Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991 9íi)írtf fílcitöhnv hjóöoölittf Ekkert varö úr þvi, veður hafði hert aftur eftir að hafa verið með besta móti fyrri hluta vikunnar. Vindar héldust fram yfir helgina og á mánudegi var komið ágætis veður. Trúr sann- færingu sinni boðaði skip- stjórinn mannskapinn næsta fimmtudag. Sagan endurtók sig; ekki gaf á sjó þann dag né næstu daga. Það var ekki fyrr en fjór- um vikum eftir að skipstjór- inn ætlaði að hefja vertið- ina, sem loksins gaf á sjó á þeim degi sem hjátrú hans leyfði. (Ur sjomannasogum) .. Iji‘idink‘i’1 of> ekki kkdin- ieí’t, þella er eins <>í> Iwer (innur uinna, stundam i>am- an <>!> stundum ekki," sutfdi Oskar Olafsson, skipstjóri Akruborí>urinnar. en Itunn er búinn ad sit>la á henni ísautj- án ár. Þar af fimmtán sem skipstjóri. Er ekki leidinleift til lentfd- ar r/ð vera á sama rámtinum ár eftir ár'/ „Það er oft injóg s>aman á sumrin þei>ar veiðiniennirnir eru á ferðinni, þeir kunna frá mörgu skemmtilegu að segja oi> eru líflei>ir oi> hressir. Þetta er oft á tíðum sama fólkið sem ferðast með okkur oi> notar þá timann til að skipuleggja ferðina sem það er að leggja upp í." Verdid þid ekkert varir uid ad litid sé á slarf ykkur sem einskonur, ,i>ervisjómennsku "? ,,Nei, það verð ég ekki var við, þetta er enda alvöru sjó- mennska. Við komum átta sinnum að bryggju á dag og það er nú aðalkúnstin, að leggja að. Siglingin sjálf er minnsta málið. Erlendis t.d. eru ferjusjómenn betur laun- aðir en farmenn, þar er litið svo á að ferjusiglingar séu erfiðari." Sautján ár frum oí> tilbaku. þettu er laní>ur tími. Ertu ekk- ert ud hcettu þessu? „Ætli það. Langafi minn, Oskar, var ferjumaður á þess- ari leið. Þá voru þetta mjólk- ur- og póstflutningar frá Reykjavík út í Viðey og upp á Skaga. Hann drukknaði í einni ferðinni á milli Viðeyjar og lands. Við erum líka skyld- ir ég og Þorvaldur Guð- mundsson, sem er skipstjóri á móti mér núna. Hann er bú- inn að sigla þessa leið lengur en ég. Þetta gengur svona í ættir, má segja. í þessu starfi er manneskjulegur vinnu- tími, menn eru ekki langdvöl- um fjarri fjölskyldu og vin- um. Eru heima á stórhátíðum og lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Það er einn af kostum starfs- ins. Svo er kannski líka önnur hlið á þessu, menn hlakka jafnvel meira til að koma heim eftir langa útlegu en á hverjum degi. Því fylgir meiri spenna að hitta ástvini eftir fjarveru en á hverjum degi. En mér líður ágætlega í þessu og þetta er ekki verri sjó- mennska en önnur." Auöveldar nýja adstadan ykkur sturfiö? „Nei, hún er betrí fyrir bíl- ana en ég tel að fyrir okkur sé þetta erfiðara. Það er erfiðara að leggja að. En bílarnir eiga greiðari aðgang til okkar. Annars má segja að við séum í samkeppni við bundna slit- lagið. Fyrir nokkrum árum tóku menn frekar Akraborg- ina til að losna við holurnar. Nú er öll leiðin með bundnu slitlagi þannig að sumir keyra frekar sé færðin góð." Einnst fólki þetta kannski of tímafrekt? „Það