Pressan - 20.06.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNI 1991
9
það áætlun RALA að það þurfi um
200 kg af áburði á ári á hvern hekt-
ara. Það kom hins vegar fram hjá
Sveini Runólfssyni, landgræðslu-
sljóra, að hann telur að 200 kg séu
algert lágmark — taldi hann líkleg-
ast að það þyrfti meira.
Ef ræktað land verður aukið upp
í 3000 hektara mun það því kosta
Landsvirkjun 30 milljónir króna á
ári að viðhalda þessu ræktaða landi
sem beitilandi. Ekki verður séð ann-
að af samningum við landeigendur
en að Landsvirkjun verði að greiða
þennan toll um ókomna tíð. Mun
þessi beitartollur koma fram í
rekstrarreikningum virkjunarinnar
í framtíðinni.
145 MILLJONIR I VEGI TIL AÐ
FLYTJA KINDURNAR Á FJALL
Þó hér hafi aðeins verið tínt til
það fé sem beinlínis fer í upp-
græðslu þá er óhætt að segja að
megnið af öðrum framkvæmdum
séu tengdar beit sauðfjárins.
Má þar nefna framkvæmdir við
heiðarvegi upp á 145 milljónir
króna en helstu röksemdirnar
fyrir þeim er að það þurfi
vegi til að flytja kindurnar
upp á fjall! Þessir heiðar-
vegir eru nú orðnir 200
kílómetrar á
ur
krónur með hverju
kílói af framleiddu
kindakjöti á Auð-
kúluheiði siöustu
9 ár. Þessi kostn-
aðarauki kemur til
af þeirri ákvörðun
að búa til fóður
fyrir kindurnar í
500 metra hæð yf-
ir sjávarmáli.
II
^^Ftgefandi Þjóðlifs skipti um
nafn á síðasta ári. Áður var það Fé-
lagsútgáfan sem gaf blaðið út en nú
er það Þjóðlíf hf. Það
eru þó sömu aðilarn-
ir sem standa að
báðum félögunum
og meðal annars var
Félagsútgáfan lang
stærsti stofnaðili
Þjóðlífs. Einnig voru
þar sömu einstaklingur og að baki
Félagsútgáfunnar; Svanur Krist-
jánsson, Ásgeir Sigurgestsson,
Jóhann Antonsson og fleiri. I
janúar á þessu ári óskuðu þrír lög-
menn eftir gjaldþrotaskiptum á
gamla fyrirtækinu, það er Félagsút-
gáfunni. í lok þessa mánaðar verða
fyrirtökur hjá fógeta og þá kemur í
ljós hversu langt málið fer. Forsvars-
menn Þjóðlífs segja þó enga hættu,
þar sem nýja fyrirtækið hafi tekið
yfir allar skuldbindingar þess
gamla . . .
Greiðslur Landsvirkjunar
til fíænda vegna Blönduvirkjunar
Uppgræðsla
Heiðarvegir[
Gangnakofar □ 23,6 millj.
Girðingar Q 17,3 millj.
Samningafundir f] 14,3 miilj.
Lögfræðiaðstoð || 1,7 millj.
Bætur fyrir land | 1 64,8 millj.
Veiðimál | 1Í70.9 millj.
] 145,4 millj.
j 204,2 millj.
Samtals greitt:
542.1 milli.
lengd og er ætlunin að verja til
þeirra um 10 milljónum á þessu ári.
Má sem dæmi taka að fyrir þessar
145 milljónir hefði verið hægt að
kaupa slitlag á um 70 kílóme./a eða
ríflega vegalengdina á milli Reykja-
víkur og Selfoss. Það ber þó að taka
fram að þar er ekki rætt um undir-
byggingu vegarins.
Einnig hafa verið girtir um 200
kílómetrar en til þess verks höfðu
farið 17,3 milljónir um síðustu ára-
mót. Frekari girðingaframkvæmdir
erú fyrirhugaðar í sumar. Þá er for-
vitnilegt að í samningafundi við
bændur hafa farið 14,3 milljónir
króna.
GANGNAMANNAKOFAR Á
EINBÝLISHÚSAVERÐI
Þrír skálar hafa verið byggðir fyrir
gangnamenn og er kostnaður við
þá kominn upp í 23,6 milljón króna
eða tæplega 7,9 milljónir á kofa.
Mun það teljast ágætis einbýlishúsa-
verð úti á íandsbyggðinni en hafa
ber í huga að framkvæmdum við
þessa gangnamannakofa er ekki
lokið þannig að lokaverð á þá liggur
ekki fyrir. Hefur PRESSAN heimildir
fyrir því að um 10 milljónir til við-
bótar fari í skálana í sumar þannig
að þeir fara þá að nálgast einbýlis-
húsaverð á höfuðborgarsvæðinu.
leiðslu er upp á 1000 krónur á hvert
kíló sem þar hefur verið framleitt.
Hefur þá liðum eins „veiðimál" og
„bætur fyrir land“ verið sleppt. Er
óhætt að fullyrða að hér sé um
hæsta framleiðsluverð á kjöti í
heiminum að ræða.
Einnig er athyglisvert að velta fyr-
ir sér hvað hver dagur á afréttinum
hefur kostað. Ef gert er ráð fyrir því
að hver kind sé í 60 daga uppi á
heiði þá kemur í ljós að hún borðar
fyrir 330 krónur á dag.
Þrátt fyrir að hér sé aðeins um
vangaveltur að ræða sýna þær vel
fáránleika málsins. Enda er svo
komið að á meðal bænda vex þeim
skoðunum stöðugt fylgi sem vilja
halda fjármununum í byggð og
verja þeim frekar til atvinnuupp-
byggingar þar.
Einn gangnamannakofi var
byggður upp við Ströngukvísl en
þar var áður lítill skáli. Hinir tveir
voru byggðir upp frá grunni en for-
verar þeirra fóru undir lónið, annar
við Galtará og hinn við Kolkuhól.
Við þessa kofa eru byggð hesthús en
kofarnir sjáifir rúma 30 manns.
Landsvirkjunarmenn neita því að
hér sé um lúxushús að ræða og
segja að aðbúnaður líkist því sem
tíðkast í vinnuskúrum Landsvirkj-
unar.
Þá ber að hafa í huga að uppbygg-
ing skálanna er tæpast í samræmi
við það að stöðugt fækkar því fé
sem rekið er á afréttinn. Nú lætur
nærri að um 4000 til 5000 fjár séu
rekin á heiðina á sumrin en því hef-
ur stöðugt fækkað, meðal annars
vegna riðuveikiniðurskurðar.
LANDSVIRKJUN STYRKIR
HVERT KJÖTKÍLÓ UM
1000 KRÓNUR
Allar þessar framkvæmdir á Auð-
kúluheiði eru tilkomnar af þeirri
kvöð að skapa beitarland í staðinn
fyrir það sem fer undir vatn. Þeir
fjármunir sem til framkvæmdanna
hafa farið hafa búið til beitarland
fyrir 2600 ærgildi. Lætur nærri að
þær skili 3800 dilkum til frálegs við
slátrun. Ef gert er ráð fyrir 15 kílóa
meðal fallþunga í þau 9 ár sem hér
um ræðir kemur í ljós að styrkur
Landsvirkjunar við þessa kjötfram-
MARGIR BÆNDUR VILJA
HALDA PENINGUNUM í BYGGÐ
í ár er ætlunin að hefja upp-
græðslu á 600 hekturum undir beit-
arland en þessi uppbygging lá niðri
í fyrra. Var það meðal annars vegna
þess að hugmyndir höfðu vaknað
hjá bændum um að hætta upp-
græðslunni og fá Landsvirkjun til að
greiða fjármunina beint til hrepp-
anna sem síðan notuðu það til at-
vinnuuppbyggingar eða jafnvel til
gróðurbóta í byggð. Þótti þetta í takt
við breytt viðhorf í búvörusamn-
ingi.
Þrátt fyrir að þetta kæmi heim og
saman við hugmyndir Landsvirkj-
unar þá fékkst þetta ekki samþykkt,
meðal annars vegna andstöðu
meirihluta Svínavatnshrepps. Að
sögn Páls Þórdarsonar, bónda í
Sauðanesi í Torfulækjarhreppi, þá
var meirihluti fyrir þessum breyt-
ingum í Torfulækjarhreppi og var
málið komið svo langt fyrir rúmu ári
að menn voru tilbúnir að skrifa und-
ir samning þar um. Andstaða meiri-
hlutans í Svínavatnshreppi felldi
það hins vegar.
