Pressan - 20.06.1991, Qupperneq 13
13
VATNSVIRKINN HF.
~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
MMH LYNGHÁLSI 3 SlMAR 673415 — 673416
Hafskipsmálið og
Helgarpésturinn
í síðasta tölublaði Pressunnar er
viðtal við fyrrverandi ritstjóra Helg-
arpóstsins, Halldór Halldórsson.
Manninn sem ber höfuðábyrgð á
skrifum þess blaðs um Hafskipsmál-
ið á sínum tíma. Viðtal þetta er sjálf-
sagt tengt nýuppkveðnum dómi
Hæstaréttar í máli þriggja forsvars-
manna félagsins og endurskoðanda
þess.
I upphafi viðtalsins er vikið að
ummælum sem ég lét falla bæði í
málflutningi fyrir Sakadómi Reykja-
víkur og Hæstarétti um skrif Helgar-
póstsins um Hafskipsmálið. Um-
mæli mín voru þannig orðrétt; ,,Um
málefni Hafskips var skrifað með
Helgarpóstshætti í um 55 tölublöð
hjá Helgarpóstinum. Þessi umfjöll-
un tók yfir 85 efnissíður og á þess-
um 85 efnissíðum eru um 200 rekj-
anleg ósannindi og hrekjanlegar
rangályktanir."
fimmtUdagur PRESSAN 20. júní 1991
Um þessar staðhæfingar segir rit-
stjórinn fyrrverandi, að þetta geri
rúmlega tvær villur á síðu og það sé
hreint ekki svo slæmt ef tekið sé
með í reikninginn við hvaða skilyrði
hafi verið unnið.
Hér er vert að vekja athygli á því,
að ritstjórinn fyrrverandi treystir sér
ekki til að mótmæla staðhæfingum
mínum um að í Helgarpóstinum
hafi gróflega verið hallað réttu máli
í umfjöllun blaðsins um Hafskips-
málið. Afsökunarástæða ritstjórans,
jú efnismagnið var svo mikið að það
réttlætir lygarnar.
Að mínu mati er aldrei réttlætan-
legt fyrir blaðamenn að skýra rangt
frá staðreyndum. Hann kann að
hafa afsökunarástæður, sem draga
úr sök hans,-en það er samt sem áð-
ur aidrei réttlætanlegt. Komi það
fyrir og liggi fyrir, að skýrt hafi verið
rangt frá staðreyndum er það ótví-
ræð skylda blaðamanns að biðjast
velvirðingar á mistökum sínum og
freista þess að leiðrétta þau.
Hefði Halldór Halldórsson verið
heiðarlegur blaða- og fréttamaður,
mundi hann hafa beðist afsökunar í
nefndu viðtali á þeim rangfærslum
og lygum sem hann birti á síðum
blaðs síns um Hafskipsmálið. Hall-
dóri finnst hins vegar ekki ástæða til
þess þar sem iygarnar miðað við
efnismagn voru ekki svo stór prós-
enta. Hér talar varaformaður siða-
nefndar Blaðamannafélags íslar.ds.
A öörum stað í viðtalinu víkur
Halldór að því, að sá sem þetta ritar
hafi komið sjálfur við sögu við gjald-
þrot Helgarpóstsins sáluga. Þetta er
rangt hjá Halldóri. Ég kom ekkert
nálægt þeim málum nema sem lög-
maður þegar ákveðnir starfsmenn
og hluthafar leituðu til mín sem lög-
manns til að kanna réttarstöðu sína.
En það er aukaatriði hér.
Dómur meirihluta Hæstaréttar
sýnir það ótvírætt, að Hafskipsmál-
ið svokallaða er hrunið til grunna.
Ekkert stendur eftir af æsifregnum
Helgarpóstsins undir stjórn Hall-
dórs Halldórssonar um málið. Rann-
sókn Hafskipsmálsins fyrir Saka-
dómi Reykjavíkur, dómur Saka-
dóms og síðar Hæstaréttar sýna, að
í skrifum Helgarpósts Halldórs Hall-
dórssonar var farið með staðiausa
Síaíi, lygar og rangfærslur.
Ég vænti þess, að Halldór Hall-
dórsson beri það mikla virðingu fyr-
ir sjálfum sér sem blaða- og frétta-
manni, áð hann biðjist opinberlega
afsökunar á þessum skrifum og axli
ábyrgð með því að segja sig úr Siða-
nefnd Blaðamannafélags lslands.
Jón Magnússon hrl.
Skipstjórinn
á Kambaröst
beðinn
afsökunar
í PRESSUNNi í síðustu viku birtist
órökstutt slúður um hvarf á hákarla-
bitum í eigu áhafnarinnar á togaran-
um Kambaröst frá Stöðvaríirði. Til
að forðast misskilning er rétt að
taka fram að Jens Albertsson skip-
stjóri hafði lykil að geymslunni og
mun sjálfur hafa tekið þátt í að
verka hákarlinn. Eru Jens og aðrir'
hlutaðeigandi beðnir afsökunar á
misskilningi sem þessi skrif kunna
að hafa valdið.
Ritstj.
LITLA BÓNSTÖÐIN SF.
Síðumúla 25 (ekið niðurfyrir)
Sími 82628
Alhliöa þrif á bílum
komum inn bílum af
öllum stærðum
Opið 8:00—19:00 alla daga
nema sunnudaga
f
Panasonic
VHS MOVIE
UVEL
Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin
færir þig nær raunveruleikanum bæði hvað varðar myndgæði
og verð, hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum
fókus og vegur aðeins um 900 grömm. Komið og kynnist
þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari.
Sx/om
öngtrm-.
M
(Sf
^cPivff’Á-eW
ll £ím 1
B.-T.l«gKW!gFI
69.600
stgr
JAPIS
BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI
SÍMI 625200