Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 25
✓ Eg hugsa að Andrés haldi bara áfram sínu rölti — segir Magnea J. Matthíasdóttir sem skrifar sögur fyrir Andrés önd svo mikið barn í mér. Þeir sáu á umsókninni að ég hafði reynslu af ritstörfum, buðu mér þetta og ég sló til og próf- aði.“ Islensk kona, búsett í Kaup- mannahöfn og í hlutastarfi í Bandaríkjunum: ,,Þetta er mögulegt á tölvu- öld. Núna er hægt að búa í einu landi en vinna í öðru. Mig langaði til að breyta til og ég á svo skemmtilegar minn- ingar frá Kaupmannahöfn en ég var hér í námi um tveggja ára skeið skömmu eftir 1970. Þetta var yndislegur tími og síðan þá hefur mér þótt mjög vænt um borgina. Það hefur náttúrlega ýmislegt breyst en Danir kunna blessunarlega ennþá að „hygge sig“.“ Nú er mjög langt stdan þú sendir sídast frá þér skúld- sögu. Ertu svona önnum kaf- in viö braudstritid? „Það er náttúrlega gamla peningagræðgin og þegar henni sleppir á ég síðan fjöl- skyldu sem mér finnst ekki verra að verja einhverjum tíma með. Það væri að mörgu leyti þægilegra upp á ritstörf- in að gera að vinna við eitt- hvað gerólíkt, en ekki þýð- ingar, skriftir og þennan próf- arkalestur sem ég hef nú ver- ið viðloðandi. Eg er með skáldsögu í smíðum núna auk þess sem ég er að þýða aðra. Það liggur einnig eftir mig barnasagan Ævintýri um ag- úrkuprinsesssu uppi í útvarpi sem verður væntanlega lesin þar. Sú saga er nú löngu til komin en þegar ég stóð í flutningunum kom ýmislegt upp á yfirborðið." Hvaö segiröu aö lokum? „Að lokum vil ég biðja guð að blessa land og þjóð og þakka henni það traust og þann stuðning sem hún hefur veitt mér á liðnum árum. Þetta er svona frasi frá þvi ég var barn,“ sagði Magnea hressilega. „Eg hugsa aö Andrés haldi bara áfram á sama gamla röltinu," sagöi Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur en hún vinnur núna í hluta- starfi viö aö skrifa sögur fyrir bandaríska fyrirtœkiö Disn- ey. Magnea sem er búsett í Kaupmannahöfn þýöir auk þess teiknimyndir fyrir Stöö tvö. „Þetta eru svo staðlaðar fígúrur og svo gríðarlega margir höfundar sem skrifa fyrir þær sögur að það eru takmörk fyrir hvað maður getur leyft sér,“ sagði Magnea er Listapósturinn hringdi til Kaupmannahafnar og spurði hvort Andrés myndi lenda í einhverjum nýstárlegum svaðilförum undir hand- leiðslu hennar. „Ég læt hann kannski skreppa til íslands," sagði hún eftir nokkra um- hugsun. En hvernig vildi þaö til aö þú fórst aö skrifa fyrir Andrés önd? „Ég leitaði til þeirra varð- andi hlutastarf sem var aug- lýst hérna í Kaupmannahöfn. En ég hef töluverða reynslu af því að þýða teiknimyndir. Ég hef auk þess mjög gaman af teiknimyndum enda er ég Big band tónleikar Sinfóníunnar og framhalds- sveifla á Púlsinum Matthías með nýtt sjónvarpsleikrit Sjóarinn, spákonan, blómasalinn, skóarinn, mál- arinn og Sveinn nefnist nýtt sjónvarpsleikrit eftir Matthías Jöhannéssen. Tökur standa nú yfir en verkið verður væntanlega á skjánum á hausti komanda. Með aðal- hlutverk fara Róbert Arn- finnsson, Bríet Héðinsdóttir, Gísli Halldórsson, Rúrik Har- aldsson, Eyvindur Erlends- son, og Valdimar Örn Flygen- ring. Verkið sem Hilmar Oddsson leikstýrir segir frá hversdagslegri tilveru nokk- urra utangarðsmanna og brostnum vonum. Sýndur er sólarhringur úr lífi þeirra jafnhliða því að brugðið er upp svipmyndum úr fortið- inni. Á þessum sólarhring verða umskipti í lífi þeirra allra. Geisladiskur frá Tómasi R. Einarssyni I kvöld veröa Big band tón- leikar Sinfóníunnar í Há- skólabíói undir stjórn hins frœga kontrabassaleikara Johns Clayton en hann er ekki síst kunnur fyrir aöild sína aö stórhljómsveitinni Count Basie. Á efnisskránni verður með- al annars nýtt verk eftir Stef- án Ingólfsson í útsetningu Szymons Kuran og Jazzmars hins síðarnefnda þar sem saxófónleikarinn Jeff Clayton leikur einleik, auk verka eftir Mancini. Æstum sveifluaðdáendum gefst síðan kostur á framhaldi skemmtana þetta kvöld því eftir að tónleikum í Háskóla- bíói lýkur munu eftirfarandi tónlistarmenn leika. Þeir Sig- Sigurður Szymon urður Flosason altsaxófón- leikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Marten van der Valk á trommur. Sérstakir boðsgest- ir kvöldsins verða fiðluleikar- inn Szymon Kuran, John Clayton og meðlimir Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Nýlega kom út nýr geisla- diskur og kassetta með nýrri tónlist eftir' kontrabassaleik- arann og tónskáldið Tómas R Einarson. Geisladiskurinn dregur nafn sitt af kvæðinu „Journey to lceland" eftir Wh Auden sem birtist í ferðabók skáldsins og Louis Mc Neice. Tveir gestaleikarar komu er- lendis frá til að leika með á geisladisknum. Það eru bás- únu- og flygilhornleikarinn Frank Lacy sem leikið hefur meðal annars með stórsveit- um Dizzy Gillespie. Auk hans kom frá Svíþjóð einn þekkt- asti djassleikari sem ísland hefur alið þ.e. Pétur Östlund sem leikið hefur með fjölda þekktra erlendra djassbanda. Auk þess leika með Tómasi þau Ellen Kristjánsdóttir söngkona, Sigurður Flosa- son.og Eyþór Gunnarsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.