Pressan - 25.07.1991, Síða 10

Pressan - 25.07.1991, Síða 10
10 PRESSAN - FERÐABLAD einhver þeirra. Og þeir sem hugsa hærra og ætla í lax, eiga kost á í það minnsta 11 laxveiðiám á nesinu. Ein- hver skemmtilegasta sjóferð sem hægt er að hugsa sér er sigling með Eyjaferðum frá Stykkishólmi um Suðureyjar Breiðafjarðar. Einstæð upplifun, fuglalífið skoðað í nær- mynd, rennt fyrir gómsætan skelfisk og hann borðaður á eftir, og siglt um sollinn sæ. Tryggvi Gunnarsson í Hólminum býður líka upp á skoðun- arferðir af svipuðum toga. Og frá Hólminum fer Baldur í Flatey og yfir til Vestfjarðakjálkans. Á ferð um landið er gráupplagt að kíkja um stund inn á söfnin sem verða á vegi manns. Á Snæfellsnesi einu eru 3 skemmtileg, lítil söfn. Skoðið Sjómannagarðinn á Hellissandi, þar er þurrabúð og þar er varðveitt sjó- minjasafn, eða Gamla pakkhúsið í Ólafsvík, þar er upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk og safn í uppbyggingu. Loks er það gamla og góða Norska húsið í Stykkishólmi, byggt 1828, nú friðað og er safn gamalla muna Snæ- fellinga. íþróttahetjur eiga kost á hestaferð- um á fjórum stöðum á nesinu, þær geta leigt sér reiðhjól í Stykkishólmi, sundlaugar á nesinu eru á sex stöðum. Loks er hægt að taka fram golfgræj- umar í Ólafsvík og í Stykkishólmi. Perla Snæfellsness er að sjálfsögðu Snæfellsjökull, eitt frægasta fjall lands okkar, dulúðugt og fagurt í senn. Snæfellingar bjóða leiðsögn á fjall- inu frá Ólafsvík og Amarstapa, m.a. á vélsleðum. Ekki má gleyma því sem ókeypis er í ferðalagi um svæðið. Snæfellsnes er víða mjög fagurt landsvæði og náttúra þess ógleyman- leg þeim sem kunna siíkt að meta. Tjaldborg Ægis Úti í Örfirisey mætti ætla að fram færi útimót þessa dagana. Svo er þó ekki, fólk kýs að halda lengra frá höfuð- borginni. Hér em á ferðinni þeir Ægismenn, sem um áratuga skeið hafa framleitt tjöldin sem duga í íslenskum veðmm, jafnvel þeim verstu. Þessi iðnaður hefður staðið af sér mikla erlenda samkeppni. Gæðin skipta höfuð- máli og þeir í Ægi vita nákvæmlega hvemig tjöldin eiga að vera fyrir íslenskt útilegufólk. Myndin var tekin í fyrradag. - Ljósmynd E.Ól. Skelfiskurinn á Breiðafírði smakkast ferðafólkinu yfirleitt vel. Á ferðalagi um Snæfellsnes Komiö við í hákarlS' hjallí og þeyst á jökul með vélsleða Hefurðu komið í hákarlshjall? Ef ekki, þá gefst kostur á því hjá honum Hildibrandi Bjamasyni f Bjamarhöfn í Helgafellssveit. Gestir sem þangað koma eiga kost á að fylgjast með hvemig hákarl er verkaðúr, og eflaust fá þeir líka að smakká og kaupa sér bita. Víðaí um land em skemmtilegir kostir í boði fyrir ferðafólk. Blaðjð kannaði málið á Snæfells- nesi. Framboðið af slakandi og mann- bætandi skemmtan var meiri en við áttum Von á á ekki stærra svæði. En lítum a,ðeins nánar á málið. Fyrif þá sem heillast af sjómennsku geta menn fengið litla og trausta ára- báta á leigu hjá Silfurlaxi í Hrauns- fjarðarlóni við Hraunsfjörð. Þar em líka seld veiðileyfi. f Ólafsvík er líka hægt að komast í sjóstangaveiði, talið við Upplýsingamiðstöðina í Gamla pakkhúsinu. Svo em margir brjálaðir í veiði í vötnum. Ekki færri en 13 ágæt silungsvötn standa ferðafólki til boða á Snæfellsnesi, veiðileyfi má t.d. fá að Vegamótum á Snæfellsnesi í Þ eir sem ekki hafa komið í Jökulsárgljúfur ættu að gera sér ferð þangað. Þama em einhver allra sér- stæðustu náttúmundur landsins, feg- urð sem engu er lík. Trúlega em þeir margir, íslendingamir sem eiga eftir að upplifa þessi