held ég ekki, þetta tekur um það bil klukkutíma og korter, þ.e. siglingin og að koma sér í og úr skipi. Mörg- um finnst þægilegt að slappa af á leiðinni, fá sér kaffi og lesa blöðin. Þetta er afslapp- andi upphaf að ferðalagi." Skipstjóri á vertiðarbát var haldinn mikilli hjátrú, eins og algengt er meðal manna í þeirri stétt. Um- ræddur skipstjóri var ákveðinn i að ekki væri hægt að hefja vertið nema á fimmtudögum, föstudög- um og laugardögum. Við upphaf einnar vertið- arinnar var skipstjórinn til- búinn að hefja störf á mánudegi. Þar sem hann taldi voðann visan ef byrj- að væri á þeim degi sagöi hann sinum mönnum að mæta ekki fyrr en næsta' fimmtudag. Þann dag var veður slæmt, hífandi rok, svo ekki var hægt aö fara á sjó. Veðrið hélst næstu tvo daga. Viö svo búið ákvað skip- stjórinn að hefja vertíðina næsta fimmtudag, eða viku síðar en upphaflega var ákveðið. Tveir drykkfelldir menn höfðu verið við drykkju dögum saman. Eftir því sem leið á drykkjuna gerð- ust þeir æ blankari. Þeir voru búnir að gera allt hugsanlegt til að verða sér úti um áfengi eða annað sem drekka mátti til að komast i vimu. Þegar öll sund virtust lokuð mundi annar eftir þvi að hann vissi um tréspírit- us sem hægðarleikur var að verða sér úti um. „Já, en við getum orðiö blindir ef við drekkum tré- spiritus," sagði hinn. „ Já, ég veit það," sagði sá sem átti hugmyndina um tréspiritusinn, og bætti við; „við höfum nú séð svo margt." (Úr drykkjumannasogum) SIÚKDÓMAR OG FÓLK Af Svíum og vandamálum þeirra Þær fregnir bárust á öld- um ljósvakans fyrir nokkru að sænski sósíaldemókrata- ílokkurinn væri nú loksins farinn frá völdum. Hann hef- ur stjórnaö Svíaríki um ára- tugaskeiö og átt ríkan þátt í aö móta og efla sænskt |)jóö- félag. Margir Itafa oröiö til aö gagnrýna stjórn krata á Svíum en ég er þeirrar skoö- unar aö margt hafi þeir gert vel. A velmektarárum krata þróaöist sænskt nútíma-vel- íeröarþjóöfélag í allri sinni mekt og Svíum læröist aö horfa á heiminn meö eigin auguin. Þeim skildist aö lífiö væri eitt stórt vandamá! hvert sem litiö væri. Sumir telja aö Svíar hafi fundiö upp orðiö vandamál eöa „pro- blem" en svo er alls ekki. í 21. kafla Njálu segir frá því er Gunnar Hámundarson kom á fund Njáls og sagöist hafa tekiö íjárheimtu af LJnni Maröardóttur gigju á Hrút Herjólfsson. „Það er mikiö vandamál," sagöi þá Njáll. Þessi tilvitnun í Njálu sýnir okkur að Svíar fundu ekki upp vandamálin, hvort sem þeim líkar þaö betur eöa verr, þótt íáar þjóöir hafi veriö eins meövitaöar um vandamál mannlegs lífs og þeir. OTTAR GUDMUNDSSON DAPUR ER VANDAMÁLALAUS „Dapur er vandamálalaus maöur, |>ví hann á ekkerf innhlaup i ráögjöf og leiö- sögn og hverfur inn í ein- manaleik hins vandamála- lausa lífs," sagði eitt sinn maöur sem gjörþekkti sænskan hugsunarhátt. Best er aö láta sér líöa illa. því aö í allri vellíöan er fólgin blekking alsælunnar. í sænskum háskólum er fjöldi námsbrauta fyrir veröandi alvinnufólk í