Pressan - 20.06.1991, Side 27

Pressan - 20.06.1991, Side 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ1991 27 ... fær Rúnar Júlíusson fyrir að sýna fram á að menn geta verið töffar- ar eins lengi og þeir kjósa sjálfir. ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI Það er víst orðið til nýtt tískufyrirbrigði sem kennt er við Ellis Island við New York, eyjuna þar sem inn- flytjendur til Bandaríkjanna voru settir í iæknisskoðun áður en þeir fengu grænt ljós á búsetu í landi tækifær- anna. Þessi tiska einkennist af þykkum ullarpeysum, sem gjarnan eru girtar ofan í buxurnar, þykkum og verk- iegum skóm, góðum sixpens- urum og öðrum þeim fatnaði sem einkenndi hinar fátæk- ari stéttir Evrópu á fyrstu árum aldarinnar. Þó erlendir tískufrömuðir viti það ekki þó vitum við fslendingar vel hvaðan þessi tískubylgja kemur. Upphafsmaður henn- ar hlýtur að vera hann Daní- el Magnússon myndlistar- maður sem alltaf er klæddur eins og hann sé nýkominn til New York frá fótækrahverf- unum í Varsjó. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Þó sjöundi áratugurinn sé kominn í tísku þá má fólk á fimmtugsaldri ekki halda að það sé komið í tísku að það dragi fram hippafötin sín og sökkvi sér í nostalgiu yfir horfinni æsku. Fyrir það er sjöundi áratugurinn liðinn og það á að iáta yngra fólki eftir að endurvekja hann. Eftir sem áður er það enn úti að halda dauðahaldi í tísku og tónlist æskuáranna. Lífið heldur áfram og fólk á að eldast og þroskast með tign og það er ekkert tignar- legt við hálfsköllótta menn í St. Pepper’s Loneiy-dressi. ir Það hefst gítarveisla á Púlsinum í kvöld, sem haldið verður áfram á föstudag og laugardag. Þar eru á ferð Friðrik Karlsson og Björn Thoroddsen í fylgd með bandaríska gítarleikaranum Harry Jacobsen. Harry þessi er staddur hér á landi í boði Nýja gítarskólans, þar sem hann mun halda námskeið. Gítarleikaranir ætla að taka fyrir allar tónlistar- stefnur þar sem rafmagnsgítar- inn spilar stórt hlutverk. Harry leikur blúsinn, Friðrik rokkið og Björn djassinn. í lok tónleikanna leika þeir svo allir saman, alltaf með aðstoð Bjama Svein- björnssonar bassaleikara og Halldórs Gunnlaugs Hauks- sonar á trommur. Hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams úr Keflavik kemur í bæinn um næstum hverja helgi og í kvöld ætlar hún að skemmta gestum á Tveimur vinum. Hljóm- sveitin leikur lög þeirra sveita sem voru á toppnum i kringum 1970, eins og Deep Purple, Jimi Hendrix, Zeppelin og Cream. Loðin rotta leikur á Tveimur vinum föstudags-og laugardags- kvöld. A mánudaginn og þriðjud^ginn verða kveðjutónieikar með fær- eyskum tónlistarmönnum, sem hér hafa verið við nám í FÍH í vetur. SJÓIN Rauða myiian er eini skemmti- staðurinn i bænum, sem alitaf býður upp á sjó um hverja helgi. Og það nýtt atriði í hvert skipti. Þeir sem ennþá hafa ekki séð strákana í draginu geta þvi kikt um þessa helgi. NÆTURLÍFIÐ__________________ Skemmtistaðir borgarinnar eiga ekki allir sjö dagana sæla um þessar mundir, þegar hægt er að fá sér snúning á barnum, saman- ber 22 og Berlín. Staðir eins og Casablanca, Yfir strikið, Lídó og Borgin, sem berjast um sömu viðskiptavinina, reyna alit til að lokka þá inn á staðinn, en tekst misvel. Þannig hefur ekki dugað til að bjóða upp á erlenda skemmtikrafta og tiskusýningar á Strikinu, til að fylla staðinn, þó ótrúlegt megi virðast. Og á Lídó er skipt um skemmtanastjóra í næstum hverjum