Pressan - 20.06.1991, Page 30

Pressan - 20.06.1991, Page 30
Bankastjóri ársins. Samband fiskeldis- og hafbeitarstöðva Heiðrar Sverri Hermannsson og tilnefnir hann bankastjóra ársins — hann hefur veriö þjón- ustufulltrúi okkar allra, segir Friörik Sigurösson, fyrrum formaöur sam- bandsins 25. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR Sverrir Hermannsson, heið- ursfélagi félags rækjufram- leiðenda. Féiag rækju- og skelfiskfram- leiðenda Tilnefnir Sverri Hermannsson sem heiðurs- félaga — ún hans væri vegur rœkjuvinnslunnar ekki þaö sem hann er í dag, segir Lárus Jónsson, framkvœmdastjóri félagsins Stjórn Álafoss heiðraði Sverri á ársfundi fyrirtækisins. Stjórn Álafoss Heiðrar Sverri Hermannsson fyrir störf hans í þágu ullar- iðnaðarins — hann er sú stoö sem viö höfum byggt ú, segir Gylfi Þ. Gíslason, formaöur stjórnar FIMMTUDAGURINN 20 JÚNÍ 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Hegningarhúsinu var lokað þegar í Ijós kom að þar voru átta fangaverðir en aðeins einn fangi eftir. Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hefur verið lokað — lióur í sparnaöi í ríkisútgjöldum Reykjovík, 19. júní_________ „Þetta er eitt versta dæmið um bruðl í ríkis- rekstri sem ég hef vitað um,“ sagði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra þeg- ar hann tilkynnti um lok- un Hegningarhússins á Skólavörðustíg í gær. „Þarna unnu einir átta fangaverðir, einn forstöðu- maður, einn kokkur, félags- ráðgjafi og Guð má vita hvað. En þegar málin voru könnuð kom í ljós að þarna var bara einn fangi og ástæða þess aö hann var ekki farinn var sú að hann hafði ekki í önnur hús að venda." Hrönn Sveinbjarnardóttir fangavörður sagði í samtali við GULU PRESSUNA, að vissulega hefðu starfsmenn fangelsisins lítið orðið varir við fangana. „Við höfum innritað heilan her en það virðist sem þeir staldri stutt við,“ sagði Hrönn en sagði að það ætti varla að bitna á starfsöryggi starfs- mannanna. „Ég veit ekki hvað fjár- málaráðherrann vill. Ef hann kvartar yfir kostnaði við fangelsið eins og það er í dag, þá spyr ég nú bara hvað hann mundi segja ef hér væri fullt út úr dyrum af föngum," bætti Hrönn við. Borgarspítalinn Fingur græddur á vitlansan sjnkling — sú sem útti fingurinn var hins vegar settur í brjóstastœkkun Reykjavík, 20. júní „Eg hef nú aldrei verið sleip í stærðfræði en ég sá fljótt að það var eitthvað að,“ sagði Olga Hjartar- dóttir í samtali við GULU PRESSUNA en vegna mis- taka græddu læknar Borg- arspítalans á hana fingur þó hún hefði alla tíu fing- urna fyrir. Sjúklingurinn sem átti að fá fingurinn var hins vegar vegna mis- taka settur í þá aðgerð sem Olga beið eftir, það er brjóstastækkun. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ sagði maðurinn sem í því lenti, 53 ára gamall vélsmiður frá Vestfjörðum. Þar sem þetta væri mikið til- finningamál fyrir sig og fjöl- skyldu sína óskaði hann eftir nafnleynd. „Við munum yfirfara allar reglur á sjúkrahúsinu," sagði Jóhannes Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspítal- ans, í samtali við GULU PRESSUNA. „Ég vil hins veg- ar minna á að líkurnar til að akkúrat þetta komi fyrir aftur eru afskaplega litlar. Það er mjög sjaldan sem við græð- um fingur á fólk og það kem- ur nánast aldrei fyrir að við séum með brjóstastækkun í gangi akkúrat sama daginn." „Auðvitað er ég sár en ég vorkenni þó vélvirkjanum meira en mér," segir Olga Hjartardóttir sem vildi láta stækka á sér brjóst- in en fékk ellefta fingurinn í staðinn. Stefnubreyting ríkisstjórnarinnar * Islendingar haldi hátíð og pilli sig síðan burt Davið Oddsson kynnti stefnu- breytingu ríkisstjórnarinnar í gær. ^ Reykjavík, 19. júní „Því miður bíður fjár- hagur íslenska ríkisins ekki upp á annað en að við reynum að hafa það skemmtilegt í svo sem vikutíma og pillum okkur síðan burtu,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra þegar hann kynnti nýja efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar á blaða- mannafundi í gær. „Ástandið er mun verra en við bjuggumst við. í raun eru allar forsendur brostnar fyrir að halda áfram einhverjum þjóðfélagsrekstri hérna. Við leggjum því til að við höldum smáhátíð og höfum það gott í nokkra daga. Síðan er fátt annað að gera en drífa sig burtu," sagði Davíð. Samkvæmt tillögum stjórn- arinnar er gert ráð fyrir að ríkið bjóði upp á frían mat og drykk í nokkra daga og ókeypis skemmtiatriði. Síðan verði hver Islendingur leystur út með smá peningagjöf og hver haldi síðan út í heim í leit að gæfu. „Þó þetta séu sorgleg tíð- indi viljum við reyna að gera gott úr þessu," sagði Davíð. „Við viljum alla vega að ís- lendingar geti horft aftur og sagt að þetta hafi verið skemmtilegt á meðan á því stóð.” Árni Johnsen fékk grætt í sig tóneyra. íslendingar flykkjast til Búlgaríu í lœknisaðgeröir * Arni Johnsen lét græða í sig tóneyra Belgrad, 20. júní_________ Mikil ásókn hefur ver- ið meðal íslendinga í ferðir til Búlgaríu en þarlendis má fá ýmiss konar læknisaðgerðir mun ódýrari en tíðkast á Islandi. Það eru einkum tannviðgerðir og rétt- ingar sem sóst er eftir en einnig hafa íslendingar farið í umfangsmeiri að- gerðir. Til dæmis _ lét þingmaðurinn Árni Johnsen græða í sig tón- eyra. „Þetta er allt annað líf,“ sagði Árni eftir aðgerðina. „Eg hef fundið fyrir mikl- um mun á viðbrögðum fólks þegar ég syng og leik á gítar. Eg hef trú á að sjálfs- traustið eigi eftir að aukast og að ég fái allt aðra líðan." Að sögn Árna var að- gerðin sáraeinföld. „Ég þurfti reyndar að bíða í rúmar tvær vikur eft- ir að heppilegt eyra fyndist. Ég fékk loks eyra þegar trompet-leikari í lúðrasveit hersins lenti í umferðaró- happi," sagði Árni. Áð sögn búlgarskra lækna eru þeir einkar ; ánægðir með árangurinn af aðgerðinni á Árna. „Það er ótrúlegur munur að heyra í manninum," sagði Mikeal Hindru, yfir- læknir á sjúkrahúsi hersins í Belgrad. „Þetta sýnir okk- ur að læknavísindunum er nánast allt mögulegt." Suðurlandsbraut 12 ,r * **-**'**#*'*'*-*#*’**#w* *’ varafa' aara' srv é’ é' *r r m é* ar •

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.