Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ 1991 » 7 Ölafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, lét frystihúsið selja tvo af bát- um fyrirtækisins einungis fáeinum dögum fyrir gjaldþrotið. Kaupandi var fyrirtæki í eigu Ólafs og tveggja annarra lykilmanna frystihússins. Eftir stóð frystihúsið án báta og kvóta, nánast verðlaus eign. Aðeins fjórum dögum áður en stjórn Hraðfrystihúss Ól- afsvíkur óskaði eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins þinglýsti Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri frysti- hússins, sölu á Garðari II frá dótturfyrirtæki frystihússins til fyrirtækis, sem er í eigu Ólafs, útgerðarstjóra frysti- hússins og verkstjóra þess. Einum og hálfum mánuði fyrr höfðu sömu menn þinglýst kaupum á öðrum báti, Tungu- felli, sem var í eigu frystihússins, en er nú eign þessa nýja fyrirtækis. Landsbanki íslands, sem hefur lánað frystihúsinu hundruðir milljóna, íhugar að fá þessum kaupum rift. Án bátanna og kvótans er frystihúsið lítils virði og þar með talin veð bankans. Nú eru í gangi viðræður um að Ól- afsvíkurbær, Verkalýðsfélagið Jök- ull og nokkur útgerðarfélög taki þrotabú Hraðfrystihússins á leigu. Útgerðarfélögin sem um ræðir eru: Útver, Tungufell og Vararkollur. Ól- afur Gunnarsson er stjórnarformað- ur þeirra allra og einn meirihluta- eigenda. Aðrir eigendur eru Jónas £. Gudmundsson útgerðarstjóri frystihússins og Ólafur Kristjánsson verkstjóri. SEINNI BÁTURINN SELDUR FJÓRUM DÖGUM FYRIR GJALDÞROT Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri og meirihlutaeigandi frystihússins, hefur greint frá því að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi á undanförnum mánuðum fylgt til- mælum Landsbankans um rekstur hússins. Þrátt fyrir það hafi bankinn og Byggðastofnun dregið í land með samninga um niðurfellingar á skuld- um fyrirtækisins. Því hafi ekki verið um annað að ræða en setja frysti- húsið í gjaldþrot. Heimildir PRESSUNNAR segja hins vegar að það hafi fyrst og fremst verið sala á bátum fyrirtækis- ins til Tungufells, fyrirtækis Ólafs og tveggja annarra lykilmanna í frysti- húsinu, sem hafi orðið þess vald- andi að Landsbankinn kippti að sér höndum. Fyrri bátinn, Tungufell, keyptu Ól- afur og félagar af frystihúsinu 20. apríl síðastliðinn eða tæplega 50 dögum fyrir gjaldþrot. Seinni bát- inn, Garðar II., keyptu þeir síðan 7. júní eða einungis fjórum dögum áð- ur en þeir óskuðu eftir gjaldþrota- skiptum. Þar sem svo stuttur tími leið frá því að kaupin fóru fram og þar til fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- skipta mun Landsbankanum í lófa lagið að krefjast riftunar á þessum kaupum. Samkvæmt lögum er heimilt að rifta samningum fyrir- tækja í allt að sex mánuði áður en þau fara í gjaldþrot og allt að tvö ár aftur í tímann ef forsvarsmenn fyrir- tækjanna tengjast viðskiptunum. FRYSTIHÚSIÐ LÍTILS VIRÐI ÁN KVÓTA Talið er að skuldir Hraðfrystihúss Ólafsvíkur séu um 400 til 500 millj- ónir umfram eignir. Stærstu kröfu- hafar eru Landsbankinn og Byggða- stofnun. Gjaldþrotið verður mun stærra ef reiknað er með að frystihúsið sé án nokkurs kvóta. Þannig er húsið nán- ast einskis virði og hæpið að takist að selja það á uppboði. Það er því skiljanlegt að Landsbankinn hafi óttast um tryggingar sínar þegar húsið hafði misst bátana. Þessir tveir bátar hafa samanlagt kvóta upp á rétt rúmlega 700 tonn af þorskígildum. Markaðsverð hans er um 100 milljónir króna