Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ 1991
.9
Ólafur Ólafsson: Vel hugsanlegt að
útdeila ókeypis sprautum og nálum.
hvað batnað í kjölfar þess að al-
næmi hefði komið til.
„Ég veit að það er ekkert hugsað
um smithættu þar sem sprautur eru
notaðar. Þær ganga bara hringinn
eins og um hasspípu væri að ræða,"
sagði einn viðmælenda PRESSUNN-
AR sem umgengist hefur unga fíkni-
efnaneytendur. Þessi viðmælandi
sagði að þetta fólk væri yfirleitt búið
að kasta það miklu frá sér að hættan
ALNÆMI
af alnæmissmiti væri einfaldlega
ekki ofarlega í huga þeirra.
ALNÆMI ER KOMIÐ í HÓPINN
En er þessi hópur laus við alnæmi
eins og virðist mega ætla? Um það
eru skiptar skoðanir. „Alnæmi er
inni í þessum hópi, ég veit allavega
um einn einstakling þar sem er sýkt-
ur af alnæmi," sagði maður um þrí-
tugt sem umgengist hefur fíkniefna-
neytendur og tekið þátt í sprautu-
samkvæmum með þeim. Hann
heldur því reyndar fram að varkárni
hafi aukist meðal fíkniefnaneyt-
enda:
„Ég held að það hafi breyst nokk-
uð mikið að undanförnu og að fólk
sé farið að nota sprauturnar bara
einu sinni — þær eru ekki lengur
látnar ganga á milli. Þetta hefur ver-
ið að breytast á síðustu tveim, þrem
árum. Fólk fer og nær í nýjar spraut-
ur í apótek," sagði þessi viðmælandi
PRESSUNNAR en rétt er að taka
fram að hann telur sig ekki hafa
kynnst harðasta hópnum á meðal
fíkniefnaneytenda.
HUGSANLEGT AÐ ÚTDEILA
ÓKEYPIS SPRAUTUM
„Það má vel athuga það að út-
hluta ókeypis sprautum," sagði Ólaf-
ur Ólafsson landlæknir þegar hann
var spurður að því hvort það kæmi
til greina að dreifa ókeypis spraut-
LIFRARBÓLGA
Umgengni sprautunotenda bendirtil
þess að smitleiðir alnæmis séu
greiðfærar ef veiran berst inn í þenn-
an áhættuhóp.
um og sprautunálum til að draga úr
smithættu meðal fíkniefnaneytenda
og bætti við: „Það á sérstaklega við
ef sprautunotkunin eykst en hún
hefur ekki verið ýkja mikil." Ólafur
sagði að dreifingin yrði að vera und-
ir eftirliti þannig að engin hætta
væri á að börn kæmust í þetta.
„Menn hafa velt því fyrir sér hvort
það borgi sig að dreifa sprautunál-
um ókeypis en komist að því að það
er ekki svo einfalt," sagði Björn Hall-
dórsson þegar hann var spurður að
því hvort ókeypis dreifing kæmi til
greina. Til slíkra ráða hefur verið
gripið erlendis. Björn sagði að nál-
arnar sjálfar væru ekki aðal vanda-
málið heldur sprauturnar. Þá taldi
hann að vandséð væri hvernig slík
útdeiling færi fram.
SPRAUTUNOTENDUR
FLESTIR UNGIR
Það er áberandi að áhættuhópur-
inn meðal fíkniefnaneytenda er
fremur ungur. Hann er fjölmennast-
ur á aldrinum 16 til 30 en það er ein-
mitt í þeim aldurshópi sem lifrar-
bólgan er algengust.
Ekki virðist þó ástæða til að ætla
að hér sé að vaxa upp kynslóð
„Dýragarðsbarna", það er að segja
barna og unglinga sem sprauti sig
mjög ung. Yfirleitt á sprautunotkun
sér einhverja forsögu og hún hefst
ekki fyrr en um 16 ára aldur. Aug-
ljóst er þó að engar tilraunir hafa
verið gerðar til að kortleggja þenn-
an hóp nákvæmlega.
„Ég held að það sé óhætt að segja
að unglingarnir séu ekki mjög ungir
þegar þeir byrja að sprauta sig. Það
á sér vanalega aðdraganda í öðrum
efnum svo sem bjór og hassi," ságði
Petrína Ásgeirsdóttir hjá útideild Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur.
Undir þetta tók Björn Halldórsson
en hann sagði að fíkniefnadeildin
hefði ekki rekist á yngri sprautunot-
anda en 17 ára. Hann sagði hins
vegar að það væri áhyggjuefni að
yngri áhættuhópar stækkuðu, svo
sem unglingar sem detta út úr námi.
