Pressan - 30.05.1991, Side 31

Pressan - 30.05.1991, Side 31
31 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991 K ynningarbók Flugleiða „Út í heim“ hefur vakið töluverða athygli og munu sumir í auglýsingabrans- anum jafnvel hafa haldið að bækling- urinn væri hannað- ur erlendis. Svo mun þó ekki vera, því Is- lenska auglýsin- gastofan annaðist verkið með dyggri aðstoð Sigmars B. Haukssonar sem skrifaði textann . . . aðalfundi Skáksambands ís- lands sem haldinn var fyrir skömmu urðu þær breytingar að Þröstur Þórhallsson al- þjóðlegur skák- meistari felldi Mar- geir Pétursson stórmeistara úr varastjórn félagsins. Margeir var á skák- móti erlendis þegar þetta átti sér stað og var ekki ánægður þegar hann frétti að hann hefði verið felldur úr stjórninni. Var eitt hans fyrsta verk þegar hann kom heim að segja sig úr Taflfélagi Reykjavíkur en hann hafði setið sem fulltrúi þeirra í stjórninni. Mun því Margeir tæpast tefla meira undir þeirra merkjum í bráð . . . ■iftir að EUert B. Schram bauð sjálfan sig fram í prófkjör um val á borgarstjóranum i Reykjavík er nokkuð ljóst að af slíku prófkjöri verð- ur ekki. Enginn í borgarstjórnar- flokknum myndi hafa Ellert í opnu prófkjöri og því er ótrúlegt að þeir samþykki slíkt.. . s "tjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri mun öðru hvoru megin við næstu helgi taka ákvörðun vegna deilunnar um Gauta Arn- þórsson yfirlækni. Sem kunnugt er þá sagði hjúkrunarfólk upp í stórum stíl vegna endurkomu Gauta en hann á að hefja störf 1. júní. Upp- sagnirnar voru miðaðar við það en stjórnin ákvað að framlengja upp- sagnarfrestinn til 1. september á meðan lausn fengist. Ólíklegt er tal- ið að starfsfólkið sætti sig við að Gauti hefji störf aftur . . . I Innan Birtingar, málfundafélags- ins í Alþýðubandalaginu, er jafnvel talinn meirihluti fyrir því að yfirgefa Alþýðubandalagið og ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Þar munu vega þungt vegtyllur þær sem Birtingarmaðurinn Ossur Skarphéð- insson hefur fengið innan Alþýðuflokksins, en oft hefur verið talað um Össur sem guðföður Birtingar. .. 1991 útgdfan of mest lesnu bóli landsins er homín út Nú getur þú fengið símaskrána inn- bundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjaid. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er aflient á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og tif- kynntar hafa verið símnotendum fara fram aðfaranótt 30. maí. Að þeim breytingum loknum hefur símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 30. mai n.k. í tilraunaskyni verður tekið við gömlum símaskrám til endurvinnslu á póst- og símstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Sérstök athygli er vakin á því að öll síma- númer í Reykjavík sem byrja á 8 breytast. í stað fyrsta stafs sem nú er 8 kemur 81 og verða þessi númer því öll 6 - stafa eftir breytingunna. OGSIMI Viö spörutn þér sporiti TV GAME - leikiatölvan Ekki tveir leikir, ekki tíu leikir, heldur ÍSO IdJzir fylgja með tölvunni og verðið er aðeins kr. 12.800 HKJ umboðs- og söluskrifstofa Skeifunni 8, sími 679655 Tölvur í takt við tímann Útsölustaðir um land allt Hvammstangi Kaupfélag Húnvetninga Akranes P.C. Tölvan Patreksfjörður Rafbúð Jónasar ísafjörður Straumur hf. Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Siglufjörður Verslun Gests Fanndals Akureyri Rafland, Sunnuvegi Húsavík Kaupfélag Þingeyinga Þórshöfn Kaupfélag Langnesinga Vopnafjörður Kaupfélag Vopnfirðinga Egilsstaðir Rafmagnsverkstæði Sveins Eskifjörður Pöntunarfélag Eskifjarðar Neskaupstaður Tónspil Djúpivogur KASK Djúpavogi Hella Mosfell Selfoss Vöruhús KÁ Keflavík Ljósboginn Vestmannaeyjar Neisti hf. Flateyri Félagskaup

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.