Pressan - 30.05.1991, Side 16

Pressan - 30.05.1991, Side 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAl 1991 PRESSAN Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnctr Smári Egilsson, Kristján Þorvaidsson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunníir Hilmarsson. Rltstjórn, skriístofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun sklptlborös: Ritstjóm 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuói. Verð í lausasölu 170 kr. eintakiö. Ósvífni landbúnaðarins FJÖLMIÐLAR Leiðarar frá þingi en ekki ritstjórnum Nú er Svavar Gestsson byrj- aður að skrifa leiðara í Þjóð- viljann og Össur Skarphéð- insson í Alþýðublaðið. Ég man þá tíð að Össur barðist hatrammri baráttu sem ritstjóri Þjóðviljans fyrir frelsi ritstjórnarinnar frá ægi- valdi flokkseigenda. Þá boð- aði hann nauðsyn þess að rit- stjórn Þjóðviljans hefði vald til þess að velja sér viðfangs- efni eftir eigin samvisku og frelsi til að taka þau þeim tök- um sem ritstjórnin taldi rétt- ust. Slíkt átti að vera blaðinu fyrir bestu og reyndar einnig flokknum til góðs. Nú kann að vera að Össur hafi lært að sú sjálfsgagnrýni sem Alþýðubandalagið gekk í gegnum í kjölfar ritstjóratíð- ar hans hafi ekki gert flokkn- um gott. Alla vega virðist hann ekki telja að sinn nýi flokkur hafi gott af leiðara- skrifum í Alþýðublaðið sem komi utan þingflokksins. Ég sakna hins vegar þeirrar sjálfsvirðingar blaðamanna sem afstaða Össurar var eitt sinn afsprengi af. Það er líka eitthvað sem segir mér að leiðaraskrif þeirra Svavars og Össurar séu ekki heldur holl flokkunum þeirra. Þeir hafa báðir ágætan vettvang á þinginu og ættu að eftirláta öðrum leiðarana. Gunnar Smári Egilsson „Að mörgu leyti er samnefnari á milli hugmyndafræði þessara hreyfinga og nasism- ans. Þetta er það sem kallað hefur verið alræðishugmynda- fræði." ■■■^■■■■■^■■M^HMHI^HH MAGNÚS GUÐMUNDSSON BARÁTTUMAÐUR GEGN UMHVERFISVERNDARSAMTÖKUM í PRESSUNNI í dag er greint frá að það kostar almenning næst- um tvisvar sinnum meira að mennta búfræðing en tann- lækni. Og það er sex sinnum dýr- ara að halda búfræðingnum að námi en nema í Stýrimanna- skóla Islands. I raun skera þeir skólar sem heyra undir landbúnaðarkerfið sig frá öllum öðrum skólum. Kostnaður ríkisins við hvern nemanda þar er margfalt meiri en í þeim skólum sem heyra und- ir menntamálaráðuneytið. Sjálfsagt er flestum orðið Ijóst að þeir í landbúnaðarráðuneyt- inu líta á peninga sem skít. Þeir telja það sitt æðsta markmið að seilast í sameiginlega sjóði lands- manna og eyða þaðan eins miklu og þeim er unnt. Og þeim hefur oröið vel ágengt. Þess vegna sitj- um viö uppi með rándýr mennta- setur sem framleiða búfræðinga til að vinna við ónýta atvinnu- grein. Kannski er ekki hægt að gera kröfu til þess að þeir í landbún- aðarráöuneytinu breytist. Það er hins vegar hægt að gera þá kröfu til þeirra stjórnmálamanna sem hafa ekki smitast af hugmyndum þeirra að þeir stöðvi vitleysuna. Huldu- konur stjórn- málanna „Einhver sagði að nú hlyti amma mín aftur að hafa verið að verki...