Pressan - 20.06.1991, Side 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ 1991
23
FJANDINN LAUS
INNAN KIRKJUNNAR
Innan þjóðkirkjunnar
gætir nú vaxandi gremju
gagnvart „bókstafstrúar-
mönnum", þeim sem boða
guðsorð á afdráttarlausari
hátt en tíðkast hefur. Séra
Guðmundur Örn Ragnars-
son farprestur olli miklu
fjaðrafoki í haust þegar
hann sagði Seltirningum
til syndanna, kvað djöful-
inn leika lausum hala og
sagði að guðleysingjar
ættu vísa vist í helvíti. Við
brey tingar á lögum um far-
presta missti Guðmundur
Órn vinnuna og var ekki
ráðinn aftur. Hann telur að
skoðanir sínar hafi ráðið
úrslitum: Djöfullinn hafi
þannig beinlínis sett strik
í reikninginn.
„KIRKJAN ER ENGIN
RUSLAK1STA“
Deilurnar innan kirkjunn-
ar snúast raunar ekki bara
um persónu Guömundar
Arnar og skodanir hans. Séra
Gunnar Kristjánsson prestur
á Reynivöllum ritar langa
grein í nýjasta hefti Kirkjurits-
ins um „Karismatísku hreyf-
inguna og íslensku þjóðkirkj-
una“. Þar gerir hann harða
hríð að málflutningi Guð-
mundar Arnar og nefnir
sögusagnir um að hann hafi
kennt fermingarbörnum að
fötlun sé refsing frá Guði, og
að blessun Guðs komi fram í
góðu heilsufari og jafnvel
ríkidæmi. Gunnari finnst um-
fjöllun Guðmundar um djöf-
ulinn vera eins og ómur for-
tíðarinnar þegar „hið illa var
holdgert í sterku myndmáli".
Gunnar gerir einnig að um-
talsefni tengsl Guðmundar
Arnar við trúflokkinn Orð
lífsins og þykir þau í hæsta
máta óeðlileg. Orð lífsins er
fámennur trúflokkur hér-
lendis, settur á laggirnar af
hjónunum Ásmundi Magnús-
syni lækni og Jódisi Konráds-
dóttur.
Þau kynntust hreyfingunni
í Svíþjóð þar sem henni hefur
vaxið fiskur um hrygg síðustu
ár og telur nú þúsundir fé-
laga. Áhersla er lögð á per-
sónulega trú og ábyrgð.
menn tala tungum og eru í
milliliðalausu sambandi við
almættið. í samtali við
PRESSUNA bar séra Gunnar
þessum trúflokki ekki vel
söguna. sagði að hann ylli
„geðsveiflum og geðrænum
vandamálum". Annar prestur
hélt því fram við PRESSUNA
að sérstakar „aftrúarstöðvar"
hefðu verið settar á laggirnar
í Svíþjóð til þess að bjarga
ráðvilltum og rugluðum fórn-
Séra Guðmundur
Örn Ragnarsson:
Útiloka ekki að ég
stofni eigin söfnuð.
arlömbum Orðs lífsins.
Séra Gunnar telur að við-
horf Guðmundar Arnar eigi
ekki mikinn hljómgrunn inn-
an þjóðkirkjunnar en nógu
mikil þó til þess að nauðsyn-
legt sé að taka í taumana:
„Kirkjan er engin ruslakista
fyrir fólk með fixídeur sem
menn fá í sinn koll sannfærð-
ir um eigið ágæti og köllun til
að bjarga heiminum en fyrst
kirkjunni."
„LÚTHERSKA KIRKJAN
SKREPPUR SAMAN“
Síðustu ár hefur trúfélög-
um utan þjóðkirkjunnar vax-
ið ásmegin. Trúarsamkom-
urnar eru öllu frjálslegri en
innan þjóðkirkjunnar: Menn
vitna, tala tungum og hlýða á
tæpitungulausan boðskap.