Má í því sambandi benda á nýlega
úttekt menntamálaráðuneytisins
sem sýnir að 60 til 100 börn úr hverj-
um árgangi skila sér ekki þegar
kemur að samræmdum prófum.
Enginn virðist vita hvað um þau
verður.
Hátt í fimmtíu
fíkniefnaneytend-
ur hafa sýkst af
smitandi lifrar-
sjúkdómi síðan
1989. Sjúkdómur-
inn hefur átt
greiða leid inn í
samfélag fíkni-
efnaneytenda og
má ætla að stór
hluti þeirra sem
teljast „harðir
neytendur“ séu
nú sýktir. Al-
næmi berst eftir
samskonar leið-
um og benda
smitsjúkdómasér-
fræðingar á að
þetta sé vísbend-
ing um að al-
næmi geti breiðst
hratt út ef veiran
á annað borð
kemst inn í sam-
félagið. Ekki
verður séð að
fíkniefnaneytend-
ur hafi breytt
hegðunarmynstri
sínu mikið eftir
að alnæmi og
varnaðaráróður
gegn því kom til
sögunnar.
Samanlagður fjöldi einstaklinga með alnæmisveiruna og lifrarbólgu ---------------------
^——ii ........................ Sigurður Már Jónsson
ÍEnn þá sér ekki fyrir endann á
baráttunni um borgarstjórastólinn.
Alls óvíst er hvort kosið verður í
borgarstjórnar-
flokknum eða hvort
Davíð Oddsson
reynir að höggva á
hnútinn með því að
tilnefna eftirmann
sinn eins og löngum
hefur tíðkast á
valdaferli sjálfstæðismanna. Árni
Sigfússon er talinn eiga mest fylgi
þeirra tuttugu sem tækju þátt í kosn-
ingum, þ.e. meðal aðal- og vara-
manna flokksins í borgarstjórn.
Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Magnús L.
Sveinsson hafa ekki dregið sig út
úr slagnum og því óvíst að takist að
skapa einingu á þeim tíma sem enn
er til stefnu, fram að mánaðamót-
um. Þáttur Júlíusar Hafstein hef-
ur vakið athygli, hann hefur þurft að
gefa framavonir upp á bátinn en rær
nú öllum árum að því að koma í veg
fyrir kjör Árna .. .
I ónefndum söngtexta segir
„rússneskir dónar með rassaköst
skeiða". Það skyldi þó ekki vera að
þessi setning hafi hljómað í eyrum
Akureyringa undanfarið. Sovéskt
rækjuveiðiskip hefur legið þar við
landfestar undanfarið og auk þess
að kaupa bíla af heimamönnum
hafa gengið sögur á milli manna á
Akureyri um rán og rupl Rússanna.
Lögreglan vill hins vegar gera lítið
úr öllu saman og vísar til heima-
manna sem að sögn hennar hafa
gerst full djarftækir til eigna náung-
ans mitt í allri sölumennskunni og
má af því ráða að það heita góss sem
Rússarnir sigla með út hafi þeir
greitt fullu verði . . .
Ivalavinurinn Magnús
Skarphéðinsson er einn af for-
svarsmönnum félags sem kallar sig
Félag gangandi veg-
farenda. Magnús er
sagður ganga hart
fram í hugsjónum fé-
lagsins og fram-
fylgja stefnu þess
með því að klína gul-
um miðum á bíla
sem lagt er á gangstéttir á Grettis-
götunni nálægt heimili hans. Heyrst
hefur að sumir bifreiðaeigendur
hafi tekið þetta óstinnt upp og hafi
jafnvel komið til handalögmála ...
BJ
■^Býlega var auglýst staða for-
stöðumanns Stofnunar um náms-
ráðgjöf við Háskóla íslands, sú staða
er ný eftir breytingar á stjórnskipu-
lagi skólajis. Um stöðuna sóttu tvær
konur, Ásta Ragnarsdóttir og
Guðríður Sigurðardóttir. Ásta er
með B.A. próf, sem að hluta til er
vegna náms í námsráðgjöf. Guðríð-
ur er hins vegar með M.A. próf í
námsráðgjöf frá Harvard-skóla.
Ásta hefur unnið við námsráðgjöf í
Háskólanum í 10 ár og Guðríður
stundað rannsóknir og unnið við
námsráðgjöf erlendis. Ut frá hrein-
um faglegum sjónarmiðum stendur
Guðríður framar. Háskólaráð ákvað
hins vegar með 11 atkvæðum gegn
3 að ráða Ástu. Hið skrítna gerðist í
málinu að um leið var samþykkt, án
bókunar þó, að senda Ástu áminn-
ingarbréf fyrir að gefa rangar upp-
lýsingar um námsferil sinn í um-
sókninni...