“ Steingrfmur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra. „Það er slæmt að þurfa að synda hér í þunnu fjallaloftinu án þess að fá súrefni." Jón Helgason tlokksstjóri fslenska sundlandsllðs-lns I Andorra. Skoöanabróöir Stefáns „Rudi, leikarar eru það lægsta af öllu lágu.“ Ætlar hann að fá sér traktor? „En hér er heillandi viðfangsefni. Þetta er óplægður akur.“ Elður Guðnason umhverílsráðherra. Bestværi að hafa engan „Það kemur í Ijós hvort við getum rekið hælið með einum lækni. Þetta er bara fyrsti leikur af mörgum.“ Jðn Krístlnsson formaður starfsstjómar hellsuhællslns í Lífið er ekki landhelgisdeila íslendingar munu senn þurfa að taka ákvörðun um það hvort þeir vilja gerast aðilar að hinu sameiginlega efnahagssvæði Evrópu- bandalagsins og EFTA-ríkj- anna eða ekki. Það verður afdrifarík ákvörðun á hvorn veginn sem hún verður. Ymsir stjórnmálamenn með sjávarútvegsráðherra fremstan í flokki halda því nú ákaft fram að aðild komi ekki til greina nema við náum fram ýtrustu kröfum okkar um tollfrjálsan aðgang fyrir sjávarafurðir að hinu sameig- inlega efnaltagssvæði. Þetta er skammsýnt sjónarmið byggt á fáfræði og fordóm- um. Ákvörðunina á auðvitað að byggja á rólegri yfirvegun raka með og á móti. Hver er ávinningurinn af aðild? Hvert er tapið? Evrópska efnahagssvæðið snýst fyrst og fremst um atikna fríverslun með iðn- varning og þjónustu og óltindraða fjármagnsflutn- inga milli þátttökuríkjanna og síðast en ekki síst sameig- inlegan vinnumarkað allra nítján aðildarríkja Evrópu- bandalagsins og ÉFTA. Ég undirstrika iðnvarning |jví í samningunum eru land- búnaðarafurðir og um leið sjávarafurðir að mestu leyti undanskildar. Það er alkunna að allt aðrar reglur gilda um milliríkjaverslun með land- búnaðarvörur en iðnvarning. Kalla má það ólán íslendinga að sjávarafurðir skuli flokk- aðar með landbúnaðarvörum. Hugsanlegt tap okkar af aðild að evrópska efnahags- svæðinu er harla lítið. í versta falli verður niðurstaðan varð- andi málefni sjávarútvegs óbreytt ástand frá því sem verið hefur. En aukin fríversl- un með iðnvarning og þjón- ustu verður íslendingum ekki síður en öðrum hagstæð. Sömu sögu er að segja af óhindruöum fjármagnsflutn- ingum. íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að reglur um fjárfestingu erlendra aðila séu rýmkaðar en fyrir það verður girt að útlending- ar geti fjárfest í sjávarútvegi og orkuvinnslu eða keypt miklar jarðeignir. Framsal valds til yfirþjóð- legra stofnana og skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þjóðar- innar verður því sem næst ekkert en auðvitað getum við ekki haft sjálfdæmi um ágreining við erlenda aðila sem kann að rísa innan ramma stofnsáttmálans um efnahagssvæðið. Sjálfstæður úrskurðaraðili eða dómstóll um ágreining af þessu tagi — og engu öðru tagi — er óhjá- kvæmilegur. Ávinningurinn lægi á hinn bóginn ekki síst i sameigin- legum vinnumarkaði. Reynslan sem íslendingar myndu öðlast af fjölbreyttum störfum um Evrópu þvera og endilanga gæti orðið íslensku atvinnulifi ómetanleg lyfti- stöng. Gríðarlegum fjármun- um er nú varið til að kosta fs- lendinga til náms í útlöndum. Þjóðernissinni kvart-þjóðar Ef menn vilja líta svo á að það búi tvær þjóðir í landinu verður