Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 7
F1MMTUDAGUR PRESSAN 30, MAf 1991
7
Mikil oanægja er innan kaþólska safnaðarins hér á
landi með fjármáIaumsýsluy4//recfs./o/son biskups. Harð-
ast er hann gagnrýndur fyrir sölu á húseigninni Torfufelli
42 sem hann seldi vinafólki sínu skömmu eftir að hann
kom til starfa hér á landi. bykir ljóst að eignin hafi verið
seld langt undir markaðsvirði en hún var seld á 3 milljón-
ir króna 7. júní 1988. Þá var brunabótamat hússins um
6 milljónir. Eignin hefur nú verið seld aftur á 11,5 milljón-
ir króna. Sú sala hefur vakið upp fyrri gagnrýni innan
safnaðarins.
Torfufell 42 er 140 fermetra rað-
hús sem byggt var 1974. Nokkrum
árum seinna keypti kaþólska kirkj-
an á íslandi húsið og var það notað
undir írska presta sem hér dvöldust.
t>ar sem allar tekjur kirkjunnar
koma af gjafafé þá má líta svo á að
hún hafi verið keypt fyrir gjafafé á
sínum tíma.
Þegar húsið var keypt var greitt
fyrir það fullt markaðsverð og
gerðu safnaðarmeðlimir ráð fyrir
að það verð myndi endurheimtast
þegar húsið var sett á sölu 1988. Þá
voru prestarnir horfnir af landi brott
og um leið hafði kirkjan byggt ann-
ars staðar þannig að ekki voru talin
not fyrir húsið.
VERÐIÐ HÆKKAÐI UM
7 MILLJÓNIR
Það mun síðan hafa verið eitt af
fyrstu embættisverkum Alfreds Jol-
son biskups eftir að hann kom hing-
að að undirrita kaupsamning um
sölu á húsinu. Kaupendur voru
hjónin Ásta Hansen Scobie og Grif-
fith Scobie. Griffith. sem lést
skömmu eftir að kaupin fóru fram,
var bandarískur eins og Jolson og
mun þeirra vinfengi hafa hafist áður
en Jolson varð biskup hér. Sco-
bie-hjónin voru bæði í kaþólska
söfnuðinum.
Söluverðið var 3 miiljónir króna
en brunabótamat var þá um 6 millj-
ónir. Nú hefur eignin verið endur-
seld á 11.535.000 krónur. Fram-
reiknað söluverð frá 1988 er hins
vegar 4,5 milljónirkróna. Söluhagn-
aður Ástu virðist því vera um 7 millj-
ónir króna en einhverjar endurbæt-
ur munu þó hafa farið fram á hús-
inu.
Á sínum tíma urðu miklar deilur
út af sölunni og vildu sumir meðlim-
ir safnaðarins að kaupin gengju til
baka. Aldrei kom þó tii þess.
Það er í sjálfu sér ekkert vafamál
að biskupinn hefur vald til að selja
eignir kirkjunnar en vanalega hefur
hann samráð við fjögurra manna
fjárhagsnefnd kirkjunnar. Það mun
hann ekki hafa gert á sínum tíma.
FÉKK AFSAL ÁN ÞESS AÐ HAFA
GREITT ALLT KAUPVERÐIÐ
Óánægjan út af sölunni hefur nú
blossað upp aftur meðal annars
vegna augljóss söluhagnaðar Ástu
Scobie nú þegar hún hefur selt hús-
ið. Kaupendur eru Baldur Árnason
og Kristín Fridleifsdóttir.
Torfufell 42: Fasteignamat lóðar og húss er um
7,8 milljónir króna í dag.
Það sem hefur einnig vakið furðu
manna er að kaupverð hússins var
ekki að fullu greitt þegar afsaliö fyr-
ir húsinu var gefið út. Ásta fékk afsal
fyrir húsinu 22. maí en tveim dög-
um síðar, 24. maí, undirritaði hún
sölu á húsinu. PRESSAN hefur heim-
ildir fyrir því að Ásta hafi aðeins
greitt sem svaraði tveim milljónum
króna þegar hún fékk afsalið. Eftir
að hún hafði hins vegar selt húsið
greiddi hún lokagreiðslu til kaþ-
ólsku kirkjunnar. Kaupsamningur-
inn frá 1988 finnst hins vegar ekki
þannig að erfitt er að sjá dagsetn-
ingar á greiðslum vegna sölunnar.
VALD BISKUPSINS SKERT
í KJÖLFAR MÁLSINS
„Þetta er leiðindamál og við vilj-
um sem minnst um þetta tala. Við
fjölluðum um þetta á sínum tíma og
gerðum okkar athugasemdir," sagði
einn fjárhagsnefndarmanna þegar
hann var spurður um hvort þetta
hefði orðið tilefni athugasemdar af
þeirra hálfu. Samkvæmt því sem
næst verður komist var fjárhagslegt
vald biskupsins minnkað í kjölfar
þessa máls. Hefur verið bundið
þannig um hnúta að ekki verði
hreyft við eignum kirkjunnar án
heimildar frá fjárhagsnefnd kaþ-
ólsku kirkjunnar.
Jolson hefur hins vegar oft veriö
legið á hálsi fyrir eyðslusemi og
meðal annars verið gagnrýndur fyr-
ir háan kostnað við rekstur biskups-
setursins, tíðar utanlandsferðir og
háa símreikninga.
„Það er nú orðið langt um liðið
síðan eignin var seld og ég hef ekki
heyrt neinar kvartanir út af því ný-
lega," sagði Alfred Jolson þegar haft
var samband við hann og hann
spurður um söluna á Torfufelli 42.
— En þú uarst gagnrýndur fyrir
söluna á sínum tíma?
„Þaö er langt síðan.“
— Huerjar eru þínar skýringar á
Fjarmalaumsysla biskupsins hefur
oróiö tilefni haröra deilna innan kaþ-
nklfA ctafnarSarinc;
sölunni?
„Ég vil síður tjá mig um það.“
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR mun biskup hafa borið fyrir
sig ókunnugleika varöandi íslensk-
an fasteignamarkað á sínum tíma.
Úr því ekki var hægt að breyta
neinu um kaupin þá voru þær skýr-
ingar látnar duga. Salan mun hafa
verið skráð í reikninga kirkjunnar
sem mannúðarmál.
Sigurdur Már Jónsson