Pressan


Pressan - 20.06.1991, Qupperneq 4

Pressan - 20.06.1991, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ 1991 DRAUMA DINNER PRESSAN bað HILMAR ÖRN HILMARSSON hljóm- listarmann að vera gest- gjafa í ímynduðu kvöld- verðarboði með alls átta gestum. Gestirnir máttu vera hverjir sem er, látnir, lifandi, frægir, skáld- sagnapersónur, teikni- myndafígúrur eða bara vinir og vandamenn. Hilmar Orn býður eftir- farandi gestum til kvöld- verðarboðsins, sem liann gerir að skilyrði að fari fram við kertaljós og í mesta lagi gasloga: Alfreö Flóki: sér um sögur og fjör Petróníus: partýar fram i rauðan dauðann Neró: sér um músík og Ijósasjó Alister Crowley: er sérfræðingur i kokkteilum Oscar Wilde: heldur borðræðuna Egill Skallagrímsson: verður siðameistari Lucrezia Borgia: sér um kryddið Saddam Hussein: er eitursmakkari kvöldsins Sportlegir strákar í engum strigaskóm Á meðan við sýnum stelpurnar í sundbolum þykir okkur ekki seinna vænna að benda strákun- um á hverju þeir eiga að klæðast næsta vetur. Þeir eru alltaf að kvarta yfir því að fataskápurinn þeirra sé ekki eins fjöl- breyttur og kvennanna. Og þykjast þar af leið- andi mega klæðast hvern- ig sem er. Helst alltaf eins. En strákar mínir. Karlmannafatatískan breytist ekki síður en kvennanna. Og fjöl- breytninni er þar fyrir að fara ef menn bara vilja. Það er til dæmis til dálít- ið sem heitir litir og mynstur fyrir þá sem vilja halda sig við jakka- fötin og það er einmitt það sem tískukóngarnir boða karlmönnunum næsta vetur. Skærgrænir jakkar eða fjólubláir og rauðköflóttar skyrtur eða appelsínugul vesti. Fyrir þá sem vilja frjálslegri klæðnað er úr nógu að velja- Ekki síst næsta vet- ur. Buxurnar eru með sportlegu sniði og undir staka jakka má klæðast allskyns hettupeysum og -jökkum. Við sportlega klæðnaðinn er svo um að gera að nota hatta og húf- ur í alpa- eða baskastíl. Þá er bara að gera eitt- hvað í málunum strákar. — Eitt enn: sportlegur klæðnaður þýðir ekki að menn eigi alltaf O 9 Heba Brandsdóttir er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á veturna, en í sumar er hún að vinna í tískuversluninni Centr- um í Kringlunni. Ætlarðu í útilegu í sumar? Já, örugglega eitt- hvert. Hvað gerir þú á sunnudögum? Nýt þess að eiga frí og er með fjölskyldunni. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Þegar ég fór í jarðarför núna eftir áramótin. Ertu í Ijósum? Ég fer af og til, en hef ekkert farið nýlega. Gætir^u hugsað þér að reykja hass? Nei, ég held ekki. Á hvaða skemmtistað ferðu? Það er misjafnt. Ég fer út um allt. í Lídó, Casa, Yfir strikið. Um síðustu helgi fór ég á Borgina. Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? Já, ég spái frekar í það. Ferðu oft í megrun? Nei, ég get engan veginn farið í megrun. Þá borða ég bara meira. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Vel vaxn- ir og með góðan húmor. Syngurðu í baði? Ef vel liggur á mér. Ferðu ein í bíó? Aldrei. Finnst þér soðin ýsa góð? Já. Hvað færðu þér í hádeginu? Ég fer yfirleitt á Hard Rock eða Quick þegar ég er í vinnunni og fæ mér hamborgara eða samloku. Klæðirðu þig eftir veðri? Það er misjafnt, en ég reyni það þó. Sefurðu í náttfötum? Bara stuttermabol. