Pressan - 30.05.1991, Page 10

Pressan - 30.05.1991, Page 10
Með samþykkt sinni við nauðarsamningum braut Qármálaráðuneytið sögulegt blað. í fyrsta sinn féllst það á að fella niður undanskot fyrirtækis á staðgreiðslu á sköttum starfsmanna sinna. Sá einstœdi atburdur átti sér staö í skiptarétti Arnes- sýslu í gœr aö fulltrúi fjármálaráduneytisins greiddi at- kvœöi rneö naudungarsamningi vegna Hraöfrystihúss Stokkseyrar og samþykkti þar meö aö HS þyrfti aöeins aö greiöa fjóröung af 40 milljón króna staögreiösluskatt- skuld sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkiö fellst á aö fella niöur undanskot fyrirtœkis á staögreiöslu starfs- manna sinna. Unniö hefur veriö aö málinu frá tíö fyrri ríkisstjórnar, sem tók ákvöröun um aö fara þessa leiö. Innan fjármálaráöuneytisins var hins vegar lagt aö fjár- málaráöherra aö hverfa frá þeirri ákvöröun og varaö viö fordœminu sem slikt heföi í Á fundi í byrjun vikunnar med for- sætisráðherra, fjármálaráðherra oi> sjávarútvegsráðherra sem jafnframt er þingmaður Sunnlendinga og for- svarsmönnum fyrirtækisins og hæj- arfélagsins mun hafa verið lagst á Friðrik að hnika hvergi frá ákvörð- un fyrri ríkisstjórnar. Bæði Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson munu hafa lýst þeirri skoðun sinni samkvæmt heimildum FKFSSUNN- AR. Friðrik Sophusson vildi ekki tjá sig um þau orðaskipti sem urðu á fundinum, þegar PRKSSAN ræddi við hann í gær. „Þetta er gamalt mál og arfur frá síðustu ríkisstjórn," sagði Friðrik. ÁKVÖRÐUN TEKIN í ÁGÚST í FYRRA — Þú ert fjármálaráðherra og herð ábyrgðina fyrir hönd ríkisins.- ,,Ef horft væri á málið eingöngu út frá fjárhagsstöðu ríkisins, þá er þetta áreiðanlega skynsamlegasta leiðin í þessu tilviki. En þaö er ekki eina sjónarmiðið sem ríkiö þarf að huga að. Ríkið þarf að hugsa um önnur sjónarmið, eins og jafnræöis- reglu frá sköttum. í því tilviki er þetta mál afar sérstakt. Það hefur um margra mánaða skeið verið unnið að þessu máli." Friðrik sagði að í ágúst í fyrra hefðu menn rætt um þetta, „þar á för meö sér. _ meðal forsætisráðherrann, banka- menn og fulltrúar sjóöanna. Eftir það var ákveöiö að fara sérstaka leiö með þetta mál í gegnum nauð- arsamninga og freista þess að fá kröfuhafana til þess að falla frá ákveðnum liluta krafnanna, enda yrði gjaldþrotið dýrara fyrir alla að- ila." — Þú heföir getað tekið annan pól í hæðina. ,,.lá, en spurningin er sú, hvort það er siðlegt þegar húið er að vinna að þessu máli meö þessum hætti mánuöum saman, að koma þá á síöustu stundu og koma í veg fyrir þaö að fjöldi kröfuhafa fallist á þaö að gefa verulegan afslátt á sínum kröfum" — Þetta hlýtur að gera allt þitt starf miklu erfiöara í framtíðinni gagnvart þeim fjölda fyrirtækja sem eru í svipaöri stöðu. „Þetta er arfur frá síöustu rikis- stjórn. Ég mun fylgja þeirri stefnu að ekki verði hægt að semja um vörsluskatta sem fyrirtæki eru með. Það er skýr stefna okkar." Viðmælendur PRESSUNNAR sögðu að samkomulagiö frá því í ág- úst í fyrra væri meöal annars tilkom- ið vegna tengsla Margrétar Frí- mannsdóttur formanns þingflokks Alþýðubandalagsins við fyrirtækiö, en Margrét var oddviti Stokkseyrar- hrepps og mun hafa komið að mál- Davið Oddsson forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og þingmaður Sunnlendinga, lýstu þeirri skoðun sinni að standa bæri við ákvörðun fyrri rikisstjórnar, sem lagði grunninn að nauöarsamningunum. Af- staða Friöriks og