Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAI 1991 Gjaldþrota vödvabuntí skaðabótamál Hann Pétur Pétursson lœknir ú Akureyri er ekki öf- undsverdur um þessur mund- ir. Hann er búinn ad fú öll uödvabúnt landsins ú móti sér. 35 þeirra hafa stefnt hon- um fyrir aö segja ad þau séu eistarýr hormónasprautu- frík. Vöðvabúntin 35 krefjast þess að Pétur greiði þeim 10,5 milljónir króna eða 300 þúsund krónur á búnt, auk kostnaðar og vaxta. Pétur viðhafði meint óvið- urkvæmileg og skaðleg um- mæli í útvarpsþætti 10. apríl og mun reyndar aðallega hafa átt við vaxtarræktar- menn, en margir þeirra eru sem kunnugt er um leið kraft- lyftingamenn. Það er því kannski kaldhæðni örlag- anna að liðlega tveimur vik- um eftir að Pétur gerðist op- inskár um vöðvabúntin hafði skiptaráðandinn í Kópavogi úrskurðað að Kraftlyftinga- samband íslands skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Kannski voru vöðvabúntin heppin að búa ekki í umdæmi sýslu- manns Reykjaness og bæjar- fógetans í Hafnarfirði, Mús Péturssonar, bróður Péturs læknis (og Púls Péturssonar þingmanns og skuggaráð- herra). Kraftlyftingasambandið var svo óheppið að lenda í þroti eftir að hafa haldið Evr- ópumeistaramót í fyrrasum- ar. Það hélt veislu í húsnæði Flugleiða, sem kostaði 400 þúsund krónur. Þennan kostnað átti að dekka auglýs- ingasamningur við Grunda- kjör og gæsla á tónleikum sem tvö hlutafélög efndu til. En Grundakjör fór á hausinn og hlutafélögin tvö voru guf- uð upp þegar þeir sterku komu til að rukka. Hart er í heimi, hvat. Hið eina og sanna skugga- ráðuneyti Framsóknarmenn eru sem kunnugt er búnir aö mynda svokallaö skuggarúöuneyti, aö hœtti Engilsaxa. En hiö eina sanna skuggarúöuneyti er hins vegar til og í því eru aöeins þrír rúöherrar, Davíð Oddsson, Halldór H. Jónsson og lndriði Pálsson. Halldór H. Jónsson er for- sætisráðherra skuggaráðu- neytisins og fer að auki með samgöngumál (málefni skipafélaga, flugfélaga og þess háttar), iðnaðarmál, fjár- mál og sjávarútvegsmál. Hall- dór hefur mikla reynslu að baki í Eimskip, Flugleiðum, Islenskum aðalverktökum, Sameinuðum verktökum, Sjóvá, Skeljungi, ÍSAL, Steypustöðinni, Áburðar- verksmiðjunni og fleiri fyrir- tækjum. indriði Pálsson fer með við- skiptamál (olíuinnkaup, bankamál og fleira), dóms- og kirkjumál, landbúnaðarmál, félagsmál og innanríkismál. Indriði hefur eins og Halldör' mikla reynslu á sviði atvinnu- mála, t.d. í Skeljungi, Eim- skip, Flugleiðum, íslands- banka, Úrval-Útsýn og fleiri fyrirtækjum. Hann er líka stórmeistari Frímúrarareglu íslands. Davíð er með í skuggaráðu- neytinu af því að það er ein- faldlega ekki hægt að horfa framhjá honum og betra að hafa hann með sér en gegn sér. Hann sér um afganginn af ráðuneytunum, meðal annars menntamálaráðu- neytið, af því að hann lék einu sinni Bubba kóng og heilbrigðisráðuneytið, af því að hann var einu sinni for- stjóri Sjúkrasamlags Reykja- víkur. Og af því að þetta eru einu ráðuneytin þar sem hægt er að beita niðurskurð- arhnífnum. Meðfylgjandi mynd úr Frjálsri verslun sýnir skugga- ráðuneytið að störfum. VIÐSÝNN LÖGMAÐUR Á SÝNINGU YOKO Haldi einhver því fram að Haraldur Blöndal lögmaður sé þröngsýnn maður, jafnvel einsýnn eða blindur á vinstra auganu, þá er það