undur, Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðakletta og Hólma- tungur. Dettifoss er 44 metra hár, mikil- úðlegur og vatnsmikill foss í Jökulsá á Fjöllum. Hægt er að aka að fossin- um frá þjóðveg- inum að austan, en jeppafært að vestan, en þaðan að sjá er föss- inn e.t.v. enn hrikalegri og stórfenglegri. Meðalrennslið í foss- inum er 193 rúmmetrar vatns á sek- úndu, ekki lítið það og ekki undar- legt þótt stundum sé minnst á virkj- un hans, því með slfku reginafli mætti framleiða 300-400 þúsund kílóvött. Jökulsárgljúfur em fyrir neðan Dettifoss, hyldjúp og stór- brotin. Þama ættu menn að fara var- lega. Danskur maður féll eitt sinn 80 metra fall niður í gljúfrið, en hafði heppnina með sér, kom fyrst niður á grasflesju, meiddist furðu lítið, en náðist ekki úr gljúfrinu fyrr en eftir margar klukkustundir. Náði hann sér eftir fallið og var síðast þegar fréttist læknir í Svíþjóð. Hólmatungur er hlíð í gljúfri Jök- ulsár að vestan, vaxin miklum gróðri, bæði kjarr- og grasgróðri, og þar em fallegar stuðlabergsmyndan- ir í klettum. Mikið og fagurt sjónar- spil. í Hólmatungum er Gloppuhell- ir, skemmtileg smíð náttúmnnar. Ásbyrgi er stórkostlegt náttúm- fyrirbæri, skeifulaga jarðfall rétt fyr- ir vestan Jökulsá. Hamraveggimir em allt að 100 metra háir, lægstir fremst en fara síðan hækkandi eftir því sem innar dregur. Inni í skeif- unni er tjöm sem heitir Botnstjöm og umhverfis hana mikill birkigróð- ur. í miðri hamrakvínni, sem er allt að 4 kílómetrar að þvermáli, rís mik- ið bjarg, sem kallast Eyjan. Skiptir hún byrginu í tvennt. í Ásbyrgi hafa fundist sjávarminj- ar frá löngu liðnum tímum. Menn hafa oft komið fram með kenningar um hvemig svo reglulega lagað skeifufar myndaðist á þessum stað. Sagan segir að þama haft Sleipnir, hestur Óðins, tyllt niður fæti. Áðrir telja raunar líklegra að þama hafi verið árfarvegur Jökulsár. í Ásbyrgi er gott tjaldstæði og þar er sannarlega gott að vera, margt sem ber fyrir augu og veðursæld mikil. Aðstandendur skyndihjálpar- og öryggisdaga í Bíianausti, Birgir Omarsson tra Landsambandi Hjálparsveita skáta, Hannes Hauksson frá Rauðakrossi íslands, Apton Angantýsson, Þráinn Þorvaldsson og Reynir Matthíasson frá Bíianausti hf. BILANAUST ORYGGISDAGAR HJÁ BÍLANAUSTI Viðskiptavinir Bílanausts. sem koma í hina miklu verslun fyrirtækis- ins, stærstu bílavarahlutaverslun landsins, þessa dagana fá þar fræðslu sem er til fyrirmyndar. Fyrirtækið vill gjaman að viðskiptavinir verði með- vitaðir um ábyrgð sína bak við stýrið. en kannski skortir svolítið á að svo sé hjá ærið mörgum. Umferðarslys hafa verið óhugnan- lega tíð að undanfömu og hafa vakið óhug meðal almennings. I mesta blíð- viðri í mannaminnum rekur hven umferðarslysið annað óhugnanlegra. Framundan er verslunarmannahelgi og veitir ekki af að kumenn séu áminntir hressilega um þá ábyrgð sem þeir bera. Til viðbótar áróðri fyrir öruggum akstri og bættri umferðarmenningu er mikilvægt að búa kumenn og annað ferðafólk undir það hvemig bregðast skuli við. ef komið er að umferðar- slysi. Hver eiga fyrstu viðbrögð og aðhlynning að vera? Einmitt þessi fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum Bflanaust hf. hefur fengið til liðs við sig Landsamband hjálparsveita skáta og Rauðakross ís- lands. Bilanaust mun legaja áherslu á hverskonar öryggistæki fyrir bifreið- ar á þessum skyndihjálpar og örygg- isdögum í versluninni. .Tökulsárgljúfur NÁTTÚRU' PARADÍS SEM ENGINN ÆTTI AÐ MISSA AF

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.