Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ1991 Öfugsnúið Bygging stœrsta gródur- húss landsins, sem staösett er á Egilsstödum, hefur ekki gengid áfallalaust fyrir sig. Sökkull undir hásinu uard til þess ad önnur langhlid þess seig og þegar búid var að klœda húsid suokölluðum polykarbónatplötum upp- götvudu menn ad þœr sneru allar öfugt. Hlidin á plötun- um sem átti að snúa inn sneri út. Gróðurhúsið á Egilsstöðum sem hér um ræðir er í eigu Barra hf. og er heiiir 2000 m2 að stærð. Það er búið hinum fullkomnustu tækjum, svo sem sjálfvirkum vökvunar- tækjum og áburðarblandara. Bygging hússins gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Sökkull- gróðurhús inn undir annarri langhlið þess seig og þar með hlið hússins, en það tókst að ráða bót á því. Þegar kom svo að því að klæða húsið svokölluð- um polykarbónatplötum tókst ekki betur til en svo að plöturnar sneru allar vitlaust. Það varð því að rífa þær af húsinu aftur og tókst að koma þeim rétt á í annarri til- raun. Fyrstu sáningu í húsinu lauk svo í síðasta mánuði. Það voru lerkifræ sem fóru í hvorki fleiri né færri 18.000 bakka og er búist við að upp úr sáningunni komi ein millj- ón plantna. Ekki hefur orðið uppvíst um nein mistök við sáninguna. TENCSL Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hef- ur verið forystumaður í bæj- armálum í Garðabæ eins og Agnar Friðriksson fram- kvæmdastjóri sem verið hefur framkvæmdastjóri Arnarflugs eins og Magnús Gunnarsson for- stjóri SIF sem er sjómanns- sonur eins og Guðrún Helgadóttir al- þingismaður sem var í hópi stuðningsmanna Gervasonis eins og Tolli Morthens myndlistar- maður sem sungið hefur inn á hljómplötu eins og Þorgeir Ástvaldsson út- varpsmaður sem er landa- fræðingur að mennt eins og Sigfús Jónsson fyrrver- andi bæjarstjóri sem einu sinni bjó á Skagaströnd eins og Hallbjörn Hjartarson söngvari sem stundað hefur veitingarekstur eins og Ragnar Tómasson lög- fræðingur sem sem er mikill hestamaður eins og Sveinn R. Eyjólfsson útgef- andi sem nam einu sinni læknisfræði eins og Ólafur Garðar Einarsson menntamálaráðherra. GREENPEACE VILL MARKAÐSSETJA GUÐMUND RÚNAR „Pá vantaði Islending sem þeir gœtu bent á sem stuðningsmann við mál- staðinn," sagði Guðmund- ur Rúnar Lúðvíksson tón- listarmaður við PRESS- UNA um tilboð sem Green- peace menn gerðu honum meðan á Alþjóða hval- veiðiráðstefnunni stóð. Guðmundur segir að það hafi komið til sín vel klædd- ur maður á Fógetanum, greinilega viðskiptamaður, eftir að hann hafði verið að spila þar eitt kvöldið. Mað- urinn bað um að fá að tala við hann og reyndist vera David MacTaggart, stjórn- arformaður Greenpeace samtakanna. ,,Hann sagði að samtökin vantaði einhvern til að markaðssetja í Skandinav- íu og bauð mér 2ja ára samning," segir Guðmund- ■Tir Rúnar. „Greenpeace er með fjölmarga þekkta tón- listarmenn á sínum snær- um, meðal annars Sting og U2 og inni í þessum samn- ingi var að ég kæmi fram á tónleikum með einhverjum þeirra og þá auðvitað sem stuðningsmaður við mál- staðinn." Maðurinn gaf í skyn að álitlegar fjárhæðir væru í boði, þægi hann tilboðið, en náði ekki það langt að tölur væru nefndar, því Guðmundur Rúnar sagðist hafa gert manninum það fljótlega ljóst, að hann væri ekki ginkeyptur fyrir samn- ingnum. „Ég afgreiddi þetta þannig, að það væri ekki minn lífsmáti að standa í auglýsinga- mennsku hvorki fyrir sjálf- an mig né aðra, auk þess sem ég er ekki sammála öllu sem þeir eru að gera." Kannski Guðmundur Rún- ar hafi þarna misst af tæki- færi til að