Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 26. SEPTEMBER 1991 FYRST FREMST Fré aðalfundi Hafskips á sínum tíma. ALBERT GUÐMUNDSSON i ræðustól. FRiÐRIK SOPHUSSON næstur honum. Þá RAGNAR KJARTANSSON stjórnarfor- maður, björgólfur guðmundsson forstjóri og ólafur a ólafsson í MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR. Hún rifti samningi viö Fróða vegna ágreinings við Gullveigu Sæmundsdóttur. ÓLAFUR HELGI KJART- ANSSON. Þorsteinn ætlar að skipa hann í vanþökk heimamanna. OOPINBER ÆVISAGA MARÍU Kins oi> PRKSSAN skýrði frá fyrir viku hefur María Guðmundsdóttir. fyrirsæta (>!> Ijósmyndari, rift útgáfu- samningi sínum við Fróða. Ástæöan mun vera mismun- andi hugmyndir hennar og Gullveigar Sæmundsdótt- ur, ritstjóra Nýs lífs, um bók- ina, en (jullveig átti að skrá- setja söguna. María lítur svo á að hlutverk Gullveigar sé fyrst og fremst textavinna og að hún eigi ekki að verða eig- inlegur höfundur bókarinnar. Nokkrir eftirmálar hafa orðiö vegna þessa máls og liggur meöal annars sú hótun í loft- inu af hálfu Króða að gefa út ævisögu Maríu án hennar samþykkis ef hún fæst ekki til að starfa með Gullveigu. FÓGETI GEGN HEIMAMÖNNUM Dómsmálaráðherra mun á allra næstu dögum skipa nýj- an bæjarfógeta á ísafirði og sýslumann fyrir vestan. Fjór- ir sóttu um stööuna, Björn Jóhannesson. sem er full- trúi hjá fógetaembættinu, Lárus Bjarnason, bæjarfóg- eti á Seyðisfirði, Georg Lór- usson, en hann var settur sýslumaður í Dalasýslu og víöar og að undanförnu hefur hann starfað við embættiö á Isafirði, og Ólafur Helgi Kjartansson, skattstjóri á Isafirði og forseti bæjarstjórn- ar. Georg og Olafur vildu að umsóknir þeirra yrðu dregn- ar til baka ef þeir kæmu ekki til greina. Georg hefur þegar dregiö sína umsókn til baka, þar sem Þorsteinn Pálsson dóms- málaráöherra hefur tilkynnt honum að hann komi ekki til greina. Ráöherrann mun vera búinn að ákveða að ()l- afur Helgi fái embættiö, þrátt fyrir mótmæli að vestan. Full- víst þykir aö Olafur Helgi fái embættið þar sem hann hef- ur ekki dregiö umsókn sína til baka. Björn Jóhannesson nýtur mikils stuðnings heima- manna og ekki síst fráfarandi fógeta, Péturs Kr. Hafstein. sem Þorsteinn hefur skipað í embætti hæstaréttardómara. Pétur og Þorsteinn eru gamlir kunningjar og samskipti þeirra hafa verið mikil. Pétur þykir góður embættismaður og því undarlegt að Þorsteinn skuli ekki taka ráðum Péturs um að skipa Björn Jóhannes- son í embætti fógeta á Isa- firöi. KENNEDY- BRÆÐUR Á MILLI BLÖNDALS- BRÆÐRA í júlí 1989 gaf Haraldur Blöndal lit skuldabréf til Hölds sf., fyrirtækis svokall- aðra Kennedy-bræöra. Lán bræðranna til Haralds var þá 910 þúsund (890 þúsund nú- viröi) og átti að greiöa með 18 mánaðarlegum greiðslum frá og með september 1989. Höldur setti bréfið í inn- heimtu í íslandsbanka og RAGNAR VEITIR FJÁRMÁLA- RÁÐUNEYTINU RÁÐGJÖF Friðrik Sophusson fjármálarádherra hef- ur ákueöiö ad leitaö veröi til Ragnars Kjart- anssonar, fyrrum stjórnarformanns í Haf- skip, vegna sölu á rikisfyrirtcekjum, sem ná stendur fyrir dyrum. Ragnar mun veita ráðgjöf við söju ákveð- inna fyrirtækja, en starfsmenn fjármála- ráðuneytis vildu ekki staðfesta um hvaða ríkisfyrirtæki væri að ræða. Ragnar var, sem kunnugt er, stjórnarformaður Haf- skips fram að