misskilningur. Har- aldur er í höpi þeirra þúsunda sem hafa litið inn á sýningu Yoko Ono á Kjarvalsstööum og þaö var einkum sjónauki sem vakti athygli hans. Haraldur skoðaði hann í bak og fyrir áður en hann kikti í gegnum linsuna. Þeim sem enn hafa ekki kíkt á sýninguna skal bent á að henni lýkur á sunnudag. Kennsla í greiðslukorta notkun / blaöi kennarafélagunna er greint frú því aö nú þyki tímabœrt aö kenna börnum og ung/ingum meöferö tékku og greiöslukortu. f fréttinni segir m.a.:,,Paö vilja sjúlfsagt allir koma í veg fyrir aö ung- um þrotamönnum fjölgi en uö ýmsu þarf uö gú úöur en skólakerfiö er lútiö bjargu hlutunum og draga mú í efa aö þaö séyfirleitt ú valdi skól- ans aö bœta þar úr." Hingað til hefur ekki þurft langan tíma né flókið náms- efni til að kenna fólki hvernig á aö nota tékka og greiðslu- kort og hugsanlega mætti hanna hermilíkan sem sýnir skólabörnum hvað gerist ef þau kunna ekki að nota kort- in sín rétt. Það verður bara að passa upp á að gera hlutina ekki svo flókna að blessuö börnin haldi að greiðslukort séu peningar. TENGSL Hallur Hallsson frétta- maður vann einu sinni á Morgunblaðinu eins og Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra sem bjó einu sinni á Selfossi eins og Jón B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip sem einu sinni var íþrótta- fréttamaður á Sjónvarpinu eins og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður sem lék i fyrstu deild í blaki eins og Samúel Orn Erlingsson íþróttafréttamaður sem er Þróttari eins og Magnús V. Pétursson dóm- ari sem rekur heildverslun eins og Rolf Johansen forstjóri sem er Reyðfirðingur eins og • Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður sem er bar- áttumaður gegn áfengisböl- inu eins og Pétur A. Maack forstöðu- maður sem lokið hefur emb- ættisprófi í guðfræði eins og Herra Olíifur Skúlason biskup sem er Víkingur eins <>g Hallur Hallsson frétta- maður. KYNLÍF Vinakórar og kynlíf í fjölmiðlum Þegar ég var lítill stelpu- hnokki var mikið fjör aö vera úti á kvöldin, fara í ýmsa leiki, fá roða í kinnar og syngja með krökkunum ýmsar þjóðlegar vísur, þar á meöal heilmikinn bálk sem hófst svona: ,,Ég fór á ball, séra, séra — það var nú rall, séra, séra — halel- úja, séra, séra, halalúja." Þetta voru magnaðar klám- vísur svo ekki sé meira sagt og ætli það hafi ekki verið mín fyrsta vitneskja um samfarir milli karls og konu. í vísunni „stakk hann honum inn" og svo kyrjuð- um við halelúja a/ öllum lífs og sálarkröftum: Ó, hve glöð er vor æska! Að sjálf- sögðu ekki orð um ein- hverjar smokkalufsur í halelúja söngnum. Óformleg fræðsla um kynlíf, þar á meðal í áður- nefndum gleðivísum, er gegnumgangandi í daglegu lífi ekki hvað síst í fjölmiðl- um. Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvaða áhrif fjölmiðlar hafi á hegðun og viðhorf fólks. Niðurstöður erlendra kannana, sem framkvæmdar hafa veriö um áhrif fjölmiðla á kyn- liegöun unglinga, hafa til dæmis verið mótsagna- kenndar. Þrátt fyrir það dregur enginn í efa að ungl- ingar, jafnt sem aðrir, læri heilmikið um kynlíf í gegn- um fjölmiðla og þá er ég aö tala um sjónvarp, útvarp, dægurlög, auglýsingar og kvikmyndir. Fyrir stuttu síðan sá ég auglýsingu þar sem talað er um að hún (vel klædd, ung . kona