mánuði, án ár- angurs. Þó er ekki útséð með það ennþá hvernig nýjum mönnum mun takast upp. 1 Casablanca er aftur á móti fullt út úr dyrum um hverja helgi, og má staðurinn ef- laust þakka það hversu litill hann er. Stemmningin er öðruvísi en á stóru stöðunum. Á Borginni var líka fullt þegar hún opnaði fyrir hálfum mánuði. Það er ótrúlegt hvað hún virðist alltaf geta stað- ið fyrir sínu. LEIKHÚSIIM Leikhúsin eru öil komin í sumar- frí, nema Þjóðleikhúsið sem sýn- ir Söngvaseið út þennan mán- uð. Það komast því ekki aðrir í leikhús um þessa helgi, en þeir sem eru þegar búnir að kaupa miða á seiðinn. KLASSÍKIN Williem Brons píanóieikari spil- ar á EPTA tónieikum í Islensku óperunni á laugardaginn kl. 14.30. Óperusmiðjan heldur Jóns- Q 14 Ein besta þungarokkssveit landsins er Bleeding Volcano. Hljómsveitin leikur ósvikið þungarokk, sem þó á ekkert skylt við kristna trú. Við þorum samt að sverja að þeir séu trúir rokkinu, en þið get- ið annars gengið úr skugga um það sjálf, með því að mæta á tónleika hjá piltunum á Púlsinum á sunnudagskvöldið. RÍKISSJÓNVARPIÐ messutónleika í Hafnarborg kl. 20.00 á Listahátíð Hafnarfjarðar. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleik- ari og Si'mon H. ívarsson gítar- leikari, leika verk eftir Giuliani, Granados, Paganini, Sarasate og Albeniz í Listasafni Sigurjóns á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. 3ó" 40 45 145" r 7— 5— r- 7T~ 1 ■ 16 1 i * ■ P ■ ■ 43 47 ■ L KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 seglgarns 6 lagvopn 11 sjórinn 12 fituefni 13 fatast 15 dökki 17 fóðri 18 velta 20 gerð 21 ókeypis 23 feyskja 24 venjur 25 spurði 27 góðan 28 lyktir 29 saur 32 kvongaðs 36 skógur 37 arinn 39 likamshluta 40 fisks 41 drykknum 43 stafur 44 dangla 46 gráleit- an 48 athugasemd 49 ferill 50 munaðargjörn 51 kólnaði. LÓÐRÉTT: 1 lokrekkjutjöld 2 yfirgefinn 3 komist 4 kvæði 5 dútl 6 sel- ur 7 annars 8 sáld 9 skútan 10 hrokafull 14 slök 16 merja 19 kyn- blendingur 22 öflug 24 framgjörn 26 greinir 27 mælitæki 29 nirfill 30 hróp 31 frumefnis 33 einfeldninga 34 halda 35 réttri 37 kerskni 38 örlát 41 nabba 42 gálga 45 form 47 rölt. Dagskrá ríkissjónvarpsins býður áhorfendum upp á aðeins eina kvikmynd á laugardagskvöldið, því siðustu á dagskránni er enn ein myndin um Morse lögreglu- fulitrúa. Einhverskonar breskur Derrick. Eða öfugt. Kvikmynd kvöldsins er Borgarljós, enn ein Chaplin myndin, en Sjónvarpið hefur verið að endursýna mynd- ir hans undanfarið, eins og sjón- varpsáhorfendur hafa sjálfsagt tekið eftir. Vinsælustu myndböndin 1. My Blue Heaven 2. Quick Change 3. Goodfellas 4. Flatliner 5. Madhouse 6. Presumed Innocent 7. Nikita 8. Ghost 9. Air America STOÐ 2 Ástarþrá Someone to love er heiti á mynd sem Stöð 2 sýnir á föstudagskvöldið. Eins og titill gefur til kynna fjallar myndin um leit manns að ástinni. í einu aöal- hlutverkinu er Orson Welles, og ku þetta hafa verið hans síðasta hlutverk á hvita tjaldinu. VEITINGAHUSIN_______ Hvaða ólukka er það sem hvílir yfir Skálanum eða Hressó, eins og yngri kyn- slóðir kalla hann? Þrátt fyrir nokkur eigenda- skipti á undanförnum ár- um virðist leið Skáians iiggja beint niður á við. Það er eins og reksturinn hafi verið skilinn eftir í höndum barna og ungl- inga, sem reyndar gera hvað þeir geta til að sinna gestunum. En þá vantar í það minnsta örlitla leið- sögn. Það væri nær fyrir eigendurna að nota ork- una til þess í stað þess að