Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 2
B 2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992
B Æ K U R
P L O T U R
Stjörnubœkur
ÍSLENSK SKÁLDVERK
Einar Kárason: Heimskra manna
ráð
Mál og menning
★★★★
Frá því Laxness lagði frá sér penn-
ann hefur enginn íslenskur rithöf-
undur skapað jafn fjölskrúðugt og
heilsteypt persónugallerí í verkum
sínum og Einar Kárason í Eyjabók-
unum og nú í Heimskra manna ráð-
um. (KB)
Þórarinn Eldjárn: Ó fyrir framan
Forlagið
★ ★
Sögurnar í þessu nýja smásagna-
safni eru misjafnar að gæðum og
þær slökustu draga heildarverkið
niður. En þegar litið er á það sem
best er gert þá sannast hér enn einu
sinni að þegar Þórarni tekst best
upp er hann óborganlega fyndinn.
(KB)
Trausti Steinsson: Fjall rís
Guðsteinn
*
Hér er einfaldlega komin svo vond
bók að mestu tíðindi þessarar bóka-
vertíðar yrðu þau ef einhver verri
kæmi á markaðinn. (KB)
Þórunn Valdimarsdóttir: Júlía
Forlagið
0
Þórunn gengur svo langt í ofsafullu
hugmynda- og orðflæði að ekki
hefði nægt að aga hugsunina til að
skapa frambærilegt verk, skáldkon-
an hefði þurft að grípa til valdbeit-
ingar. (KB)
AÐRAR BÆKUR
Thor Vilhjálmsson: Raddir í
garðinum
Mál og menning
★★★★
Það er skörp, greindarleg hugsun að
baki þessu verki en einnig innsæi
og hlýja ásamt ríkri kímni sem á ein-
staka stað beinist í átt að galsa. (KB)
Friðrika Benónýs: Minn hlátur er
sorg, ævisaga Ástu Sigurðar-
dóttur
★ ★★★
Friðrika Benónýs hefur skrifað ein-
stæða ævisögu. Hún gengur á hólm
við goðsögnina um Ástu og dregur
upp mynd sem ekki er alltaf geð-
felld en áreiðanlega eins sönn og
framast er unnt. (HJ)
Óttar Guðmundsson: Tíminn og
tárið
Forlagið
★★★
Við erum víst einhver drykkfelldasta
þjóð í heiminum, segir Óttar, sem
skrifar af þekkingu og innsæi og fer
oft á kostum í skemmtilegheitum.
(HJ)
Ingólfur Margeirsson: Hjá Báru
örn og Öriygur
★★
Hjá Báru er eiginlega eins og skáld-
saga. Gæti verið úr rauðu ástarsög-
unum, eða hvað þær nú heita. (HJ)
Nína Björk Árnadóttir: Ævin-
týrabókin um Alfreð Flóka
Forlagið
★★
Nína Björk Árnadóttir skrifar mjög
innilegan stíl sem öðru hvoru fer
langt yfir velsæmismörk í tilfinn-
ingasemi. Hins vegar er Nína furðu-
fljót að ná sér upp úr slíkum dýfing-
um og draga textann að landi. (KB)
Gylfi Gröndal: Ásgeir Ásgeirsson
Forlagið
★
Ævisaga Gylfa Gröndals um Ásgeir
Ásgeirsson er dæmigerð viðhafnar-
saga. Enginn verður móðgaður, sár
— eða undrandi. (HJ)
UÓÐ
Gyrðir Elíasson: Mold í skugga-
dal
Mál og menninq
★★★★
Meiri mannleg nærvera, hlýja og
angurværð sem tengjast aðskilnaði
og missi, algerlega nýju stefi í sjálf-
hverfum heimi Gyrðis. (JHS)
Sigfús Bjartmarsson: Zombíljóð-
in
Bjartur
★★★★
Zombíljóðin eru eitt metnaðarfyllstá
verk sem komið hefur út lengi og á
nokkuð örugglega eftir að verða eitt
af kennileitum nýhafins áratugar.
