Pressan - 30.05.1991, Side 26
2b
LISTAPÓSTURINN
Skúlptúrgarður
í Hafnarfirði
Nú líður að Listahátíð í
Hafnarfirði. Af fádæma
myndarskap hefur bæjar-
félagið gengist fyrir stór-
fenglegri dagskrá sem
mun gleðja ekki bara
Hafnfirðinga.
Eitt það athyglisverð-
asta við hátíðina er þó
uppsetning svonefnds
skúlptúrgarðs þar sem
heimsþekktir listamenn
munu ánafna garðinum
verk sín svo að verðmæti
hans mun eflaust verða
talið í svimandi fjárhæð-
um. Þessir sömu lista-
menn munu þiggja hús-
næði og vinnuaðstöðu í
boði bæjarfélagsins en
Listamiðstöðin i Straumi
mun leika þar stórt hlut-
verk. Það væri kannski
umhugsunarefni fyrir
hugmyndafræðinga borg-
armeirihlutans í Reykja-
vík að æði lengi hafa ís-
lenskir myndlistarmenn
notið gistivináttu í öðrum
löndum en ekki hefur
þótt ástæða til að koma
upp viðlíka aðstöðu fyrir
erlenda listamenn hér.
Það er kannski von til að
monthalamenningin láti
þetta til sín taka ef borg-
aryfirvöld sjá sér ein-
hverja gróðavon í því.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Söngskólinn
flytur tvö
óperuverk
A föstudaginn flytur Söng-
skólinn í Reykjavík tvö óperu-
verk í Islensku óperunni:
Ráðskonuríki eftir Pergolesi
og Rita eftir Donizetti. Tveir
söngvarar þau Þóra Einars-
dóttir og Loftur Erlingsson
syngja í Ráðskonuríki og þrír
í Ritu þau: Hanna Dóra
Sturludóttir, Jón Rúnar Ara-
son og Ragnar Davíðsson.
Það er Halldór E. Laxness
sem leikstýrir verkunum.
FIMMTUDAGUR
30. MAÍ 1991
Listahátíð og alþjóðleg vinnu-
stofa í Hafnarfirði í júní
Þorgeir Ólafsson listfrœöingur í spjalli
..Hugmyndin ad listahútíö
kviknadi í sambandi við fyrir-
hugada alþjódlega vinnu-
stofu íStraumi," sagdi Porgeir
Ólafsson listfrœdingur og rit-
ari framkvœmdanefndar um
Listahátíð í Hafnarfirði í sam-
tali við PRESSUNA. Á hátíð-
inni mun koma fram fjöldi
listamanna og af tónlistar-
fólki má nefna Sigrúnu Eð-
valdsdóttur fiðluleikara sem
mun halda tónleika í Hafnar-
borg 30. júní og Óperusmiðj-
una sem mun flytja Ijóðadag-
skrá á Jónsmessu í Hafnar-
borg.
„Þetta er þriðja alþjóðlega
vinnustofan sem haldin verð-
ur í heiminum," sagði Þorgeir.
Hinar tvær voru í Svíþjóð og
Mexíkó. Næsta ár mun hún
verða starfrækt í Frakklandi
en þarnæst í Finnlandi."
Nú hafa liinir erlendu þátt-
takendur í vinnustofunni
ákveðið að gefa verk stn en
verðmæti þeirra er metið á
um 250 milljónir. Er fordœmi
fyrir því?
„Nei, í Mexíkó til dæmis
voru verkin seld fyrir háar
fjárhæðir. Listamönnunum
þótti bara svo sniðugt og
spennandi að koma til íslands
að þeir buðust til aö gefa
verkin strax og hugmyndina
um höggmyndagarðinn bar á
góma. Það má kannski hugsa
sér að nær útilokað hefði ver-
ið að selja verkin hér heima á
|)ví verði sem listamönnun-
um býðst erlendis. Við feng-
um út verðmæti garðsins
með |)ví að kanna verð sam-
bærilegra listaverka þeirra
listamanna sem hérna munu
starfa á vinnustofunni. Meðal
þeirra erlendu listamanna
sem taka þátt eru: Sebastian
og Rowena Morales frá Mexí-
kó, Sonia Renard frá Frakk-
landi og Jesus Beutista Moro-
les frá Bandaríkjunum.
