Pressan - 25.07.1991, Síða 6
6
PRESSAN - FERDABLAÐ
Nv og betri hugmvnd um hringkevrslu í stað Þingvallahringsins
enn einu sinni
Við ökum Reykjaneshríngínn
- skoðum fornar verstöðvar, borðum góðan mat, klifrum upp í vita, krunkum í fugla og æðum
um fjörur, en endum daginn með því að skola af okkur ferðarykið í Bláa Lóninu
REYKJANESHRINGUR ístaðinn
fyrir hinn hefðbundna Þingvallahring
um verslunarmannahelgina? Hvemig
væri það? Við hringdum í Jóhann D.
Jónsson, sem stýrir uppbyggingu
ferðamála á Suðumesjum. Jóhann er
reyndur ferðamálamaður sem starfs-
maður Flugleiða um árabil. Hann
hafði ákveðna tillögur fram að færa
um vel heppnaða og eftirminnilega
dags ku- og gönguferð um Reykja-
nesið.
Við byrjum á að aka suður í Kefla-
vík. skoðum minjasafnið þar og fáum
okkur góðan hádcgisverð í einhverju
veitingahúsa bæjarins. Þaðan liggur
leiðin suður á Garðskaga. Þar er
fuglalíf fjölbreytt og fjörurnar falleg-
ar. Stundum er hægt að komast upp í
nýja vitann, þaðan sem mikið og frítt
útsýni er. Á Garðskaga eru merkar
fomminjar, sem þykja sanna að til
forna hafi Reyknesingar stundað ak-
uryrku. Leifar eru af háum garði. sem
menn hafa reist til varnar komi sínu.
Hann nær frá Kirkjubóli að Loftskál-
um, drjúglangur garður, þar sem tveir
áttu að geta farið um ríðandi samsíða.
Ekkert smámannvirki á sinni tíð!-
Ur Garðinum em haldið að Hafur-
bjamarstöðum og síðan í Sandgerði
og plássið skoðað, þar er mikil og at-
hafnasöm höfn. sem gaman er að
skoða. Frá Sandgerði í Hvalsnes, en
kirkjan þar mun opin fyrir þá sem
hana vilja skoða. I kór kirkjunnar
stendur legsteinn Steinunnar. dóttur
Hallgríms Péturssonar, sálmaskálds-
ins góða. Sagt er að séra Hallgrímur
hafi sjálfur höggið í steininn. Kirkjan
er hlaðin steinkirkja og sérstæð mjög.
Upplagt er að leggja leiðina næst í
Stafnes. Þangað og í Básenda er
sæmileg ganga frá þjóðveginum. í
Stafnesi var í eina tíð fjölmenn
verstöð. Þann 9. janúar 1799 eyddist
byggð í Básenda með öllu í einhverri
mestu flóðbylgju sem vitað er til að
hafi skollið á þessu landi. í Básenda
var fyrr á öldum ein fjölmennasta
verstöð landsins. og þangað sóttu
vinnu sjómenn og verkamenn víða að
af landinu.
Næst kum við um Sandgerði.
framhjá hinni nýtískulegu Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. sem sannarlega
stingur í stúf við rústir hinna miklu
fornu verstöðva. Við höldum í Hafnir
þar sem er lítið útgerðarþorp á fallegu
bæjarstæði og falleg kirkja.
Hafnarberg er í ca. háltíma göngu-
færi. Þar er stórbrotið um að litast.
björgin eru sannarlega hrikaleg með
iðandi fuglalífi. en fyrir neðan hamast
sjórinn og lemur æðislega á berginu.
Þessu næst höldum við í Reykja-
nes, skoðum e.t.v. vitann.
Gamli vitinn er að eyðast af sjávar-
gangi. stendur núorðið yst á bjarg-
brún. Hann var byggður 1878 og
stóðst veður og vinda í aðeins 10 ár.
Nýrri vitinn. myndarleg bygging, er
byggð 1908 og hefur staðist tímans
tönn.
Nú er haldið af stað til Grindavík-
ur. framhjá fiskeldisstöðvunum og
Gjánni. þeirri lengstu á landi hér.
djúpri og varhugaverðri. Grindavík er
þróttmikið útgerðarpláss. Upplagt að
fá sér kaffisopa í Sjómannastofunni
Vör. Þar eru sérkennilegar myndir af
innsiglingu báta inn á Grindavíkur-
höfn. krókótta og torfama siglingar-
leið.
Deginum á Reykjaneshringvegi
Ijúkum við í einni af náttúmperlum
Islands. nýuppfundinni. Bláa Lóninu
við Grindavík.
Þar er upplagt að skola af sér ferða-
rykið og hvíla lúin bein.
Eflaust teygist eitthvað úr verunni
þar. svo gott er að vera í hinu sér-
kennilega vatni Lónsins og því um-
hverfi sem það er í.
Margt fieira mætti tína til um
ferðamöguleika á Suðumesjum.
Þeir syðra hafa á sfðari árum gert
stón átak í þá átt að geta sinnt ferða-
fólki og er það vel. Á Suðurnesjum
eru til að mynda komin ágæt hótel.
sem mælst hafa vel fyrir. Golfdellu-
menn eiga kost á þrem prýðisgóðum
golfvöllum. Þeir sem vilja renna fyrir
lax geta gert það án vemlegs tilkostn-
aðar í lóninu í Grindavík.
Sennilega em möguleikar á að
fiska mun meiri þar en í margri dýrri
laxveiðiánni á fisklevsissumri.
Landakort í ferðalaginu er álíka
nauðsvnlegt og
Að þekkja
viðmælandann
með nafni
Ferðalag um landið án almenni-
legs landakorts og góðrar leiðarlýs-
ingar, t.d. Vegahandbókarinnar.
kemur ekki að hálfu gagni. Einn
góður ferðamaður sagði að það að
vera kortlaus í ókunnu landslagi
væri álíka og vera í góðu boði þar
sem maður þekkti engan með nafni!
Landmælingar íslands er opinbert
fyrirtæki sem að miklu leyti sér um
sig sjálft. Fyrirtækið hefur á undan-
fömum ámm sýnt vemlega góða
þjónustu við ferðafólk með hverri
útgáfunni annarri betri.
Fyrir nokkmm ámm fóm Land-
mælingar að gefa út stað- fræðikort
eftir nýjum. íslenskum kortastaðli.
Staðfræðikortin em í mælikvarða
1:25 000. Þau ná yfir allt Suðvestur-
hom landsins og em orðin 17 tals-
ins. Þetta em góð kort til að hafa í
höndunum á ferðalagi um þetta
svæði. Þá bjóðast geysigóð stað-
fræðikort af miðnorðurlandi, mið-
hálendi og miðsuðurlandi, kort í
kvarðanunt 1: 500 000. Ótal nnur
kort bjóðast hjá kortabúð Landmæl-
inganna að Laugavegi 178. og kort-
in fást í góðum bókabúðum. mörg-
um viðkomustöðum við þjóðvegina
og víðar.
Ágúst Guðmundsson. forstjóri
Landmælinga íslands. sagði að
kortasalan færi stöðugt vaxandi. og
það í mun meira mæli en nemur
auknum ferðalögum um landið. Ág-
úst sagði að í fyrra hefðu verið selt
70 þúsund kort af ýmsurn gerðum.
Það væri hlutfallslega meira magn
en starfsbræður þeirra í nágranna-
löndunum gætu státað af að selja.