örugglega kokknum
áður en kærastinn kemur
henni aftur upp á bryggju.
— Mamma lúlla Ijótan
kall, sagði Lóló. Afi Eiki gó.
Fólk var fariö úr gluggum
á Bergþórugötunni. Við fór-
um öll inn. Strandamaður-
inn settist við nýja stofu-
borðið og drakk sjennann af
stút. Hann hafði betlað síga-
rettu af Kötlu. Lúkan á hon-
um var svo stór að rettan
sýndist stubbur áður en
hann tendraði. — Sé það nú
sjálfsagt að pabbi fái sér
sjúss hjá mér, hvíslaði Reim-
ar stoltur.
Strandamaðurinn var
fyndinn í byrjun en eftir því
sem dalaöi i flöskunni döpr-
uöust sögurnar. Loks leit
hann á mig og lagði hramm
yfir lúku mína á eldhúsborð-
inu. — Nasi minn, sagði Eiki.
Ég er kominn á sannleika-
stigið. Hún mamma þín
sagði einu sinni að þú værir
svo ljótur að þú líktist frekar
veru frá öðrum hnetti en
mennskum manni. Ég kink-
aði kolli. Stelpurnar flissuðu.
Reimar glotti.
— Ég hef oft sagt við hana
Gúttu systur. Segðu drengn-
um sannleikann Gútta mín.
Það er öllum fyrir bestu.
Hvenær ertu fæddur Nasi
minn, spurði hann svo.
— 17. mars 1946, svaraði
ég-
— Reiknaðu aftur í tímann
og þá sérðu hvenær þú
komst undir. Á þjóðhátíðar-
daginn 1945. Þann sautj-
ánda júní. Ég ætti að muna
það vegna þess að mér var
falið að passa hana mömmu
þína. Við komum í fyrsta
sinn til Reykjavíkur af
Ströndum bæði tvö daginn
áður með steiktar lunda-
lappir i bréfpoka því ekki átti
að eyða og spenna í sælgæti.
Já, drengurinn minn, sagði
Eiki. En hún Gútta systir
laumaðist frá mér. Enginn ís-
lendingur gæti verið jafn
Ijótur og þú Nasi minn.
Hvenær kom hann Öni
pabbi þinn til íslands?
— Hautið 1945. — En ég
hélt að ég væri fyrirburður.
— Þú ert ekki fyrirburöur
frekar en ég, sagði Stranda-
maðurinn. — Þú ert Amerík-
anasonur. Pabbi þinn var
Ferðalag franska þjónsins
09 ifinar hans bakarans
EINHVER
ÞESSARA
VERÐUR
ÞOKKADÍS
ÍSLANDS
Á morgun verður kynnt
seinna hollið af fegurðar-
drottningunum sem taka þátt
í samkeppni skemmtistaðar-
ins Moulin Rouge um Þokka-
dís íslands. Eins og PRESSAN
skýrði frá fyrir viku eru
þarna á ferð ungir drengir í
hlutverkum fegurðardrottn-
inga og af myndunum að
dæma standa þeir fyrirmynd-
unum ekki langt að baki' Úr-
slitakeppnin fer síðan fram
um næstu helgi.
ári“. PRESSAN stöðvaði hann
á göngu í miðbænum með fé-
laga sinum Gérard Cep, tví-
tugum bakara frá borginni
Dijon. Marc og vinur hans
voru dáltið slæptir á föstu-
dagseftirmiðdegi, enda búnir
að vaka í 48 tíma samfleytt,
harðákveðnir í því að láta
ekkert framhjá sér fara í land-
legunni. Skoðunarferð ,,um-
eyjuna" og skemmtun á
(,,stærsta skemmtistað í Evr-
ópu“, voru meðal þess, sem
þeir voru búnir að sjá og
gera. Hlógu bara þegar þeir
þeim hefði
stelpu og
það hefði gengið
,,trés bien“. Svo vildu þelrVrta
hvað menn fengju í kaup á Is-
fannst mesta furða að
Nekki skyldi vera kaldara
ogkvörtuðu dálítið
yfir óreglulegum
vinnutíma um borð.
Hlökkuðu til að koma
aftur til Frakklands,
en voru líka
hæstánægðir með
að hafa fengið að
ferðast um hálfan
hnöttinn.
Tækifæri sem á
varla eftir að
bjóðast þeim
Marc og Gérard
aftur í bráð.
Já, og eitt enn.
Af hverju er-
um við hætt
að byggja
torfbæi?