Egill Jónsson að telj- ast til heiftugustu þjóðernis- sinna. Svo hatrammlega dregur hann taum annarrar þjóðarinnar og svo skeyting- arlaus er hann um hina. Þessi kenning um tvær þjóðir í landinu væri líklega ekki til ef ekki væri fyrir stjórnmálamenn á borð við Egil Jónsson. Hún er í raun af- sprengi kjördæmapots og einfeldningslegrar pólitíkur þeirra. Endalaus samanburður á aðstöðu fólks í fámennum byggðarlögum og jafnvel dreifbýli við aðstöðu þeirra sem búa á höfuðborgarsvæð- inu hlýtur alltaf að vera dreif- býlinu í óhag. Það segir sig sjálft að það er ódýrara að veita fjölmennari byggðar- lögum þjónustu en fámenn- En það þarf enginn að fara í grafgötur um að starfsreynsla vegur þyngra á lóðarskálum verðmætasköpunar en skóla- lærdómur. Hættan á því að ís- lendingar setjist í ríkari mæli að erlendis en verið hefur er léttvæg í samanburði. Loks er það að nefna að með aðild að evrópska efna- hagssvæðinu verðum viö þátttakendur í róttækri póli- tískri, efnahagslegri og menningarlegri umsköpun þess heimshluta sem Islend- ingar hafa alltaf talið sig til- heyra. Þröngsýni manna sem halda að saga íslendinga í samfélagi þjóðanna sé ein samfelld landhelgisdeila má ekki útiloka þátttöku okkar í framtíðinni. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA i Genf ari. Það er hagkvæmara að byggja upp hitaveitu fyrir stórt byggðarlag en lítið. Það er kostnaðarsamara að leggja vegi um strjálbýlt byggðarlag en þéttbýlt. En það er ekki þar með sagt að þessi aðstöðumunur sé náttúrulögmál. Ibúar hinna þéttbýlli svæða eru fús- ir til að greiða niður þjónustu til þeirra sem búa á óhag- kvæmum svæðum, einkum heilbrigðisþjónustu og annað sem talist getur til sjálfsagðra mannréttinda. Sama má segja um upphitunarkostnað að einhverju marki og jafnvel margt fleira. En um þetta hefur ekki myndast nein samstaða með- al þjóðarinnar og orsökin liggur án ef hjá Agli Jónssyni og félögum hans á Alþingi. í fyrsta lagi hafa þeir gegnum árin ausið svo samviskulaust úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til gæluverkefna í eigin kjördæmum að þeir hafa sáð fræjum efasemda í huga íbúa þéttbýlisins. í fæst- um tilfellum hafa þessir fjár- munir farið til mála sem eru almenningi í dreifbýlinu til raunverulegra hagsbóta. Og í öðru lagi hafa Egill og félagar staðið svo fast á móti hverju því lítilræði sem kynni að verða til að bæta kjör þéttbýl- isins að efasemdirnir hafa fengið að blómstra. Verk þeirra hafa því breikk- að bilið á milli íbúa þéttbýlis- ins og höfuðborgarinnar. Þeir hafa komið í veg fyrir að sam- staða takist um sjálfsagða jöfnun á aðstöðu fólks. Afstaða Egils Jónssonar er álíka einstrengingsleg og ólíkleg til sátta og stefna Jón- asar Kristjánssonar ritstjóra. Munurinn á þeim tveimur felst einkum í því að hug- myndir Egils verða stundum að verkum. Egill er því miklu hættulegri en Jónas. ÁS o o TZÚ\ EKKÍ AÐ þBm A9 GEMPri 4£> ÉCr sk oö- HÐVCClAp. AF EÍWV&&U B/LTiS&AQMPi í KífVAtll ÉG 5EM ER ItTAMÍKÍfRÁÐHE&A Í5LA/VP5 HBSL \ OpíVBCJUlí J WEÍ/sfeókfc/»I ECr víl fA Af> H/BVGJA r Lc6FRÆ.t>iN&íN/V MlA/A//

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.