gjaldþroti þess. Eitt af þeim ríkisfyrirtækjum sem rætt hefur verið um að selja er Skipaútgerð ríkisins. Ragnar Kjartansson vildi ekki gefa nein- ar upplýsingar um málið þegar PRESSAN hafði samband við hann. Hann sagði að á meðan hann vissi ekki á hvaða trúnaðar- grundvelli samstarf hans við ráðuneytið yrði byggt gæti hann það ekki. Ekki náðist í Friðrik Sophusson fjármálaráðherra vegna málsins. I vor var Ragnar dæmdur í Hæstarétti til fimm mánaða fangelsisvistar skilorðs- bundið fyrir brot á hlutafélagalögum, fjár- drátt, bókhaldsóreiðu og umboðssvik í starfi sínu sem stjórnarformaður Hafskips. Friðrik Sophusson var á sínum tíma hlut- hafi í Hafskip. Á síðasta aðalfundi félagsins, árið 1985, hélt Friðrik fræga „peppræðu", þar sem hann reyndi að „þjappa" liðinu saman gegn þungum straumi skrifa Helg- arpóstsins um fyrirtækið. Leiðir þeirra tveggja hafa einnig legið saman í Sjálfstæðisflokknum, en Ragnar er góður og gegn sjálfstæðismaður. fyrstu 8 afborganirnar voru greiddar — síðan ekki söguna meir. Nú hefur íslandsbanki birt stefnu á Harald til aö rukka inn eftirstöðvarnar, 241 þúsund krónur með hæstu vöxtum, enda hafa all- ar innheimtutilraunir reynst árangurslausar. Til hliðar við þetta mál er að bróðir Haralds, Halldór, núverandi samgönguráð- hérra~er-ineð á borði sínu ýmis mál sem viðkoma Kennedy-bræörum i öðru fyr- irtæki, Flugtaki hf. Pétur Einarsson flugmálastjóri hefur lagt til aö öll flug- kennsla verði á einni hendi og er því stíft haldið fram að hann taki ekki annað til greina en Flugtak. Og þá er bara spurningin: Mun skuldabréfamálið spilla fyrir Höldsmönnum eða verkar það öfugt? PENINGA- PRENTARI í VANDA Prentsmiðja Guðjóns Ó. hefur nú verið innsigluð vegna vangoldins söluskatts. í prentsmiðjunni ræður ríkj- um Sigurður Nordal, sonur Jóhannesar Nordal seðla- bankastjóra. Þessi tengsl þættu sjálfsagt ekki merkileg nema fyrir það að Sigurður hefur prentað öll spariskír- teini ríkissjóðs og allar ávís- anir fyrir Seðlabankann. En það hefur ekki bjargað hon- um frá vandræðum með virð- isaukann. Sigurður á reyndar í basli víðar. Hann rak fyrir- tækið Islenska upplýsingu og gaf út dagskrárritið Bergmál, en hefur hætt því. EKKI BARA VONDUR RÁÐHERRA Stærstu fréttirnar í lista- heiminum í vikunni komu úr óvæntri átt. Þá kom í Ijós að Óli Þ. Guðbjartsson, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, hafði keypt ein 30 myndverk af Grétari Hjaltasyni, sveit- unga sínum, rétt áður en hann lét af embætti. Óli vildi að sýslumaðurinn á Selfossi hefði þessar myndir uppi á vegg hjá sér, en sá vill ekki sjá þær. Það hefur því komið í Ijós að Óli var ekki bara vond- ur ráðherra heldur hefur hann líka afleitan myndlistar- smekk, — alveg eins og Ár- mann Reynisson. HARALDUR BLÖNDAL. Kennedy-bræöur vilja aö hann borgi. HALLDÓR BLÖNDAL Kennedy-bræöur vilja aö hann veiti þeim flugkennslu- leyfiö. JÓHANNES NORDAL. Sonur prentar spariskírteini og ávisanir fyrir Seðlabankann en er samt í basli. GULLVEIG SÆMUNDSDÖTTIR Semur kannski óopinbera ævisögu Mariu. BJÖRN JÓHANNESSON. ísfiröingar vilja hann sem fógeta. ÓU Þ. GUÐBJARTSSON. Ekki bara vondur ráöherra heldur meö vondan smekk á myndlist. Með hvaða félagsliði heldur þú, Friðrik? „íslenska landslidinu. Þad halda allir meö þeim núna, er þad ekki? Þeir voru ad uinna Spán- verja tvö núll." Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra er einn af tryggustu stuðningsmönnum Vals og hélt tæplega 40 manna veislu, allt á kostnað ráöuneytisins, eftir leik Vals og svissneska liðsins Zion i siðustu viku. LÍTILRÆÐI af alþingi Á annaðhundrað ár hefur Alþingi íslendinga starfað í tveim deildum. meðal ann- ars til þess að tryggt væri að aldrei yrði sjaldnar en sex sinnum rætt tint hvert mál í þingsölum og í tveim mál- stofum. I tuttuguogfjórum nefnd- um hafa þá þessi sömu mál verið til umfjöllunar í lengri eða skemmri tíma, þartil þau hafa fengið afgreiðslu eða drukknað í umræðu- flóðinu og gleymst, einsog gengur. Það hefur lengi þótt sjálf- gefið aö öðruvísi en svona yrðu mál ekki afgreidd frá Alþingi. Starfshættir og vinnulag á Alþingi eru að sjálfsögðu hafin yfir alla gagnrýni en þó hefur mörgunt þótt keyra um þverbak þegar törnin hefur byrjað í þinglok og mál hafa veriö afgreidd á færibandi einsog i frystihúsi þegar verið er að „bjarga verðmætum" frá því að fara t guano. Nú er hinsvegar Ijóst orð- ið, að ekki er lengur hægt að leggja það á þingmenn að hlaupa, á þingtímanum. milli sex-sjö nefnda og sinna í leiðinni þinghaldinu, kjör- dæmi. köllun og prívatlífi. Málið hefur verið tekið föstum tökum. Agndofa fylgist fólkið í landinu með vinnuhagræð- ingunni á Alþingi íslendinga sem nú er í algleymingi og gengur umfram allt útá það að ofbjóða ekki vinnuþreki þingmanna. Nefndum hefur verið fækkað um meira en helm- ing, úr tuttuguogfjórum í ell- efu. þingdeildum fækkaö um helming, úr tveim í eina, og umræðum fækkað um helming, úr sex í þrjár. Þá hefur ráðherrum verið fækkað svo hægt sé aö koma þeim fyrir undir glugganum í þingsalnum. Þrældómurinn á þingi verður semsagt frá og með næsta þinghaldi helmingi minni en áður og þessvegna gefst örmagna þingmönn- um nú tækifæri til að hvíla sig í salarkynnum efri deild- ar sem breytt hefur verið í hvíldarherbergi þingmanna. Margur hyggur meirað- segja að gráupplagt hefði verið að fækka þingmönn- um um helming í leiðinni og stytta þinghaldið að sama skapi um helming í hagræð- ingarskyni. Samkvæmt lögmálinu leiðir hinsvegar hagræðing jafnan til óhagræðis og þess- vegna verður í kjölfar allra þessara breytinga að lengja þinghaldið um helming og mun það í framtíðinni standa allt árið. Meiraðsegja yfir sauð- burðinn og fengitímann. Sæmilega glöggir kjós- endur skilja þetta nokkurn veginn nema ef vera kynni rafeindabúnaðurinn sem á að gera örmagna þingmönn- um kleift að greiða atkvæði án þess að þurfa að rétta upp hönd. Semsagt með því að ýta á takka. Það ætti auðvitað ekki að vefjast fyrir þingmönnum á tækniöld að læra á takkana sem greinilega eru merktir með smáorðunum ,,já" og ,,nei“. í heitum og málefnalegum umræðum um þessa stefnu- breytingu í þingsköpum Al- þingis hefur það hinsvegar komið fram, að þessi nýja aðferð við að greiða atkvæði sé stjórnarskrárbrot af því ekki kviknar á peru þegar ýtt er á takkann. Það hlýtur að vera lág- markskrafa að slík pera verði þegar sett uppá vegg í þingsalnum svo þingmenn j| sjái, svart á hvítu, hvernig hinir gera, hverju flokksfor- ystan leggur lið og hvort maður sagði sjálfur ,,já" eða „nei". Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.