embættismanna i fjármálaráðuneytinu fékk litlu ráðið um niðurstöðuna inu á tímabili Ólafs Ragnars Gríms- sonar í fjármálaráðuneytinu. HEILDARKRAFA RÍKISINS NAM 55 MILUONUM KRÓNA Hraðfrystihús Stokkseyrar skuld- aði ríkissjóöi staögreiðslu skatta, sem fyrirtækiö hafði dregið af starfsmönnum sínum, en haldið eft- ir og notað í reksturinn. Þetta er á ótvíræðan hátt í andstöðu viö gild- andi lög og varðar sektum eöa fang- elsun. Höfuöstóll staðgreiðsluskatt- skuldar HS nam 25 milljónum, en meö viöurlögum nam skuldin á hil- inu >10 til 45 milljónum. Þessa upp- hæð dró HS reyndar í efa, taldi að viöurlög heföu veriö ofreiknuö. En heildarkrafa ríkisins nam 55 millj- ónum króna. Hingað til hafði fjámiálaráðu- neytið alfarið lagst gegn samþykkt nauöarsamninga er fælu það í sér að staögreiðsluskuldir skatta féllu niður eða lækkuöu. Hér er því um algert einsdæmi að ræða. Samþykkt nauðarsamningsins fel- ur í sér að HS staðgreiðir fjórðung heildarkrafna eða um 40 milljónir króna af tæplega 150 milljónum. Ríkið fær um leiö um 14 milljónir af heildarkröfum sínum. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR gerði fjármálaráðuneytið þann fyrirvara við samþykkt samn- ingsins að refsiþáttur málsins væri samkomulaginu óviðkomandi. Ráðuneytið íiefur því ekki fallið frá rétti sínum til að kæra forráðamenn HS fyrir að halda eftir staögreiðsl- unni og nota í reksturinn. Á hinn hóginn liggur fyrir ótvíræð laga- heimild til handa ríkinu að ganga á þennan hátt frá skattskuldum og meö skattalagabreytingum frá 1989 telst skattskuld vegna staðgreiðslu almenn krafa. en ekki forgangs- krafa. ATVINNUTRYGGINGASJÓÐUR LÁNAR NÚ 90 MILUÓNIR Á nauðungarsamningsfundinum í skiptarétti Árnessýslu voru það tveir langstærstu kröfuhafarnir, Landsbankinn og ríkissjóður, sem samþykktu samninginn. Heildar- kröfur voru hátt í 150 milljónir króna, en krafa ríkisins var um 55 milljónir eða um 37 prósent og krafa Landsbankans um 65 milljónir eða um 45 prósent. Aðeins fulltrúi Olís, sem átti kröfu upp á 1,6 milljónir eða 1,1 prósent greiddi atkvæði á móti. Aðrir kröfuhafar sátu hjá. Á síðasta ári felldi Stokkseyrar- hreppur niður skuldir HS og með nýju fjármagni átti hreppurinn 15 milljónir króna í fyrirtækinu, um 80 prósent hlutafjár. Síðar á árinu kom tii kasta Hlutafjársjóðs sem lagði um 170 milljónir króna í fyrirtækið og eignaðist þar með nær 90 prósent hlutafjár. Nauðungarsamningurinn nú felur um leið í sér að fyrirtækið losnar við liðlega 110 milljóna króna skuldir gegn greiðslu á um 40 millj- ónum króna til kröfuhafa. Nauðungarsamningurinn felur að auki í sér að þar sem þessar skuldir eru afgreiddar kemur til afgreiðslu til handa HS eldri samþykkt frá At- vinnutryggingasjóði útflutnings- greina um lán upp á 90 milljónir króna. Staða fyrirtækisins hefur því snarbreyst á örskömmum tíma. „Þetta þýðir einfaldlega að fyrir- tækið verður rekstrarhæft. Það blasti ekkert annað við en gjaldþrot ef samningar hefðu ekki tekist, en með þessu má segja að fyrirtækið komist á réttan kjöl.” sagði Stefán Runólfsson framkvæmdastjóri HS. „Þetta kemur byggðarlaginu óneitanlega vel. Hér byggist allt á því aö íyrirtækið geti haldist starf- andi. enda 70 prósent hreppsbúa beint með framfærslu frá fyrirtæk- inu." sagði Grétar Zophaníasson, sveitarstjóri og varastjórnarmaður í fyrirtækinu. Fridrik Þór Guðmundsson og Kristján' Þorvaldsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.