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Já, hún hlýtur að vera til. Ertu með náttúrlegan háralit? Já. Ertu daðrari? Já, svolítill. Knattspyrnukona á Sjónvarpinu í sókn Nýi liðsmaðurinn á íþróttafréttastofu Sjón- varpsins, Kristrún Heimis- dóttir, lætur sér ekki nægja að segja fréttir af íþróttum, því hún leikur einnig knattspyrnu með meistaraflokki KR. Að sjálfsögðu í kvennaflokki. Hún situr líka í Stúdenta- ráði Háskóla íslands, þar sem Afar flókið dæmi ISfIH0INGyB og ævintýri hans í Reykjavík Eins og lesendur rekur minni til sýndi ég þann kjark að demba mér inn um kjall- araglugga vestur í bæ í lok síðasta kafla. Katla, bekkjar- systir mín og fegurðardís, var nýflutt í þetta herbergi. Stuttu áður hafði Reimar misst sveindóminn og satt best að segja dembdi ég mér þarna inn í örvæntingu og sárustu neyð. Um leið og ég lenti á góifinu datt mér í hug; hvað ef hún hefur gengið úr rúmi fyrir ömmu sína utan af landi? Vinir mínir, ágætu drykkjubræður, íslendingar til sjávar og sveita, engar slíkar áhyggjur þurfti ég að hafa. Á öllum þeim árum sem liðin eru síðan, já, jafn- vel þótt ég hafi ekið leigubíl í tæpa tvo áratugi og þekki lífið engu síður en aðrir hef ég aldrei augum litð jafn fagra konu og hana Kötlu þessa haustnótt í Reykjavík þegar hún rykkti ofan af sér sænginni og hryllti sig af hamingju og sagði; Ó, Nasi Jones, ég er svo fegin að þú þorðir að koma. Nú fæ ég að vera með Kana. Enginn mun fá mig til að lýsta því sem gerðist, en ég kvaddi reynslunni ríkari og gekk fjaðurmagnaður áleið- is heim að sofa í grárri dag- renningu. Síðan við Reimar vorum pollar hafði hann stært sig af því að vera alltaf á undan mér í öllu. Þetta fór í taug- arnar á mér. Á undan mér í að verða það klár að hann þurfti ekki að brúka bleiju. Fyrri til að losna af leikskóla, taka tennur, byrja að tala, kyssa stelpu, fá sogblett og sjúss, runan var alveg enda- iaus. Nú hafði hann losnað við sveindóminn tæpum klukkutíma á undan mér. Þetta var svo spælandi að það var alveg ótrúlegt. Allt í einu laust þeirri tryll- ingslegu hugsun niður í hausinn á mér að allir þessir útreikningar væru byggðir á röngum forsendum. Við Reimar vorum ekki jafn- gamlir. Hann var tveim ár- um eldri en ég. Ég var í raun og veru langt á undan hon- um í ýmsu. Þetta kom mér til að hætta við að halda heim. Þess í stað tók ég stefnuna á Njálsgötuna. Ég varð að koma Reimari í skilning um þetta. Tinna var farin og Reimar lá inni í rúmi og svaf. Lóló var að leika sér inni í stofu. Ég gaf henni kornfleks og mjólk og ræsti svo Reimar. Hann var eitt sælubros áður en hann rumskaði. Svo nas- aði hann út í loftið og sagði. — Trúirðu þvi Nasi, að ég finn enn af henni lyktina? Nú hef ég ýmislegt að segja þér frændi og enn var ég á undan. Ég er að koma frá Kötlu, sagði ég. — Og allt gekk upp hjá mér. Og ég hef ýmislegt að segja þér Reimar minn. í þetta sinn var ég á undan góði. — Hvað áttu við, frændi, sagði Reimar og var glað- vaknaður. Ég settist á rúm- stokkinn hjá honum. Ég var á undan. Viðurkenndu það. — Um hvað ertu að tala maður. Sástu mig ekki í nótt. Tinna var hér. Hann klapp- aði drýldinn koddanum við hliðina á sér í rúminu. — Jú, það getur vel verið, sagði ég. En hvenær ertu fæddur? 