(JHS)
Guðbergur Bergsson: Hið eilífa
þroskar djúpin sín (þýðingar)
Forlagið
★★★
Handbragð Guðbergs er auðþekkj-
anlegt en ekki óaðfinnanlegt. Mér
finnst of mikið af slæmri íslensku í
þessum þýðingum, ekki endilega að
það sé spænskan sem skín í gegn
heldur er eins og tungumálið loðni
hér og þar hugsuninni til samlætis.
(JHS)
Vilborg Dagbjartsdóttir: Klukk-
an íturninum
Forlagið
★★★
Góð bók en ekki mjög persónuleg.
Vilborg hefur áður gefið meira af
sjálfri sér, hér einbeitir hún sér fyrst
og fremst að reynslu annarra og
þegar kemur að stóru spurningunni
er það ekki hún sjálf sem yrkir. (JHS)
Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA
ÞRIÐJUNGUR BOKA-
ÞJÓÐARINNAR LES
BÆKUR
Þegar Skáís gerði skoðana-
könnun fyrir PRESSUNA í síð-
asta mánuði voru þátttakendur
spurðir hversu margar bækur þeir
læsu á ári. Aðeins 1,9 prósent
sögðust aldrei lesa bók. Hins veg-
ar sögðust 34,2 prósent lesa tíu
eða fleiri bækur á ári. Aðeins þeir
sem voru sextán ára eða eldri voru
spurðir í könnuninni. Að baki
þátttakendum eru því rúmlega
190 þúsund manns. Því má gera
ráð fyrir að um 65 þúsund þeirra
sem eru eldri en 16 ára lesi tíu eða
fleiri bækur á ári en um 3.600
manns líti aldrei í bók.
Ef farið er nánar í niðurstöður
könnunarinnar má gera ráð fyrir
að um 3.250 manns lesi eina bók á
ári. Tæp 15 þúsund lesi tvær bæk-
ur, um 17 þúsund lesi þrjár bækur
og tæp 25 þúsund lesi fjórar bæk-
ur á ári. Sami fjöldi, 25 þúsund
manns, les fimm bækur á ári, 5
þúsund lesa sex bækur, 7 þúsund
lesa sjö bækur og 14.500 lesa átta
bækur á ári. Rétt tæplega 11 þús-
und manns lesa síðan níu bækur á
ári og 65 þúsund segjast síðan lesa
tíu bækur eða fleiri á ári.
Eins og sjá má er sá hópur sem
segist lesa þrjár til fimm bækur á
ári álíka st.ór og sá sem les tíu
bækur eða fleiri á ári.
Til að gefa hugmynd um
hversu mikill lestur liggur að baki
því að lesa tíu eða fleiri bækur á
ári þá jafngildir það um sex blað-
síðum á dag ef gert er ráð íyrir að
meðalbók sé um 220 síður.
Ef gengið er út frá því að þeir
sem segjast lesa tíu bækur eða
fleiri á ári lesi að meðaltali fimm-
tán bækur lætur nærri að þessi
þriðjungur þjóðarinnar lesi um 62
prósent alls þess sem á annað
Samkvæmt könnun Skáís les rétt rúmur þriðjungur þjóðarinn-
ar meira en tíu bækur á ári. Það er líklega sá hluti þjóðarinnar
sem hefur unnið henni nafngiftina bókaþjóð. Nema það skyldi
vera sú staðreynd að aðeins 2 prósent þjóðarinnar lesa alls ekki
neitt.
borð er lesið hérlendis.
Og ef haidið er áfram með
talnaleikinn þá gefur þessi könn-
un til kynna að Islendingar sporð-
renni tæplega 1,6 milljónum bóka
á ári. Þeir sem lesa mest lesa 980
þúsund þessara bóka. Ef miðað er
við að þrír séu urn hverja bók
þurfa bókaútgefendur að gefa út
um 525 þúsund'eintök til að svala
lestrarþörf landsmanna. Jóla-
bókaflóðið samanstendur af um
427 titlum. Ef niðurstöður könn-
unarinnar eru réttar ætti það að
tryggja útgefendum meðaltalssölu
upp á 1.240 eintök af hverjum titli.
