Pressan - 20.06.1991, Síða 11

Pressan - 20.06.1991, Síða 11
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNl' 1991 Gjaldþrot og nauðarsamningar meðal kjúklingaframleiðenda snerta ekki rót vandans; offramleiðslu og undirboð. Margra ára uppsafnaður vandi, risavaxnar skuldir, of- framleiðsla, offjárfesting, sjúkdómar og undirboð eru helstu ástæðurnar fyrir því að kjúklingaræktendur og lánardrottnar þeirra hafa staðið í „hreingerningu" til að losa um hundruð milljóna króna skuldir. Hörð samkeppni í greininni hefur leitt til þess að fram- leiðendur lækka afurðaverð sitt vel niöur fyrir kostnað- arverð framleiðslunnar. Fóðursalar hafa tapað talsverð- um fjármunum á því að lána til framleiðenda og forðast viðskipti við þá nema gegn staðgreiðslu eða öruggum ábyrgðum. frá innköllun krafna í bú Kristins og í framhaldi af því á að reyna nauðar- samninga. Ekki er Ijóst hversu kröf- urnar verða endanlega miklar, en þær munu þó hlaupa á tugum millj- óna. Mestra hagsmuna hafa að gæta Landsbankinn og Mjólkurfélag Reykjavíkur. Landsbankinn hefur þegar eignast jörðina og fasteign- irnar á nauðungaruppboði. Sam- kvæmt heimildum PRESSUNNAR stendur M.R. frammi fyrir því að tapa 12 til 14 milljónum á gjaldþroti Þórustaðabúsins, en það fer þó eftir Á Reykjavegi 36 i Mosfellsbæ rekur Markaðskjúklingur/ísfugl kjúklingabú. Fé- lagið leigir húsnæðið af Holtabúi Ásmundastaðabræðra, sem eru stærstu eig- endur Fóðurblöndunnar hf. Það félag eignaðist húsin eftir gjaldþrot Hreiðurs hf„ sem var í eigu margra þeirra sem nú standa að Markaðskjúklingum/ísfugl. Heildarkröfur i þrotabú Hreiðurs eru um 260 milljónir króna að núvirði. Nýverið var Fjöregg, kjúklingabú Jónasar Halldórssonar í Eyjafirði, tekið til gjaldþrotaskipta. Það er nokkuð lýsandi dæmi um þann vanda sem greinin býr við. Skuldir búsins eru taldar vera 244 milljónir króna, en eignir metnar á 163 millj- ónir króna. Líklega fengist þó aldrei slíkt verð fyrir eignirnar færu þær á uppboð. „ÞAÐ KOM UPP GULLÆÐI" Stærstu kröfuhafar í þrotabú fjör- eggs eru KEA, sem selt hefur búinu fóður — eða öllu heldur lánað, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Búnaðarbankinn. í stöðunni er talið óhagkvæmast að úrskurða búið gjaldþrota og stendur til að leita nauöarsamninga náist um það sam- komulag milli kröfuhafa. „Ástæðu gjaldþrotsins má rekja til áranna 1986 til 1988, en á þessuní þremur árum vorurn við allir að selja undir kostnaðarverði og ég tapaði 60 til 70 mjlljónum á þessu tímabili. Það var gegndarlaus frjáls- hyggjusamkeppni í þessu og til við- bótar höfum við þurft að glínta við okurvexti að niínu mati. Það réðist ekkert við þetta og þótt verðlag sé sæmilegt í dag er ég ósköp hræddur um að fleiri verði undir á markaðin- um." Jónas sagði að hann vissi til þess að ýmsir framleiðendur væru að hugsa um að draga sig út úr kjúkl- ingabúskapnum. „Það eru ýmsir að ræða um að láta kaupa sig út. Það er hart að fara á hausinn, en það er staðreynd að afurðastöðvar eru of margar. Þetta er eins og með svo margt annað, það kom upp gullæði. Það hefur gerst alveg frá því menn fengu sér vasatölvu; þær eru stór- hættulegar," segir Jónas Halldórs- son fyrrum eigandi Fjöreggs — nú- verandi starfsmaður KEA. LANDSBANKINN ORÐINN EIGANDI ÞÓRUSTAÐA Annað kjúklingabú sem stendur franimi fyrir gjaldþroti eða nauð- ungarsamningum er bú Kristins (Samalíelssonar á Þórustöðum í Ölf- ysi. Þessa dagana er verið að ganga niðurstöðu nauðarsamninganna. Þórustaðadæmið er nokkuð lýs- andi um kjúklingamarkaðinn frá sjónarhóli fóðursala. „Mjólkurfélag- ið hefur staðið illa gagnvart þessari grein, sent býr við mikinn uppsafn- aðan vanda. Reynslunni ríkari frá síðustu árum sækist félagið ekkert eftir viðskiptum við kjúklingabænd- ur, nema gegn staögreiðslu eða ör- uggum ábyrgöum og félagið hefur orðið að loka á einstaka menn. Þetta eru vonlaus viðskipti á meðan verið er að lækka verð langt undir kostnaðarverð," sagði einn viðmæl- enda blaðsins. Kristinn sagði