með framayfirbragð) sé „hrifin af þeim ungu og spræku" en hún var að auglýsa ákveðna bíltegund. Ég hef heyrt talað um spræka stráka en ekki spræka bíla. Kynlíf er notað grimmt til að selja auglýsingar og í þessu dæmi sem ég nefndi er bara búið að snúa hefð- bundna dæminu við. Nú er það konan sem óbeint líkir saman sprækum karl- mannsgæðingum og bílfák- um — hér áður fyrr lá hún uppi á húddinu í ögrandi stellingu. Óðruvísi mér áð- ur brá. En ein besta auglýs- ingin sem ég hef séð og sem fjallar beint um kynlíf er erlend sjónvarpsauglýs- ing um smokkinn. Þar eru smókkar settir í hóp hluta sem allir stuðla að forvörn- um hvað heisluna varðar. Fyrst kemur bútur um öryggishjálma, síðan sólar- krem og svo loks smokk- inn. Eins og einhver sagði þá lærum við heilmikið um hvað sé sexý en lítið um að vera ábyrgur í sínu kynlífi. Það er óþarfi að fara í fýlu þótt minnst sé á ábyrgð í sambandi við kynlíf. Ábyrgt kynlíf þarf ekki að vera neitt lejðinlegt, óspennandi og óróman- tískt. Það er til að mynda ekkerl rómantískt að fá kynsjúkdóm af því hún þorði ekki að biðja hann um að nota smokkinn af því að þá héldi hann að hún væri lauslát gella. Það er ekkert sexý við það að fara í fóstureyðingu af því hún hélt að stelpur gætu ekki orðið ófrískar við fyrstu samfarir. Fjölmiðlar sýna ýmislegt sem viðkemur kynlífi og ekki alltaf á neitt sérstak- lega raunsæjan eöa upp- byggilegan hátt fyrir kyn- ferðislega velferð okkar. Af þeim sökum hefur banda- rísk stofnun á sviði fjöl- skylduáætlunar unnið að því um nokkurt skeið að kynlíf sé sýnt á heilbrigðan og ábyrgan máta í fjölmiðl- um. Síðan 1986 hefur stofn- unin veitt verðlaun, í formi háskólastyrks, til aðila í fjölmiðlabransanum sem skara fram úr hvað þessi mál varðar. Þessi stofnun hefur gefið út leiðbeiningar sem eiga að stuðla að því að heilsteyptari mynd sé gefin af kynlífi en hingað til hefur verið gert. í þeim eru . . . það er til að mynda ekkert rómántískt að fá kynsjúkdóm af því að hún þorði ekki að biðja hann um að nota smokkinn af því að þá héldi hann að hún væri lauslát gella. framleiðendur fjölmiðla- efnis hvattir til að sýna að ekki einungis unga, fallega og ógifta fólkið sé kynver- ur. Sömuleiðis að snerting og væntumþykja þurfi ekki alltaf að enda á samförum. Sýna verði fram á að um- ræða á milli foreldra og barna um kynferðismál er mikilvæg og að hún geti verið jafn eðlileg og sjálf- sögð og önnur umræða inni á heimilinu. Sýna ætti fram á afleiðingar þess að notá ekki getnaðarvarnir eða kynsjúkdómavarnir (smokkinn) við kynmök. Það ætti að forðast að tengja saman ást of öfbeldi. Til dæmis ætti að sýna að nauðgun sé ofbeldisglæpur en ekki ástríðuglæpur eins og margir halda. Notkun getnaðarvarna ætti að sýn- ast vera sjálfsagður þáttur í nánum samböndum. Margt fleira tína þeir til í leiðbein- ingunum sem of langt mál er að fara út í hér. Það væri fróðlegt verkefni fyrir nem- endur í félagsfræðum — eða þá sem áhuga hafa — að gera úttekt á viku- skammti fjölmiðlaefnis með tilliti til kynferðis- mála. Hvernig er ástandið hér á landi? Hvað lærum við um kynlíf? Gleypum við það hrátt í okkur? Berum við okkur saman við ímyndirnar? Trúum við öllu sem þar kemur fram? Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.