Pressan - 20.06.1991, Síða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ1991
Dritandi
rykmaurar
sem þrífast á
húðhreistri
„Medan heilbrigdur madur
sefur og byltir sér í rúminu
fellur af honum um þad bil
hálft gramm af húdhreistri.
Petta er nœgjanlegt fóöur fyr-
ir þúsundir rykmaura. Lík-
lega hefðum við ekki veitt
þeim neina sérstaka athygli ef
þeir skildu ekki eftir sig slóð
af driti, sem er einmitt orsök-
in fyrir því að við reynum að
losa okkur við þá.“
Þetta segir í fróðlegum
bæklingi frá Vífilsstaðaspít-
ala, sem Davíð Gíslason sér-
fræðingur í lyflækningum og
ofnæmislækningum tók sam-
an til fróðleiks fyrir þann
fjölda sem glímir við svokall-
að rykmauraofnæmi.
Ekki eru til neinar ná-
kvæmar rannsóknir á tíðni
rykmauraofnæmis, en af
þeim heimildum sem safnað
hefur verið má áætla að um 4
prósent íslendinga þjáist af
því.
Bestu vaxtarskilyrði fyrir
rykmaurana eru í rúmfatn-
aði, einkum dýnum og kodd-
um, en þeir þrífast einnig í
tauklæddum húsgögnum,
gólfteppum og jafnvel fatn-
aði. Þeim fjöigar á heitum og
rökum sumrum en fækkar ef
kólnar og raki minnkar.
\TENGSL\
Stefán Benediktsson þjóð-
garðsvörður í Skaftafelli
er árkitekt eins og
Halldór H. Jónsson stjórn-
arformaður sem er Vest-
lendingur eins og
Halldór E. Sigurðsson
fyrrverandi ráðherra sem
er Samvinnuskólagenginn
eins og
Albert Guðmundsson
sendiherra sem er heiðurs-
meðlimur hjá Arsenal eins og
Bjarni Felixson íþrótta-
fréttamaður sem er fyrrver-
andi landsliðsmaður í knatt-
spyrnu eins og
Helgi Daníelsson rann-
sóknarlögreglumaður sem
eitt sinn bjó á Akranesi eins
og
Gyrðir Elíasson skáld sem
á ættir að rekja til Borgar-
fjarðar eystri eins og
Halldór Ásgrímsson vara-
formaður Framsóknar
sem eitt sinn kenndi við Há-
skólann eins og
Guðlaugur Tryggvi Karls-
son hagfræðingur sem eitt
sinn var frambjóðandi á Suð-
urlandi eins og
Baldur Óskarsson fram-
kvæmdastjóri sem var
Möðruvellingur eins og
Ólafur Ragnar Grímsson
formaður Alþýðubanda-
lagsins sem eitt sinn féll út af
þingi eins og
Stefán Benediktsson þjóð-
garðsvörður.
Pósthúsið i Keflavík — stórt og glæsilegt hús og hugsanlega framtíðarheimili Þorsteins Hákonar-
sogar. (Mynd: Suðurnesjafréttir)
FYRSTA PÓSTHÚSIÐ
í EINKAEIGN?
Svo gœti farið að áhuga-
menn um einkavœðingu op-
inberra stofnana fái tilefni til
að gleðjast yfir dálitlum sigri
í þeirri baráttu. I Keflavík er
komin upp sú sérkennrlega
staða að maður nokkur seg-
ist beinlínis eiga pósthúsið á
staðnum. Pað hafi verið reist
á landi sem hann gerir tilkall
til og þess vegna sé pósthúsið
hans eign.
Suðurnesjafréttir hafa gert
málinu góð skil enda talsvert
í húfi; pósthúsið er stór og
reisuleg bygging og verð-
mæti byggingarinnar skiptir
tugmilljónum.
Það er Þorsteinn Hákonar-
son sem segist eiga pósthúsið
þótt hann hafi aldrei ætlað að
eignast það. Þannig er mál
með vexti að í fyrra keypti
Þorsteinn skúr á nauðungar-
uppboði fyrir 100 þúsund
krónur. Síðar komst hann að
þeirri niðurstöðu að hið
splunkunýja pósthús hefði
verið reist á erfðafestulandi
og tilheyrði honum, strangt
tekið. Bæjaryfirvöld í Kefla-
vík hafa tekið kröfum Þor-
steins fálega en hann lætur
engan bilbug á sér finna og
rekur málið nú fyrir dómstól-
um.
í Suðurnesjafréttum er þess
getið að Þorsteinn „póst-
meistari" muni reka málið af
einurð og festu gegnum öll
möguleg dómstig og enda
fyrir Evrópudómstólnum ef
þörf krefur.
