Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ 1991
Uppgræðsla Landsvirkjunar á Auðkúluheiði við
Blönduvirkjun er hafin á ný eftir árs hlé. Nú þegar hefur
Landsvirkjun varið rúmlega 200 milljónum króna í land-
græðslu og grætt með því upp 1650 hektara lands. Þetta
er dýrasta uppgræðsluland landsins og kostar því sem
næst fjórum sinnum meira að græða upp hvern hektara
þarna en viðmiðunartölur Landgræðslu ríkisins segja til
um. En uppgræöslan er aðeins hálfnuð því í samningi
Landsvirkjunar við landeigendur var gert ráð fyrir að
græða upp 3000 hektara og viðhalda því sem beitar-
landi. Væntanleg er skýrsla frá Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins þar sem kemur fram að kostnaðarfrekt verð-
ur að varðveita það beitarland sem Landsvirkjun hefur
búið til með ærnum kostnaði. Svo kostnaðarfrekt að
óhætt er að segja að á Auðkúluheiði verði búið til dýrasta
kjöt í heimi.
En uppgræðslan sjálf tekur ekki
nema hluta af því fjármagni sem
Landsvirkjun verður að láta af
hendi vegna Blönduvirkjunar. í des-
ember síðastliðnum hafði Lands-
virkjun varið 542,1 milljón króna til
framkvæmda á Auðkúluheiði. í ár
er fyrirhugað að verja 67 milljónum
króna til viðbótar í þetta verkefni.
Þessar 542,1 milljónir króna skipt-
ast þannig: I uppgræðslu hafa farið
204,2 milljónir, til heiðarvega hafa
farið 145,4 milljónir, í girðingar hafa
farið 17,3 milljónir, til gerðar
gangnamannakofa hafa farið 23,6
milljónir króna, í veiðimál (rann-
sóknir á því sviði) hafa farið 70,9
milljónir, í samningafundi hafa farið
14,3 milljónir og í lögfræðikostnað
1,7 milljónir. — Og í kjölfar samn-
inga í fyrra voru greiddar háar upp-
hæðir í landbætur sem eru nú
komnar í 64,8 milljónir króna.
Þessi kostnaður færist á stofn-
kostnað virkjunarinnar og verður
síðan afskrifaður sem slíkur. Innan
Landsvirkjunar óttast menn það for-
dæmisgildi sem í Blöndusamning-
unum felast.
DÝRASTA
UPPGRÆÐSLULANDIÐ
1982 tók Landsvirkjun yfir samn-
ing sem Rafmagnsveitur ríkisins
höfðu gert varðandi landbætur á
Auðkúluheiði. Margvíslegar við-
bætur hafá verið gerðar við þann
samning síðan. Það land sem rækt-
að er upp á að koma í stað landsins
sem fer undir uppistöðulónið við
Blönduvirkjun en nú er byrjað að
safna í það. Lætur nærri að 5400
hektarar af gróðursvæði fari undir
vatn. Áhöld eru reyndar um hversu
gott beitarland tapast þar.
I sjálfa landgræðsluna hafa farið
204,2 milljónir króna og hefur því
verið varið í að gera 1650 hektara
lands að beitarlandi. Er beitargildi
þess talið jafngilda þeim 5400 hekt-
urum sem tapast.
Uppgræðsla hvers hektara hefur
kostað rúmlega 123.000 krónur sem
er tæplega fjórum sinnum meira en
kostar Landgræðslu ríkisins að
rækta upp land. Með þessari aðferð
er ætlunin að rækta upp 1350 hekt-
ara í viðbót sem kostar um 170 millj-
ónir króna.
En þaö er ekki nóg að rækta upp
landið því til að það dugi sem beit
þarf að halda því við á kostnaðar-
saman hátt með áburðargjöf. Þetta
er kjarninn í því sem kemur fram í
skýrslu Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins sem birtast mun öðru
hvoru megin við næstu mánaðar-
mót.
Að sögn Ingva Þorsleinssonar,
náttúrufræðings hjá RALA, þá hefur
komið í ljós að til að halda við fóður-
gildi uppræktarinnar þá þarf að
bera á hana árlega. Ingvi tók þó
fram að árangurinn af uppgræðsl-
unni væri í sjálfu sér meiri en menn
hefðu gert sér vonir um því þarna er
verið að rækta upp beitarland í 500
metra hæð yfir sjávarmáli. í skýrsl-
unni kemur einnig fram að jarð-
vegsmyndun er nánast engin sem
gerir það að verkum að áfram verð-
ur að bera á landið — um ókomna
framtíð segja sumir.
30 MILUÓNIR Á ÁRI
UM ÓKOMNA TÍÐ
Eins og áður sagði þarf að halda
áfram að bera á landið tii þess að
það geti nýst sem fóðurgjafi fyrir
þær kindur sem það á að bera. Er
Sueinn Runólfsson
HEFÐI DUGAÐ TIL AÐ
STÖÐVA UPPBLÁSTUR
Á HAUKADALSHEIÐI
„Við vildum gjarnan nýta pen-
ingana meira til að stöðva jarð-
vegs- og gróðureyðingu," sagði
Sveinn Runólfsson, forstjóri Land-
græðslu ríkisins, en hann dvelst
einmitt um þessar mundir norður
á Sauðárkróki þar sem Land-
græðslan er að bera á Auðkúlu-
heiði en hún vinnur sem verktaki
við það verk.
Sveinn tók fram að þessir fjár-
munir væru að sjálfsögðu hluti af
samningi við heimamenn og bæri
að líta á það sem slíkt. Það kom
hins vegár fram hjá honum að
landgræðslumenn hefðu haft
augastað á þessum fjármunum
lengi. Landgræðslan hefur á þessu
ári 160 milljónir króna til ráðstöf-
unnar við landgræðslu á öllu land-
inu.
— En hvad treystir Landgrœdsl-
an sér til að gera við þetta fé?
„Fyrir þetta gætum við líklega
stöðvað moldrok og gróðureyð-
Sveinn Runólfsson landgræöslu-
stjóri: Gætum stöðvaó moldrokið á
Haukadalsheiði fyrir þessa pen-
inga.
ingu á Haukadalsheiði," sagði
Sveinn.