Það fór víst ekki framhjá
neinum í Reykjavík að þar
lögðust að bryggju tvö frönsk
herskip, því bærinn var fullur
af dátum þá þrjá daga sem
þau lágu í höfn. Einn þeirra
var Marc Ball, 22 ára þjónn
frá Auberville í Savoy-héraði,
,,þar sem vetrarólympíuleik-
arnir verða haldnir á næsta
Jason Ólafsson er einn af
okkar ungu og upprennandi
handknattleiksmönnum,
sem mikils er vœnst aft fram-
tídinni, svo madur noti orda-
lag íþróttafréttamannanna.
Þegar PRESSAN rœddi vid
Jason í fyrri viku var hann
rétt ad koma nidur á jördina
eftir ad hafa unnid frœkileg-
an sigur á Nordurlandameist-
aramótinu í handknattleik,
ásamt félögum sínum í ís-
lenska landsliðinu, skipað
leikmönnum 18 ára og yngri,
og var að vonum hress með
árangurinn.
Jason hefur sýnt hæfileika
á fleiri sviðum en því að
handleika knött. Hann var
lengi í golfi og reyndar valinn
í unglingalandsliðið í þeirri
íþrótt fyrir nokkrum árum.
Golfið stundar hann ekki
lengur, nema sér til ánægju í
sumarbústaðaferðum upp í
Þrastarskóg á sumrin. Þar
hafa tónlistarhæfileikar hans
líka komið í góðar þarfir.
Jason lærði á píanó í mörg ár,
en gaf það einnig upp á bát-
inn þegar námið í Versló og
handboltinn fóru að taka
mestan hans tíma. En hann
hefur ekki sagt skilið við tón-
listina heldur spilar áfram á
píanóið, fyrir sjálfan sig og
hefur reyndar bætt um betur,
með því að læra gítargrip af
föður sínum. Gítarinn tekur
hann svo með í sumarbústað-
inn og hann hefur jafnvel
fengið að fljóta með í keppn-
isferðum í handboltanum. En
skyldu ungu handknattleiks-
mennirnir okkar vera músík-
alskir? Jason gefur lítið út á
það. ,,Við syngjum aðallega
sigurlög," segir hann.
Jason æfir þessa dagana
með landliði 21 árs og
sem stefnir á heimsmeistara-
mót unglinga í Grikklandi í
haust, og byrjar svo '
vinnunni eftir helgi.
að aka brúðubílnum þriðja
sumarið í röð," segir Jason.
„Það er bæði lifandi
skemmtilegt starf, sem pass
ar auk þess vel með hand
boltanum."
hermaður. Offíser frá Kans-
as. Hann hét Ken Jones. Þú
heitir réttu nafni Jónas
Jones. hann Önundur forn-
sali á ekkert í þér. Það er nú
helber sannleikurinn.
Ó, Öni pabbi, hugsaði ég
sorgmæddur. Mér fannst
sem svart tjald væri dregið
fyrir augu mín. Ég var ekki
Islendingur. Aldrei gæti ég
raupað af Úlfi Óarga í fyrstu
köflum ævisögu minnar
sama hvað ég væri hispurs-
laus og hreinskiptinn. Móðir
mín hafði búið svo um hnút-
ana. Hræðilegur hefndar-
hugur greip mig. Ég ákvað
að gera eitthvað í málinu
strax.
í næstu Pressu.
Ólafur Gunnarsson
DRAUMA
DINNER
PRESSAN bað
HELGA BJÖRNSSON
leikara og söngvara að
vera gestgjafa í ímynduðu
kvöldverðarboði með alls
átta gestum. Gestirnir
máttu vera hverjir sem er,
látnir, lifandi, frægir,
skáldsagnapersónur,
teiknimyndafígúrur eða
bara vinir og vandamenn
Helga. Eina skilyrðið var
að þeir væru honum
þóknanlegir. Eftirfarandi
gestir urðu fyrir valinu
hjá Helga:
Oscar Wilde:
Hann er svo mikill sælkeri
og samkvæmisljón.
John Lennon:
Alltaf langað til að hitta
hann.
Hörður Ingólfsson:
Lífskúnstner og æskufé-
lagi sem er of langt siðan
ég hef setið með.
Sir Laurence Olivier:
Gaman að vita hvort hann
gæti ekki hvíslað að mér
einhverju leikhúsbragði.
Stefán Baldursson:
Hann hefði gott af þvi að
slaka á i góðum félags-
skap.
Sara Bernhard:
Oscar kemur ekki nema
hún komi lika.
Kolbeinn kafteinn:
Ef þetta færi að verða eitt-
hvað leiðinlegt gæti hann
rifið það upp.
Emilí Loyd:
Mætti gjarnan taka smá-
kökurnar með sér.