Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 20. JÚNI 1991
29
tin iðar af lífi
ÁSTARGARÐUR
Það er ekki opinbert hlutverk
Öskjuhlíðarinnar en engu að síð-
ur staðreynd að Öskjuhlíðin er
kannski að miklu leyti ástargarð-
ur. Erlendis eru vel þekktir svo-
kallaðir hommagarðar þar sem
karlmenn hittast og eiga mök
saman. Fastagestir slíkra garða
eru karlmenn af öllum stærðum
og gerðum sem leyfa sér þetta
frávik frá meðalhegðun þó að
þeir séu ekki í öllum tilfellum
hommar:
„Eg hef stundað hommagarða
erlendis og heyrt mikið og vel
látið af Öskjuhlíðinni. Ég hef þó
aldrei komist upp á lagið með
Öskjuhlíðina. Oft farið en ekki
gengið að komast á sjens," sagði
hommi um þrítugt sem PRESS-
AN ræddi við.
„Krúsið byrjar um klukkan tíu
á kvöldin. Á veturna er komið á
bílum en á sumrin fótgangandi.
Þá er líka hægt að elskast úti við.
Oft ber vel í veiði á sólskinsdög-
um í Öskjuhlíðinni en þá er mik-
ið um allskonar fólk að elskast í
Öskjuhlíðinni," sagði karlmaður
um fertugt.
„Þeir sem nota Öskjuhlíðina
eru annáð hvort í felum eða eiga
með feiminn eld í augum
þeir eigra til og frá.
En fljóðin fríð á hörund
þá fylla leyndri von
um kjark til jafns við Jörund
og Jónas Þorbergsson.
KLUNNALEG STYTTA
Vatnsberinn eftir Ásmund
Sveinsson sem stendur i Litlu
hlíð vakti miklar deilur í útvarpi
og blöðum þegar hún var sett
upp. Þótti ýmsum andans mönn-
um sem og konum að styttan
væri full klunnalega vaxin til að
standa þarna berrössuð á al-
mannafæri. Bar nafn Einars
Magnússonar kennara við
Menntaskólann í Reykjavík einna
hæst í þeim deilum.
Sunnan við Öskjuhlíð hvila í
Fossvogskirkjugarði
hinir látnu í friði og spekt. Kirkju-
garðurinn var settur á stofn árið
1930 og hafa ýmis mannvirki
verið reist í tengslum við kirkju-
garðinn og ber þar hæst Foss-
vogskirkju sem er helsta útfarar-
kirkja Reykjavíkur.
við önnur persónuleg vandamál
að stríða. Ég hef aldrei fundið
hjá mér neina hvöt til að eiga
mök við menn undir þeim kring-
umstæðum" sagði hommi um
þrítugt.
„Þetta er ekkert tiltökumál.
Fólk hittist undir allskonar kring-
umstæðum og Öskjuhlíðin er
bara eins og hver annar staður"
sagði strákur um tvítugt og það
eru orð að sönnu.
Öskjuhlíðin er eins og hver
annar staður og allir staðir eiga
sér sögu og flestir sögur um
fólk...
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Er blessuð sólin birtist
af bætiefnum rik
þá færist líf i folkid
og fjör i Nauthólsvik.
Að eiga sér þar athvarf
er öllum mikilsvert
og ástin örast vaknar
sé unga fólkið bert.
Og fylling innstu óska
er ungum mönnum vís
sem erfðu léttúð Adams
við Evu i Paradís.
Hér eiga þeir sinn Eden
og allt sitt nakta grín
sem kveikir eld í æðum
og ást við fyrstu sýn.
Og jafnvel kvænta karlmenn
hér kitlar dulin þrá
I.
H ’Mú þegar ljóst er að Vigdís
Finnbogadóttir ætlar að bjóða sig
aítur fram til forseta getur almenn-
ingur og skattborg-
arar andað léttar.
Vigdís hefur nefni-
lega verið það lengi
í embætti að hún er
búin að tryggja sér
forsetalaun til ævi-
loka. Ef hún hefði
dregið sig í hlé og nýr forseti verið
kjörinn hefði almenningur því þurft
að greiða tveimur forsetum laun . . .
R
■^ridgesamband íslands vinnur
nú að því að fá að halda heimsmeist-
aramótið árið 1995. Á næstunni
heldur Magnús Ólafsson útgef-
andi, bridgemaður og fyrrum rit-
stjóri NT í víking til þess að reyna að
sannfæra erlenda bridgeáhrifa-
menn um að halda mótið hérlend-
is . . .
EEins og PRESSAN greindi frá í
haust er í meira lagi vafasamt hvort
stjórn Framkvæmdasjóðs hafi haft
lagalega heimild til
að lána til fiskeldis-
fyrirtækja. Davíð
Óddsson forsætis-
ráðherra hefur nú
opinberlega komið
fram með þessa
skoðun. Þórdur
Friðjónssson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar og formaður stjórnar
Framkvæmdasjóðs, hefur hins veg-
ar hafnað henni algjörlega. í lögum
um sjóðinn er það hins vegar skýrt
tekið fram að sjóðnum sé ætlað að
lána til fjárfestingarlánasjóða og
annarra skyldra aðila. Það þarf
meira en lítið hugmyndaflug til að
flokka fiskeldisfyrirtæki sem skylda
aðila við fjárfestingarlánasjóði, það
er sem lánastofnun . . .
F yrir stuttu síðan var vígt
stærsta gróðurhús landsins á Egils-
stöðum en það var byggt af Barra hf.
I húsinu á að rækta upp græðlinga
vegna landgræðsluskógaátaksins.
Margir garðyrkjumenn undrast
byggingakostnaðinn sem fór upp í
35 milljónir króna. Telja menn að
það sé í raun helmingi dýrara en
hefðbundinn byggingakostnaður á
gróðurhúsum. Svo eru aðrir sem
segja að ekki hefði þurft að byggja
húsið því nóg sé af gróðurhúsum í
landinu. Vonandi að þarna sé ekki á
ferðinni nýtt loðfiskaævintýri. . .
að er nóg að gera hjá sterk-
asta manni heims Jóni Páli Sig-
marssyni. Ekki er langt síðan hann
kom úr kraftakeppni
í Finnlandi en þang-
að fór hann nánast
beint af Hálanöa-
leikunum. Þar
keppti Jón Páll
ásamt Magnúsi Ver
Magnússyni. Jón
Páll sigraði í báðum keppnunum
sem hann tók þátt í en Hálandaleik-
arnir eru í raun nokkur smámót.
Magnús Ver sigraði í einu móti og
var næstur á eftir Jóni Páli á
öðru . . .