„Ef þú ferð í kirkju eru
helmingslíkur á því að prest-
urinn mali almennt um
ástandið í þjóðfélaginu, veð-
urfar eða aflahorfur," sagði
einn af gagnrýnendum þjóð-
kirkjunnar. „Þeir eru komnir
svo langt frá kjarna trúarinn-
ar, þeir þora ekki að gagn-
rýna, þeir þora ekki að segja
fólki til syndanna. Þeir vilja
engan styggja enda eru kirkj-
urnar hálftómar."
Umtöluðustu trúfélögin eru
ekki fjölmenn. í Veginum eru
297 félagar og í Krossinum
242. Á móti kemur að flestir
meðlimir eru mjög virkir í
starfinu. Og talsmenn litlu
trúfélaganna eru sannfærðir
um að þau eigi framtíðina fyr-
ir sér. Þess má geta að John
Naisbitt, sem hélt umtalað er-
indi á vegum Stjórnunarfé-
lagsins, er þeirrar skoðunar
að þjóðkirkjur eigi á brattan
að sækja
í framtiðinní
meðanönnur'
trúfélög dafni.
En hvað finnst'^l
Gunnari
Þorsteinssyni
forstöðumanni Krossins'
um deilurnar innan
þjóðkirkjunnar? „Þeir eiga
greinilega í tilvistarkreppu^
Raunar er lútherska kirkjan
alls staðar á undanhaldi og
skreppur saman með hverju
ári. Nú er svo komið að hún
er orðin eins og hver annar
sértrúarsöfnuður miðað við
hvítasunnukirkjuna. Ég held
að aðskilnaður rikis og kirkju
væri mesta blessun sem hent
gæti kirkjuna. Það fyrir-
komulag að sækja bara tékk-
ann til ríkissjóðs kallar á
framkvæmdaleysi, framtaks-
leysi, getuleysi."
„NÁ HEIFTARLEGUM
TÖKUM Á FÓLKI“
Séra Gunnar Kristjánsson
hefur ekki miklar áhyggjur af
yfirvofandi hnignun þjóð-
kirkjunnar. Hann heldur því
þvert á móti fram að hin
smærri trúfélög eigi erfiða
tíma framundan. „Þetta á eft-
ir að hjaðna. Þannig hefur
það verið í Ameríku og allt
bendir til þess að sama verði
upp á teningnum hérna."
Ánnar prestur tók djúpt í
Séra Gunnar Kristjánsson:
Kirkjan er engin ruslakista fyr-
ir fólk með fixídeur sem menn
fá í sinn koll sannfærðir um
eigið ágæti og köllun til að
bjarga kirkjunni.
árinni þegar hann lýsti þeim
áhrifum sem sum trúfélögin
hafa á fólk. „Það er geigvæn-
legt hvernig þeir ná þessum
heiftarlegu tökum á fólki.
Það er alveg óskiljanlegt.
Menn eru hreinlega ekki
gangandi á öllum kertum."
Þjóðkirkjuprestar þyrftu að
líkindum ekki að hafa miklar
áhyggjur ef „óæskileg ele-
ment" hefðu ekki skotið rót-
um innan kirkjunnar sjálfrar.
Guðmundur Örn Ragnarsson
er bara eitt dæmi um það.
Hann fullyrðir að hann eigi
marga skoðanabræður innan
kirkjunnar; presta sem vilja
boða orðið á afdráttarlausari
hátt og breyta bæði formi
guðsþjónustunnar og stíl. Og
aðspurður vill hann jafnvel
ekki útiloka að hann stofni
Herra Ólafur
Skúlason aðvar-
aði Guðmund Örn
oft en án árangurs.
mýjan söfnuð og bætti við:
„Ég er atvinnulaus í augna-
blikinu." Ungt fólk með hlut-
verk hefur starfað innan
kirkjunnar í hálfan annan
áratug. Þar eru áherslur að
mörgu leyti svipaðar og hjá
róttækum trúflokkum enda
virðist nokkurrar tortryggni
gæta í garð. hópsins innan
kirkjunnar.
ENDURTEKNAR
AÐVARANIR BISKUPS .