Keflvíkingar geta enn um
sinn stungið bréfunum sínum
í póst en Þorsteinn mun ekki
hafa látið neitt uppi um hvað
hann ætlar að gera við póst-
húsið sitt.
En hvernig er best að losna
við maurana? Það er ekki svo
einfalt mál. Rykhreinsun
með ryksugu er til dæmis
ekki mjög áhrifamikil aðferð.
Með því að ryksuga vandlega
er aðeins hægt að fækka ryk-
maurunum um helming á
einni viku. Þegar búið er um
rúm og koddar og sængur
hristar myndast eins konar
rykmauraél. Svipað gerist
þegar ryksugunni er beitt. Þó
eru til ryksugur, sem eru ætl-
aðar ofnæmisfólki og halda
betur í sér fíngerðu ryki en
venjulegar ryksugur. Sam-
kvæmt ábendingu Davíðs
ætti sjúklingur með ryk-
mauraofnæmi hvorki að ryk-
suga né búa um rúmið sitt
sjálfur.
Enn er deilt um handtöku Hannibals í Bolungarvík
Enn er deilt um hvað raun-
verulega gerðist þann örlaga-
ríka dag 29. maí árið 1932, er
Hannibal Valdemarsson var
beittur ofbeldi og fluttur
nauðugur frá Bolungarvík til
Isafjarðar.
PRESSUNNI hefur borist
sjö síðna greinargerð frá
Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Bolungarvíkur vegna
þessa máls, en hún er undir-
rituð af Karveli Pálmasyni
formanni félagsins.
í aðfaraorðum vísar Karvel
til greinar í PRESSUNNI þann
14. febrúar síðastliðinn þar
sem greint var frá þessum at-
burðum og þeir settir í sam-
hengi við stofnun Verkalýðs-
félagsins. ,,í tilefni af 50 ára
afmæli VLFB var saga félags-
ins rakin eftir fundagerðar-
bókum félagsins og stjórnar
þess. Við erum þess fullviss
að þar var heimildum —
fundargerðunum — sam-
viskusamlega fylgt svo sem
vera ber. Nú tíu árum síðar
birtir PRESSAN frásagnir af
stofnfundinum og kveður þar
við annan tón og okkur fram-
andi," segir meðal annars í
greinargerðinni þar sem
stofnun félagsins og aðdrag-
andi stofnunar er rakin lið
fyrir lið.
Síðan segir: „„vopnlaus og
grunlaus í sjálfri heimilisfrið-
helginni" eins og segir hér að
framan höfðar til þess að
Hannibal Valdemarsson var
ekki „handtekinn" á fundi —
hvorki stofnfundi VLFB né
öðrum, heldur á heimili vinar
síns. Ef sú aðför að Hannibal
hefði verið nánast fyrir opn-
um tjöldum og að viðstöddu
fjölmenni hefði atburðarásin
orðið allt önnur og eftirmál
magnaðri; svo illa mæltist
þetta tiltæki fyrir hjá öllum
þorra Bolvíkinga."
KYNLÍF
Kurteisi í kynlífi
I samskiptum fólks gilda
oft vissar samskiptareglur
eða óskráð lög sem erfitt er
að setja niður á blað. Enda
sleppa sumir því bara en
reyna þess í stað að leggja
fram það sem þeir telja að
ætti að vera í hávegum
haft.
Hætt er við að kurteisis-
reglur kynlífsins hafi á sér
neikvæðan blæ því eins og
önnur kynlífsumræða er
það sem er talið „mark-
vert" í eðli sínu frekar nei-
kvætt samanber frasann
„engar fréttir-góðar fréttir".
Þó þarf það ekki að vera.
Undir huliðshjálmi þagnar-
innar leynast oft óskemmti-
legir hlutir. í hálfrar aldar
gamalli bók: „Kynlíf — leið-
arvísir um kynferðismál"
eftir Fritz Kahner er vikið
að þessari neikvæðni og
sagt að „þjóðfélagið ætti að
leysa kynferðismálin úr því
banni, sem það hefur sett
þau í. Það ætti að opna
dyrnar fyrir ástarguðinum,
sem nú verður að læðast
inn um bakdyrnar, eins og
JONA
INGIBJORG
JÓNSDÓTTIR
holdsveikur betlari . . . Það
ætti að þvo útlagann hrein-
an af allri synd og leiða
hinn dýrlega hálfguð til
öndvegis. Nútíma þjóðfélag
stynur undan byrði kyn-
ferðismálanna, eins og það
væri sjúkdómur og böl í
stað þess að vera upp-
spretta gleði og hamingju.
