Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991
29
Jón Gunnarsson
gröfumaður er Is-
landsmeistari í sjómanni
— meóal annars
vegna þ^s að ekki
hefur vei jö keppt um
titilinn síðan Jón vann
hann 1983. Jón, sem borið hefur við-
urnefnið Túrbó, varð reyndar íslands-
meistari á hægri hönd því vinstri
hönd hans lét undan í úrslitaviður-
eign við bróður hans Konráð Gunn-
Hjalti „Úrsus" Árnason er
eitt af tröllum nútímans.
Hann varð fyrstur íslend-
inga til að lyfta tonni í kraft-
lyftingakeppni.
Reynir Örn Leósson er hér færður í
hlekki af lögreglunni á Keflavíkur-
flugvelli undir ströngu eftirliti fjöl-
miðla. Reynir reif sig lausan og
braust síðan út úr fangaklefanum —
áður hafði hann fengið leyfi Ólafs Jó-
hannessonar, þáverandi dómsmála-
ráðherra, til þess.
handstyrk hans. Reynir gat þó ým-
islegt og reyndi fyrir sér í Houdini
brögðum. „Reynir var sterkur í
fingrum og handleggjum en réði
lítið við lóð,“ sagði Magnús Gísla-
son hjá Verslunarmannafélagi
Suðurnesja en hann fylgdist vel
með Reyni á sínum tíma. ,,Hann
var handsterkur og hafði gríðar-
lega þykka hönd og fingur. í raun
fannst manni ótrúlegt hvernig
hann gat leikið á harmonikku en
hann lék listavel á hana,“ bætti
Magnús við.
Eins og áður sagði gerði Reynir
tilraun til þess að kynna sig sem
kraftaskemmtikraft. Hann var að
lyfta og draga vörubíla. Drógu
margir í efa að allt væri sem sýnd-
ist og hefði Reynir verið leikinn í
að nýta sér vogaraflið enda upp-
finningamaður í aðra röndina. Það
verður hins vegar ekki af honum
tekið að hann snéri í sundur hand-
járn og sagðist til dæmis Magnús
hafa verið vitni að slíku. Sagði
Magnús að Reynir hefði sýnt af
Víkingur Traustason er líklega sterk-
astur þeirra sem fundust „á götunni"
en hann lyfti 240 kilóum í réttstöðu-
lyftu á sinni fyrstu æfingu. Hann fékk
að sjálfsögðu nafngiftina „heim-
skautsbangsinn".
sér ótrúlega einbeitingu meðan á
því stóð.
TRÖLL NÚTÍMANS
„Auðvitað skiptir máli hve sterk-
ir menn eru að upplagi en ofurafl-
ið kemur aldrei til sögunnar nema
menn æfi vísindalega og hugi vel
að mataræðinu," sagði Olafur Sig-
urgeirsson. Hann sagðist ekki vera
í vafa um að kraftatröll nútímans
væru sterkustu menn sem til
hefðu verið á íslandi. Þar eru auð-
vitað fremstir Jón Páll Sigmarsson,
Magnús Ver Magnússon og
Hjalti Úrsus Arnason. „Þessir
menn eru ekki mennskir enda
segir það sig sjálft þegar menn
eru orðnir um og yfir 190 sm á
hæð með þennan vöðvamassa,"
sagði Ólafur.
En fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla. Löngum hafa
heyrst sögur af sterkum mönnum
úti í bæ sem allt geta. Einnig eru
frægar sögur af fyrri tíma átökum.
Oft hefur samanburðurinn ruglast
í gegnum tíðina eins og sögur af
olíutunnulyftum fyrr á öldinni.
Það var nefnilega ekki nema von
að menn ættu auðvelt með að
lyfta þeim þá því þær voru 100 kg
léttari en í dag!
Lyftingamenn hafa verið iðnir
við að þefa upp hina og þessa
kraftamenn og setja þá undir lóð.
Fræg er til dæmis sagan af því
þegar Víkingur Traustason lyfti
240 kg eins og við höfum áður
nefnt.