Ævi & ástir hinnar
íslensku Cicciolinu
JÓNlNA LEÓSDÓTTIR:
RÓSUMÁL - LÍF OG STÖRF RÓSU
INGÓLFSDÓTTUR
FRÓÐI1992
★★
UMálið er einfalt: Annað-
hvort finnst þér Rósa
ingólfsdóttir æðisleg eða
ömurleg. Það er enginn milliveg-
ur. Á þeim forsendum verður að
meta bók um líf og störf hinnar ís-
lensku Cicciolinu.
Eitt er víst: Saumaklúbbarnir
verða ekki fyrir vonbrigðum.
Þetta er bersöglisbók. Rósa malar
og malar og malar um allt milli
himins og jarðar. Um ástina,
aukakílóin, þjóðkirkjuna,
skemmtanabransann, listina,
sjónvarpið, — nefndu það! Og
karlmenn auðvitað. (Ólafur Ragn-
ar Grímsson bauð Rósu upp í
dans fyrir um það bil aldarfjórð-
ungi. Þau töluðu um sálfræði.)
Margt fáum við að vita um
sukk og svínarí í Þjóðleikhúsinu
fyrir tuttugu árum. Þá var Rósa
ung leikkona á samningi og horfði
upp á gegndarlaust fyllerí og
kynsvall. Hún tók að vísu ekki
þátt í því sjálf. Hún vildi ekki fara
„láréttu leiðina“ inná leiksviðið.
Rósa er ekki einhöm.
„Ég er þó að minnsta kosti aug-
lýsingateiknari að mennt, leik-
kona, myndlistarkona, tónlistar-
kona og þrautþjálfuð sjónvarps-
manneskja,“ segir hún á blaðsíðu
143. Mikið rétt: Rósa fékk nokkur
hlutverk í leikhúsinu (hæst ber
lfldega fröken Drakúla), hún söng
inná eina plötu fyrir tuttugu árum
og var næstum því búin að gera
aðra, hún hefúr haldið nokkrar
málverkasýningar. En þjóðin hef-
ur harla takmarkaðan áhuga á
þessari Rósu Ingólfsdóttur. Þjóðin
vill heyra hana tala um karla og
konur. Um ástina. Sexið.
Rauðsokkur eru kynferðislega
ófullnægðar, segir Rósa. Þær vilja
ganga í ljótum fötum og reykja
pípu.
Rósa getur ekki hugsað sér að
láta manninn sinn þvo upp og
ryksuga. Karlar eru ákveðnir og
öruggir en konur eru flækju-
kenndar. Karlar eru rökfastir,
konur eru bara nokkurs konar
vlravirki...
Þetta er hún Rósa. Hún hefur
kallað yfir sig fleiri lesendabréf en
flestir aðrir. Sjálf segist hún eigin-
lega ekkert botna í fjaðrafokinu
sem hún veldur. Við trúum því nú
svona rétt mátulega.
Þetta er alveg dýrðleg bók. Einn
kaflinn byrjar svona: „Tærnar á
mér voru eyðilagðar árið 1970.“
Svo fáum við að vita allt um tærn-
ar, burtrifnar neglur, graftarkýli
og misheppnaðar aðgerðir sem
leiddu til þess að hún þorði varla í
sund og hefur síðan þurft að
ganga í háhæluðum skóm. Ein-
hverntímann ætlar Rósa að lú-
berja lækninn, það „helvítis fífl“.
Og þessi hæstiréttur kynþokk-
ans uppiýsir líka hvaða karlar eru
mest sexí. Steingrímur Her-
mannsson kann til dæmis að
koma huggulega fram við kven-
fólk. Einu sinni keyrði hann Rósu
frá Grindavík. Þau blöðruðu um
skíði, jarðboranir, heilbrigðismál,
landbúnað og ömmu hans.