Þarna eru um það bil 50 til 60
bændur sem myndu skipta þessum
upphæðum á milli sín ef af yrði en
ennþá eru í gangi hugmyndir um að
hverfa frá uppgræðsluáformunum.
Hafa bændur í Torfulækjarhreppi
nýlega ályktað þar um. Það kom
fram hjá Helga Bjarnasyni, verk-
fræðingi hjá Landsvirkjun, að talið
er að beitarþörf á afréttinum hafi
minnkað um 30 til 40% á undan-
förnum árum þannig að margir telja
að ekki þurfi að græða upp meira til
að sinna beitarþörf.
Sigurður Már Jónsson
gær sat þingmannanefnd EFTA
veislu í boði Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar. Flestir eiga sjálfsagt erfitt með að
átta sig á hvers
vegna í ósköpunum
sparisjóðurinn eigi
að borga veisluföng
ofan í nefndina og
hvaða hag eigendur
og viðskiptavinir
sjóðsins geti haft af
því. Ástæðan fyrir þessu boði er þó
ekki flókin. Formaður stjórnar
sjóðsins er Matthías Á. Mathie-
sen, fyrrum þingmaður, en hann
var einmitt varaformaður þing-
mannanefndarinnar síðasta ár-
ið ...
C
C^tjórnarfqrmaður Stöðvar 2,
Jóhann J. Ólafsson, hefur enn
ekki boðað til aðalfundar félagsins
jafnvel þótt sam-
þykktir kveði á um
fund fyrir lok maí.
Jóhann er sagður
hafa sínar gildu
ástæður fyrir drætt-
inum, meðal annars
vandræði við upp-
gjör vegna kaupa Stöðvar 2 á Sýn.
Samkvæmt samþykktum þarf að
boða til fundar með tveggja vikna
fyrirvara . . .
^^^^eðal sumra hluthafa í Stöð
2 þykir undrun sæta að Símon
Gunnarsson endurskoðandi skuli
hafa verið ráðinn framkvæmda-
stjóri hjá Vífilfelli. Ekki er það vegna
þess að menn dragi hæfileika hans í
efa, heldur vegna þess að Símon
mun hafa verið skipaður endur-
skoðandi Stöðvar 2
HEFÐI VERIÐ BETRA AÐ
BORGA BÆTUR í
EITT SKIPTI FYRIR ÖLL
Vífilfell var þar í
hörðum minnihluta. Því
er haft i flimtingum að
nú sé Símon kominn í
hring . . .
Halldór Jónatansson
„Auðvitað er þetta kostnaðar-
samt en þetta byggir á samningum
sem gerðir voru á sínum tíma áður
en Landsvirkjun tók við virkjun-
inni. Þessi samningur var gerður á
þeim tíma sem Rafmagnsveitur
ríkisins voru virkjunaraðili og þá á
vegum iðnaðarráðuneytisins. Það
sem við gerum eingöngu er að
framkvæma gerðan samning sem
við yfirtókum og við getum ekki
annað gert en að borga brúsann,"
sagði Halldór Jónatansson, for-
stjóri Landsvirkjunar, þegar hann
var spurður um samninginn varð-
andi Auðkúluheiði og Eyvinda-
staðaheiði.
Halldór sagði að kostnaður við
uppgræðsluna hefði vissulega
orðið meiri en menn hefðu gert
ráð fyrir. Þá væri ekki ljóst hve
mikil kostnaður Landsvirkjunar
yrði í framtíðinni af þessum samn-
ingi. Það kom einnig fram hjá
Halldóri að þeir Landsvikjunar-
menn vonuðust til að breyttir bú-
skaparhættir drægju úr þörf á fóð-
urframleiðslu á heiðinni.
—■ Hefdi Landsvirkjun gerl
svona samning efhún hefði komið
að málinu fyrr?
„Ég skal ekkert um það segja.
Hin leiðin hefði verið sú að borga
þarna bætur i eitt skipti fyrir öll.
Það hefði sjálfsagt verið ákjósan-
legra þegar maður lítur til baka ef
hægt hefði verið að sammælast
um ákveðna upphæð þegar í upp-
hafi. Þessi leið sem farin var býður
upp á mikla óvissu enda hefur
kostnaður orðið meiri en við gerð-
um ráð fyrir," sagði Halldór.
Halldor Jonatansson torstjori
Landsvirkjunar: Hefur oröiö mun
kostnaöarfrekara en viö áttum von