31. mars 1946. Og hvenær er ég fæddur? 17. mars 1948. Það vill segja. Ég var tæpum tveim árum á undan þér. Og ég hef verið á undan þér í mörgu Reimar minn. Við þurfum að endur- skoða alla okkar ævi í þessu ljósi. — Það er tíminn sem það gerðist á sem gildir, sagði Reimar. Ekki fæðingardagur manna. Ég hef aldrei heyrt hlutina reiknaða eins og þú vilt reikna þá. Ég sá að hann var að kom- ast í bobba svo ég sagði, ókei, við skulum ekki vera að breyta neinu sem á undan er komið, ég vil bara að þú viðurkennir að ég varð fyrri til að vera með stelpu en þú. Enda er ég mesti kvenna- maður í Evrópu. Reimar sagði ekki neitt drykklanga stund. Hann var ærið þungbúinn. Svo sagði hann. En ég er mesti kvennamaður í Reykjavík. — En ég á Njálsgötunni, sagði ég. Reimar: Gott og vel, en ég er mesti kvennamaðurinn í þessari tíð. Ég svaraði: Ég er sá kræf- asti í þessu herbergi. Þá sagði Reimar: En ég er sá alharðasti á þessari dýnu. Ég hefði vel getað bætt einhverju við en ég lét það vera. Reimar mátti vel eiga það með dýnuna fyrst hon- um leið skár við það. Hann var hvort sem er upp á sinn máta búinn að viðurkenna hitt og maður á aldrei að vera með ræflaskap við vini sína að óþörfu. Olafur Gunnarsson i ... i■ i ii- iWtiálhi — hún er við nám í heimspeki, sem fulltrúi Röskvu og er rit- ari nýstofnaðra samtaka sem kalla sig Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Samtök- in hafa það að markmiði að koma á jákvæðari þróun kvennafótboltans. „Konur eiga erfiðara uppdráttar í hópíþróttum almennt en i einstaklingsíþróttum, því þar skiptir kynið máli. I fótbolt- anum er þetta vandamál því við erum að ráðast að höfuð- vígi karlmennskunnar og þar erum við mörgum árum á eft- ir hvað jafnrétti varðar.“ En eru stelpurnar ekki miklu lélegri í fótbolta en strókarnir? „Þær þurfa ekkert að vera lélegri, en þær eru það núna því þær hefur skort þjálfun, aðstöðu, hvatningu og pen- inga. Kvennaknattspyrna hefur heldur ekki verið stunduð samfleytt hér á landi í nema 20 ár, en karlaboltinn frá aldamótum, og ég er viss um að við erum betri núna en íslenskir karlmenn voru árið 1920. En stelpurnar spila öðruvísi fótbolta en strákarnir. Leik- skilningur þeirra byggir á knatttækni og lipurð, en strákanna á krafti og hraða.“ Kristrún segir að markmiði Hagsmunasamtaka knatt-! spyrnukvenna sé ekki það að fleiri stelpur en strákar spili fótbolta. Heldur sé hér um grundvallarréttindi að ræða. Það sé til að mynda ekki eðli- legt að í lögum KSÍ séu reglu- gerðarákvæði sem hreintega brjóti í bága við jafnréttislög, þar sem konum er bannað að leika á grastakkaskóm. Reyndar mega þeir það einir sem leika í meistaraflokki* karla. KSÍ hefur reyndar gert stelpunum fleiri skráveifur, því kvennalandsliðið fékk ekki að leika neina landsleiki þrjú sumur í röð, jafnvel þó þær hafi enn ekki unnið sér það til frægðar að tapa fyrir jaáL^v.v.^v

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.