„Ég er einsog hryssa sem
skvettir upp rassinum og aftur-
löppunum úti í guðsgrænni nátt-
úrunni," segir hún.
En fyrst og fremst er hún auð-
vitað Rósa. Hin íslenska Cicciol-
ina. Annaðhvort finnst þér hún
æðisleg eða ömurleg. Þannig er
bókin líka. Algerlega trú viðfangs-
efninu. Svo er líka fullt af ljós-
myndum af Rósu í korseletti. Hún
mætti nú alveg losa sig við fáein
kfló, finnst þessum lesanda hér.
Aðeins eitt að lokum. Mér tókst
ekki að finna neinar upplýsingar
um fæðingardag Rósu Ingólfs-
dóttur. Það er óvenjulegt í ævi-
sögu og rétt að upplýsa það mál.
Hún var í heiminn borin 5. ágúst.
Árið 1947. Svo Rósa er rétt að
byrja.
Hrafn Jökulsson
„Þetta er bersöglis-
bók. Rósa malar og
malar og malar um
allt milli himins og
jarðar. “
La-la safnplötur
ÝMSIR REIFIFÓTINN ★★
GRIMM SJÚKHEIT ★
...........STTJNAR.
Það eru fáar útgáfur háll-
ærislegri en þær sem
^J0blanda saman vinsælum
erlendum lögum og íslenskum og
liggja svo frammi á bensínstöðv-
um og safna ryki. Þessar útgáfur
voru algengar fyrir nokkrum ár-
um; ég var farinn að halda að
þessi siður væri aflagður en þá
koma tvær nýjar K-Tel-legar frá
Steinum. Líldega er Steinar að
uppfýlla einhver ákvæði í samn-
ingi við hollenska umboðsfyrir-
tækið ToCo, því öll erlendu lögin á
plötunum tveimur koma af færi-
bandi þess hollenska.
Það er bara einu íslensku lagi
bætt á Reif í fótinn, „Undir áhrif-
um“ með Pís of Keik. Ég er
kannski nteð smáþjóðrembu, en
ég get ekki betur heyrt en það lag
standi upp úr reifgrautnum. Lagið
er frábært og eiginlega það frísk-
asta sem ég hef heyrt með band-
inu. Ingibjörg er æði í þessu lagi,
Máni Svavars alltaf jafnklár á tólin
og Júlli Kemp fi'nn í því sem hann
á að vera að gera, hvað svo sem
það nú annars er. „Undir áhrif-
um“ lumar á pervertastefinu hans
Sveppa úr Veggfóðri og er gaman
að það skuli loksins vera komið
út. Pís of keik-fólkið er búið að
vera nógu lengi í þessum safnplöt-
um, næsta skref hlýtur að vera
eigin plata. Önnur lög renna sam-
an í taktfastan reifgraut sem mað-
ur mundi kannski ekki fúlsa við
úti á einhverju dansgólfmu. Reif-
æskan verður þó almennt glöð
með „Reif í fótinn“, enda er platan
kjarakaup fyrir reifóða.
Það eru þrjú íslensk lög á
„Grimmum sjúídieitum"; Stjórnin
og Þúsund andlit eru með vemmi-
legt vælukjóapopp — Stjómin þó
aðeins skárri en vanalega — og Jet
Black Joe hossast á gamla Trú-
brotslaginu „Starlight" og komast
bara vel frá sínu. Annað efni er á
köflum þolanlegt, sérstaklega
hommabandið Erasure með gam-
alt Abba-lag; Right said Fred með
ágæta útgáfú af Lovin’ Spoonfúl-
laginu „Daydream“ og heimskuleg-
asta raggí-lag síðari tíma; „Lalalalaí-
ong“ með Inner Circle, sem er svo
bjánalegt að maður verður um-
svifalaust snortinn.
Gunnar Hjálmarsson
i