verða heimsfræg- ur á kostnað Green- peace... Auglýst eftir fermingarbörnum Siðmennt, félagáhugafólks um borgaralegar athafnir, œllar að byrja að auglýsa eft- ir kandídötum til að ferma nœsta vor strax í sumar og er það nokkuð fyrr en áður hef- ur verið gert. Þessi ákvörðun er hluti afþeirri stefnu félags- ins að reyna að fá fleiri ungl- inga til að taka borgaralega fermingu í stað kirkjulegrar. Þriðja borgaralega ferm- ingin á íslandi fór fram í Hafn- arborg í Hafnarfirði í apríl og voru fermd 16-börn að við- stöddum 270 manns. Eins og við kirkjulegar fermingarat- hafnir voru haldnar ræður með ráðleggingum sem eiga að vera ungmennunum vega- nesti út í lífið. Þær voru að sjálfsögðu ekki fluttar af prestum, heldurleikmönnum og kom það í hlut þeirra Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings og Þorgríms Þráinssonar, eins vinsælasta unglingabókahöfundar landsins í dag, að leggja lifs- reglurnar. Borgaraleg fermingarat- höfn er þó ekki eintómar ræður. Við athöfnina í Hafn- arfirði komu líka fram tónlist- armenn, þar á meðal Kristín Á. Ólafsdóttir og eitt foreldri flutti frumsamin Ijóð. Eins konar vinsœldakönnun SUNNUDAGSBLAÐ TÍMANS TVÖFALT VINSÆLLA EN PYR- ANA RÁNFISKAR / síðustu viku voru árs- gamlir Pyrana ránfiskar aug- lýstir til sölu á tvö þúsund krónur stykkið. Á sama tíma voru boðnir til kaups margir árgangar af sunnudagsblaði Tímans á þrjú til fjögur þús- und. Eftir heila helgi höfðu tveir aðilar spurt um sunnu- dagsblöðin, en aðeins einn hafði sýnt áhuga á hinum ill- rœmdu ránfiskum. Pyrana fiskarnir eru heims- kunnir. Þeir vekja ógn og skelfingu í huga margra, sem sjá fyrir sér torfu slíkra fiska éta heila belju — eða mann- eskju — á fáeinum sekúnd- um. En almennt eru þeir þó ekki taldir hættulegir nema í stórum hópum og glorsoltnir, einkum á þurrkatímum. Hitt er annað mál að þeir verða helst að vera eina teg- undin í hverju búri ef vel á að vera. Seljendur fiskanna, Sig- urður B. Sigurðsson og Anna Hansdóttir segja að þeir éti aðra fiska. „Við reyndum, en öðrum fiskum var öllum komið fyrir kattarnef. Og ekki nóg með það, við vorum fyrst með fimm svona fiska, en tveir voru drepnir af félög- um sínum." Anna segist ekki þora að fara með hendurnar ofan í búrið, en því þori Sigurður. „Þeir láta mann í friði finni þeir ekki blóðlykt." Svala Guðnadóttir í Sel- sundi, Rangárvöllum bauð upp á 3 kassa af 12 til 13 ár- göngum sunnudagsblaðs Tímans, öllu meinlausari vöru. „Það hafa tveir hringt og ég gaf þeirn kost á að bjóða í þetta. Ég er sjálf for- fallinn bóka- og blaðasafnari, en get ekki geymt þetta leng- ur. Áhugasamir geta fengið þetta á 3 til 4 þúsund," sagði Svala. KYNLÍF Stórar stelpur Stærð, áferð og lögun kvenmannskroppa skipta konur sjálfar miklu máli. Karlmenn hafa ekki nærri eins miklar áhyggjur af búknum sínum. Enda eru þeir miklu frekar uppteknir af framanum og að vinna eins og skepnur. Móðir náttúra skaffaði þeim líka minni líkamsfitu en konum svo þeir hafa visst forskot fram yfir konurnar sem alltaf eru að reyna að ná af sér þessari gjöf. Hormón í líkama kvenna reyna m.a. síðan að sjá til þess að kon- ur hafni ekki gjöfinni. Það er erfitt að vera feit- ur í mjórri veröld. Meiri hluti kvenna hér á landi virðist ekki vera sáttur við líkama sinn eins og hann er. Mér er vel kunnugt um þá staðreynd að mikil offita sé hættuleg heilsunni en ég er ekki að tala um þau fáu tilfelli þar sem aukakílóin skipta mörgum tugum heldur allar þær konur sem eru óánægðar út af nokkr- um kílóum. Þegar ég hef