Sá frægasti er án efa Seb-
astian en á listahátíðinni
verður mjög stórt verk eftir
hann og væntanlega það
stærsta á sýningunni. Verkið
er mjög dæmigert fyrir stíl
hans en flest verk hans eru
samansett úr mörgum eining-
um, kassalaga hlutum sem
hann raðar saman. Verk Seb-
astians verður einnig verð-
mætasta verkið á sýning-
unni. Nokkrir íslenskir lista-
menn hafa einnig ákveðið að
gefa verk sín. Þar má nefna
þau: Brynhildi Þorgeirsdótt-
ur, Magnús Kjartansson,
Kristján Guðmundsson og
Steinunni Þórarinsdóttur.
Sverrir Ólafsson mun síðan’
gera verk þar sem allir lista-
mennirnir munu greypa nöfn
sín.
Höggmyndagarðurinn sem
mun verða vígður í lok lista-
hátíðar verður á svokölluðu
Víðistaðatúni. Hér er um að
rœöa fyrsta höggmyndagarð
sinnar tegundar á fslandi þ.e.
sem ekki er í tengslum við
einstök listamannasöfn. AF
menningi mun gefast kostur
á að fylgjast með starfinu á
hinni alþjóðlegu vinnustofu
og verður hún opnuð með
pompi og pragt I. júní klukk-
an 15.
„Við fengum fjöldann allan
af fyrirspurnum víðsvegar að
úr heiminum um þátttöku í
vinnustofunni," sagði Þorgeir.
„Tónleikadagskráin verður
einnig mun veglegri en við
Víðistaðatún.
áætluðum í upphafi og við
ákváðum strax í byrjun að slá
í engu af kröfunum. Það verð-
ur semsagt topptónlistar-
fólk.“
Er þessi hátíð ekki svolítið
stór biti að kyngja fyrir lítiö
bœjarfélag eins og Hafnar-
fjörö?
„Stærsti þátturinn í þvi aö
gera þessa hátíð að veruleika
er dugnaður og áhugi lista-
mannanna í Straumi. Svo
vilja hlutirnir ganga snurðu-
lausara fyrir sig í smærri bæj-
um en til dæmis i Reykjavík
þar sem allt er mun
þyngra í vöfum. Það
hefur veriðannar
skilningur og áhugi í
Hafnarfirði svo einfalt
sem það er.
Mér finnst
Höggmyndagarðurinn
stórkostleg hugmynd
og frábært að
skuli verða að
veruleika. Ég held líka
að Höggmyndagarður
inn sem slíkur muni hafá
mun meiri áhrif á
ímynd Hafnarfjarðar
þegar fram í sækir en
fólk almennt gerir sér gre.
fyrir nuna.“
Er œtlunin að endurtaka
þetta ef vel tekst til?
„Ef þetta gengur vel núna
höfum við fullan áhuga á að
endurtaka þetta. Það yrði þá
væntanlega eftir tvö ár. Við
höfum einnig verið að velta
fyrir okkur möguleikunum á
því að taka þátt í verkefni á
vegum Unesco. Um er að
ræða alþjóðlega vinnustofu
barna þar sem börn víðsveg-
ar að úr heiminum taka þátt,"
sagði Þorgeir að lokum.
Listahátíðin verður form-
lega sett í menningarmið-
stöðinni Hafnarborg, laugar-
daginn 15. júní kl. 14. að við-
staddri Vigdísi Finnbogadótt-
ur forseta íslands.
Eitt verka Sebastians