Menn skyldu ekki gera lítið
úr möguleikum Guðmundar
Arnar ef hann stofnar til nýs
safnaðar. Þrátt fyrir að ýms-
um Seltirningum hafi runnið
kalt vatn milli skinns og hör-
unds undir eldræðum hans
féllu þær í kramið hjá öðrum.
„Sumir urðu glaðir, aðrir
reiðir," sagði hann. „Og þann-
ig á þetta að vera. Mér finnst
gott ef einhver verður svo
reiður undir prédikun að
hann stendur upp og gengur
á dyr. Boðskapurinn á að
hreyfa við fólki."
Bænir séra Guðmundar
hreyfa við fólki, það hefur
sjálfur biskup íslands stað-
fest. Að öðru leyti vill Ólafur
ekki tjá sig um það, hvort
skoðanir séra Guðmundar
hafi valdið því að hann fékk
ekki starf áfram sem farprest-
ur. „Hann var búinn að vara
mig við í langan tírna," sagði
Guðmundur.
HINGAÐ OG
EKKI LENGRA!
Guðmundur Örn kvaðst
allt eins eiga von á, að deil-
urnar innan kirkjunnar
neyddu presta til að skipa sér
í tvær fylkingar. Öðru megin
„Efhægra auga þitt
hneykslar þig, þá
rífþað út og kasta
því frá þér, því að
betra er þér, að
einn lima þinna
tortímist, en að
öllum líkama
þínum verði kastað
í helvíti."
væru þá þeir sem vilja breyta
messuforminu, virkja söfnuð-
ina á annan hátt en tíðkast
hefur — og „boða orðið" á
jafn beinskeyttan hátt og
tíðkaðist í frumkristni. Það
felur meðal annars í sér að
djöfullinn má ekki vera
feimnismál, helvíti verður
viðurkennt á nýjan leik og
þar fram eftir götunum.
Á öndverðum meiði eru
þeir prestar sem vilja ýmist
engar eða hægfara breyting-
ar á messuformi og kæra sig
ekki um þann „eldmessustíl"
sem Guðmundur Örn hefur
tileinkað sér. „Við viljum
túlka ritninguna inn í sam-
tímann, fremur en boða
frumstæða siðfræði að hætti
gamla testamentisins," sagði
einn prestur.
Biskup íslands á óhægt um
vik að beita sér enda reynir
hann að sigla milli skers og
báru, eins og forverar hans,
þegar hugmyndafræðilegar
deilur af þessu tagi skjóta upp
kollinum.
En séra Gunnar Kristjáns-
son vill að tekið verði í taum-
ana: „Einhvers staðar er sá
punktur þar sem við verðum
að segja: Nei, nú eigum við
ekki samleið lengur. Nú boð-
ar þú annað fagnaðarerindi
en kirkjan boðar."
ÓÞÆGILEGAR
STAÐREYNDIR
Það er einmitt fagnaðarer-
indi kirkjunnar sem málið
snýst um. Gagnrýnendum
finnst boðskapurinn „útvatn-
aður". Einn prestur, sem hafði
samúð með málflutningi
Guðmundar Arnar, sagði:
„Auðvitað skýtur það skökku
við, þegar við eigum að láta
eins og djöfullinn sé bara eins
og hvert annað tákn í biblí-
unni. Að helvíti sé fyrst og
fremst hugarástand. Jesús tai-
aði mjög tæpitungulaust um
þessi fyrirbæri sem stað-
reyndir. En nú eru þetta orðn-
ar of óþægilegar staðreyndir
fyrir fólk."
Það sér ekki fyrir endann á
deilunum innan þjóðkirkj-
unnar sem kristallast í sjálf-
um Kölska. Guðmundur Örn
kemur sumum fyrir sjónir
eins og hálfgerður sérvitring-
ur frá annarri öld; en til eru
þeir sem líta til hans sem sið-
bótarmanns. Og þá geta
menn hugsað til þess að siða-
skiptin hófust á svo lítilfjör-
legum atburði að Marteinn
Lúther, lítt kunnur munkur,
negldi klöguskjal gegn páfan-
um á kirkjuhurð.
Hrafn Jökulsson