Víkingur er Norðlendingur og
segir sagan að hann hafi fyrst vak-
ið athygli á skemmtistaðnum
H-100 þar sem hann dundaði sér
við að beygja túkalla. Arthúr
Bogason, sem kallaður var „norð-
urhjaratröllið", og vann þar að
sjálfsögðu sem útkastari, sá þar til
Víkings og fékk hann á æfingar.
En þrátt fyrir óumdeilanlegan
náttúrustyrk Víkings hefur hann
aldrei fullkomlega staðið undir því
í keppni. Hann fór reyndar í eitt
ár til Bandaríkjanna og gekk þar
undir nafninu King en það er önn-
ur saga.
Sigurður Már Jónsson.
Meðal annars byggt á Allt önnur Ella
eftir Ingólf Margeirsson, Þorgeir í
Gufunesi eftir Atla Magnússon og
Öldinni okkar.
för á Olympíuleikana og kom ekki
heim fyrr en 17 árum síðar eftir aö
hafa sýnt krafta sína víða um lönd.
Með þessari
exi molaði
Pétur Hoff-
mann Salóm-
onsson skall-
ann á einum
svertingja í
Selsvararor-
ustunni 11.
nóvember
1943. Öxin er
nú geymd í
bakherbergi í
gullsmíða-
verslun við
Hverfisgötu.
einnig mark sitt á þjóðaríþróttina
glímuna.
VILDU RÆKTA
SJÁLFSVARNARGILDI
GLÍMUNNAR
„Við í KR vildum meina að glím-
an væri slagsmál undir ákveðnum
reglum. Við héldum því'fram að
þettá mætti ekki verða eins og
dans. Um leið vorum við að berj-
ast fyrir því að fá að rækta sjálfs-
varnargildi glímunnar," sagði Ólaf-
ur Sigurgeirsson lögfræðingur
og lyftingapáfi en hann var í
hringiðu óvenjulegra átaka um
stefnu og leiðir í íslensku glímunni
á sjöunda áratugnum. Ólafur var
um Ieið í lyftingum og fékk félaga
sína í glímudeild KR til að æfa
með sér. Sagði Ólafur að glímu-
menn hefðu margir hverjir haft
ótrú á innrás lyftingamannanna
og honum var til dæmis líkt við
rótarhnyðju og rekaviðardrumb.
Með Ólafi í liði var meðal annars
glimumaðurinn frægi Sigtryggur
Sigurðsson sem þekktur var fyrir
kraftmikinn stíl. Annar þekktur
kraftamaður úr glímunni var Jón
Unndórsson sem lyfti yfir 200
kílóum í réttstöðulyftu á sinni
fyrstu lyftingaæfingu.
Á móti KR-ingum stóðu fyrst og
fremst Víkverjar og Þingeyingar.
Þeir börðust fyrir fegurðarglímu
eða dansi eins og Ólafur kallaði
það. Frægasti glímumaður lands-
ins í dag Ólafur H. Ólafsson er
reyndar úr KR þó hann glími alls
ekki eins og KR-ingur eins og
gamall glímumaður orðaði það.
DEILUR UM HULDA
KRAFTA REYNIS
En metingur er kraftakörlum í
Jón Páll Sigmarsson — sterkastur Is-
lendinga fyrr og síðar enda orðiö
sterkasti maður heims fjórum sinn-
um.
blóði borinn og í kringum 1970
varð veldi þeirra fyrir óvæntri
árás. Fram á sjónarsviðið kom
maður sem virtist hafa ótrúlega
krafta. Hér er að sjálfsögðu átt við
Reyni Örn Leósson sem nú er
látinn.
Reynir framkvæmdi
ýmislegtsem erfitt var að
útskýra en það vafðist
'iins vegar fyrir mönnum
hve sterkur.hann var.
Lyftingamönnum
gramdist frægðarsól
Reynis og skoruðu á
hann. Mun Reynir
?inu sinni hafa látið
til leiðast og mætt
á lyftingaæfingu í
Keflavík — sagan
segir að það hafi
verið í skjóli nætur.
Engum sögum fer af
afrekum héuis þar en síðar
sagðist Reynir hafa verið
með flensu!
Lyftingamenn sögðust
hins vegar hafa þurft
að bjarga honum undan
fremur litlum þyngdum
og tóku gleði sína aftur.
Líklega var Reynir ekki
Ikraftamaður á við sterka
lyftingamenn. Má fullvíst
lítið í þá að segja þó þeir
hafi síðar farið
lofsamlegum orðum um
u
mskipti Svavars Gestsson-
ar eftir að hann komst í stjórnarand-
stöðu hafa vakið athygli. Það er eins
og hann hafi stokkið
ein tíu ár aftur í tím-
ann eða aftur til
1978 eða þar um bil.
Merki um þetta
mátti sjá þegar gerð-
ardómslögin frá
1942 poppuðu upp í
leiðara hjá honum en þau eru gam-
all húsdraugur í leiðurum Þjóðvilj-
ans. Þá bar þar svar hans við hug-
myndinni um tengingu krónunar
við ECU, sem meðal annars á sér
fylgismenn innan Alþýðubanda-
lagsins, vott um fornt hugarfar.
Svavar varaði við því að myndin af
Jóni Sigurðssyrú yrði tekin af
hundraðkallinum. . .
að hefur ávallt verið vinsælt
meðal bæjarráðsmanna á íslandi að
rækta vinabæjarsamkomur í öðrum
löndum. Þar eru Selfyssingar engin
undantekning sem betur fer. Fram-
undan er vinabæjarmót í Silkiborg í
Danmörku og stefnir í að Selfoss-
bær verði fremur tómlegur á meðan
því til Silkiborgar fer 16 manna
sveit. Allir bæjarráðsmenn nema
tveir munu fara og að sjálfsögðu
með maka. Ferðalagið kostar bæjar-
sjóð um eina milljón króna í far-
seðla. Og til gamans má geta þess
að sjálfsagt koma nákvæmar fréttir
af ferðalaginu í DV og Morgunbað-
inu því fréttaritarar blaðanna, þeir
Kristján Einarsson og Sigurður
Jónsson, verða með í för . . .
R
■míkisstjórnin hans Davíðs
Oddssonar hefur nú mælst sem
óvinsælasta nýja ríkisstjórnin í sög-
unni. I skoðana-
könnun DV fékk
hún minna fylgi en
nokkur önnur stjórn
hefur fengið í upp-
hafi ferils síns. Þetta
er nokkuð í takt við
þá litlu stemmningu
sem er í kringum stjórnina. Jafnvel
kratar og sjálfstæðismenn eiga erfitt
með að viðurkenna að þeir hafi trú
á henni. En þetta er líka dálítið vill-
andi. Það hefur sýnt sig að þessar
fyrstu mælingar á vinsældum ríkis-
stjórna sýna einna helst hversu
óánægt fólk er með að stjórnar-
myndunarviðræðum skuli vera lok-
ið. Ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen tók við eftir langa stjórnar-
kreppu og mældist með 90 prósent
fylgi. Ríkisstjórn Davíðs var hins
vegar mynduð á fjórum dögum . ..
að var ekki bara Skáksam-
band íslands sem hélt aðalfund sinn
nú í maí því Taflfélag Reykjavíkur
gerði það einnig. Þar kom fram að
fjárhagsstaða TR er svört eins og
menn vissu reyndar fyrir. Er það
meðal annars vegna kaupa á hús-
næðinu í Faxafeni. Er nú rætt um að
skera niður og meðal annars hætta
við þátttöku í Evrópukeppni félags-
liða en síðast komst sveit TR í und-
anúrslit þar. Jón Briem lögfræðing-
ur var endurkjörinn formaður fé-
lagsins og mun hann hafa gefið í
skyn að ef ætti að bjarga stöðu fé-
lagsins yrði Reykjavíkurborg að
kaupa einhvern hluta í Faxafenshús-
inu . . .