Opnið glugga og dyr, hleyp-
ið loftinu inn og látið heil-
næman blæ leika um sól-
björt híbýli. Takmarkið er
ekki hinn kurteisi, ástríðu-
lausi maður, heldur sið-
prúður maður, maður sem
er sæll í hjarta sinu . .
Enn i dag stynjum við
undan byrði kynferðismál-
anna: alnæmi, sifjaspell,
fóstureyðingar, framhjá-
hald og svo mætti lengi
telja. Minna er fjallað um
hvað er „uppspretta gleði
og hamingju".
Kurteisisreglur skapa
okkur heldur ekki gleði
eða hamingju en minna
okkur á það sem við þurf-
um að varast eða hafa í
huga til að kynferðisleg
samskipti gangi snuðru-
lausara fyrir sig. Um dag-
inn rakst ég á eins konar
„boðorðin tíu" í kynlífinu
sem eru ætluð ungu fólki.
Kannski vita gagnslaus
fróðleikur en heilafóður
eigi að síður. Þú skal ekki
beita ofbeldi. Að beita
aðra manneskju ofbeldi lof-
ar ekki góður. Breytir þá
engu hvort þið hafið ætlað
ykkur í bólið en annar hvor
ykkar hefur síðan hætt við
og langar ekki lengur. Þú
skalt virða orðið „nei“.
Einhvern tíma heyrði ég
þetta máltæki: „Nei er
meyjar já.“ Hér áður fyrr —
og kannski enn í dag — trúa
sumir því að stelpur og kon-
ur þori ekki að viðurkenna
kyiiferðislegan áhugai sinn.
Ef hún segir nei þurfi bara
aðeins að þrýsta meira á
hana „af því hún meinar í
rauninni, já“. Ekkert er
fjarri sannleikanum og það
er óskemmtijeg hugsun að
nei hafi fengið slíka merk-
ingu í kynferðislegum sam-
skiptum hér áður fyrr.
Þetta er ein af ástæðunum
fyrir kunningjanauðgunum
svokölluðum. Af því þau
þekktust þá hélt hann að
hún vildi ekki segja nei —
eða hefði ekki rétt til að
segja nei eftir allt sem á
undan var gengið. Vertu
viðbúin. Gamla skátaslag-
orðið á alltaf jafn vel við.
Getnaðar- og kynsjúk-
dómavarnir eru nauðsyn
nú á tímum. Smokkurinn
sameinar þessar báðar
varnir. Fyrirhugað skírlífi
er ekki góð vörn því til
dæmis ef áfengi er innbyrt
hverfa oft góðar fyrirætlan-
ir út í veður og vind. Báðir
aðilar axla ábyrgð í kyn-
lífi. Hugsanlegar afleiðing-
ar kynmaka, þungun eða
kynsjúkdómar, hafa áhrif á
... kynferðisleg
áreitni er ekki
brandari
líf beggja. Stundum er eins
og fólki hrylli við þessum
orðum: „ábyrgð í kynlífi"
en að vera ábyrgur þarf
ekki að vera eitthvað graut-
fúlt og leiðinlegt. Að vera
ábyrgur í kynlífi þýðir ein-
faldlega það að sýna lit og
heilbrigða skynsemi — til
að geta notið þess góða
sem kynlíf getur gefið. Tal-
ið opinskátt saman um
getnaðar- og kynsjúk-
dómavarnir. Mörgum
finnst þetta erfitt en ef æf-
ingin skapar einhvers stað-
ar meistarann þá er það í
umræðum um kynferðis-
mál. Fátt þykir mér hallær-
islegra en að heyra stráka
hallmæla smokknum —
fyrir augnabliksánægju eru
þeir tilbúnir að borga með-
lag í átján ár eða verma bið-
stofuna á húð- og kynsjúk-
dómadeildinni. Kynferðis-
leg áreitni er ekki brand-
ari. Áreitni af þessum toga
er algengari en mann grun-
ar. Tillitsleysi og frekju-
legar athugasemdir á
manneskju vegna kyns
hennar eru afar hvimleiðar.
Sérstaklega þegar áfengi er
haft um hönd. Hver þekkir
ekki óþolandi fólk, slefandi
og ágengt, á böllum?
Komdu fram við aðra
eins og þú vilt að aðrir
komir fram við þig. Gull-
væg regla sem á alls staðar
við. Margt fleira mætti tína
til þegar kurteisisreglur
kynlífsins ber á góma.
Kannski hefur hver og einn
sínar eigin óskráðu reglur
sem stýra hugsun og hegð-
un. Það væri fróðlegt að
bera fólk saman hvað þetta
varðar. En það bíður betri
tíma.
Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík