Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 30
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segist ekkert hafa talað við Nikíforov. Fyrrverandi KGB-njósnara vísað frá Sviþjóð VAR ÁSKRIFANDI AÐ MORGUN- BLAÐINU ÞEGAR HANN VARÁ ÍSLANDI — afskaplega viðkunnanleg- ur en ég hafði engin sam- skipti við hann, — segir Styrmir Gunnarsson ritstjóri Werner Rasmusson hefur keypt mikinn fjölda af tapfyrirtækjum að undanförnu. WERNER GERIR TILBOÐ UM KAUP Á ÍSLENSKA RÍKINU — hyggst nota uppsafnaðan halla ríkissjóðs til skattaf- sláttar Davið Oddsson segir að staðar- uppbót ráðherra þurfi að verða allt að 200 þúsundum á mánuði svo þeir komi heim. Tillaga um lækkun ferða- kostnaðar hjá ríkinu RÁÐHERRAR FÁI STAÐARUPPBÓT FYRIR AD VERA Á ÍSLANDI — hún þarf að vera há til aö geta keppt við ferðapening- ana, — segir Davíð Oddsson 39. TOLUBLAÐ 2. ARGANGUR FIMMTUDAGURINN 26. SEPTEMBER 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Beint sjonvarp úr sund- laugunum — er suar Ríkissjón- uarpsins uid beinurn útsendinaum Stööu- ar-2 frá j)ini>sölurn Reykjavik, 25. september „Þótt það geti stund- um verið fjör í þingsöl- um held ég að til lang- frama standi útsend- ingar þaðan beinum út- sendingum okkar úr sundlaugunum ekki á sporði,“ sagði Heimir Steinsson útvarps- stjóri í samtali við GULU PRESSUNA um aukna hörku í sam- keppni sjónvarps- stöðvanna. Eins oi< fraiti hofnr komið í fréttum liyj»i»st Stöð-2 standa fyrir bein- um útsendingum tir þing- sölum í vetur. Ríkissjön- varpið hefur hins vegar gert samkomulag við Sundlaugar Reykjavíkur um beint sjónvarp þaöan ,.í heitu pottunum verð- ur líflegri stjórnmálaum- ræða en í þingsölum. Og þegar dofnar yfir umræð- unni getum við rennt vél- unum yfir sólbaðsbekk- ina. Þaö er ólíkt skemmti- legra sjónvarpsefni en þessir fáeinu kallar sem hanga á þingpöllum." sagði Heimir. Að sögn Páls Magnús- sonar stendur Stöð-2 i samningaviöræöum við forseta þingsins um að fá að senda beint lít frá kaffi- stofu þingsins til að lifga upp á útsendingarnar eða jafnvel frá gufubaöi þing- manna í Þórshamri. Sambandsherinn í Júgóslavíu Kaupir angórukanínur af íslenskum bændum — verda notadar til uö brjótu nidur efnuhui>skerfi Króatiu Zagreb, 25. september Samkvæmt óstaðfestum fregnum í Júgóslavíu hafa yfirmenn sambandshers- ins gert tilboð í ailar an- górukanínur íslenskra bænda svo og fyrirtæki bændanna, Fínull. Hug- myndin er að nota kanín- urnar til að brjóta á bak aftur efnahagslegt sjálf- stæði Króatíu. ,,Við höfum fengið skýrslu frá Islandi sem sýnir svart á hvítu hvers kanínurnar eru megnugar. Þótt það séu ekki nema fáein ár síöan þær komu til landsins hefur hverri þeirra tekist að safna hátt í 2 milljóna króna tapi. Þegar það er haft í huga, og hversu fljótar jjær eru að fjölga sér, er Ijóst að þarna er um algjört gereyöingarvopn aö ræða," sagði ónafngreindur talsmað- ur sambandshersins í samtali við GULU PRESSUNA. ,,Jú, það er rétt að við höf- um fengiö tilboð í kanínurn- ar," sagði Erlendur Davíðsson kanínubóndi við GULU PRESSUNA. ,,En við ætlum ekki að selja fyrr en útséð er um hvort við fáum meira frá íslenska ríkinu. Ef búið er að girða fyrir frekari styrki get- um við náttúrlega allt eins selt." Erlendur Daviðsson kaninu- bóndi vill reyna við islenska rikið áður en hann sendir kan- inurnar til Júgóslavíu. Sparnaöartillögur fjármálaráðherra Ríkisstarfs- mönnum boðið að selja stöðugildi sín — fá SO prósent launanna ef þeir leggju niöur uinnu strax Reykjovik, 26. september „Hugmyndin er að sjálf- sögðu komin úr landbún- aðarkerfinu. Þar hefur tekist að fækka ærgildum með því að bjóða bændum laun fyrir að framleiða ekki kjöt. Við ætlum okk- ur að bjóða ríkisstarfs- mönnum laun fyrir að mæta ekki til vinnu,“ sagði Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra í gær, þegar hann kynnti nýjar sparn- aðartillögur i rekstri hins opinbera. „Sparnaðurinn er ekki fyrst og fremst sá að losna við að greiöa full laun, en þeir starfsmenn sem selja stöðu- gildi sín fá KO prósent laun- anna. Sparnaöurinn liggur í því að þeir sem sitja heima munu ekki auka á þenslu rík- issjóðs með vinnu sinni." sagði Friörik. Að hanssögn hefur könnun fjármálaráöuneytisins leitt í Frida Tryggvadóttir, ritari fjár- málaráóherra, er atvinnulaus en Friðrik Sophusson hefur selt ríkissjóði stöðugildi hennar. Ijós að um fimmtungur opin- berra starfsmanna sé á hverj- um tíma að semja skýrslur eða úttektir sem leiði síðan til aukinna útgjalda. „Markmið okkar er að kaupa sem flest stöðugildi. Sjálfur hef ég þegar selt stöðugildi aðstoðarmanns niíns og ritara. Við erum ein- mitt að fara að halda upp á |)að hér í ráöuneytinu." sagði Friðrik Sophusson. Knattspyrnusambandiö Vill fá 20 milljónir fyrir að halda aldrei heimsmeistarakeppni Reykjavik, 26. seplember „Við erum vongóðir um að ráðherrann taki vei í tilboð okkar,“ sagði Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnusam- bands íslands, í samtali við GULU PRESSUNA, en sambandið hefur óskað eftir 20 milljóna króna styrk úr ríkissjóði. „Viö bentum ráðherran- um á aö við gætum sparaö ríkissjóöi stórar fjárhæöir. Ef við vildum það ekki gæt- um við til dæmis sótt um aö halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu ár- iö 199K. Lauslega áætlað mundi það kosta ríkissjóö hátt í 300 milljónir. Það munar um minna," sagði Eggert. Að sögn Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráð- herra liggur nú fyrir erindi frá Handknattleikssam- bandinu um fjárstuðning gegn því að hætta við heimsmeistarakeppnina 1995 og von er á beiðni frá Háskólanum á Akureyri um hækkun kennaralauna gegn því að hætta við að taka upp kennslu í heila- skurðlækningum. „Mér líst vel á allar þess- ar tillögur. Það er auðséð að fólk er almennt tilbúiö að hlaupa undir bagga við niðurskurö ríkisútgjalda." sagði Ólafur. Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.