segja gestunum til um hverjir megi nota salernið og hverjir ekki. Það eru afskaplega ólystileg skila- boð á besta stað. f Vinsælustu hvftvímn 1. Hochheimer Daubhaus 2. Vin de Table Medium — Dry 3. Blush Chablis 4. P.M. Chablis 5. Liebfraumilch Nahe 6. L'Hérault 7. Chablis Blanc (Gallo) 8. Riesling Hugel 9. Pere Patriarche 10. Bernkastler Schlossberg Vinsælustu rauðvfnin 1. L'Hérault 2. Piat Beaujolais 3. Lambrusco 4. Valpolicella San Gregorio 5. Ch. Fontareche 6. Santa Cristina 7. St. Émilion Bichot 8. P.M. Burgundy 9. Pere Patriarche 10. Cotes du Rhone MYNDLISTIN Þórdís Anna Sigurðardóttir glæðir brotajárnið sem hún not- ar í skúlptúra sína fegurð og sjarma með því að pakka því inn í fín efni. Hún sýnir á neðri hæð Nýlistasafnsins. Höggmyndir Nönnu K. Skúia- dóttur á efri hæðinni í Nýlista- safninu virðast litlir bógar í sam- anburði. THE ELECTRONIC — ELECTRONIC. Plata mán- aðarins i ensku popp- blöðunum. Bernard Sumner (New Order) og Johnny Marr (The Smiths) sameina krafta sína hér í plötu sem er líkari New Order en Smiths, nema bara miklu betri. Vox segir plata sumarsins. Við kannski... Og gefum henni 8 af 10. í Gallerí einn einn á Skólavörðu- stígnum, er skemmtilega uppsett sýning Jóhanns Eyfells. „Mis- munur leystur í sundur" á tau- samfellur. Utlendingar eiga áfram Kjarvals- staði. Það er innpökkunarmeist- arinn Christo sem hefur tekið þar við af Yoko Ono. Verk Flux- us listamanna fá að standa áfram á austursal. Ómar Stefánsson sýnir ný verk og gömul á skemmtistaðnum Yí- ir strikinu og þess vegna er opn- unartíminn dálítið óvenjulegur. Eða frá miðnætti til klukkan þrjú aðfaranótt laugardags og sunnu- dags. HÚSRÁÐ Það er kannski asnalegt að spurja að þessu um mitt en sumar en kennarinn minn, sem er kona, var alltaf að strjúka sér að framan. Hún kennir okkur næstum öll fðgin og hún á að kenna okkur næsta vetur. Mér finnst alveg ofboðslega óþægilegt að horfa á hana og fer hjá mér. Það er eins og hún sé að þukla á sjálfri Það er mjög algengt að kennarar og aðrir þeir sem þurfa að standa frammi fyrir margmenni komi sér upp ávana sem þessum. Næsta vetur skuluð þið krakkarnir taka ykkur saman og mæna stíft á hendurnar á kennar- anum og fylgja þeim eftir upp og niður eftir líkaman- um á kennaranum. Ef það dugir ekki skuluð þið herma eftir henni og strjúka ykkur ótt og títt. Það ætti að duga. VIÐ MÆLUM MEÐ___________ Að Austurstræti verði áfram gðngugata fyrst fólkið viil hafa það þannig. Ávðxtum j>eir eru bæði hollir og ein- staklega velútbúnir skyndi- Að borgarstjórinn verðl kos- inn í almennum kosningum það er alltaf gaman að kosn- ingum og þá sérstakiega þeim sem snúast einvörð- ungu um persónur. Akureyri það er svo gaman þegar Reykvíkingar hittast á Ráð- hústorginu. Þá spjalla þeir saman þó þeir heilsist varla þegar þeir hittast í Austur- stræti. Við fjöllum hér í blaðinu um hvernig fólk getur klætt af sér ýmsa annmarka. En menn geta beitt öðrum brögðum en klæðnaðinum. Popparinn Andrew Dice Clay hefur til dæmis brugðið á það ráð að safna þessum for- láta börtum til að draga úr því hversu búlduleitur hann er. BÍÓIN SAGA ÚR STÓRBORG L.A. Story STJÖRNUBÍÓI Steve Martin er besti gamanleikari talmyndanna. Hann fær þvi alltaf tvo þumla upp. FJÖR í KRINGLUNNI Scenes from a Mall BÍÓHÖLLINNI Ósköp indæl og oft nokkuð fyndin mynd en þeir Marzursky og Woody Allen eiga að geta gert betur.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.