sjálfur að hann teldi sig ekki vera gjaldþrota. „Það er að vísu rétt að jörðin var seld 29. maí í fyrra, en á því voru miklir formgall- ar og því ekkert hægt að segja um raunverulega stöðu mála. Það hefur og legið frammi gjaldþrotabeiðni, en málið er ekki komið á það stig að hægt sé að fullyrða nokkuð um út- komuna," sagði Kristinn og vildi ekki tjá sig nánar um málið. Hann var á meðal hluthafa í Hreiðri hf. 260 MILLJÓNA KR. GJALDÞROT HREIÐURS HF. Þessa dagana er síðan verið að ganga frá stærsta gjaldþroti greinar- innar. Hreiður hf. var úrskurðað gjaldþrota 3. maí 1989. Heildarkröf- ur í búið reyndust þegar upp var staðið, í júlí 1989, vera rúmlega 210 milljónir eða um 260 milljónir að núvirði. Aðeins rúmlega 25 milljón- ir króna fengust upp í kröfurnar frá búinu sjálfu, 8 milljón króna for- gangskröfur greiddust að mestu og fasteign félagsins var seld Holtabúi Ásmundastaöabræðra fyrir 17,5 milljónir króna. Þess ber að gæta að meðal stærstu kröfuhafa í þrotabúið voru eigendur félagsins sjálfir, sem fram- leiðendur. Þeir fá ekkert upp í þess- ar kröfur sínar frekar en aðrir al- mennir kröfuhafar. Bankar og sjóðir hafa hins vegar eignast fasteignir sem eigendur Hreiðurs og aðrir ein- staklingar höfðu lagt að veði fyrir lánum. Meðal stjórnarmanna í Hreiðri hf. voru Þorsteinn Sigmundsson og Jón Maí’nús Gudmundsson og einn stofnenda var Guömundur Jónsson að Reykjum. Sömu menn stofnuðu Markaöskjúklinga hf. í október 1987 ásamt fleirum og sitja þar allir í stjórn. Starfsemi Hreiöurs var lögð niður og tóku Markaðskjúklingar hf. afurðastöðina á leigu um skeið. í nóvember 1989. hálfu ári eftir gjald- þrot Hreiðurs hf.. stofnuðu sömu menn ísfugl hf.. í þeim tilgangi að reka sláturhús. Markaðskjúkling- ar/lsfugl leigja nú fasteignina af Holtabúinu. OFFRAMLEIÐSLA OG UNDIRBOÐ HALDA ÁFRAM Viðmælendur PRESSUNNAR voru sammála um að vanda kjúkl- ingaræktarinnar mætti rekja til of- framleiðslu og verðlækkana á árun- um 1985 til 1988. Tímabundin neysluaukning framkallaði hálfgert gullæði, þar sem allir ætluðu að græða. „Þetta skapaði mjög mikla erfiðleika sem menn eru enn að kljást við. Fóðursalar lánuðu fóður út í hið óendanlega og afurðastöðv- arnar borguðu afurðir sem ekki seldust. Smám saman sprakk blaðr- an með reglulegum útsölum. Um svipað leyti voru stórar matvöru- verslanir að fara á hausinn, Víðir, J.L. og fleiri. Þá kom upp umræða um salmónellusýkingar sem bætti ekki úr skák. Síðan hafa menn verið að teygja þetta og toga og sumir ekki náð að vinna sig út úr vandan- um. Nú er verðlag og framleiðsla í þokkalegu horfi, en það dugar vart til gagnvart miklum skuldum og fjármagnskostnaði," sagði einn við- mælenda blaðsins um ástandið. Inn í þetta ástand blandast hörð samkeppni með útsölum. „Síðasta útsala kom upp fyrir þremur mán- uðum, þegar verð út úr búð lækkaði úr nálægt 550 krónum kílóið í undir 400 krónur. Það var lýsandi dæmi; Það var framleitt of mikið og það greip um sig einhver taugaveiklun. Einhver sprakk og snarlækkaði verðið hjá sér. Um leið má segja að stórmarkaðir hafi kjúklingabændur undir hælnum og geti ráðið verðinu oft og tíðum." Nú er staðan þannig að kjúklinga- búin mega helst ekki verða gjald- þrota. ,,í þessum bransa fer enginn á hausinn. Mönnum er annað hvort hjálpað til að hætta eða að hrein- gerning á sér stað. skuldir eru hreinsaðar af og til með nauðar- samningum. Gjaldþrot er það versta. bankar og fóðursalar vilja allt umfram það." sagði einn við- mælenda blaðsins. Friðrik Þór Guðmundsson Bubbi+RÚHO Jubba og Rúnarí Ri sarokki r - GCD ’ bttonian hreint Ug*Y!LHjálmsson fUM SAMLEIÐ ^ðsðapn's. t°MAS R. einaksson islandsför lassgeggjarar oq abrír m ■ ■l er íiíefnið. úfgóla 7. ’"nfnne"4er, kér se.M4oÐvaidsdótti «tMA GUÐMUNDSDd Frumroun fnlJSJANTABILE tum ekki okkar 'enskri gæda t.. SrJÓRHlH -e'ntata sala f/örið i 1 °9 gullplaia á er rétt að byrjo. 8*grúH ‘lídseiátfi 1 Uv'-Vi r" , ■k y .. ,:4 r LÉt WÁ B

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.