vandamálaúr- lausnum, félagsfræðinga, sálfræöinga. íélagsráögjafa. námsráögjafa. unglingaráö- gjafa, atvinnuráögjafa, stjórnmálafræöinga, sér- fræöinga í vandamálum blindra, lamaöra, haltra. getulausra, útlendinga og svona mætti lengi telja. Samkvæmt sænskum staöli er ekkert vandamál svo lítiö aö ekki megi mennta ein- hvern til að leysa það og ekkert mál svo ómerkilegt að ekki megi gera þaö aö vandamáli. Sem dæmi má nefna að lengi fram eftir öld- inni var langur vinnutími Svía talinn eitt aöalvanda- mál þeirra. Verkalýöshreyf- ingin barðist fyrir styttingu vinnutímans meö góöum árangri og nú er hann styttri en víðast hvar annars staöar. Allir hafa fengið þaö frí sem barist var fyrir. En þá er komiö upp mikiö vandamál eins og Njáll heitinn sagöi; hvaö á eiginlega aö gera viö allt þetta frí? „FRÍTÍÐSPEDAGÓGAR" Fjöldi manna lagði fram tillögur til úrbóta, hvað gera ætti til að hjálpa alþýöunni í þessu nýja vandamáli. Lausnin varö sú aö setja upp nýja námsbraut í háskólum Svíaríkis, Fritidspeda- gogslinjen, eða námsbraut þeirra sem geta leyst fría- vandamál almennings. Allt í einu var komið fullt af frí- tíðspedagógum sem ráð- lögðu fólki hvernig ætti aö skipuleggja fríin. hvaö gera ætti fyrir börnin og hvaö gæti komiö í veg fyrir aö manni leiddist í sumarfríinu. Komiö var á fót vakthafandi frítíðspedagóg sem hægt væri að ná í allan sólarhring- inn ef með þyrfti. Frítíðs- pedagógar eru staðsettir á tjaldstæðum og víðar þar sem fólk er í frii og getur allt i einu farið að leiðast. Frí- tíðspedagóginn rannsakar þá viðkomandi fjölskyldu og leggur siðan eitthvað til mál- anna eins og að fara í stór- fiskaleik. Hann tekur mikinn þátt í leiknum til að byrja með en þegar allir eru með á nótunum fer hann glaður í bragði og leitar uppi aðrar fjölskyldur staddar í nauð- um leiðindanna. FRÆÐANDI ÚTVARPSÞÆTTIR í slíku þjóðfélagi fara vandamálin að lifa sínu eigin lífi; það telst óeðlilegt ástand ef engin vandamál eru til að leysa. Öll blöð eru full af frá- sögnum um óleyst vandamál og á öllum útvarpsrásunum eru þættir um vandamál og úrlausn þeirra. Eitt sinn þeg- ar ég ók frá Kaupmanna- höfn til Gautaborgar hlust- aði ég á eftirtalda útvarps- þætti: 1. Vandamál fiska í súrum vötnum. 2. Vandamál innflytjenda í frumskógi út- sölunnar. 3. Vandamál bíl- eigandans í stríðinu við svik- ula verkstæðisformenn. 4. Vandamál vandamálsins gagnvart eigin lausn. 5. Get- ur óleysanleiki vandamáls verið vandamál? — Leit Svía að vandamálum gerir þá að þeim mönnum sem þeir eru. Þeim tekst alltaf að finna einhver ný vandamál til að leysa. Nú verður spennandi að fylgjast með þeim undir nýrri stjórn, en sænskir sósí- aldemókratar eiga við til- vistarvanda að striða sem kallar á „utredningu" og fleiri sérfræðinga. ■ « Oskar Olafsson er skipstjóri á Akraborg. I sautján ár hefur hann siglt frá Akranesi til Reykjavíkur og til baka, — og svo áftur upp á Skaga og aftur til Reykjavíkur og svo aftur upp á Skaga, — dag eftir dag.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.