og er þá ekki reiknað með verðmæti bátanna sjálfra. Það er því umtalsverð eign sem hefur verið færð frá frystihús- inu yfir á Tungufell, fyrirtækið í eigu Ólafs og félaga. HAFA 43 PRÓSENT AF KVÓTA BÆJARINS Á HENDI Auk þeirra tveggja báta sem Ólaf- ur og félagar keyptu af Hraðfrysti- húsinu eiga þeir einnig Gunnar Bjarnason, sem hefur kvóta upp á um 590 tonn af þorskígildum. Þar við bætist að Ólafur er stjórnarfor- maður í Útveri, útgerðarfélagi tog- arans Más. Kvóti hans er 2.170 þorskígildi. Samanlagt eiga þeir eða stjórna fyrirtækjum sem ráða yfir tæplega 3.500 tonna kvóta eða um 43 prósent af öllum kvóta Ólafsvík- ur. Þeir hafa boðist til að ganga með þennan kvóta inn í samstarf við Ól- afsvíkurbæ og Verkalýðsfélagið Jökul um leigu á eignum þrotabús Hraðfrystihússins. í gær lá ekki ljóst fyrir hvernig eignaraðild að hinu nýja félagi skiptist á milli þessara að- ila en það er nokkuð Ijóst að Ólafur og félagar hafa lykilaðstöðu. í gegn- um kvótann hafa þeir líf þorpsins nánast í hendi sér. UPPBOÐ TOGARANS NOTAÐ SEM HÓTUN Á morgun á að bjóða upp togar- ann Má að kröfu Landsbanka ís- lands. Vegna þess máls alls varð nokkur taugatitringur í bankaráð- inu sem leiddi til þess að bankinn gaf þá yfirlýsingu að af uppboðinu yrði ekki. Það var síðan dregið til baka. Að öllu óbreyttu mun uppboð- ið fara fram. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur bankinn meðal ann- ars notað yfirvofandi uppboð á tog- aranum til að knýja á um að Ólafur og félagar skili bátunum tveimur aftur til Hraðfrystihússins. Að öðr- um kosti hefur bankinn hótað að bjóða togarann upp. í raun er Ólafsvíkurbær stærsti eigandi togarans. Bærinn seldi Hraðfrystihúsinu sinn hlut, 40 pró- sent, á sínum tíma en þar sem engin greiðsla barst fer bærinn með at- kvæðarétt hússins og mun leysa þennan hlut aftur til sín. Aðrir eig- endur eru saltfiskverkanir í Ólafsvík og fiskvinnslufyrirtæki á Hellis- sandi. Sala Ólafsvíkurbæjar á hlut sínum í togaranum var á sínum tíma ætluð til að laga fjárhag bæjarins, en Ól- afsvík er eitt af verst stæðu sveitar- félögum landsins. Sú staða versnar til muna vegna gjaldþrots Hrað- frystihússins. Auk þess sem salan á Má gengur aftur skuldar Hraðfrysti- húsið bænum um 30 milljónir króna. Gjaldþrotið er því alvarlegt áfall fyrir rekstur bæjarsjóðs, ekki síður en atvinnuhorfur í bænum. KVÓTINN TRYGGIR ÞEIM LYKILHLUTVERK Frá því að ljóst var að Hraðfrysti- húsið var á leið í gjaldþrot hafa verið miklar sviptingar í kringum Ólaf Gunnarsson og félaga. Á sama tíma og Landsbankinn þrýstir á um að þeir kalli aftur sölu Hraðfrystihúss- ins á bátunum hafa þeir átt í viðræð- um við bæinn og verkalýðsfélagið um leigu og rekstur á þrotabúinu. Þeir hafa því gegnt mörgum hlut- verkum. Þeir settu Hraðfrystihúsið á hausinn. Þeir seldu sjálfum sér tvo af bátum fyrirtækisins. Og þeir stefna að því að halda áfram að reka frystihúsið í framtíðinni og leggja þar upp fisk af bátunum sem áður voru eign hússins. Sjálfsagt getur ekkert komið í veg fyrir þessa fyrirætlun þeirra nema ef Landsbankinn fylgir eftir hótun- um sínum um riftun kaupsamninga bátanna. Þá er samningsstaða Ólafs og félaga engin orðin. Þá getur hver sem er leigt eða keypt rekstur frysti- hússins þar sem bátarnir munu fylgja með. En á meðan þeir halda bátunum og kvótanum eru þeir með lykilhlutverk í þeim samning- um sem nú standa yfir um framtíð Ólafsvíkur. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.