JONA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR haldið námskeið mín fyrir konur er ég alltaf jafnhissa þegar við spáum í líkams- ímyndina hvað margar þeirra eru óánægðar með eitthvað á kroppnum á sér. Einni finnst hún hafa of stór læri þó enginn annar taki eftir því. Allt í uppvextinum stuðl- ar að því að konur eru stöð- ugt a(S hafa áhyggjur af litl- um brjóstum, stórum Iær- um, miklum maga, hrukk- um, „appelsínuhúð" og hárvexti á óæskilegum stöðum. Sem litlar stelpur erum við strax mótaðar út frá kynímyndinni. Þegar við erum fimm eða sex ára fáum við kannski fyrsta bikini settið en hvað hafa litlar hnátur að gera með brjóstahaldara? Brjóst stelpna og stráka eru jafn- stór fram að kynþroska. Markmiðið með brjósta- haldaranum fyrir fimm ára er að kenna henni að taka eftir mikilvægi brjóstanna. Brjóst eru sexý. Kona (stelpa) án brjóstahaldara vekur blygðun annarra. Miklu heilbrigðara uppeldi sá ég hjá mömmu og þriggja ára stelpuhnokka í laugunum í gær. Stelpan sat allsber á hækjum sér og var niðursokkinn í tærnar á sér. Eftir svolitla stund leit hún upp og spurði mömmu sína: „Er þetta þumaltás- an?“ „Nei, þetta er stóratá- in,“ sagði mamman. Stelp- an var bara að kynnast lík- amanum á eigin forsend- um. Fyrir sumar konur virðist það vera full vinna að halda sér nálægt æskilega „staðl- inum" í útliti kvenna. Geysi- mikil orka og fé fer í að reyna alls kyns kúra sem bara rugla efnaskiptajafn- vægi líkamans svo að þú verður enn feitari næst þegar þú loksins gefst upp á megruninni. Þessi megrun- arvítahringur er að gera konur feitari og feitari. Nei, ég skrifaði þetta ekki vit- laust. Þó þetta hljómi skringilega virðist ýmislegt benda til þes að svo sé raunin. Ef þú færð lítið að borða bregst líkaminn við með því að minnka efna- skiptahraðann. Því minna sem fólk í megrun borðar, því lengur er líkaminn að brenna kaloríunum og því lengur er fólk að léttast. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að „megrun" virðist ganga vel í fyrstu en svo verður erfiðara og erfiðara að léttast. Þegar manneskj- an hættir svo í megrun er hún enga stund að þyngjast aftur því efnaskiptin eru hálf slöpp eftir megrunina! Til að viðhalda árangri svo- kallaðra „megrana" máttu bara rétt kroppa í mat eða vera í stífri líkamsþjálfun svo árangurinn sé ekki fljótlega fyrir bí. Til að . . . konur eru stöðugt að hafa áhyggjur af litlum brjóstum, stórum lærum, miklum maga, hrukkum, „appelsínuhúð“ og hárvexti á óæskilegum stöðum losna við marga tugi auka- kílóa dugir ekkert minna en breyttur lífsstíll. Þú verð- ur að borða fjölbreyttan mat, hætta megrunarkúr- um, hreyfa þig meira og öðlast meiri næmni á til- finningalífið svo þú borðir til að lifa en ekki öfugt. Misheppnuð megrun er bara ein afleiðing útlits- dýrkunar hjá konum. Því meira bil sem er á milli lík- ama konu og staðallíkam- ans því óánægðari er kon- an með sjálfa sig í alla staði. Hún á erfiðara með að örv- ast kynferðislega, hún þor- ir síður að trana sér fram í vinnu (af því hún telur sig ekki hafa rétta útlitið), hún gerir lítið úr hæfileikum sínum, hún á það á hættu að einangra sig félagslega og svona mætti lengi telja. Það er ekki að undra þótt útlitsdýrkun ákveðinnar líkamsímyndar sé kallaður „félagslegur áverki". Konum er ætlað að vera mjúkar og eilítið frjálslegar í vexti ef móðir náttúra fær að hafa sinn gang. En eins og endranær þegar við, hrokafulla mannfólkið, ætl- um að taka fram í fyrir henni, þá fer venjulega illa. Spyrjió Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.